Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987.
7
Vidtalið i>v
Fréttir
Svanfríður Inga Jónasdóttir:
Reykjavík-
urferðun-
um fjölgar
„Ég haföi áhuga á ákveðnum
hlutum, jafnrétti, herlausu ís-
landi og löngun til að vinna gegn
misrétti í þjóðfélaginu og mér
fannst að í gegnum Alþýðubanda-
lagiö gæti ég barist á þessum
vígstöðviun,“ segir Svanfríður
Inga Jónasdóttir, nýkjörinn vara-
formaður Alþýðubandalagsins.
Svanfríður er 36 ára gömul.
Hún er fædd í Keflavík en alin
upp í Kópavogi og á Dalvík. Hún
tók kennarapróf frá Kennara-
skóla íslands 1972 og ári síðar
lauk hún stúdentsprófi frá sama
skóla. Leiðin lá síðan til Dalvíkur
1974 þar sem hún hefur búið síö-
an. „Ég kom hingað og fór að
kenna almenna bekkjarkennslu
við grunnskólann. Mér líkar
mjög vel að búa hér á Dalvík enda
að hluta til alin upp hér og hér
býr móðurfjölskylda mín. Það er
gott aö vera nálægt sínum nán-
ustu. Sem barni leið mér mjög vel
þegar ég dvaldi hér. Ég held að
það sé þroskandi fyrir böm að
alast hér upp. Ég á þrjá stráka,
sá yngsti er átta ára, sá í miðið
er 12 ára og sá elsti er orðinn 16
ára. Aðalkostirnir viö að búa á
svona litlum stað em að maður
kemst í svo náið samband við
fólkið og atvinnulífið á staðnum."
- Þér fmnst ekkert út úr að húa
á Dalvík?
„Þaö er langt frá því að við sem
búum á Dalvík séum á nokkum
hátt einangruð, það era ekki
nema 44 kílómetrar til Akureyrar
á uppbyggðum malbikuðum vegi
og það gerist einungis í undan-
tekningartilfellum að það verði
ófært inn á Akureyri.
- Tekurðu mikinn þátt í félagslíf-
inu á Dalvík?
„Allar götur síðan ég flutti
hingað hef ég tekiö þátt í starfi
Alþýðubandalagsins á staðnum
og ég hef sungið í kómm, bæði í
kirkjukór og eins í samkór sem
alltaf starfar annað veifið. Mér
finnst gaman að syngja og syng
bæði sópran og alt.“
- Verður ekki mikil breyting á
högum þínum nú þegar þú ert
orðin varaformaður Alþýöu-
bandalagsins?
„Ferðum mínum til Reykjavík-
ur íjölgar óneitanlega frá því sem
nú er, því fundahöld eru tíð. Fyr-
ir Alþýðubandalagið er það að
sumu leyti ótvíræður kostur að
fleiri landsbyggðarfulltrúar séu í
stjórn þess. Það ætti að leiöa til
þess að sjónarmið landsbyggðar-
innar komi skýrar fram í flokkn-
um,“ sagði Svanfríður að lokum.
-J.Mar
Löng eriend lán 83 milljarðar króna í árslok:
Sumir græða vel á
dollaralækkunmni
Á meöan tekjur fiskiönaðarins gjaldmiðlum.Falldollaransáárinu á gengisþróun síðustu mánaða og Flugleiðir hf. hafa ekki satna hag
hafa stórminnkað með lækkun á breytirþvíekkiaðneinuráðiheild- missera, þótt flestir, sem skulda afþessariþróunþarsemmeirihlut-
verðgildi bandaríska dollarans arskuldumþjóöarbúsinsogalgeng- umtalsverðar upphæðir, séu með inn af tekjum félagsins fæst í
hafa sumir grætt vel á dollaralækk- ast er nú að skuldarar dreifi lánsínjöfiiumhöndumí dollurum dollurum.
uninni. Þetta era þeir sem skulda gengjsáhættunni á ýmsa gjald- ogöðrummyntum.íþeimtilfellum Þá era nokkur dæmi um áhrif
eitthvað að ráði í bandarískum miðla vegna áfalla á fyrri árum, jafnast á gróði og tap af gjaldeyris- þveröfug við þau sem Amarflug
dollurum og ekki öðrum erlendum ekki síst vegna gríðarlegrar hækk- breytingunum. nýtur nú, því til eru aðilar sem
gjaldmiðlum. Skuldir þeirra hafa unar dollarans 1982-1984. í þessu sambandi skiptir einnig selja nær eingöngu á Bandarikja-
lækkað í krónum um 9-12% síð- Samkvæmt heimildum DV er máli í hvaöa gjaldmiöli skuldarar markaði en era með lán í Evrópu-
ustu misserin. En þeir sem skulda þessi áhættudreifing auðveldari nú afla tekna til þess aö greiða lánin. myntum. Spádómsgáfa manna rnn
aöallega í öðrum gjaldmiölum hafa enfyrrvegnanýrralánaformasem Þannig heftir verið skýrt frá dæm- gengjsþróun í heiminum getur
tapaö um leiö. ýmist fela í sér dreifingu áhættunn- inu um Arnarflug hf. sem er með þannig haft afdrifarík áhrif til góðs
Erlendar skuldir þjóðarinnar ar eða flytja hana til skuldaranum * mestöll sin lán í dollurum, sem eða ills enn þann dag í dag, þótt
verða um 83 milljarðar króna í lok í hag. Engu að síöur era hrein doll- hafa iækkaö, en nær allar tekjum- flestir hafi tekið þá stefnu að dreifa
þessa árs. Helmingimnn er í doll- aralán ennþá helmingur erlendra ar í Evrópumyntum, sem hafa áhættunni til þess að forðast
urum og hinn helmingurinn i langtimalána og talsvert er því um hækkað. Hagur Amarflugs af dýpstu sveiflumar, þar á meðal
öörum myntum eða blönduöum að einstakir aöilar græði beinlínis gengisþróuninni er þvi augljós. rikiö. -HERB
Hér er verið að koma risanótinni um borð i Sigurð RE.
SiGUR ÐUR
RE'tKMVí'K
Stærsta loðnunótin
Starfsmenn Netagerðarinnar í
Grandaskála hafa komið loðnunót
Sigurðar RE um borð í skipiö aftur
eftir að hafa gert við hana. Hér er
um að ræða eina stærstu loðnunót í
heimi að sögn Alfreðs Guðmunds-
sonar, eiganda Netagerðarinnar í
Grandaskála.
Nótin er 600 metra löng og 175
metra djúp. Sagði Alfreð r.ð það gæti
verið að stærstu nótaskipin í Noregi
væra meö örlítið stærri nót, sagðist
þó ekki vera viss um það.
Húsnæðið, sem netagerðin hefur til
viðgerðanna, er 30 sinnum 10 metrar
aö stærð og þaö er því ekki stór hluti
af nótinni sem hægt er aö gera við í
einu.
Alfreð var spurður hvort fleiri ís-
lensk skip væru með svo stórar
nætur. Sagði hann að ekkert annað
skip hér á landi væri með svo stóra
nót sem Sigurður. Næststærstu næt-
umar væru 470 metra langar og 150
metra djúpar. -S.dór
Ráðhús við Tjömina:
Rætt í Náttúru-
vemdarráði
innan mánaðar
„Fyrirhuguð ráðhúshygging við
Tjörnina hefur ekki komið inn á borð
Náttúraverndarráðs en hún verður
að öllum líkindum tekin til umræðu
á fundi ráðsins eftir fjórar vikur,“
sagði Eyþór Einarsson, formaður
Náttúruverndarráðs.
„Við munum leita umsagnar Um-
hverfismálanefndar Reykjavíkur-
borgar varðandi þetta mál og athuga
hvaða gögn hún leggur fram. í nátt-
úravemdarlögum segir að leita beri
álits Náttúrvemdarráðs þegar ýmsar
stórframkvæmdir era fyrirhugaðar
og þarf þá að leita álits ráösins áður
en þeim er hrundið af stað. En lögin
kveða ekki nákvæmlega á um á
hvaða stigi málsins það skuli gert“.
-J.Mar
Jóhanna Sigurðardóttir:
Hef enga af-
stöðu tekið
„Ég hef ekkert um þetta mál að
segja þar sem því hefur ekki verið
vísað formlega til mín frá skipulags-
stjórn,“ sagði Jóhanna Siguröardótt-
ir félagsmálaráðherra þegar hún var
spurð að því hvort hún hefði tekið
afstöðu til tillögu skipulagsstjórnar
ríkisins varðandi deihskipulag Kvos-
arinnar þar sem gert er ráð fyrir að
ráöhús rísi við norðvesturenda
Tjamarinnar.
„En þegar erindinu verður vísað
til mín mun ég ekki tefja það lengur
í félagsmálaráðuneytinu en ég þarf.
Ég mun ekki taka afstöðu til fyrir-
hugaðrar ráðhúsbyggingar fyrr en
ég fæ tillögurnar sendar."
NYKOMNIR SlMAR
á borð og vegg.
Litir: Svartur, hvítur
grár.
Verð: 3.980,-
Einnig mikið af efni til síma-
lagna, t.d. klær, tenglar,
framlengingarsnúrur, fjöl-
tengi, ýmiss konar milli-
stykki, evrópsk/amerísk.
Opið til kl. 20 í kvöld
í öllum deildum.
E1 wmmm\ V/SA JI5
EUOOCAPD i l fwm KORT
JB
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Simi 10600
Rafdeild, 2. hæd. Beinn simi 62-27-32
-J.Mar