Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Page 14
34 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. Iþróttir • lan Rush, markaskor- arinn mikli frá Liverpool. Spurningin er hvort hann fær að leika lausum hala á Ítalíu? Svariö er nei! ít- alir eru frægir fyrir fastan varnarleik. Þeir kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Hvað segir Johan CruyfF um nýju sfjömumar á Ítalíu? „lan Rush fær yfirfrakka á á sig í öllum rimmum Kristján Bemburg, DV, Belgíu; Nýlega var Johan Cruyff, þjálfari Ajax í Hollandi, heimsóttur af nokkr- um ítölskum blaðamönnum og var hann beðinn að segja álit sitt á hinum nýjum stjömum í ítölsku knattspym- unni. Cruyff var á sínum knattspymu- ferli talinn einn besti knattspymu- maður í heimi. Hann þekkir vel til þeirra leikmanna sem keyptir vora til ítalskra liða fyrir þetta keppnistíma- bil. Spumingar, sem lagðar vora fyrir hann, fara hér á eftir: - Hver er að þínu áliti besti knatt- spymumaður í heimi í dag? „Það er aðeins einn heimsklassaleik- •íaður sem stendur og það er Mara- dona. Það munu líða nokkur ár þangað til breyting varður þar á.“ Um hina nýju leikmenn í ítölsku knattspymunni sagði Crayff eftirfar- andi: Ruud Gullit, AC Milan. „Margir era í vafa um einbeitingu hans sem atvinnuknattspymumanns. En ég get fullvissað ykkur um það að hann gerir allt fyrir knattspymuna þó að hann sé með skrítna hárgreiðslu og hugsi stundum um annað en knatt- spymu. Það verður erfitt fyrir þjálfara AC Milan að finna rétta stöðu fyrir Gullit á leikvellinum því að hann get- ur leikið vel sem aftasti leikmaður og .ekki síður sem fremsti leikmaður. Hann getur komið að gagni alls staðar á vellinum.“ Van Basten, AC Milan „Það verða ekki miklir erfiðleikar að finna rétta stöðuna fyrir Van Bast- en. Hann er miðjumaður og ekkert annað. Ef þú vilt líkja honum við ít- alskan toppknattspymumann mundi ég segja að Robert Betega sé svipuð týpa. Þeir hafa sömu tæknina, sömu lm Hrubesch reklnn Horst Hrabesch, fyrrum iands- liðsmaður V-Þýskalands, sem lék með Hamburger á árum áður, hefur verið rekinn sem þjálfari Essen. Félaginu hefur gengið illa í 2. deildar keppninni í V-Þýska- landi að undaufömu. Þess má geta til gamans að Hrubesch var hetja í Essen sl. keppnistímabil þegar hann kom Essen upp úr áhugamannadeildinni. Heim til Belgíu Rene Vandereycken, fyrrum leikmaður með Anderlecht, er kominn aftur til Belgíu eftir að hafa leikið með Blau-Weiss Berl- in í V-Þýskalandi og Waalwýk í Hollandi. Þessi fyrrmn landsliðs- maður Belgíu hefur skrifað undir samning við AA Gent. • Johan Cruyff, knattspyrnukappinn kunni. dirfskuna í loftinu og hann er ef til vill aðeins sneggri. En þó mun það taka hann eitt ár að falla inn í ítalska fótboltann." Enzo Scifo, Inter Milan. „Hann hefur mikið að bera sem knattspymumaður. Hann er stjóm- andi innan vallar, eins og t.d. Rivera : 1 Eœo Scifo sést hér í leik með Inter Milano gegn Pescara. Hann er hér (t.v.) aö kljást við Brasilíumanninn Junior. Simamynd Reuter/Lombardi var á sínum tíma. Þeir era svipaðir knattspymumenn. Scifo á heima í ít- ölsku knattspymunni og mun kunna mun betur við sig á Ítalíu en í belgísku deildinni." lan Rush, Juventus „Ég spái hinum mikla Walesmanni miklum erfiðleikum á Ítalíu. Leikstíll ítala er mjög sérstakur. Rush þarf í hverri viku og í hveijum leik að reikna með að fá hina sterku og ströngu manngæslu á sig. Svo er það einnig staða miðvarðar sem tekur við þegar hann sleppur úr gæslunni. Hann verð- ur ekki fyrsti breski leikmaðurinn sem ekki mun finna sig á Ítalíu." - Era einhverjir ungir og efhilegir leikmenn að koma upp í Hollandi sem koma til með að leika á Ítalíu í fram- tíðinni? „Það verður ekki langt að bíða þess að Rijkaard hjá Ajax verði númer eitt á Ítalíu. En þó er einn leikmaður sem er eitt mesta markmannsefhi í heimi þessa stundina en þar er Stanley Menzo, markmaður Ajax. Þess má geta að Stanley Menzo lék í marki hollenska ólympíuliðsins sem keppti gegn íslendingum á Laugar- dalsvelli en leiknum lyktaði með jafntefli, 2-2. Guðmundur Torfason skoraði bæði mörk íslenska liðsins úr vítaspymum. -JKS Ferguson undir smásjánni Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Man. Utd, er nú undir smásjánni hjá aganefnd enska knattspyrnusamhandsins. Hann hellti sér yfir dómarann John Martin á dögunum eftir leik Un- ited og Coventry. Ferguaon hefur oft sýnt dómurum lítisvirðingu. í fyrra var hann sektaður um 500 pund eftir að hafe ráðiat að dóm- ara, Þá var hann frægur dómara- nöldrari í Skotlandi þegar hann var með Aberdeen. • Hansi MUIIer. Miillergaf einum lúöurinn Hansi Miiller. fymim leikmað- ur Stuttgart og AC Milano, gaf einum vegfkranda í Tíról i Aust- urríki vel útilátið kjaftshögg á dögunum. Múller, sem leikur raeð Tíról, var á göngu á götu úti þeg* ar tveir menn hrópuðu að honura og voru með dólgslæti. Múller svaraði „að sjómannasið", eina og Árni Johnsen segir, og gaf öðrum mannanna á lúðurinn. Hann kærði aíðan atburðinn til lögreglunnar. Þegar dæmt var í málinu var kæru á hendur honum vegna kjaftshöggsins vísað frá. Dómarinn sagði að Möller hefði verið að veria sig. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.