Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Síða 12
12
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987.
Neytendur
Bryndts telst til launafólksins en ekki til þeirra sem skammta sér laun
Bryndís Schram, eiginkona fjár-
málaráðherrans, sagði okkur í júlí-
mánuöi frá því hvemig henni tekst að
halda matarinnkaupum innan skyn-
Vikan
Litið í Vikuspegil á tímamótum því nú hefur Vikan vistaskipti
Vikan
39. tbl. 49. árgangur. 24.-30. september 1987. Veró 150 krónur.
Vikan
ísrael - til heilsubótar
VIÐTÖL:
Þórarinn Jón Magnússon
Nafn Vikunnar
★
Lífið í Lúx - rætt við íslenskar
mæðgur í Lúxemborg
Frá Borgarfirði til Buenos
Aires
- Anna Erla Magnúsdóttir
Ross
Vélvæddur fugl
- Ævintýraferð með Hans Óla Hansen
ísrael - til heilsubótar
Laila og Saima eru konur
sem fórna öllu fyrir föðurlandið
HRESST BLAÐ VIKULEGA
samlegra marka. Hún hefur fylgst með
heimilisbókhaldi DV og því vakti for-
vitni okkar að kynnast áliti hennar á
því og hvemig henni tekst að halda
innkaupum til heimilisins í skefjun.
Viðtal þetta vakti mikla athygli, við-
brögðin urðu ótrúleg, skæðadrífa af
nafnlausum lesendabréfúm hefúr
birst í blöðunum. Langsamlega flest
vom þau mjög óvinsamleg í garð
Bryndísar og annarra sem reyna að
láta endana ná saman, eins og það er
kallaö.
„Það var aðallega tvennt sem kom
mér á óvart. í fyrsta lagi að spamaður
telst ekki lengur til dyggða og í öðm
lagi að hin mikla fiskveiðiþjóð íslend-
ingar skuli fúlsa við fiski,“ sagði
Bryndís Schram.
„Að sumu leyti hafði ég gaman af
þessum ástríðufuliu viöbrögðum.
Menn komu með hinar fúrðulegustu
skýringar á lágum matarreikningi
mínum. Einn hélt því fram að ég væri
ailtaf úti að borða og þá væntanlega
með karlinn og krakkana til að spara
innkaupin. Kona nokkur lýsti því yfir
að hún hugsaði til þess með hryllingi
ef nýja ríkisstjómin ætlaði nú að fara
að taka upp sömu spamaðarstefnuna
og Bryndis! Og enn ein sagði að ég
væri orðin að athlægi um allt land!
Þetta var nú allt gott og blessað en
þegar einn (reyndar kunningi minn)
hélt því ffam að ég væri að ijúga var
mér nóg boðið. Ég nenni ekki að sitja
undir slíku.
Texti svona bréfa skiptir kannski
ekki svo miklu máli en það sem angr-
ar mig er það hugarfar sem býr að
baki, allt það hatur sem er undirrótin.
Ég verð að gera þá játningu að svona
bréfasendingar hafa mikfl áhrif á mig.
Þau lama mig, draga úr mér kjarkinn,
lífsþróttinn. Þá er karmski tilgangi
þeirra líka náð.
Ég veit ekki betur en að lesendabréf
í erlendum blöðum, sem er annt um
virðingu sína, séu alltaf merkt fúllu
nafni bréfritara. Mér finnst að þaö
ætti líka að vera regla hér á landi.
Einhvemtíma var ég talin í hópi tíu
verst klæddu kvenna á íslandi. Er það
ekki af sömu rótum sprottið og þetta
með matarreikninginn?
Maður fæðir sig og klæðir eftir efn-
um og ástæðum. Ég tilheyri ekki þeim
hópi þjóðfélagsins sem skammtar sér
laun. Eg tflheyri hinum, launafólkinu,
og launafólk á íslandi lætur það ekki
eftir sér aö kaupa dýran fatnað eða
kjöt 1 alla mata. Svo einfalt er það nú.
Öll þessi umræða um hafla á ríkis-
búskap og taumlausar erlendar lán-
tökur. Hvað þýðir þetta? Hvað er á bak
við þessar tölur?
Það er taumlaus eyðsla í hluti sem
viö eigum ekki fyrir og gætum
kannski alveg verið án. T.d. tvö þús-
und bílar, keyptir út á krít hjá
draumaleigufyrirtækjum með 70%
vöxtum. Allt skrifað á fyrirtækin í von
um að geta svikið undan skatti. Og
hveijir standa í þessu? Allir sem vettl-
ingi geta valdið. Jafiivel stjómendur
fyrirtækja sem síðan fárast mest yfir
verðbólgunni og setja upp sparisvip
þegar talað er um kauphækkanir.
Hvað er þjóðfélagið annað en við
sjálf? Tekjur heimflanna em tekjur
ríkisins í hnotskum. Ef við ætlum
ekki að enda sem þjáleiga hjá Chase
Manhattan verðum við fyrr eða síðar
öll að spara,“ sagði Bryndís Schram.
-A.BJ.
Telstspam-
aður ekki leng-
ur til dyggða
á íslandi?