Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Síða 5
FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987. 5 DV Uppsagnir hjá Orkustofnun: Stjórnin segi af sér er krafa starfsmanna Átján starfsmönnum Orkustofnun- ar var sagt upp um mánaöamótin og segir í frétt frá starfsmannafélagi Orkustofnunar að stefiit muni að því að strika tíu manns til viðbótar út af launaskrá stofnunarinnar á næstunni. í samtali við DV sagði Jakob Bjöms- son orkumálastjóri að hann ætti ekki von á fleiri uppsögnum hjá Orkustofn- un en þar starfa á biiinu 120 til 130 manns þegar allt er tahð. Ástæður uppsagnanna sagði Jakob samdrátt í fjárveitingum til stofhunarinnar og einnig samdrátt í sértekjum hennar og því væra uppsagnir óhjákvæmileg- ar. Starfsfólk Orkustofnunar sam- þykkti á fundi á miðvikudaginn þau tilmæli til stjómar stofnunarinnar að hún segði af sér tafarlaust þar sem henni hefði mistekist að sjá hagsmun- um stofnunarinnar borgið. Einnig gagnrýndu starfsmenn það að tveir af þremur stjómarmönnum hafa beinna hagsmuna að gæta innan stofnana og fyrirtækja sem em samkeppnisaðilar stofnunarinnar, að mati starfsmann- anna. Skora starfsmennimir á Alþingi og fjárveitingarvald að taka niðurskurð á íjárveitingum til Orkustofnunar til rækilegrar endurskoðunar „í ljósi framsýni og fyrirhyggju", eins og komist er að orði í ályktun frá starfs- mönnunum. -ój Ingi U. Magnússon gatnamálastjóri og norski verkfræðingurinn Erling Hans- en hafa sagt dekkjanöglunum stríð á hendur, en þeir sitja i „nagladekkja- nefnd“ sem norræna ráðherranefndin hefur skipað. Nagladekkin: Ofmetum ör- yggisþáttinn segir norski verkfræðingurínn Erling Hansen „Við ofmetum stórlega það öryggi sem nagladekkin veita okkur umfram venjuleg góð snjódekk," segir yflr- verkfræðingur norsku vegagerðarinn- ar, Erling Hansen, en hann mun lýsa reynslu Norðmanna, í baráttunni við naglana og aukið slit á gatnakerfinu sem þeim er samfara, á fundi sem haldinn verður á Hótel Sögu í dag klukkan 16.00. Erling Hansen segir til dæmis að með því að draga úr ökuhraða um 10 kílómetra á klukkustund þá fáist sama, ef ekki betra, öryggi með venju- legum snjódekkjum. Ingi U. Magnússon, gatnamálastjóri Reykjavíkurborgar, hefur sagt dekkja- nöglunum stíð á hendur og hefur því boðið til þessa umræðufundar á morg- un um nagla og götur borgarinnar. Það er til mikils að vinna ef hætt verð- ur að nota nagladekkin, þótt ekki nema að hluta, því umframkostnaður vegna slits á gatnakerfi borgarinnar nemur um 60 til 80 miUjónum króna árlega. Ef tíundi hver ökumaður myndi hætta að nota nagladekk þá myndu sparast 6 til 8 milljónir króna. -JR Fréttir Víðishúsið er nú orðið fullgert að utan og klæðningin komin á sinn stað. Þá er verið að Ijúka við innréttingar í húsinu og getur það þá að fullu tekið við því hlutverki sem þvi var ætlað. Víðishúsið: Breytingarnar kost- uðu 27 milljónir Víðishúsið, sem ríkissjóður keypti undir menntamálaráðuneytið á sínum tíma, er nú að komast í gagniö aö fullu. Búið er að klæða húsið að utan og innréttingum er að ljúka í húsinu. Verður þetta hús, sem upphaflega var byggt sem húsgagnaverksmiðja, þá orðið að musteri menntunar í landinu eins og til stóð þegar ríkissjóður keypti það af Guðmundi Guðmundssyni í Víði fyrir rúmum tíu árum. Að sögn Karls Th. Birgissonar hjá fjármálaráðuneytinu var kaupverð hússins á verðlagi dagsins í dag 55 milljónir króna. Þá hafa breytingar, innréttingar og aðrar framkvæmdir við húsið kostað 27 milljónir króna á núvirði, eða samtals 82 milljónir króna. Víðishúsið er um fimm þúsund fer- metrar að stærð og þýðir það að fermetrinn í húsinu hefur kostað rík- issjóð um 16.400 krónur. „Ég tel að það sé mjög vel sloppiö ef miðað er við markaðsverð á nýbygg- ingum," sagði Karl. Þess má geta að talið er aö kostnað- arverð við nýbyggt atvinnuhúsnæði sé um 18 þúsund krónur fýrir fermetr- ann, og er þá miðað við að húsið sé fokhelt. Kaupi menn slíkt húsnæði hins vegar frá verktaka er algengt verð um 40 þúsund krónur fyrir'fer- metrann. -ATA LEÐURLUX Opið alla helgina Hornsófar - Sófasett - Svefnsófar - Hvíldarstólar Margir litir - Góð húsgögn - Gott verð TM-HÚSGÖGN Sérstök október- kjör Síðumúla 30, sími 68-68-22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.