Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Side 31
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987.
31
Frændur em
frændum
verstir
Þorsteinn Pálsson forsætis-
ráöherra þykir heldur
þungur á bárunni og Geirs-
legur í fasi í fjölmiölaheimin-
um. Kveður svo rammt aö
þessu aö sumir fréttamenn
hafa á orði aö best færi á aö
gleyma forsætisráðherran-
um þegar leitað er frétta. Það
sannast kannski í þessu mál-
tækið aö frændur séu frænd-
um verstir því Þorsteinn
Pálsson er alls ekki forsætis-
ráðherra í símaskránni
heldur blaðamaöur. Og sann-
ur blaðamaður er ekkert að
blaðra fréttum í aðra blaða-
menn.
Enn vantar
ritstjóra
Þeir hjá Eystra-Homi eru
ekki fyrr búnir að fmna nýj-
an ritstjóra en þeir hjá
Helgarpóstinum eru teknir
að leita að nýjum ritstjóra
fyrir sig. Halldór Halldórsson
er að fara í veikindafrí. Ýmsir
hafa verið nefndir til sögunn-
ar í hans stað og þar á meðal
er Hallur Hallsson sjónvarps-
fréttamaður. Annars eru
þessar hræringar í 5 ölmiðla-
heiminum orðnar það tíðar
að þær eru engar fréttir leng-
ur. Þar er sá sjóhatturinn
fokinn.
Fjölskyldu
hvað?
Eittaf fyrstu verkum
stjómarflokkanna var að hóa
saman í nefnd til þess að fjalla
um fjölskylduna í þjóðfélag-
inu. Svo merkilega vildi til
að einungis konur voru til-
nefndar í þessa merku nefnd
og enn merkilegra var að
konan í sæti félagsmálaráð-
herra skipaði þær allar í
nefndina.
Körlum í fjölskyldunni
þykir valdið hafa stigið kon-
unum óhóflega til höfuðs og
spyija nú um jafnréttishug-
sjónina sem kvenfólkið hefur
notað eins og svipu á karlpen-
inginnhingaðtil.
Annars þýðir ekki að vera
að ergja sig yfir þessu heldur
skal stofnuð ný nefnd og þar
skal enginn kvenmaður vera
í fjölskyldunni. Svo geta þess-
ar einkynja fjölskyldur hist á
jafhréttisgrundvelli og haft
þaðhuggulegt.
Tyrkinn fær
tækin
SÍS-verksmiðjumar á Ak-
ureyri em að losa sig við
löngu úreltar vélar sem em
svo hundgamlar að enginn
hér á landi getur verið þekkt-
ur fyrir að hafa þær undir
sínu þaki, hvað þá tengja þær
við raforkukerfi lands-
manna. Þær em nefnilega frá
1970. Vélarnar fara þó ekki á
haugana því feðgar nokkrir i
Tyrklandi, sem reka ennþá
eldri og úreltari bandrokka
og fimm þúsund stúlkur í
vefnaði, hafa fest kaup á SÍS-
vélunum. Það verður þvi
bráðlega kembt og spunnið í
miðju Tyrklandi á þessa for-
láta fomgripi frá Akureyri.
242 í bíla-
braskinu
Ríkisskattstjóri er í ham
þessar vikumar enda tókst
ríkisstjóminni að skella yfir
hann næstum 25% fjölgun
söluskattsskýrslna, fjölga
gjaldflokkum úr tveim í þijá
og skila þessu öllu grúandi
af vafaatriðum. Skattstjórinn
er nú að smala upplýsingum
um nýja söluskattsgjaldend-
ur og hefur þar á meðal
komist að þeirri merkilegu
niðurstöðu að seljendur
nýrra og notaðra bifreiða og
varahluta séu samtals 242.
Hins vegar er hann ekki enn-
þá kominn til botns í þvi hvað
veitingahús og mötuneyti em
mörg samtals. Það er líka
dagamunuráþvi.
Ruglaðar um-
ferðarbungur
Síðasta plágan í umferð-
inni, umferðarbungurnar, er
eins og annað í ótrúlégustu
afbrigðum eftir þvi hvar
maður er staddur. Það em
sveitarstjórnarmenn sem
taka ákvarðanir um þessar
bungur en engar reglur em
til um h vernig þær eigi að
vera eða hvemig merktar.
Alla vega er þá alls ekki farið
eftir neinum reglum, enda er
það reglan í umferðinni. Nú
hefur bæjarfulltrúum í Kefla-
vík dottið það snjallræði í hug
að setj a bungumar á hj ól eins
og bílana og aka þeim fram
og til baka. Þær virka þá lík-
lega eins og mgluð sjón-
varpsdagskrá, nema hvað í
sjónvarpinu er það myndin
sem leikur á reiðiskjálfi en á
bungunum áhorfendumir
við stýrið.
Söfnuðu nafn-
spjöldum
Fulltrúar erlendra fiski-
hafna á íslensku sjávarút-
vegssýningunni kepptust um
að kynna þá þjónustu sem
þar er boðin af ýmsum toga.
Slagurinn á milli þeirra
stendur ekki síst um þann
þátt því fiskverðið sjálft
Sandkom
ræðst á markaðnum hveiju
sinni. Greinilegt var að full-
trúum hafnanna, eins og
raunar fjölmörgum fulltrú-
um annarra erlendra sýn-
enda, var mjög umhugað um
að komast yfir sem flest nafn-
spjöldsýningargesta. Nú
viUtust margir forvitnir en
algerlega hagsmunalausir
gestir inn á þessa sýningu,
sem útlendingamir áttuðu
sig ekki alltaf á. Þaö kom þ ví
jafnvel fyrir að þeir stóðu í
stappi við sárasaklausa land-
krabba um að ná af þeim
nafnspjaldi tU þess að fara
með heim. Það mátti halda
að þeir væm í uppmælingu
og fengju greitt fyrir ferðina
í samræmi við skil á nafn-
spjöldum frekar en viðskipta-
samböndogsölu.
Parkerar í
skóginum
Jón Helgason landbúnað-
arráðherra hreiðraði um sig
við Rauðarárstíg á dögunum
með allt ráðuneytið og nýtur
þar ráðsmennsku fyrrum
samráðherra síns, Sverris
Hermannssonar, sem byggði
yfir Framkvæmdastofnun
sálugu með verðbólgubáli úr
blikki utandyra, góðri slægju
á bílskýhsþaki og vænum
skógi umhverfis opnu bíla-
stæðin. Landbúnaðarráð-
herra flutti því í umhverfi
eins og sniðið fyrir hann og
nú parkerar hann auðvitað.í
skóginum. Hins vegar finnst
sumum vafasamt að land-
búnaöarráðherra skuli vera
settur yfir rofann sem kveik-
ir og slekkur á verðbólgubál-
inu - kveikir þó aðallega.
Umsjón:
Herbert Guömundsson
__________________Menning
Saga af sæháki
Guðbergur Bergsson þýddi, MM 1987, 128
bls.
Þetta mun vera sannsöguleg bók.
Gabríel García Marquez skrifaði hana
effir frásögn sjómanns sem, eins og
segir í titli bókarinnar, þraukaði tíu
daga á fleka, matarlaus og vatnslaus,
og naut um tíma mikillar frægðar eft-
ir að hafa bjargast úr slíkum nauðum.
Þessi bók mun vera hin fyrsta frá
hendi Nóbelshöfundarins, sem þá var
ókunnur blaðamaður. Hún birtist
fyrst sem framhaldssaga í blaði, og
kostaði hann útlegð frá Kólumbíu.
Ástaeðan virðist nú lítilfjörleg, frásag-
an afhjúpaði að herskip flutti svarta-
markaðsvörur.
Sérstæö lífsreynsla
Ýmsir lesendur leggja mikið upp úr
því að lesa frásögur af raunverulegum
atburöum, og þó sérstaklega ef þeir
telja að frásögnin sé ekki mótuð af
bókmemitahefð, heldur „sönn“. Ég er
nokkuð efins um að hægt sé að kom-
ast framhjá hefðinni þegar skrifað er,
enda er þetta skrifað af blaðamanni
eftir frásögn sjóliða, unnið upp úr
mörgum viðtölum. García Marquez
hefur þó líklega reynt að láta orðalag
sjóliöans halda sér, því hann ber lof á
hann fyrir frábæra frásagnarlist, og
vissulega er þessi frásögn látlaus,
hrein og bein, laus við klisjur, ekki er
reynt að höfða til tilfinninga lesenda
með útjöskuðum aðferðum. En satt að
segja finnst mér hún ganga helsti langt
í hina áttina, hlutlaus frásaga af því
sem gerðist er í rauninni ekki sérlega
merkileg, ef sálarlífslýsingar fylgja lítt
eða ekki. Frásögnin verður helst lif-
andi þá sjaldan að hún verður
bókmenntaleg. Vonir vakna fljótlega
um björgun, en verða æ minni. Fyrst
kemur flugvél tvívegis svo nærri að
flugmaðurinn ætti að sjá skipreika sjó-
manninn, síðar sér hann skip, en svo
langt í burtu að engin leið er að ná til
þess. Tvisvar er sýnd veiði en ekki
Gabriel García Marquez
gefin. Sjómaðurinn handsamar fyrst
máf og síðan fisk, en hvorugt verður
honum að mat að nokkru marki. Loks
er áhrifamest frásagan af því þegar
hann bjargast úr þessari prísund og
skreiðist í land með ógurlegum erfiðis-
munum. Það er bókmenntalegt sjónar-
mið að gera slík þáttaskil sérstaklega
lifandi.
Bókmenntir
örn Ólafsson
García Marques segir í lok formála:
„í fimmtán ár hafði ég ekki lesið þessa
frásögn. Mér þótti hún vera nógu góð
til að koma út á prenti, en ég get ekki
skilið hvaða gildi slík útgáfa hefur. Það
aö hún er núna gefin út í bókarformi
stafar af því að ég sagði, já“ án þess
að hugleiða það vandlega, en ég tek
ekki orð mín aftur." Skýring hans á
endurútgáfunni er að nafn hans sjálfs
sé frægt, og ég verð að taka undir það.
Ég held að þessi bók hefði aldrei verið
gefin út á íslensku, ef hún væri eftir
óþekktan mann. En sjálfsagt mun
ýmsum þykja þetta merkileg lesning.
Þýðingin
er yfirleitt á eðlilegri íslensku. En
hún er ekki nógu vönduð og stundum
klúöursleg, svo sem þegar talað er um
að „sólin skíni á lungun" í lifandi
manni. Ennfremur má nefna (bls. 10):
„leynilögreglan myrti unnendur
nautaats á sunnudögum þegar þeir
gerðu hróp aö dóttur einræðisherrans
á áhorfendapöllunum"
Þetta orðalag gefur til kynna að það
að unna nautaati hafi í sjálfu sér verið
dauöasök í augum leynilögreglunnar,
enda hafi þessir unnendur haft þann
sið á sunnudögum að gera hróp aö
dóttur einraaðisherrans. En auðvitað
er átt við að sunnudag einn hafi
nokkrir áhorfendur nautaats gert
hróp að dótturinni, og þá verið drepn-
ir.
Bls. 20: „ég sá Jaime Martinez Díego
flokksforingja á freigátunni, næst
æðsta yfirmann við aðgerðir, sem var
eini yfirmaðurinn sem fórst við sly-
sið.“ Þetta orkar klúðurslega á mig því
sem visar venjuiega til næsta orðs á
undan, hér væri venjulega sett í stað
þess: „en hann var“ o.s.frv., yfirmaður
aðgerða þætti mér ótvíraeðara en
„yfirmaður viö aðgerðir". „Tenient de
fregata" er væntanlega eitthvert til-
tekið tignarstig í flotanum, sem vill-
andi er að þýða hér „flokksforingja á
freigátunni" - hvaða freigátu? Maður-
inn er foringi um borö í tundurspilli
(destructor).
Bls. 81: „Þegar öllu er á botninn
hvolft er sultur bærilegur þegar engin
von er til að matur finnist. Ég hafði
aldrei verið jafri óvæginn og þegar ég
sat þama á flekabotninum og reyndi
að rífa skínandi og grænan fiskinn
með lyklunum." En þama á að standa
ekki „Ég, heldur hann, þ.e. sulturinn
hafði aldrei verið jafhóvæginn.
GRINDAVÍK
Blaðbera vantar í Grindavík.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 92-68342.
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
Pantanasími 13010 h A
Litakynning.
Permanentkynning.
Strípukynning.
Rakarastofan Klapparstíg
Pantanasími 12725
FLUTNINGAR
Tilboð óskast í flutninga á um það bil 940 tonnum
af áfengi og tóbaki frá Reykjavík til útsölustaða ÁTVR
á Akranesi, Akureyri, Sauðárkróki og Ólafsvík. Gert
er ráð fyrir vikulegum ferðum. Útboðsgögn eru af-
hent á skrifstofu vorri og tilboð verða opnuð á sama
stað í viðurvist viðstaddra bjóðenda kl. 11.00 f.h.
7. október. nk.
INNKAUPASTQFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Móttökudeild
Auglýsum eftir deildarstjóra og hjúkrunarfræðingum
til starfa á móttökudeild. Um er að ræða tvær 100 %
stöður og tvær 50 % stöður. Starfið felst meðal ann-
ars í móttöku sjúklinga á bráðavöktum. Upplýsingar
gefnar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 19600/
300-220.
SKURÐSTOFA/RÆSTING
Við ræstingu á skurðstofu eru lausar tvær stöður.
Um eina 100% stöðu er að ræða, vinnutími er frá
kl. 8-16/9-17, og aðra 50% stöðu, vinnutími frá kl.
13-17.
Upplýsingar veitir ræstingastjóri milli kl. 10 og 14 í
síma 19600/259.
Reykjavík 23. sept. ’87.
ÓFR0SIÐ SLÁTUR
5 stk. í kassa kr. 1265.-
3 stk. í kassa kr. 814.-
★
Kindalifur af nýslátruðu aðeins kr. 80 kg.
★
Aukavambir og allt til sláturgerðar.
★
Úrvals aðrar kjötvörur.
★
MATVÖRUVERSLUNIN
GRIMSBÆ
Efstalandi 26, sími 6867-