Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987. Erlend bósjá Gilnter Grass On Writing & Politics Translated by Ralph Manheím, wíth an introduction by Salinan Rushdie Greinasafn Giinter Grass ON WRITING & POLrTICS. Höfundur: Giinter Grass. Penguin Books, 1987. Þýski rithöfundurinn Gúnter Grass er ekki síður þekktur fyrir afdráttarlausar skoðanir sínar en skáldsögur. Hann hefur ávallt sagt meiningu sína tæpitungulaust, hvort heldur hann fjallar um stjómmál, alþjóðamál eða frelsi rithöfundarins í samfélaginu. Hér hefur nokkrum ritgerðum og ræðum Grass verið safhað sam- an. Þeim er skipt í tvo flokka eftir efhi: annars vegar eru ritgerðir um bókmenntir, hins vegar tun stjóm- mál. Þó fer auðvitað ekki hjá því að þegar Grass fjallar um bók- menntir þá ræðir hann einnig stjómmálalegar hliðar verkanna. í ritgerðinni um Kafka, til dæmis, er samanburður við ástandið í Tékkóslóvakíu eftir Prag-vorið honum ofarlega í huga. Fyrir þá sem hafa rneiri áhuga á bókmenntum Grass en stjóm- málaskoðunum er ítarleg grein hans um Alfred Döblin forvitnileg, en Grass telur sig hafa lært meira af þessum samlanda sínum (höf- undi Berlin Alexanderplatz) en flestum öðrum og vill setja hann á bekk með Thomas Mann og Ber- told Brecht. HOW POETRY WORKS PHILIP DAVIES ROBE RTS List Ijóðsins HOW POETRY WORKS. Leyndardómar þóglu tvíburanna THE SILENT TWINS. Höfundur: Majorie Wallace. Penguin Books, 1987. í bresku fangelsissjúkrahúsi dvelja nú Gibbons-tvíburamir, June og Jennifer, tuttugu og fjögurra ára að aldri. Þær vom dæmdar til læknismeð- ferðar ótímabundið - sem í reynd getur þýtt ævilangt fangelsi - fyrir skemmd- arverk og íkveikjur sem þær frömdu á unglingsárum sínum. Ástæða þess að þær vom ekki dæmdar til hefðbundinnar fangelsis- vistar var sú að frá bamsaldri höfðu þær ekki talað við nokkum mann, ekki einu sinni foreldra sína. Það tókst sem sagt engum að ná sambandi við þær. Breski blaðamaðurinn Majorie Wallace fékk áhuga á máli tvíburanna og fór að kynna sér feril þeirra og sérkennilegt samband. Hún fékk þá meðal annars aðgang að fjölda stíla- bóka sem stúlkumar höfðu skrifað í allt frá bamsaldri. Þessar þéttskrifuðu bækur vom lykillinn að leyndardómi þöglu tvíburanna: saga sem er í senn einstæð og óhugnanleg. í ítarlegum dagbókum, sem June og Jennifer færðu hvor í sínu lagi, er lýst ítarlega hvemig það gerðist að þær drógu sig meira og meira út úr sam- félagi við foreldra sína, systkini og aðra vini og kunningja og bjuggu sér til sína einkaveröld. Þær töluðu sjálfar saman en á þann hátt að enginn utan- aðkomandi skildi. Þær gátu einnig haft samband með örlitlum hreyfing- um sem aðrir tóku ekki eftir. Þessi tilbúna veröld varð brátt hinn eini sanni raunveruleiki í hugum þeirra: þær lifðu þar og hrærðust með persón- um sem þær bjuggu til og skrifuðu um jafnvel langar skáldsögur. Á þessum árum þóttu tvíburamir skrítnir en ekki virtust foreldramir né kennarar átta sig á því að meira en lítið væri að. Þegar þær komust á kynþroskaaldurinn tók líf þeirra hins vegar enn óheillavænlegri stefhu. Þær kynntust piltum sem leiddu þær inn á brautir áfengisneyslu, eiturlyfja og kynlífs. í öllu þessu voru þær þöglir þátttakendur, en skráðu svo viðbrögð sín og væntingar í dagbækumar. Þessi erfiða reynsla tvíburana, og andsnúið umhverfi í skóla, varð til þess að þær leiddust út á braut af- brota sem að lokum endaði með því að þær vom handteknar fyrir íkveikju og skemmdarverk. Þögn þeirra varð til þess að þær hlutu ekki þá meðferð yfirvalda sem æskilegast hefði verið: þess í stað vom þær í reynd grafriar lifandi í fangelsissjúkrahúsi. Það er ekki aðeins að Majorie Wallace reki sögu tvíburanna ítarlega, bæði eftir þeirra eigin dagbókum og ritverkum og af viðtölum við þá sem komið hafa við sögu þeirra. Hún kafar einnig djúpt ofan í tilfinningaþrungið samband tvíburanna þar sem blandast saman ofsafengin ást og hatur. Þær geta ekki búið saman án þess að gera hvor annarri mein í ofsabræðisköstum en þær veslast einnig upp ef þær em aðskildar. Saga Gibbons-tvíburanna er drama- tísk, spennandi en umfram allt harmræn lesning. Það er dapurlegt að sjá hvemig líf tveggja stúlkna, sem höfðu ótvíræða hæfileika og gáfur, var lagt í rúst þegar á unglingsaldri - af þeim sjálfum og þeim „sérfræðingum" sem hefðu átt að vita betur. London morðanna MURDER GUIDE TO LONDON. Höfundur: Martin Fido. Grafton Books, 1987. Það hafa verið framdir margir óhugnanlegir glæpir í langri sögu Lundúnaborgar. Líklega er „Jack The Ripper" þeirra alræmdastur, en margir aðrir koma í hugann: kvennamorðin- gjamir Christie og Haigh og nú nýverið fjöldamorðinginn Dennis Nilsen sem gróf tólf fómarlömb í garð- inum hjá sér á ámnum 1979-1981. Fyrir þá sem ekki láta sér nægja að lesa um slíka glæpamenn heldur hafa i », w nimiwiHturu rm;» áhuga á að virða fyrir sér þá staði, þar sem hinir ógurlegu verknaðir vom framdir, hefur nú verið samin sérstök leiðsögubók. I þessari „morðhandbók“ er sagt í stuttu máli frá helstu morð- ingjum í sögu bresku höfúðborgarinn- ar og þeim stöðum þar sem þeir frömdu ódæði sín. Bókinni er skipt í kafla efl> ir borgarhverfum. Þá em helstu morðstaðir færðir inn á sérstök kort sem prentuð em aftast í bókinni. Já, hvað er ekki gert fyrir túrhest- ana! Höfundur: Philip Davies Roberts. Penguin Books, 1986. Það er ekki hægt að kenna mönnum að yrkja. Hins vegar er gerlegt að fræðast af bókum um þá tækni sem ljóðskáld hafa beitt með góðum árangri í gegnum tíð- ina. Þessi bók hefur einmitt að geyma lýsingu á aðferðum breskra ljóð- skálda fyrr og nú. Höfundurinn fjallar ítarlega um málnotkun, óiík ljóðform, margbreytdlega notkun hrynjandi og ríms og fjölbreytilega framsetningu ljóða. f síðari hluta bókarinnar em svo birt ljóð sem em dæmigerð fyrir þennan fjölbreytileika í enskri ljóðlist frá tíundu öldinni til þeirr- ar tuttugustu eða með öðrum orðum frá Beowulf til skálda á borð við Berryman, Lowell, Thom- as og Plath. Bókin kemur fyrst og ffernst að gagni við skilning á ljóðum á enskri tungu, þótt sumt af því sem hér er fjallað um hafi auðvitað víð- ari tilvísun og eigi sér þannig samsvörun í íslenskri ljóðagerð. Hún er því einkum gagnleg fyrir þá sem hafa sérstakan áhuga á að kynna sér form og handbragð en- skra ljóðskálda. Metsölubækur Bretland 1. Jeffrey Archer: A MATTER OF HONOUR. (1) 2. Jackie Collins: HOLLYWOOD HUSBANDS. (3) 3. David Eddings: GUARDIANS OF THE WEST. (2) 4. Anita Brookner: A MISALLIANCE. (6) 5. Danielle Steel: WANDERLUST. (4) 6. Leslie Thomas: THE ADVENTURES OF GO- OD- NIGHT AND LOVING. (5) 7. Stephen King: THE BACHMAN BOOKS. (9) 8. Isaac Asimow: FOUNDATION AND EARTH. (8) 9. Barbara T. Bradford: ACT OF WILL. (7) 10. S. Donaldson: THE MIRROR OF HER DREAMS. (-) (Tölur innan sviga tákna röð viðkomandi bókar vikuna á undan. Byggt á The Sunday Times.) Bandaríkin: 1. Stephen King: IT. 2. Tom Clancy: RED STORM RISING. 3. Danielle Steel: WANDERLUST. 4. Jackie Collins: HOLLYWOOD HUSBANDS. 5. Karleen Koen: THROUGH A GLASS DARKLY. 6. W.E.B. Griffin: CALL TO ARMS. 7. Sally Quinn: REGRETS ONLY. 8. Tom Clancy: THE HUNT FOR RED OCTO- BER. 9. William J. Caunitz: SUSPECTS. 10. James A. Michener: TEXAS. 11. Patrick Siiskind: PERFUME. 12. Dean R. Koontz: TWILIGHT EYES. 13. Louis L'Amour: LAST OF THE BREED. 14. John Saul: THE UNWANTED. 15. M. Weis, T. Hickman: KENDER, GULLY DWARVES, AND GNOMES. Rit almenns eðlis: 1. Kitty Kelley: HIS WAY. 2. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 3. Beryl Markham: WEST WITH THE NIGHT. 4. Judith Viorst: NECESSARY LOSSES. 5. Bill Cosby: FATHERHOOD. 6. M. Wilson, P. Romanowski, A. Julliard: DREAMGIRL. 7. Sidney B. Barrows, W. Novak: MAYFLOWER MADAM. 8. M. Mathabane: KAFFIR BOY. 9. J. McMahon, B. Verdi: MCMAHONI. 10. Harold Kushner: WHEN ALL YOU'VE EVER WANTED ISN'T ENOUGH. (Byggt á New York Times Book Review.) Umsjón Elías Snæland Jónsson Predikarinn John Donne SELECTED PROSE. Höfundur John Donne. Penguin Books, 1987. Einu kynni flestra af John Donne er tilvitnun sú sem Heming- way hafði við upphaf skáldsögunn- ar „For Whom The Bell Tolls“ (Hverjum klukkan glymur) og hefst með orðunum „No man is an Iland...“. Úr þeirri tilvitnun fékk Hemingway reyndar nafrt sögunn- ar. Donne, sem var uppi á tímum Shakespeare (fæddur 1572, dáinn 1631), var afkastamikið ljóðskáld, heimspekingur og predikari, en hann var starfandi prestur síðustu áratugina, lengst af við St. Paul’s í London. Þegar á námsárum sínum fór Donne að rita hugleiðingar um líf- ið og tilveruna og síðar predikanir. Þessi verk voru gefin út í mörgum bókum. Hér er birt úrval grein- anna. í þessum ritsmíðum veltir Donne fyrir sér ólíkustu spumingum um lífið, dauðann og goðdóminn. Margt ber þar merki þess tíma sem hann lifði á, svo sem hugleiðingar hans um konur. Sérstök grein fjall- ar til dæmis um það hvers vegna í ósköpunum nokkrum manni detti í hug að konan hafi sál! En mest er hér fjallað um trú- mál, enda eru predikanir Donne ríflega helmingur bókarinnar. VIDA. Höfundur: Delacorta. Penguin Books, 1987. Svissneski rithöfundurinn Delacorta (öðru nafni Daniel Odi- er) hefur skrifað óvenjulega og fyndna reyfara. Spennusögur hans bera allar nöfii kvenna: Diva, Nana, Luna og Lola. Og nú er Vida komin. Þessi nýjasta spennusaga Delac- orta er að sumu leyti öðruvísi en hinar fyrri. Sögusviðið er nú í fyrsta sinn Ameríka (hinar sögum- ar gerast í Frakklandi) og veruleg- ur hluti bókarinnar er kímileg ádeila á bandarískar venjur sem koma evrópskum gestum skringi- lega fyrir sjónir. Söguþráðurinn, sem er jafiilygilegur og í fyrri sög- unum, þótt frumleikinn sé ekki sá sami, verður stundum að aukaat- riði: svo mikið liggur höfundinum á að lýsa ýmsum fáránleika í bandarísku þjóðlífi. Sem fyrr em það hin fagra ungl- ingsstúlka Alba og samferðamaður hennar í ævintýrunum, Gorodish, sem fara með aðalhlutverkið, en Vida, sú sem nafn sögunnar höfðar til, er myndarstúlka sem dundar við það í frístundum að skjóta mafíuforingja og spillta stjóm- málamenn fyrir borgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.