Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Page 7
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988. 7 Fréttir Afengisútsalan í Kringlunni: ekki er enn ráðið hvort sams konar sjálfsaf- greiðsla verður í nýja „ríkinu" í Mjóddinni. Áfengisverslun í Mjóddinni: Líklega opnuð í sumar - „ríki“ í Neskaupstað með vorinu Ný áfengisverslun er í byggingu í Mjóddinni í Breiðholti og verður hún líklega tekin í notkun í sumar. Húsnæðið, sem er að Álfabakka 14, verður afhent Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins, ÁTVR, tilbúið undir tréverk 1. maí næstkomandi en Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði í samtali við DV að kappkostað yrði að opna eins fljótt og auöið yrði. ÁTVR keypti húsnæðið af KRON og verður verslunin tæpir 200 m2 að flatarmáli en svipað pláss fer undir geymslur. Ekki er ákveðið hvort verslunin verður með sama sniði og í Kringlunni þar sem kaupendur ná sjálfir í vöruna eða lík eldri verslun- um þar sem afgreitt er yfir borð. Einnig er í bígerð að opna áfengis- útsölu í Neskaupstað með vorinu en endanlegt húsnæði er ekki fundið. Höskuldur sagði þó líklegt að fyrir- komulag verslunarinnar í Neskaup- stað yrði eins og í Ólafsvík en þar var áfengisútsölunni komið fyrir í vefnaðarvörubúö. Þessi tilraun hef- Ur reynst mjög vel að sögn Höskuldar og hefur ÁTVR því kannað þennan sama möguleika í Neskaupstað. Önnur sveitarfélög, sem samþykkt hafa opnun áfengisverslunar, eru Hafnarflörður, Garðabær, Kópavog- ur og Seltjarnarnes en engin ákvörð- un hefur verið tekin hvenær áfengisútsölur verða opnaðar þar. -JBj Verðhækkunin hjá Á1VR: Létt vín hækkuðu mest „Léttvín hækkuðu að meðaltali meira í verði en sterku vínin,“ sagði Þór Oddgeirsson hjá Áfengis- og tó- baksverslun ríkisins um nýjustu verðhækkun á áfengi og tóbaki. Nam hækkunin að meðaltali 5,7%. Þór sagði að léttvínin heföu hækk- að meira en þau sterku vegna er- lendra verðhækkana. „Eins munar miklu hvort reiknað er í dollurum eða Evrópumyntum því þær hafa sig- iö frá síðustu verðbreytingum," sagði Þór. „Þá kemur líka inn í dæm- ið að stærri hluti af verðinu er inni í innkaupsverði á léttum vínum held- ur en sterkum." Sem dæmi um þær hækkanir má nefna að amerískar filtersígarettur hækkuðu úr kr. 130 í 136 pakkinn. London Docks-vindlar hækkuöu úr 190 krónum í 210 pakkinn. St. Emili- on rauðvín hækkaði úr 680 krónum í 740, Brennivín hækkaði úr 880 í 940 krónur, Smirnoff-vodka hækkaði úr 1320 krónum í 1370, Bristol Cream sérrí hækkaði úr 730 krónum í 780, Johnny Walker viskí hækkaði úr 1530 krónum í 1610 og Liebfraumilch hvítvín hækkaði úr 400 krónum í 460. -JSS Kjarasamningatilraunin á Vestfjörðum að fjara út: . Matarskatturinn mun leiða til aukinna krafna „Því miður fer það saman að þungt er fyrir fæti hjá atvinnurekendum og að þær kröfur sem við vorum með fyrir áramót passa ekki nú þar sem matarskatturinn hefur fariö verr en menn bjuggust við,“ sagði Pétur Sig- urðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjaröa, í samtali við DV. Hann sagðist því vera hóflega bjartsýnn á aö samningar næðust fyrir vestan eins og margir bjuggust við að gæti gerst á næstunni. Pétur sagði að veður og ófærð hefði komið í veg fyrir formlega samninga- fundi síðustu daga en samt sem áður Þorskeldi Norðmanna: Á leiðinni að verða ígildi laxeldisins - Norðmenn framleiða eitt þúsund lestir í ár Á síðustu árum hafa Norðmenn verið að fikra sig áfram með þorsk- eldi í norsku fjörðunum. Til aö byrja með voru ýmis vandamál sem þurfti aö leysa en nú virðist sem þau séu yfirstigin og því er spáð að á næstu árum verði eldis- þorskur jafnmikilvæg útflutnings- grein og útflutningur á eldislaxi. Jann Holst hjá norsku upplýs- inganefndinni fyrir sjávarafurðir segir í viötali við sjávarútvegs- blaðið Fiskaren að þessa sé ekki langt að bíða. Hann bendir á að í fyrra voru framleiddar 100 lestir af eldisþorski sem nær allur fór í jólaþorskinn, sem fræg jólamáltíð Norðmanna er kölluð. Á þessu ári er búist við að framleiddar verði eitt þúsund lestir af eldisþorski. Til þessa hafa Norðmenn farið þannig að: Þeir veiða smáþorsk á hefðbundnum miðum en ala hann svo í lokuöum fjörðum. Jann Holst segir að það sem gera muni eldis- þorskinn eins vinsælan og búist er við sé að kaupendur geta fengið hann í nákvæmlega þeirri stærð og þyngd sem þeir vilja hverju sinni. Jann Holst segir í viðtalinu: „Á næstu árum verður kominn mikill kraftur í þorskeldi eftir allri norsku ströndinni og útflutningur- inn mun aukast jafnt og þétt. Þegar við getum tryggt jafna framleiöslu af ákveðinni stærð af fiski munu veitingahús um allan heim sækjast eftir norska eldisþorskinum. Þar með verður komið nýtt útflutnings- verkefni sem margir spá aö verði ekki minna en í eldislaxinum. Ef þetta gengur eftir hjá Norð- mönnum er ef tii vill fundinn lausn á smáfiskaveiðunum hér við land. Þá gætu til aö mynda frystitogar- arnir hirt smáfiskinn lifandi og sett hann í eldisstöð í stað' þess að henda honum dauðum. -S.dór Leigubílstjóri: Kærður fyrir sjónvarpsstuld Lögð hefur verið fram kæra á hendur leiguhílstjóra í Reykjavík. Kona sem kærði segist hafa tekið leigubíl við Fellagarða í Breiðholti. Hún fór fyrst meö bílnum aö verslun þar sem hún festi kaup á litlu sjón- varpstæki. Konan lét síðan aka sér að annarri verslun. Bað hún leigubíl- stjórann að bíða á meðan hún versl- aði. Þegar konan kom út segir hún leigubílinn hafa verið á brott. Sjón- varpstækiö, sem konan haföi fest kaup á skömmu áöur, var í aftursæti bílsins. Konan fór strax til lögreglu og kærði þjófnaöinn. Hún vissi ekki númer bílsins. -sme hefðu menn ræðst við og þær viðræð- ur heföi síst aukið sér bjartsýni. Varðandi matarskattinn sagði Pét- ur að mikill kurr væri í fólki enda hefði hann komið öðruvísi út en yfir- völd sögðu þegar ákveðið var að setja hann á. „Það er ekki nema eðlilegt að fólk sé óánægt þegar verð á matvælum hækkar en kaupið stendur í staö. Ég er þess fullviss að fólk gerir nú harð- ari kröfur til kauphækkunar en var áður en matarskatturinn kom á,“ sagöi Pétur Sigurðsson. -S.dór OPffl t KVÖLD 50 / staðgreiðslu- f 0 afsláttur í öllum deildum. RAFDEILD: Er jólaserían í lagi fyrir næstu jól? 30% afsláttur af jóla- seríum og perum á meðan birgðir endast. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Á tröppur, gangstéttir, vegi, bílastæði og víðar. Dreifist í litlu magni sem jafnast. Bræðirsnjó, klaka og hindrar ísmyndun í allt að - 9°C. Dreifing: Olíufélagið hf. og Áburðarverksmiðja ríkisins. ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.