Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Side 15
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987.
15
Meira um hella og
holur í Borgarfirði
Ég hef alltaf haft einhverjar
taugar til Borgarfjarðar og jafnvel
til Mýranna og Mýramanna sem á
„koppana kúka og klóra sína lús-
ugu búka“ eins og segir í hinu
alkunna versi.
Ekki man ég lengur af hverju
þessi tilfinning mín til þessara
staða stafar. En hitt man ég að oft
hefur verið gaukað að mér efni í
þessa pistla sem tengist áðurnefnd-
um héruðum. Nú síðast sagði
starfsfélagi minn mér frá hellinum
Víðgelmi og skrifaði ég um hann
nýlega. Það var þessi kunningi
minn sem togar litla orma upp úr
moldinni, elur þá á góðu fæði til
þess eins að þræða þá síðar upp á
öngul og drekkja þeim í laxveiðiá
eða silungapolli.
En hellir þessi er sannarlega ekki
útrætt mál.
Víkur nú sögu vestur til
Borgarfjarðar.
Enn um hellinn
Það hringdi sem sagt í mig ágæt
kona úr þessari indælu sveit, nánar
tiltekið Ingibjörg Bergþórsdóttir
frá Fljótstungu í Hvítársíðuhreppi.
Umfjöllunin um hellinn Víðgelmi
átti rót sína að rekja til þess að
áletrun á vegprestinum, sem vísar
fólki leið til hellisins, fór í bág við
málvenju heimamanna. Heima-
menn kalla hellinn Víðgelmi,
vegpresturinn Víðgemli.
Ingibjörg sagði mér að ung-
mennafélagsmenn í Borgarfirði
hefðu sett prestinn upp og ekki
sinnt ábendingum um að leiðrétta
villuna. Þetta var fyrir nokkrum
áratugum, í þá tíð þegar Vilhjálm-
ur Einarsson, sá sem stokkið hefur
þrístökk lengra en aðrir menn á
Islandi, stjórnaði íþróttamálum
þarna uppfrá.
Ef við göngum út frá að nafnið
Víðgelmir sé eldra þá er þó ljóst
að ruglingurinn er að minnsta
kosti nokkurra áratuga gamall.
En nóg um það.
Ingibjörg sagði mér líka frá öðru,
nefnilega því að afi hannar og
amma hefðu notað enn eina útgáf-
una á nafni þessa hellis. Þau
kölluðu hann Víðgeymi. Miðað við
aldur hjónanna er orðið a.m.k. írá
því um miðja 19du öld því þau ku
hafa vanist því frá barnæsku.
Þá eru nöfnin orðin hvorki nieira
né minna en þrjú: Víðgelmir, Víð-
gemlir og Víðgeymir.
Síðasta nafnið tel ég vera tilraun
til skýringar á nafninu Víðgelmir.
Seinni liðurinn, -gelmir, er þá orð-
inn fólki óskiljanlegur svo það
grípur til þess ráðs að ljá nafninu
nýjan búning með skiljanlegra
orði.
Skýringar af þessu tæi kalla mál-
fræðingar alþýðuskýringar vegna
þess að þær eru gerðar af alþýðu
manna í því skyni að skilja óskilj-
anleg orð.
En fleira var mér sagt um hella
og holur í Borgarfirði.
Holan í Borgarfirðinum
Dag nokkurn i september 1923
voru unglingar að bíða eftir safni
af fjalli til að rétta. Verður einum
íslensk tunga
Eiríkur Brynjólfsson
að skríða oní gjótu og finnur þar
mannabein. Hola þessi eða skúti
er í Fljótstungu.
Beinafundurinn var tilkynntur
Þjóðminjasafni en aldrei varð úr
að þau væru athuguð og voru að
lokum jarðsett i kirkjugarðinum í
Reykholti.
A hauskúpunni voru áverkar sem
vel gætu hafa verið af mannavöld-
um. Ekki var þó kunnugt um neina
mannskaða á þessum slóðum.
Fljótlega var þó farið að setja
áverkana á hauskúpunni í sam-
band við vísu eina er Grettir hinn
sterki er sagður hafa o>-t. Þannig
er mál vaxið að Grettir var á leið
til þings norðan úr Miðfirði og fer
um Fljótstungu í Borgarfirði. Þar
týnir hann mal sínum og fer að
leita. Hittir mann að nafni Skeggi
sem einnig hefur glatað mal og
þeir leita saman. Skeggi finnur loks
mal og þykist eiga. Því unir Grett-
ir ekki og þykist sjólfur eiga. Eftir
að hafa togast á um malinn góða
stund leiðist Gretti þófið, tekur öxi
og heggur Skeggja i hausinn og
drepur hann, tekur síðan malinn
og fer til samferðamanna sinna.
Þegar þeir spyrja um afdrif Skeggja
svarar Grettir með þessari vísu:
Hygg ek at hljóp til Skeggja
hamartröll með för rammri,
blóð vas á Gunnar Gríði
gráðr, fyr stund áðan;
sú gein of haus hánum
harðmynnt og lítt sparði,
vask hjá viðreign þeira,
vígtenn ok klauf enni.
(Merking vísunnar er þessi: Ég
hygg að hamartröll (= öxi) hafi fyr-
ir stundu hlaupið rammlega til
Skeggja; orustugýgurinn ( = öxin)
var gráðug í blóð; hún gein harð-
mynnt yfir hausi honum og sparaði
lítt vígtennurnar og klauf ennið;
ég var hjá viðureign þeirra.)
Astæða þess að beinin voru sett
í samband við vísuna er að áverk-
amir á hauskúpunni þóttu líkir
þeim sem vísan lýsir. Og reyndar
hafa margir það fyrir satt að beinin
í holunni hafi verið af Skeggja sem
Grettir drap rétt rúmum þúsund
árum áður en smaladrengurinn
skreið oní gjótuna.
Og það fylgir sögu að hola þessi
sé dimm og þurr, þangað nái hvorki
sól né regn og staðsetning hennar
passi mjög vel við frásögn Grettis-
sögu af atburðinum.
Og að framansögðu ætti engum
að koma á óvart nafn holunnar en
hún heitir Skeggjahola.
Ég hef alltaf haft einhverjar taugar til Borgarfjarðar.
Vísnaþáttur
Nú geta allir lært að yrkj a
Varar-Jón sér brá af bæ,
barn þurfti að skíra.
Hempulaus þó hann sé æ,
hugðist athöfn stýra.
Það er kallað skóldaleyfi þegar
hagorður maður bregður frá hinu
rétta í visu eða ljóði vegna þess að
rímið heimtar sitt. Ef ekki á að
verða hlé á birtingu vísnaþáttanna
á meðan undirritaður er viðstaddur
barnskírnina, sem í þessu tilfelli
er afkomandi i öðru landi, verður
skrifari að sýna þá fyrirhyggju að
koma saman nokkrum þáttum til
að brúa fjarvistartímann. En ég
fékk einmitt í þessu senda nýút-
gefna Bragfræði, 32 síður í kápu,
sem Námsgagnastofnun hefur gefið
út handa nemendum barnaskóla.
Hún er eftir Ragnar Inga Aðal-
steinsson, háskólamenntaðan
kennara og höfund nokkurra ljóða-
bóka.
Bragfræði nýkomin út
„Hér er um að ræða tilraunaút-
gáfu,“ segir Ragnar í bréfi til mín.
Nú á sem sagt að byrja ó því þegar
í barnaskóla, 12 ára bekkjum, að
gera nemendum nokkra grein fyrir
því hvemig á að bera sig að við
það að yrkja í okkar gamla góða
hefðbundna formi. Þegar þeir eru
svo orðnir eldri og komnir ögn
lengra á menntabrautinni geta
unglingamir gert uppreisn, ef þeim
sýnist svo, og farið að yrkja rím-
laust og fá þá nokkra tilsögn í því
hvernig best sé að haga verkinu svo
þeir geti með tímanum notið vin-
sælda og fengið gerðar af sér
myndastyttur í fallegum lystigörð-
um framtíðarinnar þegar þeir eru
dauðir, ef allt fer að óskum.
Undirritaður er því alveg sam-
mála að full þörf sé orðin á þessari
kennslu því nú koma unglingarnir
í æðri skóla svo illa búnir undir
lífið að sumir þeirra kunna ekki
einu sinni: Nú er úti veður vott,
verður allt að klessu. Ekki fær
hann Grímur gott að gifta sig í
þessu. Eða: Afi minn fór á honum
Rauð eitthvað suður á bæi, að
sækja bæði sykur og brauð, sitt af
hvoru tagi. En þessar vísur voru
undirstöðufræðsla afa- og ömmu-
kynslóðar landsins. Og hún dugar
ekki, eins og rímleysi nútímans
sýnir.
Mér líst því mætavel á þetta kver
og þá tilraun sem Námsgagna-
stofnun og höfundurinn eru að
gera. Hér er sagt frá okkar gömlu
rímreglum sem í gildi hafa verið
síðan Egill okkar Skallagrímsson
orti sína frægu vísu, nýbúinn að
þurka af sér móðurmjólkina og
ekki enn farinn að sitja hest og
láta sig dreyma um þær hetjudáðir
að standa í stafni og höggva hugs-
anlega óvini.
Einmitt svona einfalt
Hér er sýnt hvernig á að fara að
því að yrkja með höfuðstöfum og
endarími og síðan öllu því sem til-
heyrir. Ragnar yrkir:
„Þörfin margan manninn dró
menntaveg að róla.
Nesti með og nýja skó
Nonni fór í skóla.“
Vísnaþáttur
Hér eru tvö orð sem byrja á m í
fyrstu ljóðlínu og eitt m í annarri.
Sama gerist í næstu tveimur línum,
nema þar er það n. Svo eru rímorð-
in „dró“, „skó“, „róla“ og „skóla“.
Kennarinn skýrir svo út önnur
nauðsynleg atriði. Og eftir skamma
hríð getur hvert meðalgreint barn
lært að yrkja ferskeytlu. En það
er margt fleira en þegar hefur verið
getið sem hafa þarf í huga. Og bók-
in er auðvitað bara nauðsynlegt
hjálpargagn kennarans. Ég greini
aðeins fró fyrsta sporinu. En þau
eru mörg hér eins og í öllum náms-
greinum. Höfundur birtir margar
einfaldar vísur og leiðir nemand-
ann áfram. Góða ferð segjum vér.
Síðan fjölvrðum við ekki meir um
þetta kver en höllum okkur að
venjulegu þáttaefni.
Tíminn líður trú þú mér,
taktu maður vara á þér.
Heimurinn er sem hála gler,
hugsaðu um hvað á eftir fer.
Þetta er gamall húsgangur sem
enginn veit hver ort hefur. Er hér
verið að tala til ungs manns, sem
á lífið framundan, eða til þess sem
er ó óvissum aldri og verið að
minna hann á veg allrar veraldar:
Vandaðu breytni þína svo þú lend-
ir ekki á verri staðnum eða sýndu
fyrirhyggju, þú sem enn ert við
góða heilsu. Ef þú notar gáfur og
tíma vel geturðu komist til metorða
og í góð efni. Þannig var hugsað í
gamla daga.
Úr 20. aldar rímum
En ég var ekki að hugsa um þetta
þegar ég ritaði þessa vísu hér í
þáttinn heldur öll skólaskáldin á
okkar tíð. Oft hafa skólafélagar í
hinum stærri skólum tekið sig til
og gefið út bók sem nokkurs konar
sýnishorn þess sem ort var á þeirra
skólaárum. Svo líður tíðin og menn
spyrja: Hvað varð úr þessu efnilega
fólki? 1959 fylktu sér allmargir um
Sveinbjöm Beinteinsson þó hann
væri sjálfur lítt skólagenginn.
Sumt af því fólki var þá í Mennta-
skólanum í Reykjavík. Nú ermargt
af því orðið virðulegir embættis-
menn á miðjum aldri.
Bókin hét Rímnavaka og auk-
nefnd Rímur ortar á 20. öld.
Sveinbjörn var skrifaður fyrir bók-
inni, valdi í hana ljóðin, ísafoldar-
prentsmiðja gaf út. Að þessu sinni
eru aðeins teknar nokkrar vísur.
Tilviljun ræður að Valborg Bents-
dóttir ríður á vaðið:
Orna fornar yndisstundir,
er hið horfna í ljóma skín.
Vorn ég noma völdum undir,
vænginn skorna ber til þín.
Ljóða glóðin loga myndi
langa slóð um bmnahraun,
ef sjóða blóðið svo ég fyndi
sumarglóð við einn á laun.
Vilhjólmur Ólafsson:
Man ég hljóma ym og óm,
óma sveima um bláan geim,
litaljóma og blóm við blóm,
blóma heima rósaeim.
Man ég fáksins mjúka bak,
mörg tilvik og augnablik,
fjörugt vakti fótatak
fum og kvik og aldrei hik.
Jochum M. Eggertsson:
Bláa skeiðar himins hind
hálofts breiða vegi
til að greiða lá og lind
ljós af heiðum degi.
Utanáskrift: Jón úr Vör,
Fannborg 7, Kópavogi