Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987. 15 Einokun á freöfisksölu: Hverra hagsmunir? Síðustu daga hafa orðið undar- lega heitar umræður í fjölmiðlum vegna þess atburðar að viðskipta- ráðherra gaf nokkrum smærri útflutningsfyrirtækjum leyfi til út- flutnings á freðnum fiski til Bandaríkjanna. Nokkrir hags- munagæslumenn hinna stóru freðfiskútflytjenda, SH og sjávaraf- urðardeiídar SÍS, ráku upp ramakvein, fullir hneykslunar yfir þessu gerræði viðskiptaráðherra sem þótti með þessari leyfisveit- ingu gera hvort tveggja í senn, skaða íslenska þjóðarhagsmuni og móðga utanríkisráðherra vorn sem von bráðar á að taka við þessum málum. Reyndar kom mér ekki á óvart að nokkrum þessara aðila skyldi renna blóðið til skyldunnar og reyna af hugsjóna og/eða hags- munaástæðum að verja þá einokun sem verið hefur á sölu freðfisks til Bandaríkjanna nú um langt árabil. Hitt kom mér nokkuð spánskt fyrir sjónir að sjá í þessum kór nokkra helstu frjálshyggjumenn þjóðar- innar, menn sem hafa um árabil boðað mér og öðrum í þessu landi að viðskiptafrelsi sé ávallt öllum til hagsbóta. Nú var því sem sé ekki til að dreifa heldur var hagsmun- um íslensku þjóðarinnar best borgið með einokun á ákveðnu sviði utanríkisviðskipta. Hverra hagsmuna er verið að gæta? Framboð og eftirspurn Nú hlýt ég auðvitað að viður- kenna að það getur verið mikið hagsmunamál fyrir íslensku þjóð- ina sem heild að sölu á mikilvæg- Kjallarinn Kristján E. Guðmundsson markaðsfræðingur ustu afurðum hennar sé beint í einn farveg þannig að innlendir framleiðslu- og söluaðilar séu ekki að troða skóinn hver af öðrum og undirbjóða hver annan til að losna við afurðir sínar. ísland er ótrúlega lítið á hinum stóra markaði. En þetta á eingöngu við við vissar markaðsaðstæður, þegar framboð er meira en eftirspurn. Við þær aðstæður lenda seljendur í erfið- leikum við að losna við afurðir sínar og verða þá oft að undirbjóða keppinauta sína til að selja og skiptir þá ekki máli þótt keppinaut- urinn sé samlandi hans. Við aðrar markaðsaðstæður, þeg- ar eftirspurn er meiri en framboð, er þessu öfugt farið. Þá verða stór sölusamtök með einokunaraðstöðu dragbítur á ýmsa sölumöguleika erlendis. Fyrir því eru ýmsar ástæður og skulu hér nefndar þrjár: 1. Stór sölusamtök gera gjarnan samninga til lengri tíma og geta því ekki fylgt eftir verðsveiflum upp á við sem skapast af meiri eftirsprun en framboði. Hafa ber í huga að slík samtök eru að selja meginþorra fram- leiðslu þjóðarinnar. 2. Stóru sölusamtökin selja mikið magn til fárra viðskiptavina og verða því að sætta sig við magn- afslátt sem sjálfsagður er í slíkum viðskiptum. En þótt sölutilkostnaður við slíka sölu sé minni verður heildarverð minna (enda oft verið að selja framleiðendum hráefni til framleiðslu á verðmeiri vöru). 3. Af ofangreindum ástæðum nýta hin stóru sölusamtök ekki ýmsa „afkima (nisje)“ markað- arins, þ.e.a.s. sérstæða, verð- mikla vöru í litlum mæli hér og þar. Ég held að engin vafi sé á því að við slíkar aðstæður geti smærri sölusamtök, sem eru vakandi fyrir þörfum hinna ýmsu afkima mark- aðarins, nýst okkur miklu betur til að fá hærra verð til hagsbóta fyrir heildina. Og hvernig eru svo markaðsað- stæður fyrir fiskafurðir okkar nú og í fyrirsjáanlegri framtíð? Mikil eftirspurn er nú eftir fiskafurðum í heiminum og hefur því verð á þeim farið hækkandi. Olíkt land- búnaðarframleiðslu, þar sem mikil offramleiðsla er, hafa fiskveiðar víða dregist saman hjá iðnaðarríkj- um heims af tveimur ástæðum: ofveiði og mengun. Á sama tíma fá Vesturlandabúar þann boðskap frá læknum (t.d. í Bandaríkjunum) að fiskneysla geti komið í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma sem svo mjöghrjá nútímafólk. Ogjafnframt er fiskur talinn næringarríkur matur með fáar hitaeiningar og því svar viö offituvandamáli sam- tímans. Allt hefur þetta aukið eftirspurn eftir fiski og fiskafurð- um og enginn vafi er á því að sú eftirspurn á eftir að aukast. Neyslumarkaður Þar sem við blasir að við þurfum að takmarka enn frekar fiskveiðar okkar en verið hefur er það brýnt verkefni í náinni framtíð að gera meira úr þeim fiski sem veiðist, t.d. með framleiðslu tilbúinna fisk- rétta. Við markaðsfærslu slíkra fiskafurða erlendis erum við komin inn á annan markað en hin stóru sölusamtök okkar hafa verið á til þessa, þ.e. neyslumarkaðinn. Égtel að þar henti betur smærri sölusam- tök þar sem slíkur markaður er margslunginn og verulega gott samspil þarf að vera milli framleið- enda og neytenda. Ég held að í stórum sölusamtökum verði erfitt að koma á því nána samspili neyt- enda og framleiðenda sem þar er nauðsynlegt. Einn mikilvægasti markaður í heiminum fyrir slíkar fiskafurðir er Bandaríkjamarkaður. Þar er mikil neysla á freðnum fiski og mikil neysla á tilbúnum réttum. Ég get því ekki séð, við þær mark- aðsaðstæður sem við búun við í dag, hvaða röksemdir eru fyrir því aö veita örfáum stórum sölusam- tökum einokun á freðfisksölu til Bandaríkjanna. Með fullri virðingu fyrir því starfi, sem þessi samtök hafa unnið á þessum markaði, held ég að tímabært hafi verið að aflétta þessari einokun, ef menn eru að hugsa um heildarhag íslensku þjóöarinnar. Eða eru það kannski ekki þeir hagsmunir sem veriö er að verja. Kristján E. Guðmundsson „Ég tel að þar henti betur smærri sölu- samtök þar sem slíkur markaður er margslunginn og verulega gott samspil þarf að vera milli framleiðenda og neyt- enda.“ Ágæti, SÍM og Ágæti hf. í júní 1985 samþykkti Alþingi lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, en samkvæmt þeim skyldi Framleiðsluráð land- búnaðarins hætta rekstri Græn- metisverslunar landbúnaðarins. Um þetta fjallar 52. gr. laganna en 3. málsgr. hennar hljóðar svo: „Heimilt er landbúnaðarráð- herra að selja samtökum framleið- enda kartaflna og grænmetis eða hlutafélagi í eigu þessara aðila eignir Grænmetisverslunar land- búnaðarins, aðrar en fasteignir. Þá er ráðherra heimilt að leigja sömu aðilum núverandi fasteignir Græn- metisverslunar landbúnaðarins til reksturs dreifmgar- og sölufyrir- tækis með kartöflur og grænmeti." Síðan voru stofnuð sölusamtök íslenskra matjurtaframleiðenda að frumkvæði Framleiðsluráðs land- búnaðarins, sem skipaði sex manna bráðabirgðastjórn. Stofn- dagur SÍM var 25. nóvember 1985. Síöan keypti SÍM lausafé Græn- metisverslunarinnar og tók fast- eignir hennar að Síðumúla 34 og jarðhús í Ártúnsbrekku á leigu eins og fyrmefnd lög heimiluðu og 2. desember keypti SÍM dreifmgar- fyrirtækið Ágæti sem þá var tíu daga gamalt. Ólögmæt fasteignaviðskipti? Svo gerðist það haustið 1986 að bráðabirgðastjórn samdi við Þor- stein Pálsson fjármálaráöherra og Jón Helgason landbúnaðarráð- herra um kaup á fasteignum Grænmetisverslunarinnar þrátt fyrir bann búvörulaganna um sölu þessara fasteigna en gerður var fyrirvari um samþykki Alþingis. í fjárlögum fyrir árið 1987 fékk fjármálaráðherra svohljóðandi heimild til: „Að selja fasteignir Grænmetisverslunar landbúnað- Kjallarinn Guðmundur Jónsson garðyrkjubóndi arins að Síðumúla 34 í Reykjavík og jarðhús í Ártúnsbrekku viö Suð- urlandsbraut í Reykjavík, enda séu fasteignirnar nýttar áfram í þágu samtaka framleiðenda matjurta. Söluandvirðið skal lagt í sjóð er stofnaður var með 4. mgr. 52. gr. laga nr. 46/1985.“ Má þó draga í efa að þetta hafi verið fullnægjandi lagaheimild þar sem hún stangast á við búvörulög- in og tilvísun til þeirra vantar um að ákvæði þeirra væri þar með fellt úr gildi. Nú standa málin þannig að enn hefur fjármálaráöuneytið ekki gef- ið út afsal vegna sölu þessara fasteigna en kartöflubændur í Þykkvabæ og Eyjafirði hafa mót- mælt sölunni. Kemur þetta fram í bréfi ráðuneytisins til Jens Gísla- sonar, Jaðri, Þykkvabæ, dags. 2. nóv. 1987, en bréfmu lauk með þessum orðum: „Fyrir dyrum stendur stofnun hlutafélags í eigu matjurtafram- leiðenda. Á þessari stundu getur ráðuneytið ekki lagt mat á hvort með því myndast sú samstaða um rekstur áðurnefndra fasteigna sem lagaákvæði gera ráð fyrir. Afsal fyrir eignunum verður ekki gefið út fyrr en það liggur fyrir.“ Þann 7. nóv. sl. var boðað til fund- ar á Selfossi til að stofna umrætt félag. í Morgunblaðinu 12. nóv. birtist frétt frá fréttaritara þess á Selfossi um stofnfundinn og segir þar: „Nýtt hlutafélag, Ágæti hf„ var stofnað á fundi á Selfossi á laugar- dag af 102 hluthöfum. - Á stofnfund- inum voru lögð fram hlutafjárloforð upp á 16 milljónir. Hinu nýja hlutafélagi er ætlað að yfirtaka rekstur Ágætis sem rekið er af Sölusamtökum íslenskra mat- jurtaframleiðenda. Gengið verður frá kaupum Ágætis hf. á eignum Sölusamtakanna, þar sem Ágæti er til húsa, húsum gömlu Grænmetis- verslunar ríkisins." Ekki vildu stofnendur Ágætis hf. kannast við á fundinum að tilgang- ur félagsins væri að yfirtaka rekst- ur annars fyrirtækis og ekki er það nefnt einu orði í stofnsamningi þess. Hins vegar segir svo í dreifibréfi (gamla) Ágætis 30. júni 1987: „Fyrirhugað er aö leggja Sölu- samtök íslenskra matjurtaframleið- enda (SÍM) niður en gera dreifingar- fyrirtæki þess, Ágæti, þess í stað að sjálfstæðu hlutafélagi." 50 milljón króna tap Ég undirritaður hafði skrifaö mig fyrir einum hlut í Ágæti hf. með fyrirvara um lögmæti stofnsamn- ings. Þess vegna mætti ég á fundin- um á Selfossi 7. nóv. og gerði þar grein fyrir þeirri skoðun minni að stofnsamningur Ágætis hf. væri ekki lögmætur því að í hann vant- aði ákvæði um að ætlunin væri að yfirtaka rekstur. annars fyrirtækis og reikningar þess hefðu ekki verið lagðir fram. Énginn fundur hefði verið haldinn í SÍM á þessu ári og engir reikningar lagðir þar fram. Ég fullyrti að rekstarhalli SÍM - Ágætis væri orðinn frá upphafi um 50 milljónir króna og var því ekki mótmælt. Þá vísaði ég til 5. gr. laga um hlutafélög, en þar segir svo: „Ef hlutafélag skal í sambandi við stofnun þess taka við eða kaupa fyrirtæki i rekstri skal við undirrit- un stofnsamnings liggja frammi efnahags- og rekstrarreikningur þess fyrirtækis tvö síðustu reikn- ingsár eða frá stofnun þess ef það er síðar. Ennfremur skal fylgja stofnsamningi upphafsefnahags- reikmngur félagsins með nauðsyn- legum gögnum um að hagur fyrirtækis þess, sem félagið yfirtek- ur, hafi ekki rýrnaö á tímabilinu frá því að fyrirtækið var yfirtekið, og að stofnun hlutafélagsins. Samningar um yfirtöku eöa kaup fyrirtækja í sambandi við stofnun hlutafélags, sem ekki er getið í stofnsamningi, eru ekki gildir gagn- vart félaginu." Stofnendurnir neituðu því á fund- inum að nokkurt samband vaeri fyrirhugað milli Ágætis hf. og SÍM eða (gamla) Ágætis en strax daginn eftir kom fram í útvarpsfréttum að þeir höfðu enn breytt um skoðun. Úttektfari fram Nú verður að minna á að sam- kvæmt 145. gr. laga um hlutafélög annast viðskiptaráðherra skrán- ingu allra íslenskra hlutafélaga, og upphaf 148. gr. laganna Mjóðar þannig: ,.Ef tilkynningar fullnægja ekki fyrirmælum laga þessara eða sam- þykkta hlutafélags eða ákvarðanir eru ekki teknar á þann hátt, sem ákveðið er í lögum eða samþykkt- um, skal synja skráningar. Nú má bæta úr göllum á einfaldan hátt með ákvörðun hluthafafundar eða samþykkt stjórnar og skal þá gefa félaginu hæfilegan frest til að bæta úr því. Ef ekki er úr bætt inn- an frestsins, skal synja skráning- ar.“ Fleira er athugavert við stofnun Ágætis hf. en hér hefur verið getið og ég neyðist til að álykta að stofnun þess standist ekki að lögum. Þess vegna ber viðskiptaráðherra að synja Ágæti hf. um skráningu þar tU allir ágallar á stofnun þess hafa veriö lagfærðir. Þá verður emnig að fara fram út- tekt á stöðu SÍM og Ágætis og síðan skal taka ákvörðun um hvort kaup- in á fasteignum Grænmetisverslun- ar landbúnaðarins verða látin ganga til baka. Guðmundur Jónsson „Þess vegna ber viðskiptaráðherra að synja Ágæti hf. um skráningu þar til allir ágallar á stofnun þess hafa verið lagfærðir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.