Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Page 2
2
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987.
Fréttir
Steingrímur og Shultz ræddu saman í New York:
Akvaðu serstakar viðræður
um samskipti landanna
Ólafur Amaisan, DV, New York:
„Við lýstum báðir ánægju okkar
með að hvalamálið væri leyst núna
en ég lagði hins vegar áherslu á aö
þetta væri í raun og veru tíma-
sprengja því að útlitið framundan
væri óljóst,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson utanríkisráðherra um
fund sem hann átti í gær með Ge-
orge Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna.
í samtaii við DV eftir fundinn sagði
Steingrímur að þeir hefðu rætt al-
mennt samskipti íslands og Banda-
rikjanna og })ó fyrst og fremst
hvalamálið. „Eg gerði honum grein
fyrir því að heima væri nokkuð al-
mennt litið á afskipti Bandaríkja-
manna sem óþolandi afskipti af
okkar innanríkismálum. Ég gerði
honum líka grein fyrir því að á ís-
landi væri mjög minnkandi fylgi við
veru vamarliðsins samkvæmt nið-
urstöðum skoðanakönnunar og að
ég teldi ákaflega mikilvægt að það
yrði komið í veg fyrir svona árekstra
í framtíðinni. Þvi lagði ég til að á
milli utanríkisráðuneyta landanna
yrðu viðræður um samskipti ríkj-
anna í vetur áður en hvalamálið
kemur aftur til umræðu. Þetta sam-
þykkti Shultz strax og fól sínum
mönnum að leggja drög að slíku. Það
verður síðan haft samband við
sendiherra okkar 1 Washington,"
sagði Steingrímur.
A fundinum sagði Steingrímur
ennfremur að íslendingar stefndu
að því að nýta hval og teldu að þaö
George Shultz og Steingrímur Hermannsson í upphafi fundar þeirra i New York í gær.
DV-símamynd Ólafur Amarson
ætti að nýta hann í hófi og undir
eftirliti og að þegar væri ljóst að
hval fjölgaði mikið. Það þyrftá því
bæði að huga að jafnvægi í náttúr-
unni og nýtingu hvalsins og að
íslendingar myndu undirbúa það í
haust á fundum með löndum með
svipaðar skoðanir. „Ég gerði Shultz
grein fyrir því að okkar stefha væri
óbreytt og hann sagðist skilja það
og gerði enga athugasemd," sagði
Steingrímur.
Á fundinum ræddu ráðherramir
ennfremur um afvopnunarmál í
framhaldi af utanríkisráðherrafundi
Natóríkja síðastliðinn mánudag og
tjáði Shultz Steingrími að annar slík-
ur fundur yrði haldinn í Brussel
seint í næsta mánuði eftir ferð Shultz
til Moskvu.
Steingrímur sagði að á utanríkis-
ráðherrafundinum á mánudag hefði
Shultz gert ítarlega grein fyrir að-
draganda þess afvopnunarsam-
komulags sem nú er í sjónmáli og
jafhframt hefði hann rætt stöðu ann-
arra mála. Shultz sagði að öll þessi
máí væru beinn árangur af Reykja-
víkurfundinum og að hann hefði
efnislega verið langsamlega mikil-
vægasti leiðtogafundurinn sem
hingað til hefur verið haldinn. Þar
hefði verið sáð fræjum þeirrar upp-
skeru sem nú er að koma í ljós og
þar hefði líka komið fyrst fram í al-
vöru hugmyndin um helmings-
fækkun langdrægra eldflauga.
Shultz sagði að í Reykjavik hefðu
orðið kaflaskipti í afvopnunarum-
ræðu.
Steingrímur býður ísland fram sem griðastað:
sett upp á Islandi?
- mikill áhugi í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum
Ólafirr Amarscn, DV, Naw Yoric
DV hefur þaö eftír mjög áreiðan-
legum heimildum að miidll áhugi sé,
bæöi í Bandaríkjunum og Sovétrílq-
unum, á því aö stofna á íslandi
sérstaka friðarstofnun. Upphafið aö
þessu má rekja til hugmyndar sem
Steingrímur Hermannsson, utanrík-
isráðherra og þá forsætisráöherra,
mun hafa sett óformlega í viöræöum
við sovéska og bandaríska ráða-
menn.
Ástæðan fyrir þessum mikla
áhuga mun meöal annars vera sú
að það er almennt skoðun ráða-
manna beggja stórveldanna aö
kaflaskil hafi orðiö í samskiptum
þeirra á leiðtogafimdinum í Reykja-
vík, auk þess sem ísland er álitið
nokkuð hlutlaust þegar kemur að
afvopnunarmálum og hentar því að
mörgu leyti vel undir stadsemi
slíkrar stofnunar.
Hugmyndin er sú aö stofiiunin
veröi aö mestu undir íslenskri
stjóm, þaö er að alþingi veþi stjóm-
armenn sera gætu verið íslenskir eða
erlendir, en aö hún verði fjármögnuð
í sameiningu af Bandaríkjunum og
Sovétríkjunum.
í Bandaríkjunum em margir hátt-
settir menn í báðum sljómmála-
flokkunum, þó sérstaklega
Demókrataflokknum, sem vinna nú
að því óformlega að utfæra hug-
myndir um þessa stofhun. Sam-
kvæmt heimildum DV er talaö um
að hún verði nefnd The Reykjavik
Foundation sem útleggst Reykjavík-
urstofiiunin eða Reykjavikursjóður-
inn.
í Sovétríkjunum er einnig mikill
áhugi á þessari stofiiun og sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
DV heftir Gorbatsjov sjálfur mikinn
áhuga á þessu máli. Astæðan mun
meðal annars vera sú að Gorbatsjov
var mjög ánægður meö Reykjavik-
urfundinn og frammistöðu íslend-
inga i sambandi við hann.
Ef af veröur munu stórveldin í
sameiningu fjármagna sjóðinn með
umtalsverðu stofnframlagi. Sam-
kvæmt heimildum DV hafa Sovét-
menn áhuga á aö miða framlagið við
kostnað á einni kjamorkueldflaug
eöa sprengjuflugvél frá hvoru stór-
veldi. Það þýöir aö um er aö ræða
hálfan til einn mifljarð Bandaríkja-
daia sem hefði i fór með sér að þessi
stofiiun yrði sú öflugasta sixrnar teg-
undar f heiminum.
Málið er enn á undirbúningsstigi
og enn þá er eftír aö marka stofnun-
inni ákveðið starfesvið. Ennfremur
hafa engar formlegar viðræöur farið
fram um þetta mál milii stórveld-
anna Það er þó talið lfklegt að
einhver skriður komist á fyrir ára-
mót
Ef þessi stofnun verður að veru-
leika er ijóst aö ísland getur í
framtíðinni oröið griðland þeirra
sem viija hittast i friöi og leita lausna
á mörgum þeim vandamálum sem
hijá mannkyn.
Vettvangur viðræðna
austurs og vesturs?
Óbfur Amarsan, DV, New York:
í lok ræðu sinnar á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna lýsti Steingrím-
ur Hermannsson þeirri ósk sinni að
ísland mætti verða griðastaður þeirra
sem vildu koma í friði og leita lausna
á vandamálum mannkyns. Bauð
Steingrímur háa sem lága velkomna
til íslands í þeim tilgangi. Samkvæmt
upplýsingum DV létu menn vel af
ræðu Steingríms og urðu óvenjumarg-
ir til að þakka honum vel töluð orð.
DV spuröi Steingrím hvort eitthvað
sérstakt hefði legið á bak við þessi orð.
Sagði Steingrímur að tilgangurinn
að baki þessum orðum hefði verið
mjög almennur en hins vegar hefðu
margir spurt sig hvort nýr leiðtoga-
fundur væri framundan á íslandi. „Ég
hef ekki heyrt orð um slikt og veit
ekki annað en að ákveðið sé fyrir
löngu að næsti leiðtogafúndur fari
fram í Washington. Bandaríkjamenn
leggja á það mikla áherslu. Þaö sem
liggur að baki hjá mér er að við íslend-
ingar getum tekið virkari þátt í að
bæta samskiptin milli austurs og vest-
urs og þá ef til vill með því aö verða
að einhveiju leytí vettvangur fyrir
umræður. Þessa hugmynd hef ég rætt
við menn hér í Bandaríkjunum, meðal
annars háttsetta menn. Vel hefur ver-
ið tekið í þessa hugmynd en að sjálf-
sögðu þaif að útfæra hana vandlega.
Ég hef áhuga á að fylgja þessu eitthvað
eftir og mín orð hjá Sameinuðu þjóð-
unum voru að vissu leytí til að minna
á þessa hugmynd. Eg tel að það sé í
mörgum tilfellum frekar hægt að fá
menn til viðræðna á íslandi en til
dæmis í Bandaríkjunum eða Sovét-
ríkjunum," sagði Steingrímur.
„Ég er ekki að mæla með því að ís-
land verði neinn alisherjar vettvangur
fyrir leiðtogafundi. Því fylgfr mikill
kostnaður og umstang sem ekki er
víst að sé allt jafnheppilegt. Ég held
að jafnmikilvægt sé, eins og að standa
í beinum afvopnunarviðræðum, að
reyna að byggja upp traust milli þjóða
og þá ekki bara stórveldanna. Þessu
sjónarmiöi finnst mér hafa unnist fylgi
að undanfómu. Ef til vill getur ísland
orðið vettvangur slíks starfs,“ sagði
Steingrímur ennfremur.
Maigeir einn ósigraður
Gylfi Kristjánsaan, DV, Akmeyii
Margeir Pétursson er nú einn ósigr-
aður í landsliðsflokki á Skákþingi
íslands sem fram fer á Akureyri, þeg-
ar sex umferðum er lokið af þrettán.
Margeir sigraði í gær Karl Þorsteins
en önnur úrslit urðu þau að Helgi
Ólafsson vann Þröst Þórhallsson, Dan
Hansson vann Jón G. Viðarsson, Gylfi
Þórhallsson vann Ólaf Kristjánsson,
Davíð Ólafsson vann Þröst Amason,
Hannes Hlífar Stefánsson vann Áskel
Kárason en jafntefli gerðu Sævar
Bjamason og Gunnar Freyr Rúnars-
son.
Margeir hefur 5 vinninga en næstir
koma Helgi og Davíð með 4 1/2 og þá
Karl og Ólafur með 31/2 vinning. Sjö-
unda umferö verður tefld í dag og tefla
þá meðal annars Helgi og Ólafur,
Margeir og Gunnar, Davíð og Hannes
Hlífar.