Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ
'?» Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
ÞRIÐJUDAGUR 13. 0KTÓBER 1987.
Fjárfagafhimvaip:
Páll er
»ekki ham-
ingjusamur
„Ég er ekkert yfir mig hamingiu-
samur. Það vantar ýmislegt í það. En
það varð niðurstaðan að sýna þetta,"
sagði Páil Pétursson, formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins, um
fjárlagafrumvarp ríkisstiómarinnar
sem Jón Baidvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra mun leggja fram á
Alþingi í dag.
Um niðurskurð á ýmsum þáttum
landbúnaðarmála, sem fer fyrir brjóst-
ið á mönnum í Framsóknarflokknum,
^sagði Páll:
„Það er rétt að geta þess að land-
búnaðarráðherra hafði um það fyrir-
vara. Það stendur opið ennþá. Nefnd
á vegum sljómarbða á að fara yfir
það.“ -KMU
Bátur strand-
aði í nótt
Ellefu tonna bátur, Sólrún ÍS 250,
*“* strandaði við Garðskaga í nótt. Manni
og konu, sem vom á Sólrúnu, var
bjargað um borð í varðskipið Óðin.
Sólrún var á leið frá ísafirði til Reykja-
víkur. Báturinn var því átján til
tuttugu sjómilur af leið.
Það var rétt fyrir klukkan eitt í nótt
sem Tilkynningaskyldan kailaði á bát-
inn. Fólkið um borð í Sólrúnu taldi
að báturinn væm strönduð við höfn-
ina í Reykjavík. Þegar lórantölur vora
gefnar upp kom í ljós að báturinn var
ekki viö Reykjavik heldur við Garð-
skaga.
Fólkinu var bjargað um borð í Óðin
skömmu fyrir klukkan þijú í nótt.
Sólrún náðist á flot um klukkan sjö.
Það vom björgunarsveitamenn trá
^Sandgerði og Garði sem náðu bátnum
út. Var farið með hann til Sandgerðis.
Látlar skemmdir virðast hafa orðið á
bátnum. Einhver leki hafði þó komist
að honum.
Varðskipið hélt með fólkið til Sand-
gerðis. -sme
ÞROSTUR
68-50-60
VANIR MENN
LOKI
Það er ekkert hamingjutíst á
Höliustöðum þessa dagana!
Töluverðar skemmdir uröu á
Skipasmíðastöðinni Bátalóni þegar
eldur kom upp í henni í gærkvöldi.
Hjalti Sigfússon framkvæmdastjóri
sagði í morgun að ekki væri búið
að meta hvað fjónið hafi orðið mik-
ið. Hann sagði þó aö að það yrði talið
í milljónum.
Eldurinn varð Iaus í einum skála
Báialóns. Það var vegfarandi sem sá
að reyk lagði írá húsinu og gerði
klukkan ellefu í gærkvöldi.
Slökkviiiðið kom fljótt á vettvang.
Greiðlega gekk aö ráða niðurlögum
eldsins. Tók það innan við þijátíu
mínútur. Hjalti Sigfússon sagði að
þrír bátar heföu verið í húsinu og
hefðu þeir ekki oröiö fyrir tefjandi
tjónl Sama væri að segja af verk-
éerum og öðm lausafé.
Elduxinn var í norðvesturenda
hússins. Læsti hann sig aðallega i
fljótt að koma í peningum þegar
skipta þyrfú um kkeðningar og fleira
á svo stóra húsi.
Hjá Bátalóni starfe um fimmtíu
manns. Hjaiti taldi að stór hluti
þeirra gæti haldið áfram að sinna
þeim störfúm sem þeir hafe verið
við þrátt fyrir eldsvoðann.
Eldsupptök era ókunn. Iiklegast
er talið að kviknað hafi í út frá raf-
magni eöa neista.
Slökkviliö að störfum vlð Báialón í nótt. Milljónatjón varð í eldsvoðanum. Verr hefði getað farið þvi
i húsinu voru meöal annars þrír bátar, DV-mynd S
LandhelgisgðBslan:
Bjartsýnir á lausn deilunnar
Samningafundur hófst klukkan 9 í
morgun í kjaradeilu þyrluílugmanna
Landhelgisgæslunnar og ríkisins og
era menn frekar bjartsýnir á að lausn
deilunnar sé á næsta leiti. Enginn
samningafundur hefur verið haldinn
í meira en viku.
Þegar upp úr slitnaði á síðasta samn-
ingafundi var samkomuiag að mestu
orðið varðandi bakvaktir þyrluflug-
manna en þær vora upphaf deilunnar,
bæði skipulag þeirra og hvaða greiðsla
skyldi koma fyrir þær. Undir lok síð-
asta fundur komu flugmenn fram meö
auknar kröfur á öðrum sviðum og þá
shtnaði upp úr viöræðum.
Gunnar Bergsteinsson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, sagðist í morg-
un frekar bjartsýnn á að deilan væri
að leysast.
-S.dór
Veðrið á moigun:
Slydduél
sunnan-
lands
Á morgun verður austan- og norð-
austanátt um land allt, víðast gola
eða kaldi. Dálítdl él verða á annesjum
noröanlands en skúrir eða slydduél
á víð og dreif sunnanlands. Hiti 0 til
3 stig.
Borgarar:
Fyrsta frum-
varpið
Frumvarp til laga um fóstureyðing-
ar verður eitt af fyrstu þingmálum
Borgaraflokksins.
„Það verður um þrengingar á heim-
ildum til fóstureyðinga,“ sagði Albert
Guðmundsson, formaður Borgara-
flokksins.
„Það er stóralvarlegt mál ef það er
staðreynd að 700 til 800 fóstureyðingar
séu framkvæmdar hérlendis á ári. Það
er alvarlegt mál ef milli 700 og 800 ís-
lendingar á hveiju ári fá aldrei að líta
dagsins ljós,“ sagði Albert.
-KMU
Neskaupstaður:
mættí ekki
til skips
Fiskverðsdeila er nú komin upp í
Neskaupstað. í sumar hefur sjómönn-
um hjá Síldarvinnslunni verið greitt
sama verð og á Vestfjörðum en nú
fara sjómenn fram á meiri hækkun
en þar varð á dögunum. Að auki hafa
sjómenn annars togarans, Barða NK,
farið fram á að allur þeirra afli verði
metinn í 1. flokk.
Jóhann K. Sigursson, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar, sagöi að
samkomulag væri á næsta leiti við sjó-
menn á Bjarti NK og vonaðist hann
til að togarinn færi á sjó í dag.
Barði NK átti aö fara út í gær en
sjómenn mættu ekki til skips vegna
fiskverðsdeilunnar. Jóhann sagði úti-
lokað að semja um það að allur aflinn
færi í 100% mat, hvemig svo sem hann
væri þegar landað væri.
Þrátt fyrir allt sagðist Jóhann bjart-
sýnn á að deilan leystist í dag.
-S.dór
Ólafsvíkurskákmótið:
Daninn með
örugga foiystu
Daninn Henrik Danielsen er nú
kominn með örugga forystu á alþjóð-
lega skákmótinu á Ólafsvík og er
kominn með sex vinninga eftir átta
umferðir.
í áttundu umferð, sem tefld var í
gær, urðu úrsht þau að Henrik Dani-
elsen vann Sævar Bjamason, Jón L.
Ámason vann Þröst Þórhallsson, Bat-
or vann Schandorf, Ingvar Ásmunds-
son vann Haugli og Karl Þorsteins
vann Dan Hansson. Skák Tómasar
Bjömssonar og Björgvins Jónssonar
var frestað vegna veikinda Tómasar
og verður tefld í dag.
Staðan í mótinu að loknum átta
umferðum er sú að Danielsen er með
vinnings forskot á næsta mann, með
6 vinninga. Jón L. er með 5 vinninga
og Björgvin og Þröstur með 4 A vinn-
ing, en Björgvin á eina skák til góða.
Með tapi sínu í gær minnkuðu
möguleikar Þrastar Þórhallssonar til
muna á því að krækja í þriðja og síð-
asta áfanga að alþjóðlegri meistara-
tign. Hann þarf nú að fá 2'A vinning
úr síðustu þremur skákunum. Með
þvi aö fá 2 'A vinning úr síðustu fjórum
skákum sínum öðlast Björgvin sinn
fyrsta áfanga að þessum eftirsóknar-
verða tith.
Tómas og Björgvin tefla í dag skák-
ina sem frestað var í gær en að öðra
leyti eiga skákmennimir fri. Níunda
umferð verður tefld klukkan 16 á
morgun. -ATA