Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987. Bridge Lið Flugleiða bikarmeistari Orslitaleikur í bikarkeppni Bridge- sambands íslands var spilaður um sl. helgi. Fjórar sveitir spiluðu í undan- úrslitum og fóru leikar þannig að sveit Sigurðar B. Þorsteinssonar vann sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar með 109-81 og sveit Flugleiða vann sveit Arnar Arnþórssonar með 109-61. Úrslitaleikinn vann svo sveit Flug- leiða með nokkrum yfirburðum, eða 135-83. Bikarmeistarar 1987 eru því Jón Baldursson, Sigurður Sverris- son, Valur Sigurðsson, Ragnar Magnússon, Ásgeir Ásbjörnsson og Aðalsteinn Jörgensen. Hér er góð slemma frá úrslitaleikn- um sem sigurvegararnir tóku. V/allir: 74 65 G10976542 DG85 K ÁK10 ÁD1097 G4 - Á83 10987 ÁDG63 9632 K832 KD 543 Bridge Stefán Guðjohnsen í lokaða salnum gengu sagnir á þessa leið: Vestur Norður Austur Suður pass pass ÍL pass 1H 3T dobl pass 3S pass 3G pass pass pass Þriggja tígla sögnin skapar viss vandamál í sögnum fyrir austur og það væri synd að segja að hann hefði fundið lausnina. Suður fékk fyrstu tvo slagina á tígulhjón en sagnhafi tók síðan afganginn. Það voru 660 til a-v. I opna salnum sátu n-s Haukur Ingason og Runólfur Pálsson en a-v, Valur Sigurðsson og Jón Baldursson. Valur og Jón renndu sér í slemmuna: Vestur Norður Austur Suður pass pass 1L pass ÍH pass 2L pass 4T pass 4S pass 6L pass pass pass Óvenju sjúskað hjá Jóni að segja ekki fimm hjörtu því alslemma er alls ekki útilokuð. Eins og spilið liggur þá fékk Valur alla slagina og 12 impa. Frá úrslitaleiknum. Jón Baldursson (lengst til vinstri) og Valur Sigurðsson í þungum þönkum eru að spila við Runólf Pálsson (fyrir miðju) og Hauk Ingason. DV-mynd Sveinn Þormóðsson Bikarmeistarar BSI 1987. Talið frá vinstri: Aðalsteinn Jörgensen, Ásgeir Ásbjörnsson, Jón Baldursson, Ragnar Magnússon og Valur Sigurðsson. Á myndina vantar Sigurð Sverrisson. DV-mynd Sveinn Þormóðsson VORUÞROUN • • ATAK IÐNTÆKNISTOFNUNAR ISLANDS Vöruþróunarátaki Iðntæknistofnunar íslands er ætlað að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Unnið verður að afmörkuðu verkefni og er megináhersla lögð á að þátttakendur markaðsfæri afurð í verkefnislok. Verkefnið er styrkt af Iðnaðarráðuneytinu og Iðnlánasjóði. Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn 22. september næstkomandi kl. 15.00 hjá Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti. Fyrirtækjum og einstaklingum sem óska eftir að gerast þátttakendur í verkefninu er bent á að hafa samband við stjórnanda þess, Karl Friðriksson, í síma (91) 687000. Umsóknareyðublöð fást hjá Iðntæknistofnun íslands og öðrum aðilum verkefnisins. Einnig munu þau liggja frammi á kynningarfundinum. Umsóknarfrestur rennur út 15. október 1987. Í1 Iðntæknistofnun íslands Keldnaholli, 112 Reykjavík. Sími (91) 687000. í verkefnisstjórn sitja fulltrúar Félags íslenskra iðnrekenda, Landssambands iðnaðarmanna, Iðnlánasjóðs, Alþýðusambands íslands og Iðntæknistofnunar íslands. Frá Bridsfélagi Hafnarfjarð- ar Sl. mánudag hófst vetrarstarfið og var spilaður eins kvölds tvímenning- ur í einum sextán para riðli. Orslit urðu sem hér segir: sæti stig 1.-2. Ólafur Ingimundarson - Sverrir Jónsson 246 1.-2. Albert Þorsteinsson - Óskar Karlsson 246 3. Guðlaugur Ellertsson - Viktor Björnsson 237 4. Kristófer Magnússon - Þórarinn Sófusson 229 5.-8. Bjarnar Ingimarsson - Þröstur Sveinsson 228 5.-8. Dröfn Guðmundsdóttir - Erla Siguijónsdóttir 228 5.-8. Björn Svavarsson - Ólafur Torfason 228 Spilaáætlun til áramóta lítur þann- ig út: Eins kvölds tvímenningur Mitchell tvímenningur Mitchell tvímenningur Mitchell tvímenningur Aðaltvimenningur Aðaltvímenningur Aðaltvímenningur Sveitakeppni 21.09. 28.09. 05.10. 12.10. 19.10. 26.10. 02.11. 09.11. 16.11. 23.11. 30.11. 07.12. 14.12. Litlu j ólin 27.12. Jólamót Nk. mánudag verður sami háttur hafður á spilamennskunni og síðast og eru spilarar hvattir til að fjöl- menna. Sérstök ástæða er til að benda „heimaspilurum" á að nota þetta tækifæri til að reyna sig við reynda keppnisspilara. Spilað verður í íþróttahúsinu v/ Strandgötu og byrjar spilamennsk- an að venju kl. 19.30. Bridsfélag Breiðholts Þriðjudaginn 15. sept. var spilaður eins kvölds tvímenningur í tveimur 10 para riðlum. Röð efstu para varð þessi: A-riðill. stig Guðni Hallgrimsson - Hallgrímur Hallgrimsson 126 Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 125 Tryggvi Tryggvason - Leifur Kristjánsson 125 Árni Loftsson - Sveinn Eiriksson 116 B-riðUl. Valdimar Eliasson - Halldór Magnússon 133 Anton R. Gunnarsson - Jörundur Þórðarson 131 Jón I. Ragnarsson - Sæmundur Árnason 126 Jóhann Stefánsson - Guðmundur Baldursson 115 Næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur en þriðju- daginn 29. sept. hefst þriggja kvölda hausttvímenningur. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega. Keppnisstjóri er Hermann Lárus- son.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.