Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Side 26
• 38
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987.
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
■ Verslun
Ný sending: Kápur á 2ja til 12 ára,
úrval af fatnaði á böm og unglinga.
Verslunin Rut, Glæsibæ, sími 33830
og Hamraborg, sími 45288. Sendum í
póstkröfu.
♦
BUÐIN
Barnakjólar úr bómullarefnum í fall-
egum litúm, verð frá kr. 2.400. Sendum
í póstkröfu. H-búðin, s. 656550. Miðbæ;
Garðabæjar.
BÚÐIN
Drengjaskyrtur og síðbuxur, fallegar
peysur fyrir börn. Sendum í póstkröfu.
H-Búðin, s. 656550, Miðbæ
Garðabæjar.
Jólamyndir. Mikið úrval af barna-
myndum, jóladagatöl, jóladúkar,
margar gerðir. Hannyrðaverslunin
Strammi, Óðinsgötu 1, sími 13130.
Póstsendum.
Renault II GTS ’84 til sölu, ekinn 24
þús., spoiler allan hringinn, álfelgur,
topplúga, gardínur, útvarp + segulb.,
190w hátalarar, spoiler á afturrúðum,
sumar/vetrardekk, tvöfalt þjófvamar-
kerfi, mjög góður og vel með farinn
bíll. Bílasöluverð 550 þús., tilboð ósk-
ast, selst ódýrt ef samið er strax. S.
39024.
Áttu I erfiðleikum með kynlif þitt,
ertu óhamingjusamur(söm) í hjóna-
bandi, leið(ur) á tilbreytingarleysinu
eða haldin(n) andlegri vanlíðan og
streitu? Leitaðu þá til okkar, við eig-
um ráð við því. Full búð af hjálpar-
tækjum ástarlífsins í mörgum teg. við
allra hæfi, einnig sexí nær- og nátt-
fatnaður í úrvali. Ath., ómerktar
póstkröfur. Vertu ófeimin(n) að koma
á staðinn. Opið frá 10-18 mán.-fös. og
10-16 laug. Erum í
Veltusundi 3,3. hæð (v/Hallærisplan),
101 Rvk, sími 29559 - 14448.
Kápusalan auglýsir: Heilsársfrakkar,
fallegar vetrarkápur og jakkar úr
100% ullarefnum. Ennfremur karl-
mannafrakkar, húfur, treflar og vettl-
ingar. Sérlega hagstætt verð á öllum
vörum búðanna. Póstkröfuþjónusta.
Kápusalan, Borgartúni 22, sími 23509,
opið til kl. 16.00 laugardaga. Kápu-
salan, Hafnarstræti 88, Akureyri, sími
96-25250.
Honda CRX '86 til sölu, rauður, verð
650 þús., skipti á ódýrari koma til
greina. Uppl. í símum 26850 og 689679.
Lilja.
Chevrolet Monza '76 til sölu, V8 307,
heitur ás, fjögurra hólfa Holley, ál-
felgur, ekinn 60 þús. Uppl. í síma
688207.
Volvo, 45 sæta rúta, til sölu, vél upptek-
in, loftræstikerfi, olíumiðstöð, góð
dekk og lakk. Öll skipti möguleg á
dýrari eða ódýrari bílum. Uppl. í síma
93-12099 og 93-12624.
Toyota Corolla liftback '88, ókeyrður,
dökkgrár/metalic, útvarp, 12 ventla, 5
dyra. Uppl. í síma 698120, Pétur, og
72462 e.kl. 20.
Þessi fallega og vel með fama hvíta
Honda Civic er til sölu, árg. ’83, að-
eins ekin 27.000 km, sjálfskipt. Uppl.
í síma 681362.
Toyota Corolla Twin Cam '85 til sölu,
ekinn 24 þús. km, 5 gíra, útvarp, segul-
band, álfelgur, litur grár, bein sala,
má greiða með skuldabréfi. Verð 530
þús. Uppl. í síma 96-61578, Ásdís eða
Jón.
Ford Econoline til sölu, drif á öllu,
splittað að framan, upphækkaður,
nýleg dekk, 33", transistorkveikja, afl-
stýri og -bremsur, stereogræjur, tal-
stöð, snúningsstólar, gaseldavél,
vaskur, rennandi vatn, svefnpláss,
rautt pluss, gólfdúkur. Verð 690 þús.
Uppl. í síma 92-13262.
■ Ymislegt
Eldhúsleiktæki - 3 gerðir, hrærivél/
kaffivél/mixari, verð kr. 790. Sendum
í póstkröfu. Leikfangaverslunin
FLISS, Þingholtsstræti 1,101 Reykja-
vík, heildsölubirgðir, sími 91-24066.
■ BOax til sölu
Subaru 1,8 GL 4WD ’86 til sölu, vetrar-
dekk/sumardekk, grjótgrind. Einn
eigandi. Uppl. í dag og næstu daga í
símum 99-4408 og 91-688756.
Chevrolet Silverado 6.2 dísll ’82 til sölu,
ekinn 35.000 km. Dana-60 afturhás-
ing, ný dekk. Uppl. í vinnusíma
99-5667 og heimasíma 99-5943.
Camaro ’84 til sölu, V6, ný dekk,
skipti, skuldabréf, verð aðeins 630
þús. Á sama stað Cobra radarvari (tal-
ar), verð 14 þús. Uppl. í síma 21739.
omeo
uticu
OPID FRAgLJO-23
STUD
MANUD
Fréttir
Ásgeir S. Björnsson, Örlygur Hálfdanarson, Steindór Steindórsson frá Hlöð-
um og Helgi Magnússon við útkomu bókar Daniels Bruun í Bogasal
Þjóðminjasafnsins. DV-mynd KAE
Brautryðjandi í tveimur bindum:
íslandsbók Braun
komin á íslensku
Meiri háttar prentgripur og fræði-
rit, íslenskt þjóðlíf í þúsund ár, eftir
Daniel Bruun, var í gær kynnt fyrir
blaðamönnum í Bogasal Þjóðminja-
safnsins, þar sem jafnframt verður
haldin sýning á myndum og teikn-
ingum úr bókinni.
Utgefandi er kraftaverkamaðurinn
Örlygur Hálfdanarson, nánar tiltekið
bókaforlagið Öm og Örlygur.
Daniel Bruun var einhver merkasti
þjóðlífskönnuður erlendur sem til
Islands kom á 19. öld, listfengur
teiknari og ljósmyndari, og óþreyt-
andi að teikna og íjósmynda íslenskt
þjóðlíf eins og það kom honum fyrir
sjónir. Mældi hann upp torfbæi, úti-
hús, torfkirkjur og önnur mannvirki
í þúsundatah. Árið 1897 slóst í for
með honum arkitektinn Johannes
Klein, sem einnig var snjall listmál-
ari og ljósmyndari. Sjónvarpsáhorf-
endur minnast ef til vill leikinnar
heimildarmyndar um ferðalag þeirra
Bruuns og Kleins yfir Kjöl sem sýnd
var fyrir nokkrum árum.
Allt myndasafn þeirra Bruuns og
Kleins er geymt í Nationalmuseet í
Kaupmannahöfn og er mikið að vöxt-
um.
Frumútgáfa þessarar bókar kom
fyrst út á dönsku fyrir röskum 90-
árum.
í bók Amar og Örlygs eru alls 800
teikningar, uppdrættir og ljósmynd-
ir, og er þá myndefnið ekki nærri
uppurið.
Um Daniel Bruun segir Þór Magn-
ússon þjóðminjavörður í formála
bókarinnar sem gefin er út í tveimur
stórum bindum í fagurlega skreyttri
bókaröskju: „Með rannsóknum sín-
um og könnunum hefur Daniel
Bruun bjargað ómældum fróðleik og
þekkingu um íslenska menningar-
sögu, allt frá minjum frá landnámi
og fyrstu byggð og til híbýlahátta
fólks á 19. og 20. öld.“
í blaðamannafundinum sagði Ör-
lygur Hálfdanarson að tíu ára vinna
lægi að baki þessari útgáfu enda ber
hún þess merki. Steindór Steindórs-
son frá Hlöðum þýddi, Þór Magnús-
son ritar formála en þeir Ásgeir S.
Bjömsson lektor og Örlygur Hálf-
danarson völdu myndir og sömdu
myndatexta.
Nokkrir aðrir sérfræðingar komu
einnig við sögu bókarinnar.
Sigurþór Jakobsson listmálari sá
um stílhreint útlit.
Hvað kostar svo gripurinn? 9975
krónur, takk.
-ai
Vesturbærinn:
Símar sambandslausir
Jarðsímastrengur varð fyrir
skemmdum við Meistaravelli í gær
með þeim afleiðingum að allmargir
símar í vesturbænum duttu út sam-
kvænú upplýsingum sem DV fékk
hjá Pósti og síma.
Orsök bilunarinnar er sú að verið
var að grafa grunn fyrir húsi viö
Meistaravelli þegar hrundi úr bakk-
anum en þar var einmitt jarðstreng-
urinn. Teygðist á strengnum og varð
það til þess að allnokkrir símar eru
sambandslausir. í jarðstrengnum
eru 300 línur.
Ekki var í gær vitað hve margir
símar hefðu orðið sambandslausir
en búist var viö því að viðgerð lyki
í dag, fóstúdag. -ój
Enginn samdráttur
í sölu á eggjum
- þrátt fyrir hækkun á eggjaverði
Ekki hefur orðið vart neins sam-
dráttar í sölu á eggjum eftir að
eggjaverð stórhækkaði fyrr í þessari
viku, samkvæmt upplýsingum sem
DV fékk í stórmörkuðum Hagkaups
og Miklagarðs í gær.
Guðmundur Viðar Friðriksson,
verslunarstjóri Hagkaups, sagðist
ekki hafa orðið var við neinn sam-
drátt. „Það selst alveg jafnmikið nú
og áður og það kom okkur verulega
á óvart,” sagði hann. „Það er samt
gífurleg óánægja meðal fólks með
verðhækkunina en fólk virðist ekki
geta komist hjá því að kaupa egg,“
sagði Guðmundur.
I sama strang tók Jón Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Miklagarðs.
Hann sagði svipaða sölu á eggjum
nú og fyrir hækkun. Hann gagnrýndi
hins vegar hækkunina og sagði hana
fráleita hegðun gagnvart neytend-
um.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, sagði að sam-
tökin biðu eftir því hverju eggja-
bændur svöruðu verðlagsyfirvöldum
en bætti því við að Neytendasamtök-
in myndu bregðast við af hörku féllu
eggjabændur ekki frá samráði um
verðið. Ekki sagði Jóhannes að
áskorun Neytendasamtakanna um
að fólk hætti að kaupa egg hefði ver-
ið fylgt eftir en það yrði gert ef
eggjabændur sæju ekki að sér.
-ój