Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Qupperneq 22
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987.
• 22
Dægradvöl
Texti:
Jóna Björk
Guðnadóttir
Myndir:
Sveinn
Þormóðsson
Aðsókn að hundasýningunni í Reykjavík var mjög góð. Um 5000 manns komu í Reiö
höliina til að fylgjast með henni.
Hundarækt
Nú hafa tímamót markast í sögu
hundaræktar á íslandi. Nýverið var
hundasýning haldin í fyrsta skipti
innandyra innan borgarmarka
Reykjavíkur. Dægradvöl fylgdist
með hundasýningu Hundaræktarfé-
lags íslands og ræddi einnig við
Guörúnu Guðjohnsen, formann fé-
lagsins, af þessu tilefni.
Timamót
Um miðjan september voru tvær
hundasýningar haldnar hér á landi.
Önnur á Akureyri þann 12. septemb-
er síðastliðinn en hin daginn eftir í
Reykjavík, nánar tiltekið í nýju Reið-
hölhnni í Víðidal. Þar voru hundar
af ýmsum tegundum, stærðum og
gerðum sýndir og kom það mörgum
á óvart hversu margir og fjölbreyti-
legir hundar eru til á íslandi. í fyrsta
skipti var sýning af þessu tæi haldin
innandyra í höfuðborginni og mörk-
uðust því tímamót í sögu hundarækt-
ar á íslandi. Framan af hindraði
bann við hundahaldi sýningarhaldið
en eftir aö hundahald var leyft fannst
ekki viðunandi húsnæði fyrr en í ár.
Flestar fyrri sýninga höfðu verið
haldnar undir berum himni. Ahuga-
menn um hundarækt eru að vonum
mjög ánægðir með þessa þróun mála
og allir eru þeir sammála um að Reið-
höllin í Víðidal sé tilvalið húsnæði
fyrir hundasýningar.
„Ræktun erfið á ís)andi“
Hundaræktarfélag íslands var
stofnað 1969 en Guðrún Guðjohnsen
hefur starfaö í félaginu síöastliðin tíu
ár, nú síðast sem formaður félagsins.
Hún sagði hundasýningu aUtaf vera
haldna a.m.k. einu sinni á ári og helst
oftar ef mögulegt væri.
Hlutverk Hundaræktarfélags ís-
lands er tviþætt. Annars vegar er
hlutverk þess að viðhalda tegundum
hunda sem til eru í landinu og bæta
tegundimar á þann hátt aö einkenni
þeirra komi sem best framí Guðrún
Guðrún Guðjohnsen, lormaður Hundaræktarfélags íslands.
segir litla möguleika til að sinna
þessu markmiði félagsins hér á ís-
landi þar sem innflutningur á
hundum sé stranglega bannaður. í
sumum tilfellum verða dýrin allt of
skyld og áframhaldandi ræktun
verður þá næstum ómöguleg. Þetta
hefur nú gerst meö tegundina Cocker
Spaniel en af þeirri tegund eru aðeins
til 9 hundar á öllu landinu. Nú er svo
komið að flestir þeirra eru náskyldir,
s.s. systkini, og er því ekki hægt að
halda ræktuninni áfram. „Þetta er
mjög leiðinlegt fyrir hundaræktará-
hugamenn hér á landi. Sérstaklega
vegna þess að Öivind Asp, norski
dómarinn sem hingað kom til að
dæma á hundasýningunum, sagðist
hvergi í Evrópu hafa séð jafngeðgóða
hunda af Cocker Spaniel tegund eins
og hér á íslandi," sagði Guðrún.
Hlýðniskóli
Seinni þátturinn í starfi Hunda-
ræktarfélags íslands er að fræða
hundaeigendur um hundana og
hvemig skuli meðhöndla þá. Guðrún
sagöi það ekki nóg að eiga góðan
hund heldur þyrfti eigandinn að vita
hvemig hann ætti að umgangast
hundinn og kenna honum. Til að
sinna þessu hlutverki sínu rekur fé-
lagið hlýðniskóla fyrir hunda. Þar
eru hundamir þjálfaðir og vandir.
Best er að þeir komi strax sem hvolp-
ar en einnig era fuilorðnir hundar
teknir inn í skólann og þeim kennt.
Eigendumir koma með hundunum í
skólann og læra um leið til verka.
Best er að fólk komi áður en það fær
sér hund í fyrsta skipti og síðan strax
með hvolpinn eftir að það hefur tekið
við honum. Guðrún sagði Evrópu-
þjóðir, sem flestar era lengra á veg
komnar í hundarækt en íslendingar,
allar sammála um að vandamál með
hunda væra í 99% tilvika hundeig-
andanum sjálfum að kenna því mjög
auðvelt er að gera hvolp taugaveikl-
aðan með rangri meðferð.
Markmiðið með starfrækslu skól-
ans er að starfa með hunda á sem
breiðustu sviði. Það era því ekki bara
áhugamenn um hundahald sem
starfa innan skólans heldur er Björg-
unarhundasveit íslands nýverið
komin inn í skólann. Björgunarsveit-
in hefur á sínum snærum leitar-
hunda sem eru sérþjálfaðir í leit að
fólki í snjó- og aurskriðum og fer
þjálfun þeirra fram á vegum skólans.
„Afkvæmiö betra en foreldr-
arnir“
En hver er tilgangurinn með
hundasýningum?
Guðrún sagði hundasýningar fara
fram til þess að dæma um hversu vel
hefði til tekist í ræktuninni. Hvert
kyn hefur sitt ræktunarmarkmið og
reyna hundaræktendur að ná öllum
þeim eiginleikum fram í hundum
sínum sem þar era nefndir. Landið,
sem hundurinn er upprunnin í, gefur
markmiðið út og hafa íslendingar því
Myndin sýnir hund af tegundinni Cocker Spaniel. Áframhaldandi ræktun tegundarinnar er óhugsandi á íslandi
vegna of miklls skyldleika innan stofnsins.