Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987.
29
pvSmáauglýsmgar - Sími 27022 dv Fréttir
Ólafsfirðingar leggja mikla áherslu á að niðurskurður á framkvæmdafé til vegamála bitni ekki á framkvæmdum
við Múlann
Niðurskurður á framkvæmdafé til vegamála:
Trúi ekki að þetta bitni á
framkvæmdum við Múlamr
- segir Valtýr Sigurbjamarson, bæjarstjóri á Ólafsfirði
■ Húsnæði óskast
Unga, 100% reglusama konu vantar 2ja
herb. íbúð í Reykjavík gegn sann-
gjamri leigu. Uppl. í símum 25201,
11499 eða 72321.
Ungt par, háskólanemi og nýútskrifað-
ur verkfræðingur, óska eftir 2ja-3ja
herb. íbúð á leigu. Uppl. í síma 656299
frá kl. 13-23.
Óska eftir íbúð nálægt Austurbæjar-
skóla sem fyrst, reglusemi og skilvís-
um greiðslum heitið. Uppl. í síma
673703.
Óska eftir 3ja-4ra herb. íbúð, helst í
nágrenni Nýjabæjar við Eiðistorg.
Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í
síma 612579 eftir kl. 19. Magnús.
Óskum eftir íbúð til leigu í Hafnarf. eða
Garðabæ í nokkra mánuði, jafnvel ár,
4 í heimili, fyrirfrgr. Uppl. í síma
54796.
Löggiitir húsaleigusamningar fást á
smáauglýsingadeild DV, Þverholti 11,
síminn er 27022.
Fertugur maður óskar að taka herb. á
leigu. Hafið samband við auglþj. DV
í síma 27022. H-5700.
Fjölskyldu utan af landi vantar nauð-
synlega 3-4 herb. íbúð í Reykjavík
strax. Uppl. í síma 93-12986 eftir kl. 19.
Reglusöm hjón með 3 börn óska eftir
3ja-4ra herb. íbúð sem fyrst, helst í
Breiðholti. Uppl. í síma 75289.
Óska eftir íbúð á leigu, góðri umgengni
heitið og reglusemi, get borgað fyrir-
fram. Uppl. í síma 83190 og 76497.
■ Atvinnuhúsnæói
Glæsilegur söluskáli í austurborginni
til leigu eða jafnvel til sölu nú þegar.
Upplagt tækifæri fyrir duglegt og
samhent fólk. Uppl. í s. 689686 eða
675305 e.kl. 19 í kvöld og næstu kvöld.
Skrifstofuhúsnæði óskast. 20-30 fer-
metra skrifstofuhúsnæði óskast, helst
í Kópavogi, þó ekki skilyrði. Uppl. hjá
Landsþjónustunni Álfhól í síma
641480.
58 ferm verslunar- eða þjónustuhús-
næði við Eiðistorg er til leigu strax.
Uppl. veittar í símum 83311 á vinnu-
tíma og 35720 á kvöldin og um helgar.
Verslunar- eða þjónustuhúsnæði. Til
leigu er 318 ferm húsnæði með stórum
gluggum og innkeyrsludyrum. Laust
strax. S. 46600 eða 689221 á kvöldin.
60-80 fm húsnæði til leigu á annarri
hæð. Hafið samband við auglþj. DV í
síma 27022. H-5715.
Bílskúr. Óska eftir að taka á leigu bíl-
skúr, helst til lengri tíma. Uppl. í síma
75109 eftir kl. 19.
Verslunarhúsnæði, 55-130 ferm, með
stórum sýningargluggum, til leigu,
hæð 4 m. Uppl. í síma 15888.
Verslunarhúsnæði óskast til leigu. Ör-
uggar greiðslur. Tilboð sendist í
pósthólf 5307, 125 Reykjavík.
■ Atviima í boöi
Erum að framleiða Don Cano vetrar-
vörur og getum því bætt við starfsfólki
til sauma, hálfan eða allan daginn,
unnið er eftir bónuskerfi sem gefur
góða tekjumöguleika fyrir duglegan
starfsmann, starfsmenn fá Don Cano
fatnað á framleiðsluverði. Uppl. gefa
Steinunn eða Kolbrún Edda milli kl.
8 og 16 á staðnum eða í síma 29876
alla virka daga. Scana hf., Skúlagötu
26.
Sölufólk, sölufólk. Óskum eftir að ráða
fólk til sölustarfa í gegnum síma. Um
er að ræða hálfsdagsstörf, mjög góðir
tekjumöguleikar. Einkar hentugt fyr-
ir húsmæður sem vilja fara að vinna
eftir að hafa verið fjarverandi frá
vinnumarkaði í einhvern tíma. Hafið
samband við auglþj. DV í síma 27022.
H-5707.
Óskum að ráða sveina, lærlinga og
aðstoðarmenn, mikil vinna, gott kaup.
Uppl. ekki veittar í síma. Borgarblikk,
Vagnhöfða 9.
Hafnarfjörður. Óskum eftir vönum
vélamönnum á payloader og traktors-
gröfu, einnig pressumönnum og
verkamönnum, frítt fæði. Uppl. í síma
54016 og 50997 eftir kl. 20.
Viljum ráða sfrax handlaginn mann á
aldrinum 40-55 ára til verksmiðju-
starfa. Uppl. á staðnum, ekki í síma.
Marmorex/granít, Helluhraun 14,
Hafnarf.
Óskum eftir að ráða starfskraft til af-
greiðslustarfa í söluturni, vinnutími
frá kl. 12-18, er hentugt t.d. fyrir 2
skólanema að skipta á milli sín. Sími
34804 frá kl. 13-18 og 78536 á kvöldin.
Verkamenn óskast til starfa nú þegar
á Reykjavíkursvæðinu. Mikil vinna,
frítt fæði, möguleikar á húsnæði.
Uppl. í síma 46300.
Smáauglýsingaþjónusta DV. Þú getur
látið okkur sjá um að svara fyrir þig
símanum. Við tökum við upplýsingun-
um og þú getur síðan farið yfir þær í
ró og næði og þetta er ókeypis þjón-
usta. Síminn er 27022.
Bólstrari eða maður vanur bólstrun
óskast til starfa nú þegar. Hafið sam-
band við auglþj. DV í síma 27022.
H-5713.
Dagheimilið Austurborg. Höfum laust
starf á 3-6 ára deild, svo og laust starf
í sal. Uppl. í síma 38545. Hringið eða
komið og kynnið ykkur störfin.
Dugleg og hress þroskuð manneskja
(gjarnan húsmóðir) óskast til starfa á
vistheimilið. Hafið samband við
auglþj. DV í síma 27022. H-5699.
Húsasmiðir. Óska eftir vönum húsa-
smiðum, mikil og góð vinna. Uppl. í
síma 77430, hs. 20812, 985-21148 og
985-21147.
Járniðnaðarmenn, rafsuðumenn eða
menn vanir jámiðnaði óskast. Uppl.
í síma 651698 á daginn og 671195 á
kvöldin.
Nýja Kökuhúsið. Óskum eftir að ráða
afgreiðslufólk í JL-húsinu, vakta-
vinna. Uppl. í síma 77060 og eftir kl.
18 30668.
Starfsmenn vantar strax til starfa við
dreifingu. Uppl. í afgreiðslu, ekki í
síma. Sanitas hf., Köllunarklettsvegi
4.
Sætavísur. Tvær sætavísur vantar
strax í kvikmyndahús. Aldur 15-17
ára. Hafið samband við auglþj. DV í
síma 27022. H-5719.
Traustir og ábyggilegir menn óskast i
múrbrot, kjarnaborun og steinsteypu-
sögun, mikil vinna. Uppl. í síma 76179
e.kl. 20.
Vantar vana menn í hellulagningu strax.
Ákvæðisvinna, mikil vinna. Uppl.
veitir Guðmundur Jónmundsson í
síma 687311.
Vantar starfskrafta fyrir viðskiptavini
okkar, t.d. í sérverslun, kranamann,
verslunarstjóra, ráðskonu o.fl. Land-
þjónustan, Skúlagötu 63, 623430.
Ábyggileg manneskja óskast til léttra
heimilisstarfa einu sinni í viku í Smá-
íbúðahverfi. Uppl. í síma 33997 eftir
kl. 17.
Óska eftir starfskrafti í söluturn í Ár-
bæjarhverfi kl. 16-18 mánudaga-
fimmtudaga og kl. 13-18 föstudaga.
Uppl. í síma 671200.
Bensinafgreiðslumann vantar að Nesti,
Bíldshöfða 2. Uppl. á staðnum. Nesti
hf.
Fellaborg viö Völvufell. Starfsfólk ósk-
ast hálfan daginn. Uppl. hjá forstöðu-
manni í síma 72660.
Meiraprófsbílstjóri óskast, mikil vinna,
frítt fæði í hádegi, möguleikar á hús-
næði. Uppl. í síma 46300.
Starfskraftur óskast til útkeyrslustarfa
fyrir hádegi. Uppl. á staðnum næstu
morgna. Brauðbúrið Víóra, Sigtúni 3.
Óska eftir starfskrafti í matvörubúð
hálfan daginn, eftir hádegi. Uppl. í
síma 17261.
Óskum eftir að ráða fólk nú þegar til
málmiðnaðarstarfa. Stáliðjan hf..
Smiðjuvegi 5, sími 43975 og 43533.
Verkamenn óskast, mikil vinna. Loft-
orka hf. Uppl. í síma 50877.
Komið inn úr kuldanum! Okkur hjá
Alafossi vantar duglegt verkafólk.
Fríar ferðir úr Reykjavík og Kópa-
vogi. Dagvaktir, tvískiptar eða þrí-
skiptar vaktir. Álafoss hf., sími 666392.
■ Atvinna óskast
Atvinnurekendur, vantar ykkur starfs-
kraft, sparið ykkur tíma og fyrirhöfn,
látið okkur sjá um að leita að og út-
vega þá. Landsþjónustan hfi, Skúla-
götu 63.
Ungur maður óskar eftir vel launuðu
starfi, hefur bílprófi þungavinnuvéla-
próf og bíl. Hefur lokið 3 árum í
framhaldsnámi. Margt kemur til
greina. Uppl. í síma 74847.
2 20 ára stúlkur bráðvantar 2-3ja herb.
íbúð strax. Reglusemi og skilvísum
greiðslum heitið, fyrirframgreiðsla ef
þörf krefur. Uppl. í síma 76509. Bogga.
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri;
„Ég vil ekki trúa því að niöurskurð-
ur á fjármagni til vegamála komi til
með að bitna á framkvæmdum við
Múlann,“ sagði Valtýr Sigurbjamar-
son, bæjarstjóri á Ólafsfirði, í samtali
við DV en fyrir helgina héldu menn
frá Ólafsfjarðarbæ til fundar við í]ár-
veitinganefnd Alþingis í Reykjavík.
„Manni verður hins vegar ekki rótt
fyrr en það liggur fyrir að farið verði
í jarðgangagerð i Múlanum af kraftí á
næsta ári,“ sagði Valtýr. „Flestir sem
við töluðum við voru mjög jákvæðir
og reyndar trúi ég því ekki að frá fram-
kvæmdum næsta sumar verði horfið."
Valtýr sagði að samkvæmt fjárlög-
um væri ráðgert að framkvæma fyrir
48 milljónir í Múlanum á næsta ári.
„Það verður hins vegar að útvega láns-
fé til viðbótar þessu því það þýðir
ekkert að byrja á þessu verki nema
að geta haldið því áfram af kraftí. Ef
fjárveitingavaldið gefur grænt ljós á
þessa framkvæmd fer fram forútboð
mjög bráðlega og verkið verður síðan
boðið út í heilu lagi eftir áramót en
allt er þetta undir fjár\reitinga- og sam-
gönguyfirvöldum kornið," sagði
Valtýr.
Þótt vetur sé ekki genginn í garð
samkvæmt tímatalinu hafa þegar
komið upp miklir erfiðleikar í Ölafs-
flarðarmifianum. Grjóthrun varð þar
mikið í haust og að undanfómu hefu^
Múlinn verið mokaður hvað eftir ann-
að vegna snjóa. Valtýr sagði að
reyndar væri ótrúlega mikill snjór í
Ólafsfirði og í Múlanum og í bænum
er til dæmis metradjúpur jafnfallinn
snjór.
Viðtalið
Fólkið tekur mér vel
- segir Kristján Róbertsson
„Ég er bara búinn að vera í viku
á Seyðisfirði en mér líst vel á mig
héma. Þetta er míög fallegur staður
og fólkið hefur tekið mér vel,“ sagði
séra Kristján Róbertsson sem kallað-
ur var tfi starfa sem sóknarprestur
á Seyðisfirði nýlega, en hann var
prestur í Kanada þegar kalhð kom.
En hvað merkir það þegar prestur
er kallaður til starfa?
„Ég held að þetta sé í fyrsta skipti
hér á landi sem prestur er ráðinn á
þennan hátt. Sóknamefndin notar
þá ákvæði í hinum nýju kirkjulögum
um að hægt sé aö kalla prest til
starfa án þess að auglýsa embættið.
Sóknamefndin hefur þá samband
við viðkomandi prest, bréflega eða á
annan hátt, og býður honum að taka
við embætti. Prestinum er að sjjjlf-
sögðu ftjálst að þiggja boðið eða
hafna því.
Persónulega þótti mér mjög vænt
um að vera sýnt það traust að vera
beðinn um að taka við prestsstarfinu
á Seyðisfirði og ég gat alls ekki stað-
ist það þegar kallið kom,“ sagði
Kristján.
Kristján sagðist enn ekki hafa
messað á Seyðisfirði en haim væri
nú að undirbúa vetrarstarfið, meðal
annars laugardagaskóla sem þijár
ungar konur í bænum reka í sam-
vinnu við prestinn.
Krislján hefur víða gegnt embætti.
Tveimur mánuðum eítir að hann
útskrifaðist úr guðfræðideildinni
vígðist hann til Raufarhafnar. Þaðan
lá leiðin til Siglufjarðar og svo til
Akureyrar. Þá var hann fríkirkju-
prestur í Reykjavík í tjögur ár.
„Ég hef verið prestur víðar og svo
hef ég fengist við eitt og annað fyrir
utan prestskapinn. Eg stundaði
kennslustörf um hrið, var útvarps-
þulur í þijú ár og eitt sinn starfaði
ég á Vísi. Svo var ég prestur í Man-
itoba í Kanada um sex ára skeið fyrir
þónokkrum árum.
Þegar ég fór svo til Kanada fyrir
einu og hálfu ári aftur var það ekki
til að stunda prestskap heldur rit-
störf. Ég hef mikinn áhuga á ritstörf-
um og ég fór til Kanada til að kanna
ættir Vestur-íslendinga en var svo
beðinn um að taka við prestsem-
bætti þegar ég var kominn vestur.
Ég er því orðinn vel kunnugur
kirkjulífi í Kanada og heimavanur
þar."
Kristján er 62 ára gamall. Hann
útskrifaðist frá guðfræðideild Há-
skóla íslands 25 ára gamall árið 1950.
Hann er kvæntur Auði Guðjóns-
dóttur og eiga þau þijú uppkomin
böm. „Það býr ekkert þeirra heima
lengur. Eldri dóttirin. Kristín, er
búsett í Winnipeg, Helga býr á Akur-
eyri og eins Marteinn. En það býr
hjá okkur í vetur eitt bamabam, sex
ára stúlka sem er í miklu uppáhaldi
hjá afa sínum og ömmu. Afinn dekr-
ar víst dálítið við afabamið og konan
mín kallar hana stundum í gamni
prestslambið,“ sagði Kristján og hló.
Kristján er mikill náttúruskoðari
og hefur gaman af útivist og göngu-
ferðum. „Svo hef ég líka gaman af
veiðum.“
-ATA
Séra Kristján Róbertsson, sóknarprestur á Seyðisfirði.