Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987. Fréttir - segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra um stöðuna hjá ýmsum útgerðarmönnum - Það er gagnrýnt, Halldór, hvað lög um fiskveiðistefnu færa sitjandi sjáv- arútvegsráðherra mikil völd. Eru þau hættulega mikil? „Ég held að það sé að hluta til misskilningur að sjávarútvegsráð- lierra hafi öf mikil völd. Lögin um stjórnun fiskveiða eru mjög ákveðin og öll álitamál, sem þar koma upp, eru borin undir sérstaka nefnd sem sjómenn og útgerðarmenn eiga aðild að. Þar hefur ekkert mál veriö leyst í ágreiningi við fulltrúa ráðherra. Sjávarútvegurinn er þýðingarmesta mál þjóðarinnar að mínu mati. Ef sjávarútvegsráðherra á aö bera ábyrgð á því máli hlýtur hann jafn- framt að verða að hafa vald á því.“ - Hin svokallaða norður/suðurlína veldur miklum deilum um þessar mundir, er hún nauðsynleg, má ekki jafna kvótann út? „Menn mega ekki gleyma því að hér er eingöngu um að ræða sóknar- markið. Hluti af þeim skipum, sem eru á suðursvæðinu, til að mynda á Snæfellsnesi, hafa betri viðmiðun og eru því með hærra aflamark en skip á norðursvæðinu. Munurinn á svæð- unum hefur verið að minnka veru- lega á síðustu árum. Tölurnar, sem nefndar hafa verið um muninn milli svæðanna, bera aðeins vitni um mis- munandi veiðar. Suðursvæðið hefur veriö mun meira í karfa en þeir á norðursvajðinu. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það ætti að setja hámark á karfasóknina. Ég tel að það hafi verið mistök að gera það ekki fyrr. Nú höfum við lagt til að gera það og betri samstaða ríkir um málið en áður. Þannig verður þessi munur jafnaður.“ - Þú hefur verið ásakaður fyrir að teygja norðurlínuna alla leið til Hornaíjarðar: „Ég kannast við þá gagnrýni. Þessi lína nær frá Patreksfirði norður og austur um til Hornaíjarðar. Það væri afar undarlegt ef til að mynda önnur regla gilti um Patreksfjörö en Bíldu- dal og Tálknafjörð, svo dæmi sé tekið. Með sama hætti held ég að öll- um sé ljóst að Hornafjörður er hluti af Austurlandi. Það væri undarlegt ef önnur regla gilti um Hornafjörð en Djúpavog. Þegar þetta eina skip var keypt til Hornafjarðar, sem þessi regla gildir um, var það úrskurðar- nefndin sem skar úr. Málið kom aldrei inn á mitt borð en auðvitað ber ég ábyrgð á því. Ætlast menn til, vegna þess að ég er alinn upp á Hornafirði og hef þar viðveru, að bærinn eigi að gjalda fyrir það, ég bara spyr?“ - Getur bréf 32ja alþingismanna til ráðgjafarnefndarinnar um norður/ suðurlínuna ekki breytt þessu máli mikið ef þeir halda hópinn þegar frumvarpið kemur til kasta Alþingis? „Það verður að líta á þetta mál út frá almennum hagsmunum og taka tillit til allra landshluta. Ef alþingis- menn ætla að fara að mynda blokkir er það alvailegt mál sem hlýtur að hafa mjög afgerandi áhrif á ýmislegt annað í landinu. Ég minni í þessu sambandi á kjördæmabreytinguna á sínum tíma þegar talað var um vægi milli landsbyggöar og höfuðborgar- svæðisins. Eg vona bara að menn beri gæfu til þess að fara ekki að láta reyna á slíkan liðsafnað. Ef við ætl- um að skipta okkur upp í slíka hópa á Alþingi erum við að hefja meiri háttar átök sem við sjáum ekki fyrir endann á. Það eru svo mörg önnur mál sem hægt er að takast á um á þennan hátt.“ - Smábátamálið, Halldór: skipta þessar 35 til 38 þúsund lestir, sem smábátarnir veiða, sköpum í heildar- aflanum ef kvótakerfið verður til þess að menn á smábátum leggja sig í óþarfa hættu við veiðarnar, eins og smábátaeigendur halda fram? „Það má gera ráð fyrir að botnfisk- veiðarnar séu um 600 þúsund lestir og afli smábáta hefur vaxið hlutfalls- lega miklu meira en afli annarra báta. Aðalatriðið er ekki hver aflinn er í ár heldur hver hann veröur á næstu árum. Fjölgun smábáta hefur orðið gífurleg á þessu ári þannig að afli þeirra gæti stefnt í 50 til 60 þús- und lestir, svo ekki sé talað um ef smábátum fjölgar enn frekar. Hér er því ekki um smámuni að ræða. Ef hinn hefðbundni bátafloti fengi 10 til 15 þúsund lestir til viðbótar því sem hann hefur myndi það skipta sköp- um fyrir hann. Það er alveg ljóst að ekki tekst að halda friðinn í þessu máli nema að taka á veiðum smábát- anna eins og veiðum annarra fiski- skipa.“ - Óttastu byggðarröskun ef kvóti verður settur á smábátana? „Mér þykja það öfugmæli þegar menn eru að tala um að kvótinn or- saki byggðarröskun. Ég tel aftur á móti aö ef menn missa stjóm á fisk- veiðunum og fara að veiða hver í kapp við annan sé fyrst prðin mikil hætta á byggðarröskun. Ég tel að sú stjórn, sem nú er á fiskveiðunum, tryggi byggðina í landinu miklu bet- ur heldur en aðrar aðferðir." - Kemur til greina að fiskvinnslan fái hlut i bolfiskkvótanum? „Ég hef ekki viljað leggja það til. Það eru að vísu til rök sem mæla með því að fiskvinnslan hafi ráðstöf- unarrétt á veiðunum. Ég sé aftur á móti ekki fram úr þeirri skiptingu, sem talað er um, og treysti mér ekki til að mæla með henni. Það hefur ætío verið svo í okkar landi að veiði- rétturinn hefur fylgt þeim sem sækja sjóinn og ég tel að svo eigi að vera áfram.“ DV-yfirheyrsla Texti: Sigurdór Sigurdórsson Myndir: Gunnar V. Andrésson - Fiskvinnslan óttast hráefnisskort vegna vaxandi ferskfisksölu og biður um yfirráð yfir kvóta. Hvernig er hægt að stjórna því að ekki komi til hráefnisskorts í fiskvinnslunni vegna þessa? „Ég tel að aukning skerðingar úr 10% í 20% til þeirra sem flytja út ferskan fisk muni draga úr útflutn- ingi hans. Eins mega menn ekki gleyma því að útflutningur fisks er háður leyfum. Ef við viljum grípa þarna inn í getum við það með því að heimila ekki útflutning á ferskum fiski. Nú er í athugun að breyta vigt- un á ferskum fiski til útflutnings. Hann hefur alltaf verið veginn er- lendis en nú stendur til að láta vigta hann hér heima áður en hann verður sendur út og það mun breyta miklu.“ - Víkjum að rækjunni: Þar gerir vinnslan kröfu til kvóta á þeim for- sendum að rækjuvinnslustöðvarnar eiga ekki skipin eins og er svo al- gengt í bolfiskveiðunum. Kemur til greina að veita rækjuvinnslunni kvóta? „Ég er heldur ekki. meðmæltur því. Það eru til lög í landinu um sam- ræmingu vinnslu og veiða á rækju, þótt þau lög séu sett við aðrar að- stæður en nú eru, og með tilvísun til þeirra laga er hægt að horfa öðruvísi á þau mál. Við höfum verið með það til athugunar hvort ekki mætti setja hámark á verksmiðjurnar og hvort þetta væri ekki hægt á grundvelli þeirrar skiptingar sem rækju- vinnslustöðvarnar hafa komið sér saman um. Með því myndum við vinna tvennt. í fyrsta lagi yrði komið í veg fyrir frekari fjölgun vinnslu- stöðva og í öðru lagi myndi það tryggja mönnum að ekki yrði um meiri háttar röskun að ræða í þess- ari grein. Ég tel einnig nauðsynlegt að tryggð sé samkeppni vinnsluaðila í þessari grein sem öðrum.“ - Þú hefur verið ásakaður um að bijóta lög og reglugerðir varðandi úthlutun rækjuvinnsluleyfa, er það rétt ásökun? „Ég tel aðalatriöið vera hvað rækjuveiðin hefur aukist mikið. Skipulag fiskveiðanna á þar stóran hlut að máli og ekki hef ég verið ásakaður fyrir það. Til þess aö hægt væri að auka veiðarnar jafnmikið og gert hefur verið varö að fjölga vinnslustöðvunum, það er deginum ljósara. Atvinnuástand í mörgum sjávarbyggðum er ekki nógu gott og út um allt land er fólk sem vill efla sína byggð. Viö höfum hlustað á rök þessa fólks. Við höfum hlustað á rök þeirra Suðurnesjamanna, sem hafa viljaö tryggja sínu fólki vinnu allt árið, og tekið þeim rökum. Ég vil biðja þá sem gagnrýna mig fyrir leyfisveitingar að benda á það byggð- arlag sem hefði átt að verða útund- an.“ - Því er haldið fram að stjórnun fisk- veiða verði alltaf þannig að um leið og menn hafi losnað af einu skeri séu þeir komnir upp á annað, er þetta rétt? „Það er mikið til í þessu. Nýjar aðstæður eru alltaf að koma upp: sveiflur í fiskistofnum, sveiflur á mörkuðum og ný viðfangsefni aö takast á við. Ef til vill er ekki rétt að kalla þetta sker heldur sífellt ný viðfangsefni sem þarf að leysa. Hér í sjávarútvegsráöuneytinu koma upp ný mál á hverjum einasta degi og við þurfum að hafa heimildir til að ta- kast á viö þau. Veiðiskip eða fisk- vinnslufyrirtæki geta ekki beðið mánuðum saman eftir úrlausn sinna vandamála, slík mál verður að vera hægt að afgreiða strax.“ - Er þá ekki óskynsamlegt, i ljósi þessa, að binda fiskveiðistefnu til 4ra ára? Geta aðstæður ekki breyst þann- ig að fiskveiðistefna, sem mótuð er við aðstæður í dag, sé orðin úrelt eft- ir eitt eða tvö ár? „Við skulum ekki gleyma því að alltaf er hægt að breyta lögum ef nauðsyn ber til. Breytist aðstæður má fara þá leið. Hitt ætti öllum að vera ljóst að útilokað er fyrir sjávar- útveginn að vita ekkert um framtíð- ina, geta engar áætlanir gert vegna óvissu um framtíðina. Hingað hring- ir fjöldi manna á hverjum degi og spyr hvers megi vænta á næsta ári. Þeir spyrja: Er þetta óhætt eða er hitt óhætt? Hvaða vit er í svona bú- skaparháttum? Við stöndum frammi fyrir því að geta ekki gefið nein svör. Þetta gengur einfaldlega ekki.“ - Auðlindaskattur eða sala á kvóta: hvert er þitt álit á þeim hugmyndum? „Það er að vísu rétt að öll þjóðin á fiskimiðin en hún lifir líka öll á þeim. Ég held að enginn haldi því fram í alvöru að sjómenn og fiskvinnslufólk njóti þessarar auðlindar í of ríkum mæli. Það sem mér þykir aftur á móti óréttlátt er ef útgerðarmaður selur skip sitt meö gífurlegum sölu- hagnaði og getur notið hans í langan tíma án þess að hafa unnið fyrir hon- um. Það mætti íeysa með því að skattleggja slíkan hagnað með öðr- um hætti en aðrar tekjur. Ef við ætlum okkur að fara að selja aflarétt- indin mun það hafa ýmislegt annað í för með sér. Það mun raska sam- keppnisstööu sjávarútvegsins og myndi hafa áhrif á gengi íslensku krónunnar. Þeir sem búa við erfið- ustu aðstæðurnar í landinu í sjávar- útvegi ættu enn erfiðara uppdráttar og þetta gæti haft byggðarröskun í fór með sér. Það myndi hafa í fór með sér að setja yrði gjald á hverja einustu trillu í landinu. Ég hygg að Grímseyingum þætti það skrýtið að þurfa að greiða fyrir að veiða um- hverfis eyjuna. Þetta er viðkvæmt mál sem þarf þó að vera áfram til umfjöllunar. Ekkert er sjálfsagt í þessu máli.“ - Þú hefur sagt að margir í sjávarút- vegi hafi undanfarið teflt á tæpasta vaðið í fjárfestingu og gjaldþrot gæti beðið sumra. Er ástandið í raun og veru svona alvarlegt í sjávarútvegin- um? „Að mínu mati hafa sumir farið mjög óvarlega í fiárfestingum, svo sem endurnýjun skipa, og mér sýnist afar tæpur rekstrargrundvöllur fyrir þau skip. Sumum skipum, sem voru í hættu 1983, þegar ég byijaöi hér, hefur verið bjargað en það hefur þó allt verið á tæpasta vaði. Mér þyKja sumir útgerðarmenn vægast sagt vera miklir glannar og því miður. er ég kvíðafullur og óttast að margir þeirra standi frammi fyrir gjald- þroti.“ -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.