Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987. 39 Fólk í fréttum Georg Ólafsson Georg Ólafsson verölagsstjóri hefur verið í fréttum DV vegna verðhækkunar á eggjum. Georg er fæddur 13. júlí 1945 og lauk við- skiptafræðiprófi frá HÍ 1970. Hann var í fjármálafræðinámi í Verslun- arháskólanum í Kaupmannahöfn 1971- 1973 og var viðskiptafræðing- ur í bankaeftirliti Seðlabankans 1970-1971 og 1973-1974. Georg var eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum í Danmörku og vann í hagfræðideild Danska bankans 1972- 1973. Hann hefur verið verð- lagsstjóri frá 1975. Kona Georgs er Soffla Stefánsdóttir, f. 23. apríl 1945, kennari. Foreldrar hennar voru Stefán Pálsson, tannlæknir í Rvík, og kona hans, Guðný Níelsdóttir. Börn Georgs og Soffiu eru Ólafur, f. 5. júlí 1967, og Páll, f. 27. desemb- er 1974. Foreldrar Georgs voru Ólafur Georgsson, forstjóri í Rvík, sem lést 1961, og kona hans, Alda Bryndís Hansen. Faðir Ólafs var Georg, bankastjóri í Rvík, Ólafsson, gull- smiðs í Rvík, Sveinssonar, b. í Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum, bróðir Sigríðar, langömmu Þor- leifs, föður Kolbeins prests. Sveinn var sonur ísleifs, b. í Skógum, Jóns- sonar, b. og lögréttumanns í Skógum, ísleifssonar. Móðir ísleifs var Vigdís Magnúsdóttir, systir Hildar, ömmu Þorsteins í Núpa- koti, langafa Eggerts Haukdals. Systir Vigdísar var Þuríður, lang- amma Jensínu, móður Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Systir ísleifs var Guðný, langamma Þuríðar, langömmu Ragnheiðar Þórarins- dóttur borgarminjavarðar. Móðir Sveins var Þórunn Sveinsdóttir, b. í Ólafshúsi undir Eyjaíjöllum, Þor- leifssonar, bróður Guðmundar Ögmundssonar, langafa Ingigerð- ar, langömmu Páls, föður Þorsteins forsætisráðherra. Systir Ólafs var Guðrún, móöir Sveins Jónssonar í Völundi, afa Leifs Sveinssonar lög- fræðings og Sveins Björnssonar listmálara. Móðir Georgs banka- stjóra var Ásta, systir Jensínu, langömmu Guðmundar J. Guð- mundssonar. Ásta var dóttir Jóns prests í Dýrafjarðarþingum, bróð- ur Þorkels prests á Staðastað, langafa Jóns Sólnes, fóður Júlíusar Sólnes. Jón var sonur Eyjólfs prests í Miðdalaþingum Gíslasonar og konu hans, Guðrúnar Jónsdótt- ur, prests og skálds á Bægisá, Þorlákssonar. Móðir Guðrúnar var Margrét Bogadóttir, systir Bene- dikts, langafa Sigríðar, langömmu Geirs Haligrímssonar. Móðir Ólafs var Augusta Weiss, dóttir Martins Sörensen Weiss, málarameistara í Kaupmannahöfn. Alda Bryndís er dóttir Hans Hansen, járnsmíðameistara í Rvík, ættuðum frá Borgundarhólmi og konu hans Soffiu, systur Krist- bjargar, móður Erlends bæjarfó- geta og Marteins verkfræðings Bjömssona. Systir Soffiu var Þóra, amma Ingjalds Hannibalssonar forstjóra. Soffia er dóttir Péturs, b. í Miðdal í Kjós, Árnasonar, b. í Hagakoti, Árnasonar, bróður Guö- mundar, langafa Guömundar, fóöur Einars Más rithöfundar. Móðir Soffiu var Margrét Benjam- Georg Ólafsson. ínsdóttir, b. í Flókakoti í Kjós, Jónssonar, og konu hans Kristínar Þorkelsdóttir, b. í Prestshúsum í Húnavatnssýslu, Þorlákssonar. Kristófer Guðmundsson Kristófer Guðmundsson hús- gagnasmiður, Kirkjugerði 17, Vogum, er fimmtugur í dag. Kristó- fer fæddist að Stóru-Drageyri í Skorradal og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum en flutti til Reykja- víkur 1966 og hóf þar nám í húsgagnasmíði. Hann hefur að námi loknu unnið við smíðar, fyrst í Reykjavík en sl. ellefu ár á tré- smíðaverkstæöi íslenskra aðal- verktaka á Keflavíkurflugvelli. Kristófer flutti í Voga á Vatns- leysuströnd 1981. Kona Kristófers er Hlíf, f. 7. 9. 1948, dóttir Trausta, leigubílstjóra í Keflavík og síðar verkstjóra hjá íslenskum aðalverktökum, Jóns- sonar, sem er látinn, og konu hans Sigurborgar Ólafsdóttur. Kristófer og Hlíf eiga eina dóttur, Ester, f. 28.1. 1974. Kristófer er yngstur sjö systkina. Ein systir hans lést tuttugu og fimm ára. Hin eru: Þuríður sauma- kona, f. 1919, gift Stefáni Gíslasyni, byggingaverkamanni í Reykjavík; Guðrún, f. 1923, átti eitt barn ’en lést 1948; Halldóra, hjúkrunarkona, f. 1927, gift Jóni G. K. Jónssyni, skrifstofumanni í Reykjavík; Guð- björg, f. 1929, er verslunarmaður i Reykjavík; Vernharður trésmíða- meistari, f. 1932, býr í Reykjavík og er giftur Lydiu Thejll; Guð- brandur, sölumaður í Reykjavík, f. 1934, er giftur Elínu Aðalsteins- dóttur. Foreldrar Kristófers eru bæði lát- in. Þau voru Guðmundur b. á Stóru-Drageyri, f. 20. 6. 1889, Guð- brandsson og kona hans Guðrún, f. 15.12.1893, Vernharðsdóttir. Þau bjuggu síöast á Grettisgötu í Reykjavík. Föðurforeldrar Kristó- fers voru Guðbrandur b. í Geirshlíð í Flókadal og á Stóru-Drageyri í Skorradal, Guðmundsson og kona hans Guörún Jónatansdóttir. Móð- urforeldrar Kristófers voru Torfi Torfason Torfi Torfason sjómaður, Suður- götu 27, Akranesi, er áttræður í dag. Torfi fæddist í Hnífsdal og var þar í foreldrahúsum fyrstu árin en var fjögurra ára þegar hann missti fóður sinn og níu ára þegar móðir hans lést. Hann ólst því upp hjá hálfsystur sinni, Vilborgu. sem þá var vinnukona í Grafargih í Val- þjófsdal í Önundarfirði. Þar var hann fram að fermingu en flutti þá til Hnífsdals. Torfi var ijórtán ára þegar hann byijaði til sjós en hann stundaði sjómennsku þar til hann varð fjörutíu og eins árs. Fyrst var hann á bátum frá ísafirði en flutti til Vestmannaeyja 1930 og fór í sigl- ingar nokkrum árum síðar. Torfi sigldi öll stríðsárin en var síðan á báti sem hann gerði út ásamt tveimur öðrum. Hann hóf síðan störf í slippnum í Vestmannaeyjum og vann hann þar fram að gosi en þá fluttist hann til Akraness og vann þar við sútun síðustu starfs- árin. Kona Torfa er Halla Soffia, f. 12.5. 1910, en þau giftu sig 1952. Foreldr- ar hennar voru Hjálmur, b. á Lágafelli og Laxárbakka í Hnappa- dalssýslu, Hjálmsson og Helga Bogadóttir. Halla var áður gift Lauritz Jörgensen málarameistara og eignuðust þau fimm börn en Lauritz er látinn. Halla á nú fjölda barnabarna og sautján barna- barnabörn. Torfi er nú einn eftir systkinanna en hann átti fimm hálfsystkini og fjögur alsystkini. Af hálfsystkinum hans komust tvær systur til full- orðinsára en af alsystkinum hans ein systir. Hálfsystumar tvær voru Guðbjörg, húsmóðir á ísafirði, gift Þórði Guðmundssyni sjómanni, og Vilborg, húsmóðir á Isafirði, gift Jóni Kristjánssyni skipstjóra. Al- systir hans, sem upp komst, var Guðmunda Torfadóttir seni var gift Sighvati Bjarnasyni, skipstjóra og Kristófer Guðmundsson. Vernharöur vinnumaður á Stein- dórsstöðum í Reykholtsdal, Björns- son b. víða í Borgarfirði, Björns- sonar, Guðmundssonar, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Kristófer tekur á móti gestum í samkomuhúsinu Glaðheimum í Vogum eftir kl. 20:00 í kvöld. Torfi Torfason. útgerðarmanni í Vestmannaeyjum. Foreldrar Torfa voru Torfi, sjó- maður og b. á Dröngum í Dýrafirði, f. 1863, Björnsson, b. á Kaldá og í Fremstuhúsum í Önundarfirði, Björnssonar og kona hans, Jónína Ólafsdóttir, en þau bjuggu lengst af í Hnífsdal. Torfi verður ekki heima á af- mælisdaginn. Andlát Steinþóra Sigurbjörnsdóttir Steinþóra Sigurbjömsdóttir, Dval- arheimilinu Höfða, Akranesi, lést 10. 11. sl. Steinþóra fæddist 14. 8. 1898 á Hólmavaði í Aðaldal. Hún var yngst níu systkina sem nú eru öll látin. Foreldrar hennar voru Sveinbjöm Hallgrímsson og kona hans, Guðrún Þorsteinsdóttir. Steinþóra giftist 1935 Sigurði, b. á Þyrli í Hvaffirði, f. 13.11. 1904, Helgasyni, en foreldrar hans voru Helgi, b. á Þyrh, Jónsson og kona hans, Guðleif Jónsdóttir. Steinþóra og Sigurður bjuggu á Þyrli til 1978 en þá fluttu þau til Akraness. Börn þeirra: Sigrún, gift Ingva Böðvarssyni, verkstjóra í Hval- stöðinni; Helgi, starfsmaður í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, giftur Laufeyju Sig- urðardóttur; Guðrún, gift Ingva Ingvasyni, b. á Múlastöðum í Flókadal. Steinþóra átti ellefu barnaböm og tvö barnabarna- börn. Útför hennar verður gerð frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugar- daginn 21.11. klukkan 14.00. Haukur Magnússon, Tunguvegi 3, Hafnarfirði, lést miðvikudag- inn 18. nóvember. Gunnar Þorvarðsson rafeinda- virkjameistari, Stífluseli 8, Reykjavík, andaðist í Landspítal- anum að kvöldi 18. nóvember. Jóna Ásgeirsdóttir, Álfaskeiði 64, Hafnaríirði, andaðist í St. Jó- sefsspítala miövikudaginn 18. þ.m. Hans Kristján Elíasson, Kjalvegi, lést 18. nóvember. Afmæli Bent Jónsson Bent Jónsson, aðalbókari bæjar- fógetans á Akranesi, til heimilis að Vogabraut 16, Akranesi, er sextug- ur _í dag. Bent fæddist í Hattardal í Álftafirði við ísafjarðardjúp og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann var við búskapinn fyrstu unglings- árin og síðan til sjós frá Súðavík í nokkur ár. Hann fór síðan í lands- próf að Laugarvatni og útskrifaðist úr Samvinnuskólanum 1953. Bent starfaði svo næstu tvö árin hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar í Búð- ardal og þar næst hjá Kaupfélagi Suður-Borgfirðinga á Akranesi í tvö ár. Hann var svo varðstjóri hjá lögreglunni á Akranesi í ijórtán ár, en þarnæst skrifstofustjóri hjá út- gerðafélaginu Haferninum á Akranesi í þrettán ár. Bent hefur verið aðalbókari bæjarfógetans á Akranesi frá 1983. Kona Bents er Gerður, en þau giftu sig 18.7.1954. Foreldrar henn- ar eru bæði látin. Þau voru Rafn Sveinbjörnsson, vélstjóri frá Bíldudal, og kona hans Gyða Pét- ursdóttir. Bent og Gerður eiga þrjú börn: Gyða, f. 1953, á einn son og er kenn- ari á Eiðum; Guðrún Edda, f. 1957, er kennari við Æfingadeild Kenn- araháskólans i Reykjavík; Jón Bjarki, f. 1965, er nemandi við Tón- listarskóla FÍH. Bent á fjögur systkini: Lára, f. 1921, er gift Baldvini Björnssyni, sjómanni frá Ólafsvík. Þau bjuggu áður í Hattardal en búa nú í Súða- vík og eiga tvö börn; Matthías, f. 1923, er starfsmaður á Hrafnistu í Reykjavík. Hann er giftur Þóreyju Þorbergsdóttur og eiga þau eina dóttur; Guðrún, f. 1925, er gift El- íasi Þorbergssyni, hreppstjóra í Súðavík, og eiga þau fjögur börn; Sigurður, f. 1935, er ókvæntur og búsettur í Reykjavík. Foreldrar Bents: Jón, b. í Hattar- dal, f. 26. 7.1901, Bentsson og kona hans Guðrún frá Seljalandi í Álfta- flrði, f. 22. 7. 1899, Guðnadóttir. Föðurforeldrar Bents vom Bent Eikesdal, norskur maður sem hing- að kom fyrir aldamót og starfaði við hvalstöðina á Langeyri í Álfta- firði, og kona hans, Friðgerður Þórðardóttir. Móðurforeldrar Bents voru Guðni, b. á Seljalandi. Einarsson, b. á Svarthamri, Jó- hannessonar, og kona hans, Bjarney Guðmundsdóttir. Ingunn Gunnlaugsdóttir og Guðmundur Bjarnason Hjónin Ingunn Gunnlaugsdóttir og Guðmundur Bjarnason, til heimilis að Asparfelli 2, Reykjavík, eiga gullbrúðkaup í dag. Guðmund- ur var byggingaverkamaður í Reykjavík lengst af en síðustu starfsárin var hann vaktmaður á Bifreiðastöð Steindórs. Ingunn vann í áraraðir á saumastofu Kópa- vogshælisins. Börn þeirra eru Halldóra Björt, húsmóðir í Reykjavík, og Ómar Þór, íþróttakennari á Akureyri. Ingunn og Guðmundur munu taka á móti gestum í Domus Medica við Eiríksgötu milli klukkan 14.30 og 17.00 í dag. 75 ára________________________ Málfríður Kristjánsdóttir, Hraun- bæ 38, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára_____________________ Sigurður Helgason, Fjarðarstræti 6, ísafiröi, er sjötugur í dag. Hann er að heiman í dag. 60 ára_____________________ Magnús Stefánsson, Aðalgötu 33, Ólafsfirði, er sextugur í dag. Kristín L. Hrafnfjörð, Strandaseli 3, Reykjavík, er sextug í dag. Sverrir Einarsson, Laugalæk 62, Reykjavík, er sextugur í dag. Hjónin Ingunn Gunnlaugsdóttir og Guðmundur Bjarnason. 50 ára_______________________ Teitur Albertsson, Heiðarbrún 2, Keflavík, er fimmtugur í dag. 40 ára________________________ Eirikur Grímsson, Hæðarseli 10, Reykjavik, er fertugur í dag. Sigriður Hálfdánardóttir, Holtastíg 10, Bolungarvík, er fertug í dag. Magnús Guðmundsson, Njarðar- holti 8, Mosfellsbæ, er fertugur í dag. Örnólfur Sveinsson, Melgerði 3, Reykjavík, er fertugur í dag. Sigurður Jakobsson, Búðarvegi 55, Búðahreppi, er fertugur í dag. Ólafur Eggertsson, Manheimum, Skaröshreppi, er fertugur í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.