Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Side 15
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987.
35
Iþróttir
Fær
Bobby
Robson
leikjum
frestað?
Bobfcy Robson, landsliðsein-
valdur Englands, hefur óskað
eftir því við enska knatt-
spymusambandið að nokkrum
leikjum í ensku 1. deildar
keppninni 7. nóvember verði
frestað. Englendingar eiga að
leika gegn Júgóslövum í
Belgrad fjórum dögum seinna
í Evrópukeppni landsliða.
Robson vill að allir leikmenn
sínir verði heilir og óþreyttir
þegar haldið verður til Júgó-
slavíu. Robson segir að tveir
mikilvægir leikir fari fram 7.
nóvember þar sem margir en-
skir landsliðsmenn verði í
eldlínunni. Það eru leikir Ars-
enal-Chelsea og Liverpool-
Nott. Forest. Þess má geta að
Everton situr hjá þennan dag.
-sos
• Ben Johnson sést hér bera sigurorö af Carli Lewis (t.v.) í 100 m hlaupi
á heimsmeistaramótinu i Róm. Símamynd Reuter/Nick Didlick
, ,GuHverðlaunahafar
í Róm hafa tekið lyf ‘
- segir Carl Lewis. Cari og þjálfari Bens Johnson í hár saman
Mikil ólga er nú komin upp í sam-
skiptum þeirra Carls Lewis og Bens
Jolmson sem að flestum eru taldir
fremstu spretthlauparar heims. Yfír-
lýsingar hafa gengið á báða bóga
undanfama daga en deilumar hófust
fyrir alvöru þegar Carl Lewis birtist á
skjánum í sjónvarpsviðtali á meðan á
heimsmeistaramótinu í Róm stóð.
Carl Lewis sagði þar orðrétt: „Ég
segi það að það em gullverðlaunahaf-
ar á þessu heimsmeistaramóti sem em
án efa á lyfjum."
Þjálfarinn brjálaður
Þegar þetta birtist í ítalska sjón-
varpinu spratt þjálfari Bens Johnson,
Charlie Francis, upp og varð reiður
mjög. Taldi hann spjótunum meðal
annars beint gegn Ben Johnson.
Francis þessi sagði þá í viðtali í dag-
blaði: „Sumt fólk verður alltaf að finna
sér til afsakanir ef það tapar. Við vís-
um þessum ummælum Carls algerlega
á bug. Ben Johnson er mjög andvígur
lyfjanotkun. Hann hefur aldrei tekið
ólögleg lyf og mun aldrei gera það.“
„Ástandið hefur aldrei verið
verra“
Carl Lewis sagði ennfremur í um-
ræddu sjónvarpsviðtali: „Ástandið í
lyfjamálunum hefur aldrei verið verra.
Ándrúmsloftið á heimsmeistaramót-
inu hér í Róm er lævi blandið. Fullt
af fólki hefur skotið upp kollinum og'
hleypur ótrúlega vel. Ég held að þetta
fólk nái ekki þessum afrekum með því
að neyta engra lyfja."
Og enn þyngdist brúnin á þjálfara
Johnsons, en báðir em þeir frá
Kanada: „Ben Johnson var tveimur
metrum á undan Carl Lewis á síðasta
ári en núna munaði aðeins einum
metra á þeim í 100 metra hlaupinu.
Lewis hefúr því bætt sig en það segir
enginn neitt um hann. Bandaríkja-
mennimir em orðnir snarvitlausir
vegna þess að þeir ná ekki góðum
árangri."
-SK
„Égvil leika
í Englandi“
- segir Olaf Thon sem
V-þýski landsliðsmaðurinn Olaf
Thon lét hafa eftir sér í blaðaviðtali
nú nýverið að hann hygðist ganga til
liðs við knattspymufélag á Bretlands-
eyjum í nánustu framtíð.
„Ég vil leika í Englandi og stefhi á
að láta þann draum rætast,“ sagði
Thon í spjalli við blaðamann.
Thon vakti mikla athygli í Englandi
fyrir skemmstu er hann lagði drög að
sigri þjóðar sinnar á Englendingum.
Hófst í kjölfarið nokkurt kapphlaup
milli stærstu félaganna þar í landi,
Liverpool, Tottenham og Man. United,
sem öll vilja virkja krafta hans.
Thon ku vera falur á 90 milljónir
leikur með Schalke
króna en hann leikur með Schalke í
Bundesligunni v-þýsku.
Hann lifir ekki við þröngan kost, á
þrjá bíla, Porsche, BMW, og Mercedes
Benz. Þar fyrir utan er vikukaupið í
hærra lagi - Thon fær 180 þúsund
vikulega fyrir sparkið.
Hann segist þó reiðubúinn að
minnka við sig fái hann fysilegt tilboð
frá ensku liði:
„Maður ber meira úr býtum hér en
í Englandi, það er alveg ljóst. Mér lík-
ar hins vegar með hvaða hætti knatt-
spyman er leikin í Bretlandi," sagði
Thon að lokum í spjallinu.
-JÖG
• Olaf Thon - leikmaðurinn snjalli.
DAGHEIMILIÐ EFRIHLÍÐ
V/STIGAHLÍÐ
óskar að ráða fóstrur til starfa nú þegar, einnig vantar
starfsmann til afleysinga í 50% starf.
Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 83560.
AÐALFUNDUR
ALMENNS LÍFEYRISSJÓÐS
IÐNAÐARMANNA
verður haldinn þriðjudaginn 13. október nk. kl. 17.00
í fundarsal Landssambands iðnaðarmanna, Hallveig-
arstíg 1, Reykjavík.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin
^JI FÓSTRUR -
STARFSFÓLK
Okkur vantar barngott og hresst fólk til starfa sem
fyrst. Góð vinnuaðstaða og gott fólk er á staðnum.
Upplýsingar gefur forstöðukona Kirkjubóls í síma
656322 og 656436.
Félagsmálaráð Garðabæjar.
!H REYKJKMIKURBORG
Jícuuan, Stödun
Dagvist barna auglýsir stöðu forstöðumanns
í leikskólanum Árborg við Hlaðbæ.
Fóstrur óskast til starfa á dagheimilinu Efri-
hlíð við Stigahlíð.
Upplýsingargefa umsjónarfóstrurá skrifstofu Dagvist-
ar barna í síma 27277.
ffl REYKJKMfÍKURBORG 1*1
2 22 2 ----:--------------- 2 22 2
Acuucin Sfödívi MF
Droplaugarstaðir, heimili aldraðra,
Snorrabraut 58.
Starfsfólk óskast í eftirtalin störf: Starfsstúlkur í eld-
hús, 100% störf.
Á hjúkrunardeild við aðhlynningu í 100% störf og
hlutastörf.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 kl.
9-12 f.h. virka daga.
RH REYKJMJÍKURBORG m
£ JJJJ £j __________________ £
MP JLcuc&vi Sfödun
Staða bókavarðar við Borgarbókasafn
Reykjavíkur er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 25. september.
Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Borgarbókasafns
í síma 27155.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á eyðublöðum
sem þar fást.
REYKJMJÍKURBORG
Acuctevi Sfödun
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir:
Lausar stöður félagsráðgjafa á hverfaskrifstofum fjöl-
skyldudeildar í Vonarstræti 4 og Síðumúla 34.
Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma
25500.
Umsóknarfrestur er til 2. október.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á eyðublöðum
sem þar fást.