Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987. ■■■ Frjálst,óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ 1>VERH0LTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Erfið barátta Enn einu sinni hefur flkniefnalögreglunni tekist að koma upp um stórfellt smygl fíkniefna til landsins. í þetta skipti var gerð tilraun til að smygla hassi í máln- ingardósum undir nafni innflutningsfyrirtækis. Mun aðeins einu sinni áður hafa verið lagt hald á jafnmikið eða meira magn fíkniefna hér á landi. Það segir hins vegar sína sögu að þetta þykja ekki lengur stórvið- burðir. Hassmyglsins er getið neðanmáls og fréttin fer fyrir ofan garð og neðan. íslendingar eru hættir að kippa sér upp við það þótt fullorðið fólk sé uppvíst að því að smygla hassi og öðrum fíkniefnum inn í landið, fíkniefn- um sem eru jafnvirði milljóna króna og til neyslu á markaði sem hér virðist dafna. Fíkniefnalögreglan á hrós skilið fyrir uppljóstran þessa smygls. Nýlega gómaði hún erlend skötuhjú sem höfðu í fórum sínum eitthvert mesta magn eiturlyfja sem hér hefur fundist. Við og við berast fregnir af öðrum minni háttar uppljóstrunum og það er deginum ljósara að fikniefnalögreglan stendur sig með ágætum þrátt fyrir erfið skilyrði. En spurningin er hvort hún eigi ekki við ofurefli að etja. Hversu margar eru þær send- ingarnar til landsins sem sleppa úr greipum lögreglunn- ar? Allar hkur benda til að það magn eiturlyfja og sú tala smyglara og dópsala, sem lögreglan nær til, sé að- eins lítið brot af heildinni. Hinir séu miklu fleiri sem sleppa. Svo sannarlega má hneykslast á því fólki sem leggst svo lágt að stunda eiturlyfjasölu og gerir tilraunir til að smygla slíkum varningi til landsins. En hitt er ekki síður áhyggjuefni að til skuh markaður og neytendur hér á landi sem ánetjast þessu böh. Við höldum stundum að ísland sé fámennt og heilbrigt þjóðfélag þar sem spill- ing, eiturlyúasala og annars konar sori geti ekki þrifist, eða sé að minnsta kosti í algjöru lágmarki. En margendurteknar uppljóstranir um smygl á fíkni- efnum gefa tiiefni til að trúa öðru. Hér virðist vera stór og útbreiddur markaður fyrir hendi. Hér virðist neysla eiturefna vera meiri og almennari en nokkurn hefur órað fyrir. Annars væru ómerkilegir dópmangarar ekki að taka áhættuna. Annars fyndust ekki mörg kíló af hassi í einni smyglsendingu. Ef enginn er neytandinn þrífast engin viðskiptin. Þetta er sorgleg staðreynd. Útbreiðsla fíkniefnaneysl- unnar er komin á háskalegt stig. Fram til skamms tíma var íslenskt þjóðfélag sér meðvitandi um hætturnar og böhð sem fíkniefnaneyslunni fylgja. íslendingar sáu hvað var að gerast erlendis og til þess eru vítin að var- ast þau. En kannske er þetta að breytast líka? Kannske er neyslan tahn sjálfsögð og eðlileg fróun í lífi þúsunda ungmenna? En jafnvel þótt ahtof, ahtof margir hafi látið glepjast til neyslu fíkniefna, jafnvel þótt varnarstarfið virðist á stundum vonlítið, þá er það áfram upp á líf og dauða að berjast gegn þessum vágesti. Hrinda honum af hönd- um okkar. Fíkiniefnalögregluna þarf að efla. Forvarnarstarf þarf að auka. Fræðslu og áróður þarf að margfalda. Æskan og unghngarnir eru hklegustu fórnarlömbin. Þann hópinn þarf að vernda og fræða um hættur og þjáningar eiturlyfjaneyslunnar. Brunninn þarf að byrgja áður en barnið dettur ofan í. AUt það fé, hver einasta króna, sem fer th baráttunnar gegn fíkniefnun- um, mun skha sér margfaldlega. Við skulum ekki láta deigan síga frekar en fámenn fíkniefnalögreglan. Ellert B. Schram Húsnæðisfmmvaipið - að gefnu tilefni: Svar til Jóns H. Guðmundssonar Hinn 10. nóv. sl. ritar Jón H. Guömundsson, fyrrv. skólastjóri og fulltrúi Alþýðuflokksins í stjóm Húsnæðisstofnunar ríkisins, grein í Dagblaðið og gerir að umræðuefni aðíor að Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra vegna hús- næðisfrumvarpsins sem hún lagði fram á Alþingi. í greininni gagnrýnir Jón mál- flutning minn og tel ég nauðsynlegt að skýra málið dálítið. Mér virðist Jón misskilja grein mína. Alla vega hefur kjami málsins farið fram hjá þessum heiðursmanni, en grein hans er rituð í tilfxnningahita. Þeg- ar svo er verður skynsemin og skilningurinn stundum undir og er Jón þessi reyndar ekki einn um að lenda í slíkri stöðu. Einsdæmi Jón telur strákslegar og ódrengi- legar árásir á Jóhönnu á Alþingi einsdæmi. Málið er það að félags- málaráðherra hóf umræðuna sjálf. Mörgum þótti hún byija illa með því að hefja umræðuna, þegar hún mælti fyrir sínu fyrsta fmmvarpi sem félagsmálaráðherra, meö harðskeyttum árásum á samstarfs- menn í þinginu. Það hygg ég að sé einsdæmi. Svör sumra alþingis- manna í umræðunni á eftir verður að líta á í þessu samhengi og ein- hvers staðar segir að miklu valdi sá er upphafinu veldur. í framsöguræðu ræddi Jóhanna um þaö sem hún kallaði ómaklega og lágkúrulega gagnrýni og skæt- ing við sig. Hún varpaði fram spurningunni: „Hvað býr hér að baki?“ Þetta þóttu þingmönnum skrýtn- ar kveðjur og óvænlegar til þess að koma máli í gegnum samsteypu- stjóm þar sem oft þarf lag, lipurð og sáttavilja. Gagnrýnin Gagnrýni min beindist fyrst og fremst að vinnubrögðum. Jóhanna Sigurðardóttir hefur á undanföm- um misserum fjallað mjög um húsnæðislöggjöfma. Hún hefur lengi gagnrýnt þessi lög óvægilega í ræðu og riti. Menn áttu því von á að hinn nýi húsnæðismálaráðherra kæmi fram með þaulhugsaðar og vandvirknis- lega unnar breytingartillögur. Vonbrigðin urðu mikil vegna þess að eftir allt sem á undan er gengið lagði ráðherrann fram frumvarp sem flestir eru sammála um að sé illa unnið og illskiljanlegt. Þar að auki efast menn um að frumvarpið nái fram þeim markmiðum sem ráðherrann er að leita eftir. Þetta varð til þess að frumvarpið var lengur á leið í gegnum þingflokk- ana en ella. Menn lögðu vinnu í að yfirfara málið og fengu að launum kveðjur ráðherrans í framsögu- ræðu hennar sem hér er lýst að framan. Þetta þarf skólastjórinn fyrrverandi að hafa í huga þegar hann fjallar um orðræðumar. Að skilja mælt mál Jón telur að ég skilji ekki auðskil- ið mál frumvarpsins og þar deilum við Jón um fleira en eitt. Setningin: „Endanleg svör um afgreiðslutíma láns og lánsupphæð berist eigi siðar en einu ári áður en fyrsti hluti láns- ins kemur til afgreiðslu.“ Ég skil vel hvað Jón á við. Þetta þýðir að endanlegt svar veröur að berast minnst ári áður en fyrsta hluta lánsins er úthlutað. Vandinn er sá að þessi lagagrein er þannig orðuð aö gagnálykta má. Það má ekki úthluta fyrsta hluta láns nema ár sé liðið frá því að Kjallariim Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn Árangurinn er óæskilegur. Hærra lán sem veldur lánasjóðn- um erfiðleikum, meiri greiðslu- byrði sem veldur ungu hjónunum erfiðleikum og stærra húsnæði en þau hafa að gera með. Þessar skýringar telur Jón bera vott um ruglaða réttlætisvitund mína. Nú verður auðvitað hver að dæma fyrir sig. Aö mínu viti er þetta aðeins enn eitt dæmið um að frumvarpið er óhugsaö. Auðvitað gengur ekki að setja lög sem valda fleiri vandkvæðum en þeim er ætlað að leysa. I stuttu máli í grein minni í Dagblaðinu 3. nóv. sl. gerði ég ítarlega grein fyrir gagnrýni minni á frumvarpið. Ekki er tilefni til að endurtaka það hér. „Vonbrigðin urðu mikil vegna þess að eftir allt sem á undan er gengið lagði ráðherrann fram frumvarp sem flestir eru sammála um að sé illa unnið og illskiljanlegt.“ umsækjandi fékk endanlegt svar. Þetta er ekki útúrsnúningur. Málið er það aö hér eru menn að setja lög. Túlkun laga verður deilumál fyrir dómstólum og ærin vinna fyr- ir lögfræðinga. Með þessa setningu í lögum gæti umsækjandi, sem þarf að bíða, stefnt Húsnæðisstofnun ef hún gengi fram hjá honum og úthlutaði einhveijum láni aðeins hálfu ári eftir að hann fékk endanlegt svar. Þetta er bara eitt dæmi um óþarf- lega fljótfæmisleg vinnubrögð. Lög þurfa að vera skýr. Ég hefi hér aðeins ítrekaö tvö dæmi, en þau eru mörg. Mjög erfitt er víða að átta sig á hvað frumvarpið mundi þýða ef það yrði að lögum. Vonandi tekst að sníða vankant- ana af í nefrid. Svona mál þarf að undirbúa vel. Mér er spum. Er það tilviljun eöa ef til vill bara af illvilja, eins og mér finnst skólastjórinn fyrrver- andi telja, að báðir samstarfsflokk- ar Alþýðuflokksins í ríkisstjóm hafa lýst fyrirvörum viö fmm- varpið og forseti ASÍ og forystu- „í greininni gagnrýnir Jón málflutning minn og tel ég nauðsynlegt að skýra máliö dálítið. Mér virðist Jón misskilja grein mína.“ Réttlætisvitund í grein minni freistaði ég þess að lýsa því að fortakslaus forgangs- réttur þeirra, sem ekki eiga íbúð fyrir, getur verið óréttlátur. Þetta virðist Jón ekki skilja. Ung hjón með lítil fjárráð kaupa oft tveggja herbergja íbúö til að byija meö og reikna með að stækka viö sig þegar íjárhagur rýmkast og fjölskyldan stækkar. Þessi háttur er skynsamlegur og þjóðhagslega æskilegur. En samkvæmt frumvarpinu fara þau aftur fyrir í langan biðlista í þessu tilviki. Þetta leiðir til þess að ungu hjón- in teygja sig í að kaupa strax stóra íbúö meðan þau eru í forgangshóp. menn lífeyrissjóðanna lýsa yfir óánægju með það? Það skyldi nú ekki vera að þessir aðilar hefðu nokkuð til síns máls. Jón spyr mig hvar sé mín um- hyggja og annarra fyrir þeim umsækjendum sem núgildandi húsnæöislöggjöf vísar á dyr vegna lítilla tekna og vangetu til að standa undir greiðslubyrði lána. Þetta frumvarp fjallar ekkert um þau mál, Jón. Við höfðum vonast til að ráðherrann kæmi með eitt- hvað í þeim efnum. En svo er ekki. Hér þarf við eflingu félagslega húsnæðiskerfisins sem er viðamik- ið og aðkallandi mál. Guðmundur G. Þórarinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.