Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987. Fréttir Álklæðningin er öll skellótt og verður hún tekin af og ný sett I staðinn. DV-mynd-GVA Hitaveíta Reykjavíkur: munum fara í mál við framleiðandann, segir Gunnar Kristinsson Hitaveita Reykjavikur hefur í sumar látið kiaeða hitaveitutankana við Bú- staðaveg utan með sérstakri álklæðn- ingu sem keypt var af fyrirtæki í Austurríki. Að undanfómu hefur komið í ljós að klæðningin er gölluð því að hún upplitast og líta tankamir út eins og þeir séu skellóttir. „Við erum búnir að rifta samningum við fyrirtækið sem seldi okkur klæðn- inguna og höfum afþantað það sem eftir var að senda til okkar. Við mun- um svo í framhaldi af þessu fara í skaðabótamál við fyrirtækið," sagði Gunnar Kristinsson, yfirverkfræðing- ur Hitaveitu Reykjavíkur, í samtali við DV. Gunnar sagði að klæðningin hefði kostað 7 milfjónir króna en hann sagð- ist ekki geta sagt til um hve mikiö það kostaði að setja hana upp. Telja má vist að skaðinn sé hátt í 10 milijónir króna, sem Hitaveita Reykja- víkur verður fyrir. Gunnar sagði að hægt væri að fa svona kiæðningar víða annars staðar og yrði það mál skoðað bráðlega. En þótt hægt sé að klæða tankana yflr veturinn, ef veður hald- ast stillt, má gera ráð fyrir að megin- hluti verksins bíði þar tU næsta vor eða sumar. -S.dór „Ég vil taka það fram aö við náö- um einstökum árangri í að draga úr aukafjárveitmgum og þær hafa aldrei verið minni en í ár ef miöað er við nokkur ár á undan, Hitt er svo annað mál að það veröur aldrei tyá þeim komist og af og frá að þær séu stjómarskrárbrot eins og sumir halda fram. En ég legg áherslu á aö aöalatriöið er að dregiö sé úr þeim sem frekast er kostur,“ sagöi Þor- steinn Pálsson forsætisráöherra í samtali viö DV í morgun. A1 miklar umræður hafa átt sér staö að undanfómu um aukafjár- fjármálaráðherra á þessu ári. samníngu Þorsteinn var spuröur hvort þaö væri ekki óeölilegt aö hefja aukaflár- veitingar aöeins nokkrám dörám eða vikum eftir að fjárlög era sam- þykkt á Alþingi. Hvort það benti ekki tii þess að fjárlögin hefðu verið röng? Hann sagði að svo þyrfti ekki að vera. Það færi aldrei hjá því að eitt og annaö dytti miili skips og bryggju þegar verið væri aö semja öárlög. ráöherra. benti Þor- framan af ári væru „Aðalatriðiö er fiárlög séu sem réttust hveiju sinni. Sé svo og verðbólga lítil verða auka- flárveitingar litlar. í mikilli verð- bólgu er erfiðara að ráða viö málið,“ -S.dór Niðurskurðurinn hjá Orkustofnun: Þetta er mikil röskun „Það er vitanlega skellur þegar 18 manns er sagt upp hjá stofnuninni með svo skömmum fyrirvara. Þetta er nvjög óþægilegt og mikil röskun. En við leggjum áherslu á að hlífa jarö- hitaskólanum og rannsóknum okkar á aðstæðum til fiskeldis sem og vatna- mælingunum fyrir vatnsorkuverin sem alls ekki má hrófla við,“ sagði Jakob Björnsson orkumálastjóri við DV í gær. Starfsmennimir 18 hætta frá og með áramótum, 1. janúar. En um niður- skurðinn í tölum talað vildi Jakob ekki fjá sig og neitaði að staðfesta töluna 30 milljónir króna. Helstu verkefni Orkustofiiunar eru jarðhitaleit og lausn vanda hitaveitna úti á landi og vatnamælingamar fyrir vatnsorkuverin. „Niðurskurðurinn er svo nýtilkominn að við erum þessa dagana aö skoða hvað sé hægt að skera niður, það liggur ennþá ekki fyllilega fjóst fyrir,“ sagði Jakob. -JGH - sjá ennfremur bls. 5 Borgarstjém: Samþykkt að byggja ráðhús Samþykkt var að byggja ráðhús í Reykjavík á fundi borgarstjómar í gærkveldi samkvæmt þeirri tillögu sem hlaut 1. verðlaun í hugmynda- samkeppni um ráðhús í Reykjavík og var tillaga borgarstjóra um þetta efni samþykkt með 10 atkvaeðum sjálfstæðismanna og fúlltrúa Fram- sóknarflokksins gegn 5 atkvæðum Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennaframboðs. Ráðhúsið mun rísa á homi Vonar- strætis og Tjamargötu og vegna þess hve staðsetningin er viðkvæm að mati borgaryfirvalda var samþykkt að hraða byggingarframkvæmdum og stefnt er að því að Ijúka bygging- unni á næstu 2 árum. Ráðhúsið verður tæplega 5.000 fer- metrar að stærð með bílageymslu á þremur hæðum í kjallara en gert er ráð fyrir að þar rúmist 300 bílar. Áætlaður byggingarkostnaður húss- ins er um 750 milljónir króna, þar af er ráðhúsbyggingin sjáif taiin munu kosta um 500 milljónir og bíla- geymslan um 250 mUljónir króna. -ój Tillaga Bjama P. Magnússonar: Utvegsbankinn að ráðhúsi Tillaga um að Reykjavíkurborg keypti Útvegsbankann og nýtti bygg- ingu aðalbankans í Reykjavík fyrir ráðhús var felld á fundi borgarstjómar í gærkveldi með 1 atkvæði gegn 9. Það var Bjami P. Magnússon, full- trúi Alþýðuflokksins í borgarsfjóm, sem lagði fram þessa tillögu en hún hlaut aðeins atkvæði hans sjálfs. Borg- arfulltrúar Sjáifstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tiilögunni. Þá komu fram hugmyndir hjá Bjama um að borgin keypti hús Hótel Borgar undir ráðhús en engin formleg tiliaga kom fram um það efiii. Á fundinum kom fram tillagq frá Alþýðubandalaginu um að gerð verði skoðanakönnun meöal borgarbúa um byggingu ráöhúss en sú tillaga var felld. -ój Borgarsljóm: Kvosarskipulag samþykkt Skipulag Kvosarinnar var sam- þykkt á fundi borgarstjómar Reykja- víkur í gærkveldi, samkvæmt skipulagstUlögu arkitektamia Dagnýj- ar Helgadóttur og Guðna Pálssonar. Jafiiframt var borgarráði faiið að skoða ýmis atriði varðandi skipulagið, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Hjörleifi B. Kvaran, framkvæmda- stjóra lögfræði- og stjómsýslusviös borgarinnar. Meðal annars verða kannaðir mögu- leikar á friðun hússins Aðalstræti 16 og teknar upp viðræður við eiganda hússins um það mál. Þá verða kannað- ir möguleikar á kaupum borgarinnar á lóðumun númar 12 og 14 við Aðal- stræti og hugsanlegur flutningur hússins á lóðinni Austurstræti 8 á þær lóðir. Þá var samþykkt að ræða við eigend- ur húsanna Lækjargata 6,6b og 8 um að húsunum verði haldið í sama horfi og nú en þó þannig að lagt verði í kostnað við endurbætur þeirra. Hyggst borgjn taka þátt í þeim kostn- aði með eigendum, náist um það samkomulag, en þeir haldi síöan hús- unum í óbreyttri mynd eftir endur- bætur. Jafiiframt falli eigendur frá endurbyggingarrétti á lóðunum. Þá var tekið fram að með samþykkt skipulagsins væri ekki verið aö sam- þykkja fyrirhugaöa viðbyggingu alþingishússins og áskilur borgin sér allan rétt í því máli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.