Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Page 3
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. 23 pv_________________________________________________íþróttir íslendingar leika gegn Norðmönnum í Osló: „Ég er ekki atvinnumaður‘á - segir Bjami Sigurðsson, landsliðsmarkvörður í knattspymu, sem er jafnvel á heimleið fa Noregi „Mér líst þrælvel á leikinn í Osló. Það verður bara gaman af þessu. Norðmenn eru vitanlega bjartsýnir og ég hef það á tilfinningunni að þeir líti á það sem hreint formsatriði að mæta okkur. Ef við leikum hins vegar fast þá brotna þeir undan álaginu. Veik- leiki norskra knattspymumanna er sá að þeir brotna niður sé þeim svarað af hörku.“ Þetta segir Bjami Sigurðsson, lands- liðsmarkvörður íslands í DV-viðtali. Hann mun eins og alþjóð veit standa undir markslá íslenska knattspymu- landsliðsins á Ulleváll-leikvanginum í Osló á miðvikudagskvöld. Bjami Sigurðsson mun gerþekkja mótherja sína í það sinnið. Hann hefur nefiiilega leikið í Noregi um nokkurt skeið og staðið sig með mikilli prýði. Bjami spilar með Björgvinjarliðinu Brann en það er um miðja fyrstu deild þegar fáar umferðir em óleiknar. Af mörgum talinn einn besti markvörðurinn í Noregi Bjami er af mörgum talinn einn besti markvörðurinn í norsku knatt- spymunni. Hann hefur því aukið hróður íslenska boltans með ágætri framgöngu sinni. „Blessaður vertu, ég er ekki atvinnu- maður,“ segir Bjami aðspurður um stóm fjárhæðimar í knattspymunni. „Það gæti enginn dregið fram lífið af þeim aurum sem maður fær fyrir að spila fótbolta hér í Noregi. Því er þó ekki að neita að við fáum bónus- greiðslur og viss hlunnindi fyrir sparkið." „íslenskir knattspyrnumenn eru frjálsari“ - Er norski boltinn betri en sá ís- lenski að þínum dómi? „Knattspyman hér í Noregi er miklu meira bundin í leikkerfi en heima á Islandi. íslenskir knattspymumenn em frjálsari og leyfa sér að brydda upp á einu og öðm sem ekki sést í norska boltanum. Sjálfur hef ég þá trú að ís- lenska knattspyman sé skemmtilegri en sú norska fyrir bragðið. Það má þó ekki horfa fram hjá því að það er meiri breidd hér en heima. Toppliðin þar myndu þó án efa vera á sama stað hér í Noregi - á toppnum." „Það er mögulegt að ég leiki á Islandi næsta sumar“ - Nú hefúr sá kvittur komið upp að • Bjami Sigurðsson, landsliðsmarkvörður íslands, leikur jafnvel á íslandi næsta sumar. Hann hefur verið orðaður við Fram sem arftaki Friðriks Friðriks- sonar sem er á leið til náms í Danmörku. Norska liðið ■ J| m m styrkisf Norska knattspymuiandsliðið, sama hlutverk í norska landslið- sem mætir því íslenska í Osló á inu. miðvikudag, verður mun sterkara Run Bradaeth er einnig feikilega en það sem glímdi hér á Laugar- sterkur og einn lykilmanna í liði dalsvellinum fyrir skemmstu. Briraarborgara. I norska hópinn hafa bæst þrír Tom Sundby er fraraaækinn snjallir menn, þeir Andres Giske, miðjumaður, mjög beittur í sókn Númberg, Rune Brateeth, Werder og gríðarlega markheppinn. Hann Bremen, og Tom Sundby, Herak- hefur skorað grimmt í Grikklandi les. Allir em þesair kappar fHefldir og var þar á meðal markahæatu atvhmumenn í íþróttinni og leika manna á síðasta leiktímabih. atór hlutverk í sínum liðum. Það er þvi ljóst að róður okkar Andres Giske hefur verið fyrir- pilta verður þungxu í Noregi á liði Númberg um nokkurt skeið miðvikudag enda krefjast heima- og er hann kjölfestan í vöm þesa menn sigure. liðs. Þá hefúr hann einnig leikið -JÖ6 þú hyggist jafiivel spila hér heima á næsta sumri. Er eitthvað hæft í þeirri hviksögu? „Það er mögulegt að ég leiki á ís- landi næsta sumar - því er ekki að neita. Ef af verður þá getur margt ráðið endanlegri ákvörðun minni hvað val á félagsliði varðar. Ég verð vitan- lega að hugsa um hag fjölskyldunnar og eitthvað verður maður sjálfur að hafa fyrir stafni. Allt ræðst þetta af þvi að koma sér sem best fyrir.“ - Nú sagðist þú eitt sinn ætla að enda ferilinn á heimaslóðum í Keflavík... „Ég á að minnsta kosti tíu ár eftir í knattspymunni." Maður verður að horfa fram hjá verðlaginu - Hvemig kannt þú við þig í Noregi? „Ég kann ágætlega við mig hér í Noregi. Maður verður þó að horfa fram hjá verðlaginu sem slær hrein- lega allt út. Þá rignir býsnin öll hér í Bergen en maður hefur svo sem blotn- að heima á íslandi." Gunni Gísla er á meðal bestu manna í Mossliðinu - Nú leikur Gunnar Gislason með Moss sem enn er efst í norsku deild- inni. Hefúr hann verið áberandi með félaginu í sumar? „Já, Gunni Gísla hefúr staðið sig vel með Moss og er þar á meðal bestu manna. Að mínum dómi er Moss með sk'emmtilegasta liðið. Þeir eru ekki jafhbundnir leikkerfum og önnur lið hér í Noregi. Moss hefur alla burði til að vinna landsmótið þótt vitanlega sé ómögulegt að spá fyrir um slíkt. Það verður ekkert ljóst í þeim efhum fyrr en upp verður staðið í haust.“ Við gerum okkar besta - Á ekki að leggja Norðmenn að velli í Osló á miðvikudagskvöld? „Við gerum okkar besta. Ef við leik- um af grimmd og gefum ekkert eftir þá munu þeir eiga undir högg að sækja. Það er á hreinu." -JÖG Brann í úrslit í bikamum Brann, lið Bjama Sigurðssonar í Noregi, komst í úrslit norsku bikarkeppninnar um helgina. Vann félagið HamKam á heimavelli sfnum í Björgvin með tveimur mörkum gegn einu. „Við höfðum það af að komast í úrelitin," sagði Bjarni í spjalli við DV í gærkvöldi. „Þetta var mikill baráttuleikur og þá sérstaklega í síðari hálfleik en við náðum sem betur fer að vinna,“ sagði hann einnig. Úrelitaleikurinn fer Jfram á Ullevall-leikvanginum í Osló þann 25. október næstkomandi. Á sama velli og landsleikur Islendinga og Norðmanna fer fram nú á miðvikudagskvöld Mótherjar Björgvinjarpilta verða Bryne en þeir lögðu Rosenborg að vefli í gær með þremur mörkum gegn tveimur. Liðið var 0-2 undir í hálfleik en kom tvíeflt inn á eftir hléð og náði að knýja fram sigur með undraverðum hætti. -JÖG VOGIN SEM BOGAR SIG SJÁLF ISHIDA CCW-S-210-WP samvalsvogin borgar fyrir sig sjálf: Hún er nákvæm, skammtar meö 0,5g nákvæmni. Hún er fljót, skammtar í allt aö 90 poka á mínútu. Hún er 100% ryk- og vatnsheld. Hún er örugg og auðveld í notkun. Hún er svotil viðhaldsfrí. Ef þú pakkar í 1 kg pakkningar og yfirvigtin er aö meðaltali lOg á poka, þá gerir þaö 10 kg á tonn. Sé pakkað að meöaltali 5 tonnum á dag 5 daga vikunnar þá er yfirvigtin 1 tonn á mánuði. Þú ættir að reikna út hversu mikið þú gætir sparað með minni yfirvigt, og svo færðu flýtinn og hagræðinguna í kaupbæti. llilSÚM lif*.# KRÓKHÁLS 6 SÍMI 671900®^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.