Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Síða 1
21 Fjórir ÁSAR ekkl með í Osló! • Pétur Pétursson, markaskorarinn rnikli, •Ásgeir Sigurvinsson á við meiðsli að •Amór Guðjohnsen á við meiðsii aö • Pétur Ormslev. Verður hann orðinn góð- er í brúðkaupsferð. striða. stríða. ur fyrir leiklnn i Ostó? Petur Ormslev varð að fara í sprautumeðferð - óvíst hvort hann leikur með gegn Norðmönnum í Osló 1 Heimir Karlsson. Heimir og| skotskór kans eru eftirsóttir Knattspymukappinn Heimir Karlsson, sem skor- aði 16 mörk fyrir ÍR-inga í 2. deildar keppninni í sumar, er eftirsóttur starfskraftur á knattspymuvellinum. Suður- nesjafélögin Víðir, sem féll I niður í 2. deild og 3. deildar liðin Grindavík og Reynir írá Sandgerði, hafa áhuga á að fá hann sem leikmann og þjálfara . fyrir næsta keppnis- tímabil. Víkingar em einnig á hött- unum eftir Heimi og þá hefur I hann einnig verið orðaður við Val., Fleiri félög vilja fá þennan marksækna leik- mann til sin og þá að hann | komi með skotskóna vel pússaða til leiks. -sos Pétur Ormslev á enn við meiðsli að stríða í hæl og getur svo farið að hann leiki ekki með íslendingum gegn Norðmönnum í Osló á miðvikudags- kvöldið. Pétur stóðst þó læknisskoðun á laugardaginn. Þá fór hann í sprautu- meðferð og nudd. Hann hélt með landsliðinu til Noregs í gær. „Það er ekki ljóst enn hvort Pétur verður til- búinn í slaginn. Ég tel meiri líkur á því að hann geti leikið í Osló,“ sagði Sigurjón Sigurðsson, læknir íslenska landsliðsins. Ef svo fer að Pétur geti ekki leikið er íslenska landsliðið búið að missa báða leikmennina sem skomðu í sigur- leiknum gegn Norðmönnum á dögun- um. Pétur Ormslev og Pétur Pétursson sem er í brúðkaupsferð. Aður höfðu tveir „ásar“ verið teknir frá Sigi Held landsliðsþjálfara; Ásgeir Sigurvinsson og Amór Guðjohnsen sem em báðir meiddir. Um tíma á laugardaginn var óvíst hvort Pétur Ormslev færi með lands- liðinu til Noregs. Áður en Pétur fór í læknisskoðun var KSÍ búið að hafa samband við Halldór Áskelsson úr Þór og segja honum að vera klárum að taka stöðu Pétur í landsliðshópnum. Til þess kom ekki og fór Halldór með ólvmpíulandsliðinu til Frakklands í gær. • Sjá nánar um slaginn gegn Norðmönnum á bls. 22 og 23. -SOS Tony Knapp var rekinn frá Brann - fékk reisupassann í gær Ellert ánægður með Neckar- leikvanginn - þar sem úrslrtaleikur EM fer fram Tony Knapp, fyrrum landsliðsþjálf- ari Islendinga í knattspymu, var í gærkvöldi rekinn frá norska fyrstu deildar liðinu Brann. Mátti hann taka pokann á bakið þrátt fyrir að Björgvinjar-liðinu tækist að komast í úrslit norsku bikarkeppn- innar á laugardag. Rót uppsagnarinnar hggur i blaða- fári sem Knapp kom af stað. Eins og alþjóð veit leikur Bjami Sigurðsson, landsliðsmarkvörður með Brarm. í spjalli við DV í gærkvöldi kvaðst hann kannast við að Knapp hefði verið rekinn frá félagi sínu en að öðm leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. -sjá nánar um blaðafárið á blaðsíðu 22. -JÖG „Við erum mjög ánægðir æm við höfum séð hér í Stuttgart það hafa verið unnan endurbætur á Neckar-leikvellinum sem við sætt- um okkur við,“ sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ og formað- ur nefndar innan UEFA, sem sér um Evrópukeppnina í knatt- spymu. Ellert sagði þetta í viðtali við fréttamaxm Reuter í Stuttgart Ellert og aðrir nefndarmenn skoðuðu leikvöllinn í Stuttgart á laugardaginn og sáu Stuttgart leika gegn Karlsruhe. Úrslitaleikur Evrópukeppni meistaraliða fer fram á vellinum. Ellert sagði að hann hafi einnig verið ánægður með aðstæður á Meinau-leikvellinum í Strasbourg, þar sem úrslitaleikur Evrópu- keppni bikarhafe fer fram. UEFA hefúr tekið mjög strangt á að vellir þeir sem úrslitaleiklir fara fram á séu mjög truastir. Auknar kröfúr hafa verið gerðar til leikvalla eftir harmleikinn sem varð á Heysel-leikvanginum í Brúsael 1985. Þá létust 39 áhorf- endur eftir ólæti sem brutust út á leik Juventus og Liverpool. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.