Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987. Neytendur Það hafa sprottið upp mörg smærri flugfélög en þau hafa ekki haft bolmagn til að skáka risanum. r ^ Athugun á flugfaigjöldum Lögð hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um athugun á flugfargjöldum og er flutningsmaður hennar Hjörleifur Guttormsson (Abl). Lagt er til að Alþingi feli ríkis- stjóminni að láta fara fram athugun á flugfargjöldum hjá íslenskum flug- félögum með sérstöku tilliti til hárra fargjalda í innanlandsflugi. Einnig er gert ráð fyrir aö gerður verði sam- anburður á fargjöldum á flugleiðum jafnt innanlands sem til útlanda, og milli Evróþu og Norður-Ameríku með viðkomu í Keflavík. í greinargerö með tillögunni eru raktar forsendur hennar. Ein helsta forsendan er að íslendingar noti flug sennilega meira en nokkur önnur þjóð í heiminum, jafnt innanlands sem og til útlanda. Ástæðurnar eru lega landsins og bágbornar samgöng- ur á landi. Svo fremi sem viðkomandi flugfé- lag sé fært um að uppfylla flutnings- þörf hefur samgönguráðherra leyfi til að úthluta því sérleyfi á ákveðnum flugleiðum. Þegar slíkt er gert hefur viðkomandi flugfélag í raun fengið einokun á viðkomandi flugleið í ákveðinn tíma. Það er svo í verka- hring viðkomandi ráðuneytis að stýra fargjaldaverði. Að mati flutningsmanns skortir nokkuð á að eftirlit með þjónustu og fargjöldum flugfélaganna sé sem skyldi og tillagan því lögð fram. í greinargerð með tillögunni er mikiö af upplýsingum og verður kaf- að nánar í þær hér á síðunni. -PLP Flug hefur löngum talist til forréttinda hinna ríku. Hér á landi er hins vegar litill valkostur, flugið er einn helsti burðarásinn i samgöngumálum hérlendis. Þvi vekur furðu hve hátt fargjaldaverð er. Atlantshafsflug: LágfaigjöMfyrirútlendHiga Einhverra hluta vegna er ódýr- ara að fljúga til íslands heldur en frá því. Þetta kemur fram í greinar- gerð fyrir þingsályktunartillögu um athugun á flugfargjöldum sem flutt er af Hjörleifi Guttormssyni. í greinargerðinni segir orðrétt: „Fargjöld á Norður-Atlantsleið- inni eru kafli út af fyrir sig, ekki síst sú staðreynd að farþegi sem flýgur milli New York og Luxem- borgar greiðir frá 3. nóvember 1987 almennt fargjald sem svarar 14.530 íslenskum krónum, en farþegi sem flýgur frá Keflavík til New York greiðir 17.840 krónur, og frá Kefla- vík til Luxemborgar 21.850 krónur (hvort tveggja án flugvallar- skatts).“ Að auki kemur fram í greinar- geröinni að íslensk flugfélög bjóða upp á ýmis afsláttarfargjöid erlend- is, en þau gilda ekki alltaf fyrir farþega sem ferðast frá íslandi. Þessi mismunur vekur að sjálf- sögðu undrun og snerum við okkur því til Flugleiða. Steinn Logi Björnsson, formaður upplýsinga- deildar, varð fyrir svörum: „Þetta er mjög flókið mál og vil ég helst ekki ræða einstaka þætti þingsályktunartillögunnar fyrr en henni verður svarað í heild. Ég geri mér hins vegar fulla grein fyr- ir því aö þessi verðlagning getur í fljótu bragði virkað órökrétt, en eins og fyrr segir er málið flókið og ekki hægt að segja neitt um það að svo stöddu." -PLP Hvemig er ódýrast að ferðast? Dagblaðið Dagur á Akureyri var með forvitnilegan samanburð á ferðakostnaði á dögunum. Blaðið reiknaði út að mun ódýrara væri að taka leigubíl frá Akureyri til Reykjavíkur heldur en að fljúga með áætlunarflugi. DV kannaði málið aðeins nánar. Samkvæmt Degi þá kostar leigu- bíll milli Akureyrar og Reykjavík- ur um kr. 9.000 fram og til baka á dagtaxta og er þá ekki reiknað með að stoppað sé í Reykjavík. Ef bíllinn væri fylltur þá myndi farið kosta kr. 2.250 á manninn sem verður að teljast nokkuö vel sloppið. Fargjald fyrir einn með Flugleiðum er kr. 6.836 fram og til baka. Sé hins veg- ar tekin langferðabifreið kostar það kr. 3.000 fyrir manninn. Ódýr- asti kosturinn er þó einkabíllinn, en samkvæmt útreikningum Dags kostar það um kr. 2.300 að keyra sjálfur þessa leið. Einn kostur enn er þó fyrir hendi. Hann er að taka flugvél á leigu ásamt flugstjóra. Ef tekin er níu farþega flugvél hjá Flugfari kostar ferðin kr. 36.800 fram og til baka. Ef níu manns slá sér saman um að leigja flugvél myndi farið kosta kr. 4.088 á mann. Þá er ekki reiknað með neinni viðdvöl en sé vélin látin bíða getur tíminn farið upp í allt að kr. 1.500. Það er þó hægt að semía um það atriði. Ef leigð er vél hjá Vesturflugi er fast tímagjald á fimm manna vél kr. 15.000, en það tekur tæplega klukkutíma að fljúga þessa leið. Hjá Þotuflugi var til skamms tima hægt að leigja níu farþega þotu. Hún stendur þó ekki til boða eins og er þar sem hún er í Banda- ríkjunum. í sumar kostaði hún þó um 60 þúsund á tímann, en með þotu tekur flugið til Akureyrar mun skemmri tíma. Það eru sumsé ýmsir kostir í boði. Einnig eru ýmsir afslættir í boöi hjá flugfélögum. Flugleiðir bjóöa upp á nokkra slíka og eru þeir skýrðir hér á eftir. Þar er hægt aö fá fjölskylduaf- slátt en hann miðast við að farið sé fram og til baka. Þá greiðir ann- að hinna fullorðnu fullt verð en hitt þá aðeins hálft. Á leiðinni Reykjavík Akureyri gæti því dæ- mið litið einhvern veginn þannig út: Annar hinna fullorðnu kr. 6.836 Hinn kr. 3.518 Barn á aldrinum 12-21 kr. 3.518 Barn undir 12 kr. 1.759 Barn undir tveggja ára aldri kr. 680 Sem fyrr segir er þessi afsláttur miðaður við að farið sé fram og til baka, en þó mun vera heimilt að selja farmiða til Sauðárkróks, Hornaflarðar og Vestmannaeyja aðra leiðina með flölskylduafslætti. Þessi afsláttur er þó ekki nýttur sem skyldi því síðasta sumar voru þaö aðeins 11,4% farþega sem flugu á þessum kjörum. Aðrir afslættir eru einnig í boði. Þannig flugu 14,4% allra flugfar- þega í sumar á afslætti sem ætlaður er aðildarfólki ÍSÍ. Hann nemur 35% og verður íþróttafólkið að framvísa beiðni. í sumar sem leiö virðist íþróttafólk hafa verið tals- vert á faraldsfæti því alls nýttu sér þennan afslátt um 14,4% farþega. 11,2% flugu á nemenda- og ungl- ingaafslætti sem er 25%. Flugfarið til Akureyrar kostar því náms- manninn kr. 5.177. APEX fargjald er í gildi á öllum leiðum Flugleiða. Það gefur 40% afslátt en er háð ströngum skilyrð- um. Miðann verður að bóka og greiða minnst fimm dögum fyrir brottfór. APEX gildir aðeins fyrir báðar leiðir og er þá skilyrði að vera lengur en flóra daga en skem- ur en 21. Einnig er aöeins hægt að fljúga á vissum dögum. Enn er ótalið svokallað hopp- fargjald sem gildir aðeins milli Reykjavíkur og Akureyrar. Það gefur 50% afslátt fyrir fullorðna og 75% afslátt fyrir böm undir tólf ára aldri. Til Akureyrar er aðeins hægt aö taka síðustu vél að kvöldi þriðju- daga, fimmtudaga og laugardaga. Til Reykjavíkur verður svo að taka fyrstu vél að morgni mánudaga, miðvikudaga og fóstudaga. Þetta er „standby" fargjald, þ.e. ekki er hægt að bóka farið, það verður bara að treysta því að til séu laus sæti. Hér á undan hafa verið taldir upp ýmsar leiðir til þess að ferðast mflli Akureyrar og Reykjavíkur. Er Ijóst að allt hefur þetta talsverö útgjöld í för með sér en til að komast hjá þessum kostnaði er líklega aðeins ein leið fær en hún er sú aö ferðast á puttanum. Sá ferðamáti er hins vegar ótryggur en ýmsir ferðast engu að síður þannig. -PLP Risinn i íslenskum flugmálum er Flugleiðir. Segja má að félagið sé nánast einrátt á markaðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.