Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Qupperneq 16
16
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987.
Spumingin
Lesendur
Ætlarðu á kvikmynda-
hátíðina?
Björn Vilhjálmsson: Nei, alls ekki.
Ég hef engan áhuga á þeim myndum
sem þar eru sýndar. Þær eru of þung-
ar og bara fyrir eldra fólk.
Ingibjörg Kristjánsdóttir: Ég reikna
ekki meö því, ég hugsa að ég hafi
ekki tíma.
Freyr Guðlaugsson: Nei, ég hef ekki
tíma til þess. Mig myndi samt langa
því þama er margt aö sjá.
Linda Gústafsdóttir: Ég hef ekki
ákveðið það ennþá, kemur allt í Ijós.
Þessi hátíð er forvitnileg, sérstaklega
fyrir fólk sem hefur áhuga á þessu.
Helga Kristinsdóttir: Já, mig langar
til að fara og sjá spænsku myndina,
Nautabanann og rússnesku mynd-
ina. Æth ég byrji alla vega ekki á
þessu tvennu. Það er gaman að fá
tækifæri til að sjá öðruvísi myndir.
Ingólfur Matthíasson: Nei, ég er orð-
in nógu leiður á aö sjá þessa búta í
sjónvarpinu. Annars fer ég voða
sjaldan I bíó en læt mér nægja sjón-
varpiö.
„Það er ekki lengur hægt að lesa blöðin vegna þess að það eina sem er f
þeim eru íþróttafréttir."
Dagblöðin:
Full af íþrótta-
fréttum og
litlu
íþróttahatari skrifar:
Nú er nóg komið! Það er ekki lengur
hægt að lesa blöðin vegna þess að það
eina sem er í þeim eru íþróttafréttir,
íþrcttafréttir og aftur íþróttafféttír.
Ég flettí einu dagblaðanna síðastlið-
inn þriðjudag og ætlaði mér að njóta
lesningarinnar enda fannst mér blaðið
vel þykkt. En það var ekki margt í
blaðinu fyrir utan íþróttír sem mér
taldist til að tækju um einn þriöja
blaðsins eða 17 síður af 52. Afgangur-
inn var að mestu leyti auglýsingar.
Þetta tiltekna blað er alls ekki eins-
dæmi í þessari íþróttadýrkun sem nú
tröllríður samfélaginu. Aflir fjölmiðlar
hafa íþróttímar sem eitt af sínum
stærstu umfiöllunarefiium auk inn-
öðru
lendra og erlendra frétta. Þó er
hugsanlegt að sleppa við mjög fyrir-
ferðarmiklar íþróttafréttir á nýju
útvarpsstöðvunum.
Mér finnst meira en lítið hæpið að
aö eyða einum þriðja hluta dagblaös
undir þetta ómerkilega efiú sem ipjög
lítm partur þjóðarinnar hefur áhuga
á. En þar sem hér er skoðanafrelsi og
prentfrelsi tel ég ekki rétt að banna
fréttir af greyjunum sem leggja allan
sinn metnað í að sparka eða henda
tuðru í svokölluö mörk. Hins vegar
legg ég til að gefin veröi út sérstök
íþróttablöð fyrir sportfrikin en okkur
hinum hlíft við að horfa upp á allan
fiflaganginn.
Kvikniyndahátíð:
Leiðinlegar myndir
Bíógestur skrifar:
Nú fær fámenn menningarklíkan
enn eina kvikmyndahátíðina til að
smjatta á og að sjálfsögðu er aflt
svallið borgað af okkur skattborgur-
unum. Að vanda eru sýndar myndir
sem enginn nennir að horfa á, þung-
ar myndir, fullar af heimspekilegum
vangaveltum um lífið og tilveruna.
Svona hátíð er ekki fyrir venjulegt
fólk. Myndimar eru flestar útlensk-
ar og undrast ég að nokkur skuli
dirfast að bera svona efni á borð fyr-
ir okkur, alþýðu þessa lands.
Nei, við sem vinnum myrkranna
á milli til að borga svona menningar-
sukk hvorki getum né viljum sjá
svona myndir. Þær eru flestar „list-
rænar“ en það þýðir að ekki er
nokkur leið fyrir mann að skilja þær
nema maður hafi verið eilífðarstúd-
ent á ríkisstyrk í fjarlægum löndum.
Og svona til að tryggja það að ekki
komi aðrir en menntamenn þá eru
myndimar allar textaðar á erlenda
tungu, ekki er nú virðingin meiri
fyrir móðurmálinu.
Þessir menntamenn em nú famir
að verða fullfyrirferðarmiklir í þjóð-
félaginu. Og ekki er nú þakklætið
meira þjóðinni sem ól þá upp og
kostaði til mennta að þeir sldrrast
ekki við að reka hníf í bak henni og
vilja vemda hvali þegar þeir vita vel
að undirstaða þess að þeir geti lært
við heimsins dýmstu og fínustu
skóla er einmitt sjávarútvégur, þar
með taldar nytjar á fiskistofhun.
Ég legg tíl að þessum blessuðu
menntamönnum verði gert kleift að
koma sér úr landi sem fyrst svo að
þeir geti séð aliar þær dellukvik-
myndir sem þeim sýnist og leyft
okkur hinum að hafa okkar vinnu
og okkar Rambo í friði.
Biógesti finnst „að vanda sýndar
myndir á kvikmyndahátíð sem eng-
inn nennir að horfa á, þungar
myndir, fullar af heimspekilegum
vangaveltum um lífið og tilveruna."
Drífið ykkur
bara á sjóinn
Hávarður Bergþórsson hringdi:
Fimmtudaginn 17. sept. skrifar H.
nokkur Ólafsson grein í lesendadálk
DV undir fyrirsögninni: „Laun sjó-
manna feimnismál?"
Þar talar hann t.d. um orðið úthald
sem hann reynir að útskýra eftír orða-
bók en skilur ekki sjálfur. Orðið
úthald er alltaf notað um það þegar
bátur fer til vertíðar og kemur inn að
haustí. Úthald er að vísu meira en
vertíð, það er úthald yfir árið. Hitt er
aftur á móti kallað róðrar það sem
H. Ólafsson er að tala um, t.d. þegar
farið er út að morgni og komið inn að
kvöldi. Bátur getur því t.d. verið 126
daga í úthaldi þó að hann fari ekki
nema 51 róður.
Maður spyr sjálfan sig ósjálfrátt úr
hvaða þjóðfélagshópi þeir menn komi,
eins og H. Ólafsson, sem þykja það
eitthvað miður að vel gangi á sjónum,
þessum aðalatvinnuvegi íslendinga.
Það vantar eitthvað í nefið á þessum
mönnum. Það er furðulegt að menn,
sem geta talað og skrifað svona, skuh
ekki bara drífa sig á sjóinn.
Úr hvaða þjóðfélagshópi eru þeir sem þykja það eilfhvað miður að vel gangi
á sjónum? spyr lesandi.
Dýr klipping
Jón Karlsson, Sauðárkróki, hringdi: án nokkurra aukaefna eða þurrkun-
Fyrir stuttu varð ég fyrir þeirri ar, fékk ég að borga 830 kr.
reynslu, staddur í Reykjavík, að fara Af því að þetta hótel er mikið not-
itm á Hárgreiðslustoftina Hjá Dúdda, að af fólki utan af landi þá finnst
Hótel Esju, til að láta klippa mig. mér full ástæða til aö vekja athygli
Fyrir það, þ.e.a.s. bara klippinguna á þessu.
Kúgun sjónvarpsins
Kona hringdi:
Mér finnst sjónvarpið svo hundleið-
inlegt að full ástæða sé til þess að láta
ráðamenn þess heyra það. Það er ekki
einu sinni hægt að horfa á þaö. Svona
er það búið að vera lengi og um síð-
ustu helgi keyrði þó alveg um þverbak.
Svo segja þeír okkur bara að loka
fyrir sjónvarpið ef við viljum ekki
horfa á það. Samt þuríum við að borga
afnotagjald því það eru sameiginlegir
reikningar fyrir útvarp og sjónvarp.
Þetta finnst mér bara hrein og bein
kúgun.
Frábær nastur-
útvarpsmaður
8154-8412 hringdi:
Ég hlusta mikið á útvarpsstöðina
Bylgjuna og þá sérstaklega á næturút-
varpið því ég vinn mikið á nætuma.
Ég get ekki á mér setið að hæla ein-
um næturútvarpsmanni þar sem fer
alveg á kostum og er tvímælalaust
einn okkar færustu plötusnúða og
fyllilega sambærilegur við það sem
gerist annars staðar. Þetta er strákur
sem heitir Bjami Ólafur, kallaður
Daddi.
Ég veit að þessi strákur er 23 ára
gamall en hann spilar músík alveg frá
’54 og fram til dagsins í dag. Þaö er
fullt af fólki sem ekki trúir því aö
þama sé svona ungur maður á ferð-
inni. Hann þjónar öllum aldurshóp-
um, fólki alveg frá tvítugu og upp í
sextugt.
Ég vil þakka honum innilega fyrir
frábæra næturdagskrá.