Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Side 12
32 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. Iþróttir • Alfreö Gíslason skoraði átta mörk fyrir Essen. Siggi fór hamför- um og gerði helm- ing marka Lemgo - skoraði 11 mörk í glæstum sigri Lemgo á Dortmund Sigurður Bjömsscm, DV, V-Þýskalandi; íslensku handboltakappamir í V- Þýskalandi stóðu sig afar vel um helgina. Afrek Sigurðar Sveinssonar, Lemgo, ber þar þó einna hæst. Fór hann ham- förum með liði sínu, skoraði 11 mörk eða helming marka þess. Lemgo atti í þetta sinn kappi við Dortmund og sigr- aði vandræðalítið, 22-14. Alfreð skoraði átta mörk Alfreð Gíslason fór á kostum með félagi sínu Tusem Essen um helgina. Liðið vann Göppingen naumlega á útivelli, 20-23, og skoraði Alfreð 8 mörk. Var hann hreinlega óstöðvandi þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð allan leiktímann. Þessi sigur var afar. kærkominn Essen-liðinu en það ver meistaratitil sinn á þessu keppnistíma- bili. Félagið náði sér ekki á strik í fyrstu umferðinni en nú virðist allt vera að ganga saman. Félagið er nú í þriðja sæti, samhliða Dusseldorf, með 3 stig eftir tvær umferðir. Palli Ólafs átti mjög góðan dag Páll Ólafsson lék mjög vel nú um helgina með liði sínu, Dusseldorf. Atti það kappi við Númherg á útivelli og sigraði, 21-25. Palli skoraði 5 mörk og barðist sem ljón í sókn og vöm. Lék hann vinstra megin fyrir utan í sókninni og einnig á miðjunni. „Það var mjög ánægjulegt að vinna • Páll Ólafsson - skoraði fimm mörk fyrir Dusseldorf. Monaco hreiðrar um sig á toppnum í Frakklandi • Sigurður Sveinsson - skoraði ellefu mörk fyrir Lemgo. sigur á útivelh,“ sagði Páll í spjalli við DV eftir leikinn. Ef Dússeldorf leikur áfram með þeim hætti sem það gerði nú um helgina getur farið svo að það blandi sér af alvöm í toppbaráttuna. Diisseldorf er nú í þriðja sæti eins og óður sagði. Gummersbach vann stórt Gummersbach, félag Kristjáns Ara- sonar, vann Massenheim um helgina, 19-15. Gummersbach er nú í efsta sæti, samhliða Grosswallstadt, með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. JÍÖG 7 'iVi Monaco, toppliðið í Frakklandi með Englendingana Glenn Hoddle og Mark Hateley í fylkingarbrjósti, gerði markalaust jafntefli um helgina. Fé- lagið mætti Toulon á útivelli. Litið bar til tíðinda í leiknum og átti Monaco frémur undir högg að sækja en hitt. Fyrra árs meistarar, Bordeaux, gerðu einnig jafntefli. Þeir kepptu hins vegar við Cannes og gerðu bæði lið þrjú mörk í hörku- skemmtilegri og opinni viðureign. Þess má geta að íslenska ólympíulið- ið etur einmitt kappi við Bordeaux á miðvikudag óg verður sú viðureign án efa skemmtileg. Franska liðið spilar bráðskemmtilega knattspymu og leggja leikmenn þess jafnan mestan þunga á sóknina. Þá tapaði stjömuliðið Marseille, 0-2 úti fyrir Metz og Laval vann Paris St. Germain, 2-0. Auxerre og Lens em neðst í fyrstu deildinni frönsku með 8 stig en næst toppliðinu, Monaco, sem hefur 16 stig, koma Niort og Saint-Etienne með 13. Ellefu umferðir hafa verið leiknar og er ótrúlega skammt bil á milli neðstu og efetu lióa. -JÖG FH-ingar tryggðu sér Reykjanesmeistaratitilinn í handknattleik í gær þegar þeir lögðu Stjömuna úr Garðabæ að velli, 31-27, í íþrótta- húsinu í Hafiiarfirði. FH-ingar eru með imgt og skemmtilegt Uð sem á eftir að gera góða hluti í vetur undir stjóm Viggós Sigurðssonar. SOS/DV-mynd Gun Enn tapar Barcelona a heimavelli Leikmenn Real Madrid héldu upp- teknum hætti í spánsku 1. deildar keppninni í gærkvöldi. Þeir unnu þá ömggan sigur, 3-0, yfir Cadiz í Madrid og hafa skorað 21 mark gegn einu. Gonzales, Gordillo og Hugo Sanches, sem misnotaði víta- spymu í leiknum, skomðu mörk- in. Barcelona mátti þola tap á heimavelli, 0-1, gegn Valencia og er félagið nú eitt af neðstu liðunum í deildinni. Áhangendur Barcelona hrópuðu að Nunez, forseta Barcelona, eftir leikinn. Nunez kallaði á fund með Terry Venebles þjálfara eftir leik- inn. Real Madrid er efet á Spáni með átta stig eftir fjóra leiki. Valencia er með sjö stig. Bilbao og Cadiz sex stig. -sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.