Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Side 3
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987. 3 Stjómmál Pétur Blöndal segir Irfeyrisrétt opinberra starfsmanna gulltryggðan í nýja lagafrumvarpinu: Lrfeyrir ríkisstarfsmanna 75% verðmeiri en annarra Pétur Blöndal: Miklu stærri tölur en fjármálaráðherra hefur nefnt. Einn helsti sérfræðingur landsins í lífeyrismálum, Pétur Biöndal, fram- kvæmdastjóri Kaupþings, segir að lifeyrir opinberra starfsmanna sé um það bil 75% verðmeiri en lífeyrir annarra. Með lagafrumvarpi, sem samið hafi verið um lífeyrissjóðina, séu opinberir starfsmenn gulltryggð- ir meðan aðrir lífeyrisþegar þuríi að sæta skerðingu. í fjárlagaræðu sinni á Alþingi ný- lega ræddi Jón Baldvin Hannibals- son íjármálaráðherra sérstaklega um bráðabirgðaákvæði sem er í frumvarpinu. Stórfelldar greiðslur úr ríkis- sjóði „Það hefur löngum verið ljóst að lífeyrisréttindi opinberra starfs- manna eru langt umfram það sem borið verður uppi af iðgjöldum eins og þau eru nú. Mismunurinn er greiddur með svokallaðri verðtrygg- ingu atvinnrekenda, það er ríkis- sjóðs,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði aö bráðabirgðaákvæð- ið, sem er um lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna, þýddi einfaldlega að þessi mismunur skub framvegis greiddur af ríkissjóði með hærra ið- gjaldi eða í hærri launum. „Hvor leiðin, sem farin verður, mun leiða til stórfelldra greiðslna úr ríkissjóði umfram það sem að óbreyttu hefði orðið.“ Sagði ráðherrann ekki unnt með nákvæmni að segja til um hversu háa fjárhæð væri um að ræða en nefndi að ekki kæmi á óvart að heyra tölu á bibnu einn til einn og hálfur millj- arður nefnda í þessu sambandi. Alveg rosalegt dæmi „Að mínu viti eru þetta miklu stærri tölur en fjármálaráðherra nefndi. Við höfum mjög óljósar hug- myndir en þetta er alveg rosalegt dæmi,“ sagði Pétur Blöndal. „Þaö hefur ekki verið framkvæmd úttekt á stöðu lífeyrissjóðs ríkis- starfsmanna sem þó á að gera á minnst fimm ára fresti samkvæmt lögum. Þess vegna er ekkert vitað um skuldbindingar þessa sjóðs né ríkisins. Fréttaljós Kristján Már Unnarsson Það væri forvitnilegt að sjá hvað þetta kostar ríkið. Það veit enginn. Þegar menn eru að lýsa því yfir aö þetta kosti einhveija milfjarða, Jón Baldvin segir einn til tvp milljarða, get ég sagt 10 milljarða. Ég hef grun um að þetta séu 15 til 20 milljarðar, jafnvel enn meira. Skuldbindingin við hvem einstakl- ing, sem er með kjör opinberra starfsmanna, er ein til tvær milljónir króna. Fyrir 15 þúsund opinbera starfsmenn eru þetta 30 milljarðar króna,“ sagði Pétur. Milljarður í verðbætur á þessu ári „Ríkið er þegar farið að borga millj- arð á ári bara í verðbætur á lifeyri, burt séð frá ríkisábyrgðinni. Ríkið borgar á næsta ári 954 milljónir króna í uppbætur á lífeyri. Það eru 3.700 krónur á hvert mannsbarn í landinu á ári. Ríkiö hefur borgað á undanfornum árum allt að 80% af lífeyrisgreiöslum sjóðsins. Þetta voru 72% á síðasta ári. Yfir til lengri tima litið borgar sjóðurinn einn fjórða en þrjá fjórðu borgar ríkið við núverandi verð- bólgustig. Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna er ipjög háður verðbólgustigi. Ef verð- bólgan er myndarleg stenst sjóður- inn lengur vegna verðtryggingar ríkisins. Ef verðbólgan stöðvast verður sjóðurinn gjaldþrota á skömmum tíma. Þá kemur til ábyrgð ríkissjóðs og ríkið verður að borga hvort sem er. Samkvæmt bráðabirgöaákvæðinu á að meta hvað lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna eru mikils viröi. Það geta verið 10 til 20% af launum starfsmanna, sem ríkið yrði að borga inn í sjóðinn sem aukaiðgjald til aö ríkisstarfsmenn haldi sínum fulla rétti, samkvæmt bráðabirgðaákvæð- inu. Á sama tima er verið að skerða alla aðra. Aðrir lífeyrisþegar verða að sæta skerðingu meðan opinberir starfsmenn eru gulltryggðir. Svo fremi sem hægt er að tryggja eitthvaö með lögum er réttur opinberra starfsmanna tryggður með þessu bráðabirgðaákvæöi." Sérréttindi opinberra starfs- manna „Það er fullt af sérákvæðum sem gera það að verkum að lífeyrir opin- berra starfsmanna er um 75% verðmeiri en lífeyrir annarra með sömu tekjur. Opinberir starfsmenn fá lífeyri 60 til 65 ára gamhr en aðrir 70 ára. Þeir taka lífeyri 5 til 10 árum lengur en aðrir. Það kostar 40% meira. Síðan fá þeir 2% fyrir hvert ár meðan aðrir fá 1,8%. Það eru 10%. Síðan eru ýmis ákvæði. Þeir borga í 32 ár meðan aörir borga ævilangt. 95 ára reglan er í gildi. Það er ákvæði um að launin skuli miðuð viö laun eftirmanns. Ekki má þó gleyma því að þeir hafa sætt lægri launum á undangengnum árum vegna þess hvað þeir hafa góð- an lífeyrisrétt. Það gerir málið ákaflega erfitt. Upphlaup BHMR-manna á dögun- um er hins vegar furðulegt í ljósi þessara staðreynda," sagði Pétur. -KMU Vertu ekki að vandræðast neitt með tölurnar þínar. Drífðu þig bara af stað og fáðu þérmiða, því nú er einmitt rétti tíminn til að vera með. •:>v. Milljónir á hverjum laugardegi. Kynnmgarþjónustan' S i A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.