Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Blaðsíða 16
36 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. Iþróttir r>v SJö leikmenn voru bókaðir! - þegar Everton lagði Man. Utd að velli á Goodison Park, 2-1 Q.P.R. enn efst, þráttfyrir tap. Þrátt fyrir 2-0 tap fyrir Oxford er Q.P.R. enn efst með 19 stig, en Tott- enham sem sigraði West Ham 1-0 ó útivelli er í öðru sæti með 17 stig. Manchester United tapaði sínum fyrsta leik í haust, en Charlton vann sinn fyrsta leik. I 2. deild er Bradford efst með 19 stig en Crystal Palace er með 18 stig. Hull, eina liðið sem ekki hefur tapað í 2. deild er í þriðja sæti með 17 stig. Nýju leikmennirnir skópu sig- urinn Loksins eftir sjö leiki án taps lá Q.P.R. á Manor Ground í Oxford. Maurice Evans framkvæmdarstjóri Oxford keypti tvo nýja leikmenn í vikunni, þá: David Bardsley og Ric- hard Hill frá Watford og áttu þeir þátt í mörkunum. Bardsley átti send- ingu á Hill sem skoraði fyrra mark Oxford með kollspyrnu á 15. mínútu. *,Hill spilaði Rav Hougton fríann með nettu þríhyrningsspili á 40. mínútu og Houghton skilaði knettinum í markið hjá Q.P.R. Eina almennilega tækifæri Q.P.R. átti Dean Coney, er hann skaut í stöng í síðari hálfleik. Richard þennann Hill keypti Wat- ford frá Northampton í sumar og spilaði hann einn leik með Watford fyrr í sumar. Nú var hann betri en enginn og eru kaupin á honum strax farin að bera arð. Q.P.R. vann fimm leiki í röð fyrir þennann tapleik, en ^hefur þrátt fyrir tapið, tveggja stiga forystu á næsta lið Tottenham, sem Úrslit 1. deild Arsenal-Wimbledon 3-0 Charlton-Luton 1-0 Chelsea-Norwich 1-0 Coventry-Nott. Forest 0-3 Derby-Sheff. Wed. 2-2 Everton-Man. Utd 2-1 Oxford-QPR 2-0 W atford-Portsmouth 0-0 West Ham-Tottenham 0-1 % 2. deild Birmingham-Shrewsbury 0-0 Bradford-Blackburn 2-1 Huddersfield-Aston Villa 0-1 Hull-Oldham 1-0 Ipswich-Swindon 3-2 Leicester-Plymouth 4-0 Manc. City-Stoke 3-0 Middlesbrough-Leeds 2-0 Reading-Crystal Palace 2-3 Seff. Utd.-Millwall 1-2 WBA-Boumemouth 3-0 3. deild Brentford-Blackpool 2-1 JBrighton-Sunderland 3-1 Bristol Rovers-Northampton 0-2 Bury-Aldershot 1-6 Chester-Grimsby 1-0 Gillingham-York 3-1 Mansfield-Southend 1-0 Notts County-Bristol City 0-1 Port Vale-Fulham 1-1 Preston-Rotherham 0-0 Walsall-Wigan 1-2 Doncaster-Chesterfield ' 1-0 4. deild ^Burnley-Cambridge 0-2 Cardiff-Carlisle 4-2 Exeter-Rochdale 1-1 Hartlepool-Colchester 3-1 Hereford-Darlington 1-0 Peterborough-W rexham 1-0 Scarborough-Swansea 2-1 Scunthorpe-Newport 3-1 Stockport-W olverhampton 0-2 Torquay-Bolton 2-1 Crewe-Leyton Orient 3-3 Halifax-Tranmere 2-1. vann West Ham 1-0 á Upton Park. Þessi sigur Tottenham er sá fyrsti í 14 ár á heimavelli West Ham. Það var miðvörðurinn hávaxni Chris Fairclough sem skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu. Eftir horn- spyrnu barst knötturinn út til Fairclough sem var í 15 metra fjar- lægð frá markinu. Hann skaut firnafast og knötturinn hafnaði í netinu án þess að nokkrum vörnum væri við komið. Fairclough var keyptur til Tottenham í sumar og þetta er hans fyrsta mark fyrir félag- ið. Mikill ákafi var í leikmönnum beggja liða og fimm leikmenn voru bókaðir. Wayne Clarke á skotskónum gegn Manchester United Manchester United tapaði sínum fyrsta leik á þessu keppnistímabili er liðið heimsótti Everton á Goodi- son Park í Liverpool. Manchester United hefur ekki unnið Everton í deildarkeppninni síðastliðin sjö ár og þrátt fyrir að allir bestu menn United, nema Kevin Moran, væru til staðar þá var tap staðreynd. Leikur- inn var geysilega harður og dómar- inn hafði þegar gefið sex leikmönn- um gult spjald þegar að Wayne Clarke skoraði fyrsta mark leiksins á 36.mínútu. Gary Walsh markvörð- ur United ótti nokkra sök á markinu. Honum tókst ekki að handsama fyr- irgjöf frá Trevor Steven, knötturinn hafnaði hjá Wayne Clarke sem sendi hann tilbaka í markið með koll- spyrnu. Clarke bætti við marki strax í upphafi síðari hálfleiks, en Norman Whiteside svaraði mínútu síðar fyrir United. Ekki var það nóg og þó svo að Alex Ferguson framkvæmdar- stjóri United sendi báða varamenn sína þá : Billy Garton og Peter Da- venport inná fyrir Gordon Strachan og Graham Hogg, þá kom það fyrir ekki. • Kerry Dixon fagnaði endur- • Steve Williams, leikmaður Arsenal, sést hér sækja að marki Wimbledon. Brian Gayle er til varnar. Símamynd Reuter komu sinni í Chelsealiðið með marki strax á fimmtu mínútu. Þrótt fyrir mikið puð eftir það urðu mörkin ekki fleiri og Chelsea hefur þá unnið alla fjóra heimaleiki sína á Brúnni. Undralyf í teinu hjá Sheffield Wednesday Derbyliðið rústaði Sheffield Wed- nesday í fyrri hálfleik í leik liðanna á Baseball Ground í Derby. Þeir John Gregory og Mike Fortsythe skoruðu tvö mörk með kollspyrnum án þess að gestirnir ættu nokkuð svar við krafti hrútanna ( The Rams ). En eftir að hafa sötrað teið sitt í hólfleik breyttist viðmót hinna • Eddie Niedzwiecki, markvörður Chelsea, sést hér góma knöttinn örugglega í leiknum gegn Norwich. Simamynd Reuter gestrisnu Miðvikudagsmanna og þeir jöfnuðu leikinn skjótlega. Fyrra markið skoraði Gary Megson en Mel Sterland skoraði hið síðara. Dæmd var vítaspyrau eftir að hafa verið felldur. Peter Shilton varði víta- spyrnuna, en knötturinn hrökk til Sterland sem skoraði. En það sem eftir lifði leiks var staðan í jórnum en breyttist ei. Mark Wright var stórgóður í vörn Derby. Sheffield Wednesday er neðst í 1. deildinni þrátt fyrir gott jafntefli og er með þrjú stig. • Charlton vann sinn fyrsta sigur er liðið lagði Luton 1-0. Þetta mikil- væga mark skoraði Garth Crooks sem hefur þá skorað tvö mörk í þess- ari viku því hann skoraði annað marka Charlton gegn Liverpool á þriðjudaginn. • Nottingham Forest sigraði Co- ventry 3-0 í viðureign miðlandalið- anna á Highfield Road í Coventry. Hinn átján óra gamli Terry Wilson skoraði fyrsta markið á 25. mínútu, en þetta var jafnframt hans fyrsti leikur í Barclays deildinni ensku. Hraðlestin Franz Carr og Stuart Pearce (úr vítaspyrnu) skoruðu í síð- ari hálfleik. • Arsenal átti ekki í erfiðleikum með að afgreiða W imbledon og sendi harðjaxlana með tárin í augunum til baka á tennisvellina í Wimbledon. Bobby Gould framkvæmdarstjóri Wimþledon og Don Howe þjálfari liðsins gengu keikir inn í marmara- höll barónanna á Highbury en gengu niðurlútir tilbaka. Þeira hafa báðir tengst Highbury á annann og skemmtilegri máta þvi Gould var mikill markaskorari hjá Arsenal og Howe var bæði þjálfari og fram- kvæmdarstjóri liðsins fyrir nokkrum árum. Mike Thomas skoraði fyrsta mark leiksins strax á 2. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Dennis Wise hafði brotið á Perry Groves í vítateig sínum. Alan Smith skoraði svo á 20. mínútu og þriðja markið var sjálfs- mark Andy Thorn. Smith hefur þá skorað fimm mörk fyrir Arsenal í sex síðustu leikjum sínum. Arsenal virð- ist komið á skrið, eftir slæma byrjun. Hull eitt ósigrað í 2. deild Barátta liðanna í 2. deild er geysi- lega hörð. Öll liðin hafa tapað leik nema Hull sem vann Oldham 1-0 með marki Peter Skipper, en er þrátt fyr- ir þennann sigur ekki nema í þriðja sæti. Bradford og Crystal Palace eru ofar. Bradford er með 19 stig og vann Blackburn 2-1 með mörkum Sean Curry'og Tony Henry. Brian Mitc- hell tók reyndar forystuna fyrir Blackburn. Crystal Palace lenti í basli í Reading. Fyrst skoraði Andy Gray sjálfsmark, en Ian Wright, Mark Bright og Gavin Nebbeling skoruðu mörk Palace. Imre Varadi skoraði öll þrjú mörk Manchester City gegn Stoke og Carlton Palmer og Tony Morley sáu um mörkin fyrir W.B.A. gegn Boumemouth. Morley skoraði tvö mörk. Steve Hunt skor- aði mark Aston Villa gegn Hudders- field. EJ Stadan 1. deild QPR 8 6 1 1 12- 4 19 Tottenham 8 l í í í 1 12-5 17 Liverpool 6 2 1 0 16- 6 16 Chelsea 8 5 0 3 15-11 15 Nott. For. 8 4 2 2 13- 9 14 Man. Utd 8 3 4 1 13- 8 13 Everton 8 3 3 2 9- 5 12 Wimbledon 8 3 3 2 10- 9 12 Arsenal 7 3 2 2 12- 5 11 Coventry 7 3 1 3 8-11 10 Derby 6 2 3 1 6- 5 9 Luton 8 2 2 4 10-12 8 Watford 7 2 2 3 5- 7 8 Oxford 7 2 2 3 10-14 8 Southampton 7 1 4 2 10-11 7 Norwich 8 2 1 5 6- 9 7 Portsmouth 8 1 4 3 7-17 7 West Ham 7 1 3 3 7-10 6 Newcastle 7 1 2 4 7-13 5 Carlton 7 1 1 5 7-14 4 Sheff. Wed. 8 0 3 5 7-17 3 2. deild Bradford 8 6 1 1 14- 6 19 C. Palace 9 5 3 1 24-12 18 Hull 9 4 5 0 13- 8 17 Barnsley 8 4 2 2 9- 8 14 Birmingham 8 4 2 2 9-10 14 Middlesbrough 8 4 1 3 11- 8 13 Swindon 8 4 1 3 10-10 13 Millwall 8 4 1 3 12-13 13 Man. City 7 3 3 1 12- 5 12 Ipswich 8 3 3 2 8- 6 12 Aston Villa 9 3 3 3 8- 7 12 Plymouth 9 3 2 4 14-15 11 Blackburn 9 3 2 4 12-13 11 Stoke 9 3 2 4 6-11 11 Bournemouth 8 3 1 4 9-11 10 Leeds 9 2 4 3 3- 6 10 Leicester 8 3 0 5 11- 9 9 Shrewsbury 8 1 5 2 3- 4 8 WBA 9 2 2 5 11-16 8 Oldham 9 2 2 5 8-16 8 Reading 7 2 1 4 6- 8 7 Sheff. United 8 1 2 5 7-11 5 Huddersfield 7 0 4 3 7-14 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.