Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Page 7
FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987.
7
Fréttir
Pósturinn á Akureyri:
Níu hafa
sagt upp
G5® Kristjánssan, DV, Akuieyii
„Viö erum níu sem erum búnir aö
segja upp frá og meö 3. desember,"
sagði Sigurbjöm Viöarsson yfirpóst-
afgreiðslumaður í samtali við DV um
hópuppsagnir póstafgreiöslumanna á
Akureyri.
„Þaö er mikil alvara í þessu hjá okk-
ur enda getum við ekki lengur starfað
fyrir þessi laun,“ sagöi Sigurbjöm.
„Byrjunarlaun em nú um 37 þúsund
krónur eftir nám í Póstmannaskólan-
um og þau hækka ekki nema rétt upp
fyrir 40 þúsund þótt menn hafi farið á
fleiri námskeið og séu orðnir yfirpó-
stafgreiðslmnenn. Það er krafa okkar
að launin hækki um 15-20 þúsund
krónur á mánuði og við stöndum fastir
á þessu.“
Hinir 9 póstafgreiðslumenn sem sagt
hafa upp em mikill meirihluti póstaf-
greiðslumanna á Akureyri. Sigur-
bjöm sagði að viðræður hefðu verið í
gangi en víða í kerfinu væm menn
sem lifðu í fortíðinni. „Ég skil það til
dæmis ekki hvemig þeir geta metið
það okkur til tekna að við höfum feng-
ið nýjar innréttingar á vinnustað, þær
innréttingar koma laununum okkar
ekkert við þótt sumir vilji meina það,“
sagði Sigurbjöm.
Sem fyrr sagði eiga uppsagnimar að
koma til framkvæmda 3. desember en
Sigurbjöm sagðist reikna með að ríkið
myndi notfæra sér rétt sinn til að
framlengja uppsagnarfrest sinn um
þijá mánuði þar sem hér væri um
hópuppsagnir að ræða.
Einar Jónsson, skipverji á Sigrúnu
RE 16, glotti innan um þann gula
þegar báturinn kom til Reykjavíkur
í fyrrakvöld. Um borð voru 4 tonn
af vænum þorski og ýsu. Góður
fengur það, þeir eru aðeins tveir á
Sigrúnu.
JGH/DV-mynd GVA
Dalvík:
Loksins gott
drykkjarvatn
Gyffi Kristjánssan, DV, Akuieyri;
„Þetta tekur mikinn tíma, fiár-
magn og mannafla," sagði Kristján
Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Dal-
vik, er DV ræddi við hann vatn-
sveituframkvæmdir sem nú
standa yfir á Dalvík.
Undanfarin ár hafa Dalvíkingar
mátt búa við rryög vont drykkjar-
vatn. Það vatn hefur verið fengið
úr borholu við Brunná og einnig
úr Lándum á Ufsadal. Er nú svo
komið aö það vatn sem þar fæst
þykir ekki lengur drykkjarhæft og
á mörkunum að það standist kröf-
ur heilbrigðisyfirvalda.
Dalvíkingar urðu því að leita á
önnur mið eftír drykkjarvatni og
verður vatnið sótt að Ytra-Hvarfi
í Svarfaðardal um tíu kilómetra
leið að sögn Kristjáns Þórs bæjar-
stjóra. Hann sagði að hér væri um
afar fjárfreka framkvæmd að ræða
en kostnaður verður um 25-30
milljónir króna.
JEPPI - SKUTBILL - FJOLSKYLDUBILL
FJÓRHJÓLADRIF: ÞÚ SKEPTIR í 4WD MEÐ ÞVÍ AÐ ÝTA Á EINN TAKKA.
VÉL: 2000 CC - 97 HESTÖFL (DIN) •
5 GÍRA, BEINSKIPTUR, 5 DYRA, AFLSTÝRI, VELTISTÝRI, 14" FELGUR.
AUK ÞESS ALLT SEM FYLGIR VEL ÚTBÚNUM BÍLUM OG MEIRA TIL!
VERÐUR SÝNDUR:
Laugardag 3. október:
Keflavík: Bifreiðaverkstæði Kristófers- Iðavöllum kl. 13-15.
Grindavík: Félagsheimilið Festi kl. 16-18.
Sunnudag 4. október:
Selfoss: Fossnesti kl. 13-15.
Hella: Söluskálinn Hellu kl. 16-18
fÆA
i 30 Í
ara
Komið - skoðið og reynsluakið.
FRÍMTIDARBÍILM
NISSAN PRAIRIE 4WD
ÁRGERÐ 1988
Á ÆVINTÝRALEGU KYNNINGARVERÐI
FRÁER. 615.000,-