Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987. Jarðarfarir Ólafur Lárus Jóhannsson frá Hafn- arfiröi lést í Danmörku 6. október. Útfórin hefur farið fram. Halldóra Guðmundsdóttir, Drápu- hlíð 23, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 14. október kl. 13.30. Bragi Jónsson lést 5. október. Hann fæddist í Vík í Mýrdal 12. september 1936, sonur hjónanna Jónínu Magn- úsdóttur og Jóns Pálssonar. Bragi stundaði nám í leiklist hjá Þjóðleik- húsinu og sneri sér síðan að raf- tækninámi í Danmörku og útskrifað- ist 1960. Síöan hóf Bragi starf hjá Orku hf., fyrst sem skrifstofumaður en síðar sem framkvæmdastjóri og starfaði þar allt til dauöadags. Eftir- lifandi eiginkona Braga er Kolbrún Kristjánsdóttir. Útfór Braga var gerð frá Dómkirkjunni í morgun. Margrét Louise Thors lést 29. sept- ember. Hún var fædd 28. desember 1916. Foreldrar hennar voru Kjartan Thors og Ágústa Björnsdóttir. Margrét útskrifaðist úr Kvennaskól- anum í Reykjavík árið 1934 og fór eftir það til Skotlands þar sem hún stundaði nám í tvö ár. Hún starfaði lengst af hjá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda. Útför hennar verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag kl. 13.30. Kristján Þórsteinsson frá Öndverð- arnesi, fyrrverandi húsvöröur Fiski- félags íslands, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 14. október kl. 13.30. Ásbjörn Guðjónsson lést 4. október sl. Hann var fæddur á Dísarstöðum í Sandvíkurhreppi þann 11. apríl 1903, sonur hjónanna Þuríðar Hann- esdóttur og Guðjóns Tómassonar. Ásbjörn var starfsmaður hjá Olíu- verslun íslands hf. um þrjátíu ára skeið. Hann giftist Sigríði Guð- mundsdóttur, en hún lést í júní sl. Þeim hjónunum varð þriggja barna auðið. Útfór Ásbjörns verður gerð frá Áskirkju í dag kl. 13.30. Ólafur Bjarnason lést 4. október sl. Hann var fæddur í Þorkelsge.ði í Selvogi 24. maí 1911. Foreldrar hans voru Þórunn Friöriksdóttir og Bjarni Jónsson. Ólafur starfaði lengst af sem innanhússmálari og dúklagn- ingamaður. Útfór hans veröúr gerð frá Strandarkirkju í dag kl. 14. Elín Ósk Oskarsdóttir-syng ur á sinni fyrstu hljómplötu Út er komin hljómpiata hjá Bókaútgáf- unni Emi og Örlygi. Á henni syngur Elín Ósk Óskarsdóttir 17 lög, íslensk og ítölsk, og Ólafur Vignir Albertsson leikur með á píanó. Hljóðritun fór fram með stafrænni tækni í Hlégarði í sumar og annaðist hana Halldór Víkingsson. Hljómplatan er skor- in með DMM-aðferð (Direct Metal Mastering) og pressuð hjá Teldec í V- Þýskalandi. Meðal efnis er Gígjan og Draumalandið eftir Sigfús Einarsson, Svanasöngur á heiði og Við sundið eftir Kaldalóns, La serenata eftir Tosti, O mio babbino caro eftir Puccini og Pace, pace, mio Dio eftir Verdi. Elín Ósk hefur verið við framhaldsnám í söng í Mílanó frá árinu 1984, eftir að hún lauk einsöngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík. Hún vakti athygli í Söngva- keppni sjónvarpsins 1983 og hlaut þá önnur verðlaun. Hún hefur víða komið fram á tónleikum hér heima og á Ítalíu. Fyrsta óperuhlutverkið söng hún í Þjóð- ■ leikhúsinu 1986 í óperunni Tosca eftir Puccini. Platan kostar 999 krónur. í gærkvöldi Jóhann Pétur Sveinsson lögfræðingur: Svejk ber af Jóhann Pétur Sveinsson. Er ég leit yfir dagskrá sjónvarps- stöðvanna leist mér ekki á blikuna. Eina sem virtist áhugavert, var þátt- urinn um Svejk. Ég byrjaöi á 19:19 fréttaþættinum en skipti svo yfir á ríkissjónvarpið klukkan 8. Sam- keppnin hefur greinilega bætt frétta- tímana en Stöð 2 mætti að ósekju taka upp táknmálsfréttir. Þó hafa táknmálsfréttir verið á hrakhólum með fasta tímasetningu. Góði dátinn Svejk bar síðan af eins og gull af eiri og hefur sérstaklega vel til tekist með val á aðalleikaran- um. Norska sjónvarpsþáttinn horfði ég á, en hann varf hálfruglaður, sér- staklega endirinn. Norskan vakti þó upp ljúfar minningar frá framhalds- námi mínu í Noregi. Ég gerði heiðarlega tilraun til að horfa á tónlistarþáttinn um Argent- ínumanninn en fannst hann hörmulegur. Dallas á Stöð 2 er ég löngu búinn að fá leið á og því lét ég þetta gott heita af sjónvarpsglápi að sinni. Eitt hefur breyst tfi batnaðar hjá sjónvarpinu. Þættir á engfisaxneskri tungu eru ekki eins yfirþyrmandi og áður, skandinavískir og þýskir þættir vinna á og er ég ánægður með þá þróun. Ásmundur harðorður við Þorstein Pálsson: Boðar kröfu um sjálf- virkl vísitölukeifi Ásmundur Stefánsson sendi Þor- steini Pálssyni forsætisráðherra harðort bréf í gær þar sem hann mótmælir áformuðum matvöru- skatti. Hann segir að enn séu nærri þrír mánuðir eftir af yfirstandandi samningstíma og að engin rauð strik séu framundan. „Sú verðhækkun, sem nú verður, fæst því ekki bætt í kaupi fyrr en með nýjum samningum. Ábyrgð rík- isstjómarinnar í þessu efni er þvi enn meiri en ella,“ segir Ásmundur í bréfi sínu til Þorsteins. Hann segir ennfremur að ef þær ákvarðanir, sem nú er rætt um, fari eflir sé líklegt að fólk treysti ekki lengur loforðum ríkisstjómarinnar. „Verkalýðshreyfingarinnar bíður þá ekki annar kostur en að leggja þung- ann á beinar kauphækkanir og sjálfvirkt vísitölukerfi." Og ennfremur: „Það viröist æ skýrar koma í ljós að af þeim þrem- ur aðflum sem öxluðu ábyrgð með samningunum á síðasta ári hefur verkalýðshreyfingin ein staðið við sitt. Við þær aðstæður verður ábyrgðartfifinningin að ábyrgðar- leysi.“ -JGH Tímarit Afmælisblað Æskunnar Barnablaðið Æskan var 90 ára 5. október sl. Af því tilefni var gefið út veglegt og efnismikið afmælisblað. Hilmar Jónsson stórtemplari skrifar ávarp til lesenda í til- efni afmælisins. Séra Björn Jónsson á Akranesi ritar ítarlega grein um Sigurð Júlíus Jóhannesson lækni og skáld, sem var fyrsti ritstjóri Æskunnar. Aðalviðtölin í afmælisblaðinu eru við tónlistarmennina Valgeir Guðjónsson og Bjarna látúns- barka Arason. Veggmynd af Bjarna fylgir. 1 poppþættinum skrifar Jens Guðmunds- son um Michael Jackson. Fjallað er um barnadagskrár sjónvarpsstöðvanna. Tveir verðlaunahafar í samkeppni Æskunnar og rásar tvö í fyrra fóru til Svíþjóðar í sumar og lýsa ferðalaginu í máli og myndum. Æskan og rás 2 - í samvinnu við Flugleið- ir kynna nýja verðlaunasamkeppni. Tveir verðlaunahafar hljóta ferð til Flórída. Barnasögur eru eftir Iðunni Steinsdóttur og Jóhöúnu Steingrímsdóttur. Framhalds- söguna hafa nemendur Húsabakkaskóla í Þingeyjarsýslu samið. Margt fleira er í blaðinu, svo sem pennavinadálkar, þraut- ir, skrítlur og ýmsir fastir þættir. Ritstjór- ar Æskunnar eru Eðvarð Ingólfsson og Karl Helgason. Afmælisblaðið er 64 síður og prentað í Odda hf. Útgefandi er Stór- stúka Islands. tilkyiuiingar Kaj Munk í Hallgrímskirkju Sú breyting hefur orðið á leiksýningum Kaj Munk í Hallgrímskirkju að reynt verður að hafa kaffisölu í leikhléi, verður það í safnaðarheimilinU sem tekur 80 manns í sæti. Byrjað var á sunnudagssýn- ingu 11. október og eru þeir sem urðu frá að hvera beðnir innilegrar afsökunár. Öl» sala verður einnig í andyrri eins og verið hefur. Myndakvöld F.í. Nú er að hefjast vetrarstarf F.í. og verður fyrsta myndakvöld vetrarins, miðvikudag- inn 14. október kl. 20.30 í Risinu, Hverfis- götu 105. Efni: Helga Garðarsdóttir, Salbjörg Óskarsdóttir og Sigríður Þor- bjarnadóttir sýna myndir og segja frá ferð til Nepals sl. vor. Þær voru í samfioti við leiðangur félaga úr íslenska alpaklúbbn- um sem fóru til Nepals til þess að klífa fjallið Gangapurna (7455 m). Notið þatta tækifæri til að kynnast framandi veröld í gönguferð með þeim stöllum í dölum og fjöllum Nepals. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Veitingar í hléi. Aðgangur kr. 100. Ályktanir frá Kennarasam- bandi Vesturlands Haustþing kennarasambands Vestur- lands, haldið að Munaðamesi 2. og 3. október 1987, mótmælir harðlega þeirri ákvörðun fjármálaráðherra að leggja sölu- skatt á skólamötuneyti. Jafnframt skorar þingið á ráðherra að endurskoða þessa ákvörðun og falla frá álagningu skattsins. Þingið lýsir einnig áhyggjum sínum yfir hve margir „leiðbeinendur" hafa verið ráðnir að skólum landsins á þessu hausti. Þingið skorar á yfirstjórn fræðslumála að bæta svo kjör kennara að starfið verði eftirsóknarvert. nóamarkaður Fundur hjá félagi einstæðra foreldra Þorbjörn Broddason lektor ræðir um fjöl- skylduna og fjölmiðla á fundi hjá Félagi einstæðra foreldra í Skeljahelli, Skeljanesi 6, fimmtudagskvöldið 15. október kl. 21. Allir velkomnir. ITC deildin Irpa heldur fund að Síðumúla 17 í dag, þriðju- dag 13. október, kl. 20.30. Allir velkomnir. Systrafélagið Alfa heldur flóamarkað sunnudaginn 18. októ- ber kl. 14 í Ingólfsstræti 19. Tapað - Fundið Kvenúr fannst í Garðabæ Fundist hefur kvenúr á strætisvagnastöð- inni gegn Bitabæ í Garðabæ. Upplýsingar í síma 51785 eða 46000. Giftingarhringur fannst Giftingar- eða trúlofunarhringur fannst á Hótel Borg sl. fostudagskvöld. Denni er týndur Hann er grábröndóttur högni og tapaðist frá heimili sínu, Háteigsvegi 38, á föstu- daginn sl. Hann er með bleika hálsól og eyrnamerktur með númerinu R-7534. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um kisu eru beðnir að hringja í síma 22647. Fundir ITC á íslandi Málfreyjudeildin Melkorka heldur sinn 98. fund miðvikudaginn 14. október nk. kl. 20 í Gerðubergi. Bækur Dagur frímerkisins Föstudagurinn 9. október sl. var dagur frímerkisins. Að þessu sinni kom út bókin íslensk frímerki 1988, þetta er 32. útgáfa þessarar bókar sem er fallega litprentuð, 112 bls. að stærð. Útgefandi er Isafoldar- prentsmiðja hf. og höfundur er Sigurður H. Þorsteinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.