Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Síða 18
18
Iþróttir
Anna María skoraði mest og
var valin best í Skotlandi
- möig verkefni framundan hjá kvennalandsliðinu í körfuknatlleik
Anna María Sveinsdóttir, körfu-
knattsleiksstúlkan efnilega frá
Keflavik, geröi það gott með 21 árs
landsliði Islands á Dunedin-mótinu
í Skotlandi á dögunum. Hún var
valin besti leikmaður mótsins og þá
skoraði hún flest stig, eða 65. Anna
María og Anna Björk Bjamadóttir,
IS, voru valdar í lið mótsins sem
þjálfarar völdu eftir keppnina.
„Anna María hefúr yfir geysilegri
tækni að ráða,“ sagði Sigurður Hjör-
leifsson, þjálfari landsliðsins. ís-
lenska liðið lék fimm leiki í mótinu
og vann sigur í þeim öllum. í mótinu
tóku þátt félagslið frá Skotlandi.
Sigurður Hjörleifsson landsliðsþjálfari
sagöi að mörg verkefni væru fram-
undan hjá íslensku kvennalandsliðun-
um. Landsliö Lúxemborgar kemur
hingaö til lands milli jóla og nýárs.
Þá er von á unglingalandsliði Skot-
lands hingað í haust.
„Rúsínan í pylsuendanum verður
svo öflugt mót sem verður hér á landi
um páskana. Hingaö koma þá þrjú
finnsk félagslið og landslið Wales.
Einnig er von á að landslið Lúxem-
borgar og Skotlands komi til leiks,“
sagði Siguröur.
-SOS
Stein aftur
undir mark-
slá HVS?
Sigurður Bjömsscm, DV, V-Þýskalandi;
Líklegt er talið að Ole Stein leiki
að nýju með HSV og þá jafhvel á
laugardag. Þá glima saman lið
Hamborgara og Bayer Uerdingen.
Skoblar, þjálfari HSV, segir að
allar dyr félagsins standi Stein
opnar, svo framarlega sem hann
sjái sig um hönd og biðjist opin-
berlega afsökunar á dólgslegu
framferði sínu.
Eins og margur veit þá sló Stein
mótherja sinn í grasið í viöureign
snemma hausts.
Allir leikmenn HSV standa ákaf-
ir að baki fyrrum markverði
sínum enda hefur liðið verið sem
vængstýft í haust.
Arftaki Stein er afjúgóslavnesku
bergi brotinn og heftir sá ekki náð
aö binda saman vöm liðsins. Er
það vonlegt því maðurmn mælir
ekki stakt orð á þýska tungu og
mörkin hafa þannig hrannast upp.
Þess má geta að HSV fékk á sig
8 mörk í síðustu umferð en þá atti
félagið kappi við Borussia Mönc-
hen Gladbach. -JÖG
Rijkaard á
sölulista
Hollenski landsliðsmaðurinn
Frank Rijkaard hjá Ajax, var sett-
ur á sölulista hjá félaginu í gær.
Rjjkaard þaut af æfingu hjá Ajax
fyrr í vikunni eftir að hafa lent í
hávaðarifrildi við Johan Cruyff
þjálfara. Hann sagði bá 'ð þaim
myndi aldrei láta sjá sig í^nerbúð-
um Ajax framar.
Kappinn stóð við opð sín og hefur
hann ekki kornið- á félagssvæði
Ajax síðan. Stjóm Ajax tók því
ákvörðum um það í gær að láta
hann á sölulista.
AC Milano hefur lengi haft auga-
stað á þessum snjalla miðvallar-
spilara. -SOS
„Síðustu árin
hjá Þrótti voru
vírkilega góð-
ar skotæfingar'
- segir Guðmundur Amar Jónsson, markvörður Fram í handknattteik
„Ég vissi alltaf að ég myndi veija
þetta vítakast. Birgir félagi minn kom
og rétti mér boltann og ég sagði honum
að þetta vítakast myndi ég verja. Þetta
var aldrei spuming. Það er erfitt að
lýsa þessu. Það var bara eitthvað sem
sagði mér að ég myndi verja. Þetta
hefur einu sinni áöur komið fyrir mig.
Þá var ég að leika með landsliðinu
u-21 árs á Ítalíu," sagði Guðmundur
Amar Jónsson, markvörður Fram í
handknattleik, en hann hefúr verið
mikið í sviðsljósinu að undanfómu.
Guðmundur var öðrum fremur mað-
urinn á bak við jafnteflið sem Fram
náði gegn Val á miðvikudagskvöld en
vítakastið sem hann minnist á hér að
framan var tekið af Jóni Kristjánssyni
skömmu fyrir leikslok og hefði Guð-
mundur ekki varið hefðu Valsmenn
hrósað sigri.
„Hef eiginlega ekki æft fyrr en
nú“
- Er það rétt, Guðmundur, að þú hafir
lítið sem ekkert æft fram að þessu
keppnistímabili frá því þú byijaðir í
handknattleiknum?
„Já, það má segja það. Ég hef eigin-
lega ekkert mætt á æfingar af viti fyrr
en undirbúningurinn fyrir nýhafið ís-
landsmót hófst. Ég er sjálfselskur og
þarf að hafa jámkarl til að rífa mig
áfram. Þessi jámkarl er nú til staðar,
Björgvin Björgvinsson þjálfarl. í fyrra
leyfði ég mér hluti sem ganga hrein-
lega ekki í dag. Ég hef gert mér grein
fyrir því að með því að mæta ekki á
æfingar er ég ekki aðeins að svíkja
sjálfan mig heldur félaga mína í lið-
inu. Það er miklu skemmtilegra að
stunda þetta af krafti. Meiningin er
að reyna að halda áfram að æfa á fúllu
og gera einhveija hluti.“
Byrjaði 12 ára í Þrótti
- Hvenær byijaðir þú að æfa hand-
knattleik?
„Þá var ég tólf ára gamall. Félagar
mínir drógu mig á æfingu hjá Þrótti
og vinur minn, Bergur Bergsson, setti
mig í markið. Eg vissi ekki hvað hand-
bolti var á þessum árum. Daginn eftir
fyrstu æfinguna lék ég minn fyrsta
leik og vissi ekkert hvað ég átti að
gera. Eg þvældist þó fyrir einum og
einum bolta. Þetta var í 5. flokki. Þeg-
ar ég gekk upp í 4. flokk lék ég einnig
með 3. flokki og þá fékk ég mína fyrstu
tilsögn sem markvörður. Það voru
þeir Sveinn Tómasson og Snorri Sig-
geirsson sem kenndu mér öll undir-
stöðuatriðin og ég á þeim mjög mikið
að þakka.“
„Síðustu árin í Þrótti voru góð-
ar skotæfingar11
Guðmundur heldur áfram: „Ég spil-
aði með öllum yngri flokkum Þróttar
en komst fyrst í meistaraflokk þegar
Páll Björgvinsson þjálfaði liðið. Páll
Ólafsson tók við af honum en þegar
hann fór frá félaginu hrundi allt sam-
an til grunna. Þróttarliðið var oft
skrautlegt á þeim árum en eftir að
Palli Ólafs hætti var botninn dottinn
úr þessu. Þá var mótstaða Þróttar oft
lítil en ég fékk aftur á móti mjög góðar
skotæfingar í markinu leik eftir leik.“
- Hvemig stóð á því að þú fórst yfir í
Fram?
„Forráðamenn Fram höfðu sam-
band við mig og höfðu áhuga á að fá
mig til liðs við sig. Fleiri félög höfðu
áhuga en áhugi Framara var greini-
lega mestur svo að ég lét til leiðast og
hef ekki séð eftir því. Ekki spillti það
fyrir að félagi minn, Birgir Sigurðsson,
hafði ákveðið að fara úr Þrótti í Fram.
Liðsandinn hjá Fram er sérstaklega
góður og þjálfarinn frábær. Björgvin
er að gera góða hluti og hann hefúr
góð tök á mér og ber mig áfram. “
„Stefni að því að komast í
fremstu röð“
- Að hveiju stefnir Guðmundur A.
Jónsson sem markvörður?
„Auövitað er takmarkið alltaf að ná
sem allra lengst og ég stefiii einfaldlega
að því að komast í fremstu röð. Eg
stefni að því að ná því allra besta út
úr mér sem markveröi."
- Hvar stendur þú í dag?
„Ég er alveg örugglega ekki kominn
í fremstu röð. Ég verð einhvem tíma
að vinna upp lélega æfingasókn hjá
mér á síöasta vetri en ég er bjartsýnn.
Ég tel mig hafa gert góða hlutí í
Reykjavíkurmótinu en það er ekki
nóg. Eg á að geta gert mér grein fyrir
þvi hvar ég stend þegar íslandsmótið
er farið að rúlla áfram.“
„Það er spurning hvernig ég
væri léttari“
- Nú ert þú óvenju þungur af mark-
verði að vera. Háir þyngdin þér?
„Ég veit það ekki. Það er spuming
hvemig maður væri léttari. Ég hef
alltaf hugsað mér að létta mig en sjálfs-
elskan er það mikil að ég hef ekki
komið megrun fyrir á dagskránni. Það
væri eflaust ekki vitlaust að fara að
hugsa alvarlega um þessa hluti.“
„Sumir skjóta alltaf á sama
stað, aðrir út um allt“
Þú hefúr oft átt auðvelt með að veija
vítaköst.
„Er það ekki bara breiddin sem ger-
ir það. Það er rétt aö ég hef oft átt
auðvelt með að veija vítaköst en
kannski aldrei eins auðvelt og gegn
KR í fyrra þegar mér tókst að veija
sjö víti í einum leik. Ég held að það
sé enginn galdur á bak við þetta.
Eflaust er þetta heppni í bland. Þetta
fer allt eftir vítaskyttunni hvemig
maður bregst við. Sumir skjóta alltaf
á samá stað en aðrir era villtir og
skjóta út um allt. Það er sérstaklega
þegar menn era óstyrkir sem mér
tekst vel upp í vítaköstunum."
Hveijir era erfiðastir við að eiga af
andstæðingunum í 1. deild?
„Júlíus Jónasson í Val er mjög erfið
skytta. Hann nær alltaf að klifra að-
eins hærra en vömin og þar af leiðandi
er lítil hjálp í henni þegar Júlíus á í
hlut. Gylfi Birgisson í Stjömunni er
einnig mjög erfiður en Siggeir Magn-
ússon í Víkingi er sá skotfastasti. Ég
hef ekki leikið gegn Sigurði Gunnars-
syni og þekki hann því ekki. Af
homamönnunum era homamenn KR
langerfiðastir, þeir Konráð Olavsson
og Sigurður Sveinsson. Þeir era mjög
villtir í skotum sínum. Finnur Jó-
hannsson, línumaður ÍR-inga, er hins
vegar sá erfiðasti af línumönnunum.
Hann er gífúrlega öruggur. Sömu sögu
má reyndar segja um Hilmar Sigur-
gíslason í Víkingi."
-SK
FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987.
Guðmundur A. Jóns-
son, markvörður
Fram í handknattleik,
brá sér í bæjarferð í
gær með Ijósmynd-
ara DV og staldraði
við á hafnarvigtinni
úti á Granda. Var
þetta meira í gríni
gert en alvöru en hitt
er grínlaust að Guð-
mundur er 127 kg á
þyngd og líklega með
þyngri handknatt-
leiksmarkvörðum.
Guðmundur hefur
sýnt snilldartakta
með Fram nú í byrjun
keppnistímabilsins
og mikið mun reyna
á hann í vetur.
I-------------
Kvarta
völlum
-auði
Það má með sanni segja að roðinn í
austri hafi verið á kinnum knattspymu-
manna frá Rússlandi og A-Þýskalandi.
Forráðamenn Dinamo Kiev frá Rúss-
landi vora ekki ánægðir þegar þeir
yfirgáfu Glasgow eftir að hafa verið
slegnir út úr Evrópukeppninni. Þeir
kvörtuðu yfir því að Glasgow Rangers
hefði beitt brögðum - haft línumar á
keppnisvellinum á Ibrox í þrengsta lagi
eða látiö breidd vallarins vera aðeins 64
m, sem er lámarksbreidd á knattspymu-
völlum sem notaðir era til leikja í
I alþjóðlegum kappleikjum.