Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 15. JANUAR 1988. Fréttir Vinnumálasamband samvínnufélaga: Býður verkalýðsfélögum 6% kauphækkun á árinu Vinnumálasamband samvinnu- félaga virðist búið aö ákveða hvaða kauphæækun það ætlar að bjóða verkalýðshreyfingunni í komandi kjarasamningum. Á samninga- fundi, sem fulltrúar þess áttu með Verkalýðsfélagi Húsavíkur í fyrra- dag, buðu þeir 4% kauphækkun strax og 2% um mitt ár. Þar með virðist línan vera lögð um fyrsta boð Vinnumálasambandsins í komandi kjarasamningum. Aðalsteinn Baldvinsson, stjórn- armaður í Verkalýðsfélagi Húsa- víkur, sagði í samtali við DV aö menn nyrðra hefðu fyrst og fremst orðið hissa á þessu boði. Það væri svo broslega lágt að ástæðulaust væri að móðgast. Hann sagði að kaupkröfur Verkalýðsfélags Húsa- víkur væru á milli 35% og 40%, auk krafna um leiðréttingu á ýmsum réttindamálum. Hann sagði að nokkru fyrir jól hefði verkalýðsfélagið kosið samn- inganefnd sem hefði unnið mjög vel og lagt vel unnar og ítarlegar kröfur fyrir fulltrúa Vinnumála- sambandsins. Þeir hefðu ekki verið til viðtals um nokkum hlut nema þessa tvískiptu 6% kauphækkun og því hefði að sjálfsögðu shtnað upp úr viðræðum og fleiri fundir væru ekki fyrirhugaðir í bráð. -S.dór Bankaráð Landsbankans i upphafi fundar í gær þar sem ákveðið var að ráða Sverri Hermannsson bankastjóra í stað Jónasar Haralz. DV-mynd GVA Svenir Hemtannsson alþingismaður: Engin regla að sendisveinar vinni sig upp í bankastjórastöður „Vissulega eiga bankamenn að eiga jafnmikla möguleika og aörir á að vinna sig upp í bankastjórastöðu en þeir geta engan forgang átt. Það getur ekki orðið regla að sendisvein- ar vinni sig upp í bankastjórastöður á starfsaldri. Um átökin, sem átt hafa sér stað um þessa stöðuveitingu, er það að segja að slíkt kemur alltaf upp um mikilvægar stöður, þótt þetta hafi verið með mesta móti,“ sagði Sverrir Hermannsson alþingismaö- ur í samtali við DV í morgun. Sverrir var ráðinn bankastjóri Landsbankans í gær eftir mikil átök, eins og skýrt hefur verið frá í DV. Sverrir benti á að ríkisvaldið réði þessu og hann teldi að breytinga væri þörf þannig að ríkisstjórnin réði bankastjóra en ekki bankaráðin. Þau ættu að vera eftirlitsstofnanir. Slíkt myndi koma í veg fyrir uppákomur eins og áttu sér stað í bankaráði Landsbankans á dögunum og væru ekki til aö auka veg Landsbankans. Sverrir sagðist þá ekki skilja málið ef þaö ætti að útiloka menn frá bankastjórastöðu að hafa verið al- þingismenn eða ráðherrar. Það hlyti að fara eftir því hveiju sinni hvort þeir væru hæfir til starfans. Hér væri ekki um neinar úthlutanir eða kvóta að ræða. Hann sagðist ekki kvíöa köldu við- móti þegar hann mætir til starfa í bankanum í vor. Það væri eðlilegt að starfsfólkið styddi einn af Sínum mönnum í þessu máli. Sverrir sagðist fyrir allnokkru hafa ákveðið að fara ekki aftur í framboö til Alþingis og því hefði hann haft áhuga á að reyna sig í þessu starfi. Það væri bara slúður sem sagt hefði veriö að þetta væri einhver sárabót fyrir ráðherrastól. Slíku sagðist hann visa alfarið á bug. -S.dór Steingrímur Hermannsson utanríkisraðherra: Líkir fjármagnsmark- aðinum við ófreskju Fjármagnsmarkaðurinn er orð- inn ófreskja. Fjármagnsmarkaður- inn er óheilbrigður. Þessi orð og fleiri lét Steingrímur Hermanns- son utanríkisráöherra falla um fjármagnsmarkaðinn á fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur 1 gærkvöldi. Sagöi Steingrímur að nú væri verið að vinna að nýrri löggjöf um flármagnsmarkaöinn. I máli Steingríms kom fram að lánsvextir fjármagnsfyrirtækja væru allt að helmingi hærri en bankanna. A meðan Seölabanki bindur 13 % af innlánum bankanna eru engar kvaðir lagðar á fjár- magnsfyrirtækin. Steingrímur sagði að ekki væru heldur gerðar kröfur um tryggingar fjármagns- fyrirtækja og að þeir sem versluðu við þessi fyrirtæki væru á engan hátt tryggðir ef illa færi fyrir þess- um fyrirtækjum. Steingrímur sagði að raunvextir banka í fyrra hefðu veriö 9,5%. Raunvextir verðbréfakaupafyrir- tækja hefðu verið 14 til 20 % og 18 til 20 % hjá kaupleigufyrirtækjun- um. Hjá ávöxtunarfyrirtækjum væru affóll 5 til 20 % á mánuði auk vaxta. Hann nefndi einnig að kaupleigu- fyrirtækin virtust geta tekið óendanlegt fjármagn aö láni er- lendis. „Til hvers erum við að samþykkja lánsfjárlög þegar fjár- magn streymir inn fyrir milligöngu þessara fyrirtækja," sagði Stein- grímur. Steingrímur sagði að tillögur Framsóknarflokksins væru: Aö gera upplýsingaskyldu þessara fyr- irtækja algjöra. Að allur markaö- urinn veröi samræmdur. Að öll verðbréf veröi gefin út á nafn. Að öll fjármagnsfyrirtæki veröi gerð skattskyld, þar eru veðdeildir bankanna meðtaldar. Að verð- bréfakaup og ávöxtunarfyrirtæki verði ekki á sömu hendi. Að vextir veröi lækkaðir með opinberum aö- gerðum. -sme DV Jökull á Höffn: Hundrað manns lagði niður vinnu og mætti á félagsfund í gær boðaði verkalýðsfélagið Jök- ull á Höfn í Hornafirði til almenns félagsfundar klukkan 13.00 eða í miðjum vinnutíma. Vinnustaðirnir tæmdust og mætti um eitt hundrað manns á fundinn. Þar var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórn og trúnaðarmannaráö félagsins að beita verkfaUsvopninu ef samningar nást ekki með öðrum hætti. Einnig var skorað á Alþýðusamband Aust- urlands að endurskoða kröfumar frá því í haust í ljósi verðhækkana á matvælum vegna matarskattsins. Björn Grétar Sveinsson, formaður Jökuls, sagði að fólk væri ólgandi af reiði nú þegar áhrifin af matarskatt- inum væru að koma í ljós. Hann sagði að þaö væri eins og fólk hefði vaknað upp af svefni við þetta högg, eins og hann orðaði það. Pétur Sigurðsson, formaöur Al- þýðusambands Vestfjarða, tekur mjög í sama streng og sagði í sam- tali viö DV að allt virtist vera breytt eftir tilkomu matarskattsins enda væri fólk alveg rasandi hans vegna. Aðalsteinn Baldvinsson, sem sæti á í stjóm verkalýðsfélagsins á Húsa- vík, sagði það sama. Fólk á Húsavík væri bæði hissa og reitt vegna verð- hækkanna á matvælum. Það hefði staðið í þeirri trú að þetta væri lítil- ræði en svo kæmi þessi gusa. Hann sagði að kröfur verkalýðsfélagsins nú eftir matarskattinn væru 35% til 40% kauphækkun, ekkert minna kæmi til greina. -S.dór Steingrímur Hermannsson: r?Róm brennur“ „Það verður að draga úr fjárfest- ingu. Við höfum fjárfest miklu meira en við öflum,“ sagði Steingrímur Hermannsson á vel sóttum fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur í gærkvöldi. Lýsti hann miklum áhyggjum yfir ástandi efnahagsmála og að það yrði að stöðva þensluna og grípa til að- gerða sem fyrst. „Róm brennur," sagði Steingrímur og taldi brýnt að ríkisstjórnin héldi fundi með for- ráðamönnum þeirra sveitarfélaga og fleiri aðila sem hyggjast leggja í dýr- ar og miklar fjárfestingar. Nefndi hann meðal annars borgarstjóm Reykjavíkur. Tók hann sem dæmi ráðhúsið og fyrirhugaðan veitinga- stað á heitavatnstönkunum á Öskju- hlíð. Meðal brýnustu aðgerða, sem gera þyrfti, nefndi Steingrímur að koma þyrfti á stjóm og samræmingu fjár- magnsmarkaðarins. Að samið yrði um kaupmátt lægstu launa. Að staöa atvinnufyrirtækja verði tryggð með opinberum aðgeröum. Hann sagöi að fjármagnskostnaöur væri orðinn brjálæði og að leita þyrfti leiða til að lækka hann. Steingrímur taldi einnig óumflýanlegt að söluskattur yrði endurgreiddur að fullu þó að stefnt héfði verið að því að endurgreiöa hann aðeins að hálfu og að breyta þyrfti sköttum, svo sem launaskatti, úr veltuskatti í tekjubundinn skatt. Skuldbreytingu taldi Steingrímur óumflýanlega. „Fastgengisstefnan er grundvöllur fyrir hjöönun verðbólgu. Ég vil hafa gengið sem fastast. Þó ekki svo aö atvinnulífið hrynji. Ég er ekki að boða gengisfellingu. Það verður að reyna hinar aðgerðirnar fyrst,“ sagði Steingrímur Hermannsson utanrík- isráðherra. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.