Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Page 11
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987. 11 Utlönd Leiðtogar Mið- og Suður-Ameríku stefría að sameiginlegum markaði Leiðtogar þrjú hundruð og tutt- ugu milljóna Mið- og Suður-Amer- íkumanna undirbúa toppfund í þessum mánuði þar sem fjalla á um meiri samvinnu á sviði erlendra skulda og verslunar. Það verða forsetar Argentínu, Brasilíu, Kólumbíu, Mexíkó, Pan- ama, Perú, Uruguay og Venezúela sem koma saman í Acapulco í Mex- íkó dagana 27. og 28. nóvember. Þar munu þeir reyna að komast aö samkomulagi um aðgerðir til þess að efla mikilvægi þessara landa gagnvart öðrum ríkjiun. José Samey, forseti Brasilíu, sem er stærsta land Suður-Ameríku og eitt þeirra landa sem skulda er- lendum aðilum hvað mest, hefur sagt að hann muni nota tækifærið til að bera á ný fram tiUögur um sameiginlegan markað fyrir lönd Mið- og Suður-Ameríku. Sem fyrirmynd nefnir hann sam- komulag miili BrasiUu og Argent- ínu sem undirritað var í júU 1986. Samkvæmt samkomulaginu voru toUar lækkaðir á fjárfestingarvör- um og tvöfaldaöist verslun miUi landanna næstum á fyrsta árinu í kjölfar þessara lækkana. Gamall draumur Að leggja tU hhðar öU deUumál og horfa fram hjá eigin hagsmun- um þessum heimshluta til góða er aldargamaU draumur. Hingað til losé Sarney, forseti Brasilíu, er ákafur talsmaður sameiginlegs markað- ar ríkja Mið- og Suður-Ameríku sem fyrst og fremst hafa tekið tillit til þarfa bandaríska markaðarins. hefur þó ekki verið mikið um fram- kvæmdir. En jafnvel þó að árangur af fund- inum í Acapulco verði minni en vonir standa tU þykja fundahöldin árangur í sjálfu sér. Bent er á að þetta verði fyrsti fundur af þessu tagi í þessum heimshluta án þátt- töku Bandaríkjamanna. Það voru Bandaríkjamenn sem boðuðu tíl þeirra tveggja toppfunda sem þess- ar þjóðir hafa haldið áður. Lítið verslað við nágrannana Efnahagsmálum Mið- og Suður- Ameríkuríkja hefur verið stjómað með hliðsjón af þörfinn bandaríska markaðarins og einnig af þörfum þess evrópska. Verslun milli ríkj- anna í þessum heimshluta hefur aftur á móti verið lítU. Sem dæmi má nefna að jafnvel eftir að samið var um tollalækkun miUi Brasilíu og Argentínu var út- flutningur til hvors lands um sig minni en sjö prósent af sameigin- legum heildarútflutningi land- anna. Og meira en tveir þriðju hlutar af utanríkisviðskiptum Mexíkó eru við Bandaríkin. Gott andrúmsloft Þar sem erfitt getur reynst að breyta skipulagi og viöhorfi til þessara mála í Mið- og Suður- Ameríku búast jafnvel þeir bjart- sýnustu ekki við að fljóúega verði um að ræða sameiginlegan markað sniðinn að evrópskri fyrirmynd. Sérfræðingar segja hins vegar að hiö póUtíska andrúmsloft hafi sjaldan gefið eins góö fyrirheit og núna. Aður hafi póUtískur vUji hreinlega ekki verið fyrir hendi. Breytingar í átt að lýðræði hafa stutt viðleitnina til að koma á sam- vinnu um verslun. Það sem einnig sameinar eru skuldimar sem flest ríki á þessum slóðum eru vafin. Alvarleg vandamál Hagvöxtur hefur verið hægur og hefur það leitt tU alvarlegra félags- legra og stjómmálalegra vanda- mála í þeim löndum þar sem ástandið er verst. Þegar Samey, forseti Brasihu, tók við völdum í mars 1985 lofaði hann að bæta lífsafkomu þjóðar- innar og varð þar með þjóðhetja á einni nóttu. En áætlun hans um launastöðvun og minnkun verð- bólgunnar brást og em nú lægstu mánaðarlaunin innan við einn þriðji af þvi sem þau vom fyrir tuttugu og einu ári. Þegar Sarney var á ferð í Rio de Janeiro fyrir nokkram mánuðúm var kastað gijóti að bílnum sem hann ferðaðist í. Og í Sao Paulo brýst hungrað fólk inn í stórmark- aðina að næturlagi tíl að stela mat. Það er meðal annars vegna þessa sem Samey er talsmaður sam- vinnu nágrannaþjóðanna á sviði efnahagsmála. Bonnstjómin eykur halla fjárlaga Gizur Helgason, DV, Liibedc Vestur-þýska ríkisstjómin hefur lýst sig reiðubúna til að auka við hallann á fiárhagsáætlun sinni og koma þannig til móts við þau lönd sem reynt hafa að beita Þjóðveija þrýstingi í þessa átt. Stjómin álítur einnig að þaö muni hjálpa til að sigr- ast á þeim alþjóðlega vanda sem ríkt hefur í fiármálaheiminum að und- anfomu. Gerhard Stoltenberg, fiármálaráð- herra V-Þýskalands, segir að lítið þurfi að gera til þess að hinn alþjóð- legi fiármálamarkaður fari aftur á hreyfingu. Þess vegna verði að taka öllu með ró og yfirvegun. Stoltenberg gefur ekki upp neinar tölur eða upphæðir hvað varðar áð- umefnda yfirlýsingu en segir að það hljóti að hafa mikla þýðingu fyrir fiármálaheiminn að vita um áætlanir Bonnstjórnarinnar. Stoltenberg telur toppfund iðnað- arstórveldanna sjö ekki tímabæran. Segir hann slíkan fund fyrst mega eiga sér stað þegar búast má við ákveðnum niðurstöðum. Ummæli Stoltenbergs eru næstum því þau sömu og franska fiármála- ráðherrans. Eru þau þannig vís- bending um enn nánari fransk-þýska samvinnu sem bæði löndin undir- strika nú hvar og hvenær sem er. Stoltenberg segir einnig að þó- nokkrar launahækkanir muni eiga sér stað í komandi samningum. Væntanlega mun þá eftirspurn á v- þýska markaðnum aukast og kemur það sér vel fyrir útlönd. Launahækk- anirnar koma í staðinn fyrir stytt- ingu vinnuvikunnar sem hefur staðið efst á óskalista verkalýðsfélag- anna í V-Þýskalandi. NILFISK GS 90 hefur mótor með yfir 2000 tíma endingu á kolum = um 20 ára meðalheimilisnotkun. Þetta er einsdæmi og annað er eftir því. Nilfisk er tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. Reynslan sannar rekstraröryggi og einstaka endingu. NILFISK engin venjuleg ryksuga /FQnix Hátúni 6A SiMI (91)24420 Olíumálaráðherra í kröppum sjó PáU Vilhjálnisson, DV, Osló: Oliumálaráðherra Noregs, Arne Öien, á undir högg að sækja þessa dagana vegna fiármálahneykslis í ríkisolíufyrirtækinu Statoil. Olíu- hreinsunarstöð, sem Statoil er aö byggja í Mongstad í Vestur-Noregi, kostar margfalt meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það þykir sýnt að framkvæmda- stjóri og stjórn Statoils reyndi að fela kostnaðinn bæði fyrir stórþinginu og fiölmiðlum. Hægri fiokkurinn í Noregi hefur krafist þess að stjóm Statoils verði látin sæta ábyrgð og krefst aðgerða af hálfu olíumálaráðherrans. Öien segist hins vegar ekki sjá ástæðu til að grípa til róttækra aðgerða gegn yfirstjórn Statoil. Fyrir afstööu sína sætir ráðherr- ann vaxandi gagnrýni Hægri flokks- ins og Framfaraflokksins. Hinir tveir stjórnarandstöðuílokkarnir, Kristi- legi þjóðarflokkurinn og Miðflokkur- inn, taka á næstu dögum ákvörðun um hvort þeir ætli að styðja olíu- málaráðherrann og stefnu hans eöa leggjast á sveif með Hægri flokknum og Framsóknarflokknum. NYTT GRAFARV0GUR NYTT Sundakaffi opnar útibú í Grafarvogi laugardaginn 21. nóvember kl. 7.00 Við bjóðum upp á meðal annars: * Helmillsmat í hádeglnu * Hamborgara og franskar * Grlllaöar samlokur * Kaldar samlokur * Heitar pylsur Glæsilega*kaffiteríu Opið alla virka daga frá kl. 7.00-20.30. Laugardaga frá kl. 7.00-18.00. Sunnudaga frá kl. 9.00-18.00. SUNDAKAFFI v/Dyrhamra, Grafarvogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.