Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö, Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr. Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Gufuvélin er að springa Síðari atlaga ríkisstjórnarinnar að fjárlagahallanum er raunhæfari en hin fyrri. í aðgerðum síðustu helgar er minna af sjónhverfmgum en var í lotunni fyrir þrem- ur vikum. Lagfæring fj árlagafrumvarpsins er því markverðari og áhrifameiri í þétta síðara skipti. Ástandið er orðið svo alvarlegt, að sjónhverfmgar nægja ekki lengur. Ríkisstjórnin hefur orðið uppi- skroppa með töfrabrögð og telur sér sem betur fer skylt að mæta vandanum að hluta til með raunverulegum aðgerðum. Hún er farin að skera niður og skattleggja. í stórum dráttum má segja, að vandinn felist aðallega í, að þjóðin lifir um efni fram. Ríkið, fyrirtækin og fjöl- skyldurnar nota peninga, sem hafa ekki verðmæti að baki. Á næsta ári stefnir þessi þensla í viðskiptahalla, sem metinn hefur verið á sex til tíu milljarða króna. Við þessar aðstæður verður að stíga hemlana í botn. Ríkið þarf að skera niður ráðagerðir um framkvæmdir og rekstur á næsta ári. Fyrirtækin verða að sæta tekju- rýrnun vegna skattlagningar. Og fjölskyldurnar neyðast til að sætta sig við óbreyttan eða skertan kaupmátt. Ef ríkisstjórninni tekst að láta aðgerðirnar gegn þenslunni koma tiltölulega jafnt niður á öllum þessum þremur aðilum, getur hún vænzt friðar um þær, ekki sízt ef ríkið verður látið bera sinn hlut að fullu. Nýja atlagan bendir til, að svo geti hugsanlega orðið. Til að ríkið sæti nægu aðhaldi er brýnt, að umræðan um aukafjárveitingar leiði til nýrra vinnubragða, sem Magnús Pétursson hagsýslustjóri hefur bent á. í kjölfar fjárlagafrumvarps þarf að leggja fram frumvarp til Úáraukalaga, sem afgreitt verði fyrir þinglok í vor. í raun þurfa ríkisstjórn og fjárveitinganefnd Alþingis að hafa nokkurn veginn frá degi til dags rétta hugmynd um, hvað er að gerast í ríkisfjármálunum og hver eru frávikin frá áætlun fjárlaga. Frávikin á að rekja í fjár- aukalögum á sjálfu fjárhagsárinu, en ekki löngu síðar. Sumar aukafjárveitingar eru eðlileg afleiðing breyttra aðstæðna, til dæmis í verðlagi eða kauptöxtum, í tilboðsverðum eða lagabreytingum. Aðrar stafa af skorti á aðhaldi í einstökum stofnunum eða skyndilegri gjafmildi ráðherra í skálaræðum á hátíðastundum. Hvert svo sem eðli aukafjárveitinga er hverju sinni, mega þær ekki vera leyndarmál. Þær eiga skilið eðlilega umfjöllun ríkisstjórnar og fjárveitinganefndar, þar sem eru fulltrúar allra þeirra stjórnmálaflokka, sem sæti eiga á Alþingi, svo og opinbera umræðu í fjölmiðlum. Til þess að ríkisstjórn, Alþingi og aðrir, sem um máhð fjalla, geti hugsað og talað af fullu viti um stöðu ríkisfjármála, er brýnt, að fjárlagafrumvarpið nái yfir aha þætti ríkisins og stofnana á þess vegum. Deilur um jafnvægi í svoköhuðum A-hluta þess segja of litla sögu. Einnig er komið í eindaga, að ráðamenn þjóðarinnar átti sig á, að sífelldur niðurskurður félagslegra útgjalda og stöðug skattaukning leiðir th, að augu fólks beinast eindregnar að óeðUlegum forgangi niðurgreiðslna, upp- bóta og annarra styrkja tU hefðbundins landbúnaðar. Með síðustu aðgerðum hefur ríkisstjórnin stigið létti- lega á hemlana til að draga úr þenslunni, sem hótar sex til tíu milljarða viðskiptahalla og viðeigandi gengis- hruni krónunnar á næsta ári. Hér hefur verið bent á nokkur atriði, sem þurfa að fylgja, svo að árangur náist. Efnahagsvél þjóðarinnar leikur nú á reiðiskjáUi. Draga verður snarlega úr þrýstingnum, áður en hún springur. Okkur er engrar annarrar undankomu auðið. Jónas Kristjánsson Hugsanlegt samstarf: Stefán Valgeirsson svarar Framsókn Akureyri, 6. okt. 1987. Hr. Páll Pétursson, formaöur þing- flokks Framsóknarflokksins. Ég vil vísa til fundar þíns og for- manns Framsóknarflokksins meö fulltrúum Samtaka jafnréttis og fé- lagshyggju, sem naldinn var á Akureyri 1. þ.m., þar sem rætt var um boö Framsóknarflokksins „aö bjóða Stefáni Valgeirssyni aö ganga í þingflokkinn meö þeim réttindum og skyldum sem því fylgir", eins og stendur í boðsbréfl. Á þessum fundi lögöum við fram athugasemdir viö starfsáætlun ríkisstjómarinnar með beinum tilvitnunum í hana þar sem fram kemur aö í mörgum veiga- miklum málum getum viö ekki átt samleiö með þeim flokkum sem telja sig bundna af slíkri starfsáætlun. I niöurlagi athugasemda okkar segir: „Hingað til hefur hlutverk stjóm- valda fyrst og fremst falist í að skapa starfsskilyrði fyrir atvinnuvegina. Samtök jafnréttis og félagshyggju leggja ekki síöur áherslu á aö skapa skilyrði í þjóðfélaginu til aukins þrosk? heilbrigöis og ábyrgöar hvers og eins, meðal annars með- miklum breytingum á öllu skóla- starfi, þar sem mannrækt og sönn menning er sett í öndvegi, í staö hefbundinnar fræðslu (ítroðslu), og með því aö beita hvarvetna sam- ræmdum aðgerðum í jafnréttisáu. Þessi umfjöllun og athugasemdir okkar viö starfsáætlun ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar leiðir í ljós, aö okkar mati, aö þaö einstaidings- frelsi, sem ríkisstjómin stefnir aö í grundvallarmarkmiöum sínum, sé í raun frelsi þeim til handa sem sitja að fjármagni og völdum og leiðir ekki til aukins jafnréttis, heldur þvert á móti. Þessi skilningur á ein- staklingsfrelsi gengur þvert á þá skilgreiningu Samtakanna að raun- verulegt frelsi einstaklinganna felist í því að geta tekið ábyrgö á eigin lífi og samfélaginu. Okkur sýnist aö þaö gangi eins og rauöur þráður í gegnum hvert atriöi af öðra í starfsáætluninni að þeim sem ráöa fjármagninu sé ætlaö að deila og drottna í okkar þjóöfélagi í næstu framtíö, ef eftir þessum stjómarsáttmála verður fariö. Veröi ríkisbankamir geröir aö hlutafélagsbönkum, lánasjóðir at- vinnuveganna sameinaöir, eða þeim gert skylt aö lána efdr sömu regíum, fólksflóttinn til höfuðborgarsvæðis- ins látinn halda áfram og aðstöðu- munur vegna búsetu ekki minnkaður þá hefur einstaklings- frelsiö bragðiö sér í líki fijálshyggj- unnar, ýtt enn frekar undir misréttið og það geta Samtök jafnréttis og fé- lagshyggju ekki stutt. Telji forustusveit Framsóknar- flokksins aö við misskiljum þá grundvallarstefhu, sem felst í starfsáætlun ríkisstjómarinnar, og ef í þós kemur að atiiuguöu máÚ aö sjónarmið okkar og markmið fara aö verulegu leyti saman þá fognum viö því og erum reiöubúin aö starfa meö öllum þeim sem vilja vinna að framgangi raunverulegs jafhréttis og koma á jafnvægi í byggð lands- ins.“ Kjallaiinn Stefán Valgeirsson alþingismaður Eftir aö þið vikuö af fundi sátum við eftir, fulltrúar Samtaka jafnréttis og félagshyggju, til aö meta þaö sem ftá ykkur kom á fundinum og ihuga svar við boöi þingflokks framsókn- armanna. Aö okkar mati kom eftir- farandi fram af ykkar hálfu á fundinum: 1. Aö þingmaður Samtaka jafnrétt- is og félagshyggju getur því aöeins gengið í þingflokk Framsóknar- flokksins aö hann geri það sem stuðningsmaður ríkisstjómarinnar. 2. Forastumenn Framsóknar- flokksins lýstu því hins vegar yfir aö þeir styöji okkar stefnumál en vera þeirra í núverandi ríkisstjóm, og þar með stjómarsáttmálinn, komi í veg fyrir að hægt sé aö beita sér í þeim málum sem við berum fyrsc og fremst fyrir brjósti. Þegar við lögðum áherslu á eitt- hvert baráttumál okkar þá var langoftast ykkar svar: „Hvar á aö taka peningana?" eða „það er bara ekki samstaða um þessi mál“. Fáar eða engar leiöir virtust færar í þeim málum að ykkar dómi. Það kom fram í okkar máli að margar byggöir riða nú til falls, sér- staklega þar sem sauðíjárrækt er aðalbúgreinin. Einnig verður að bæta og tryggja hag þeirra mörgu byggðarkjama um allt land sem era undirstaða sjávarútvegs okkar. Hlutdeild þeirra í aflafé verður að auka þannig að atvinnugreinin geti boðið starfsfólki sínu bætt kjör og atvinnuöryggi. Jafhréttislögin era þverbrotin, samanber ráðningu í stöðu kvensjúkdómalæknis við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, samanber 9. grein jafnréttislaga og fjögurra ára áætiun ríkisstjómar- innar um jafhréttismál. Launamun- ur hefur aukist, samanber 7,23% launahækkun 1. þ.m. á öll laun, og að aöstöðumunur eykst þar sem 10% söluskattur er nú lagður á alla mat- vöra nema mjólkurvörur og kjöt, meira að segja á mötuneyti heima- vistarskóla. Okkur nægir ekki að sagt sé að ríkisstjómin stefni í réttiætisátt, ef framkvæmdin er öfug. Þegar við bentum á að það gæti tæpast farið fram hjá neinum hvar fjármunirnir era, þar sem milljarðahallir era byggðar nú á höfuðborgarsvæðinu, var svar ykkar: „Það er engin sam- staða um að færa þá fjármuni til.“ Okkur virtist sem sé ekkert vera hægt að gera til að spoma við þeirri þróun að fjármunir og völd færist sífellt á færri hendur, á kostnað landsbyggðar og á kostnað þeirra fjölmörgu sem hafa lökustu sam- keppnisaðstöðuna. Við bentum ykkur á aö þetta era ekki lögmál heldur leikreglur (kerfi) sem verður að breyta ef við ætium að halda uppi byggð í landinu og vinna að raunverulegu jafnrétti. Samtök jafnréttis og félagshyggju era breytingaafl, hópur fólks sem sér að við verðum að fara nýjar leiðir til að ná raunhæfum árangri. Við sættum okkur ekki við að málefnin séu látin víkja fyrir annarlegum sjónarmiöum. Við sjáum að í núverandi ríkis- stjóm er auðgildið sett ofar mann- gildinu. Jafiirétti, lagfæring á aðstöðumun, landsbyggðarstefna og fleira verði að bíða betri tíma þar sem ekki eru finnanlegir fjármunir til slíkra hluta og það í mesta góð- æri sem þjóðinni hefur hlotnast í langan tíma. Hvenær veröa þá pen- ingar finnanlegir til að jafna launin og minnka aðstöðumuninn í þjóð- félagi okkar? Eða vantar raunvera- legan vilja til að halda uppi virkri byggðastefnu og setja í framkvæmd þjóðhagslegar aðgerðir til að vinna gegn vaxandi misrétti? Forastumenn Framsóknarflokks- ins virðast hafa gleymt hinum fleygu orðum og gildi þeirra: „Vilji er allt sem þarf.“ Samtök jafnréttis og félagshyggju geta með engu móti stutt ríkisstjóm sem setur auðgildið ofar manngild- inu. En þar sem á fundi okkar kom greinilega fram að þið sögðust vilja vinna að framgangi þeirra mála sem við leggjum þyngstu áhersluna á og þótt Framsóknarflokkurinn telji sig ekki geta beitt sér fyrir þeim málum á meðan hann er aðili að þessari rík- isstjóm þá erum við fús til að kjósa með ykkur í þingnefndir, án annarra skuldbindinga, ef um það semst. Það skal tekið fram að með þessu erum við að bjóðast til að vinna með Fram- sóknarflokknum en alls ekki með núverandi ríkisstjóm. Ef aðstæður breytast, svo þið getiö farið að vinna samkvæmt sannfær- ingu ykkar að þeim stefnumálum sem þið lýstuö á fundi okkar, þá gæti komið að því að nánara sam- starf við Framsóknarflokkinn reyndist mögulegt. Tíminn leiöir þaö í Ijós. Viröingarfyllst, f.h. fulltrúa Sam- taka jafhréttis og félagshyggju sem sátu fundinn. Stefán Valgeirsson. Það skal tekið fram að með þessu erum við að bjóðast til að vinna með Fram- sóknarflokknum en alls ekki núverandi ríkisstjóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.