Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Qupperneq 10
10
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988.
Utlönd
spamaður vegna
milds vetrar
Haukur L. Haukæon, DV, KauprrLhöfn:
í samanburði viö síðasta vetur
hefur hinn mildi vetur nú sparaö
öllum sveitarféíögum, ömtum og
vegagerðinni hundrað mimónir
danskra króna sem vanalega eru
notaðar til saltausturs og snjó-
ruðnings.
Samkvæmt upplýsingum
dönsku vegagerðarinnar er
sparnaðarupphæðin sennilega
enn hærri vegna sáralítilla frost-
skemmda á vegum. Hefur verið
lítið um hitasveiflur kringum
frostmarkiö en þær fara verr með
yfirborð veganna en stööugt
frost. Meðalvetur í Danmörku
kostar um fimm hundruö millj-
ónir danskra króna og hafði
vegagerðin ein, sem sér um aðal-
þjóðveganetið, sparaö fimmtán
milljónir um áramótin og runnu
þær þvi aftur í þurfandi ríkis-
kassann.
í janúar hafa vegagerðinni þeg-
ar sparast tíu milljónir og er
vonast til að sparnaöurinn i ár
renni í viðhald á vegum en síð-
ustu þrír vetur, sem voru snjó-
þungir, rýrðu mjög viðhaldssjóði.
Sjást þess enn merki á vegum.
í janúar hefúr hiti í Danmörku
verið yfir meöallagi, allt aö tíu
gráöur. Að sögn veðurfræðinga
er ekki útlit fyrir aivöruvetur í
bráöina.
íranirnir aftur til Frakklands
Bjami Hinrikssoiii, DV, Bordeaux:
Aðeins 48 klukkustundum eftir að
Jacques Chirac, forsætisráðherra
Frakklands, lýsti þvi síðast yfir að
aldrei kæmi tii greina að ríkisstjóm-
in endurskoðaði þá ákvörðun sína
aö vísa úr landi 22 írönskum og 4
tyrkneskum flóttamönnum voru
hann og stjómin búin að skipta um
skoðun.
í gærkvöldi sneru 7 flóttamenn aft-
ur til Parísar frá Gabon þar sem
hópurinn hefur verið. í Madrid bíða
8 sem em væntanlegir.
Þessi kúvending stjórnarinnar
kemur í kjölfar mikillar gagnrýni
heima fyrir og erlendis frá því laga-
legur grundvöilur fyrir brottvísun-
unum þótti í sumum tiifellmn iítill.
Enda hafa frönsk dómsyfirvöld lýst
því yfir að gögn ríkisstjórnarinnar,
sem réttlættu aðgerðirnar, séu
ónóg.
íranimir voru pólítískir flótta-
menn og andstæðingar Khomeinis.
Sakaði ríkisstjórnin þá um starfsemi
Iranir, sem verið hafa í hungurverkfalli í París vegna brottyisunar félaga
sinna frá Frakklandi, sýna sigurmerki er tilkynnt var um endurkomu flótta-
mannanna. Simamynd Reuter
sem ógnaði öryggi innanlands. Með
því gerði ríkisstjómin brottvísanirn-
ar hluta af baráttunni gegn hryðju-
verkamönnum en aðrir sáu hins
vegar í þessum aðgerðum einar af
afleiðingum samningaviðræðum
franskra og íranskra yfirvalda vegna
frönsku gíslanna sem látnir vom
lausir í Líbanon í lok nóvember.
íranimir voru sendir til Gabon og
hófu margir þar strax hungurverk-
fall. í hópnum voru konur og böm.
Ríkisstjómin segist leyfa sumum
írönunum að snúa aftur til Frakk-
lands vegna heilbrigðis- og mannúð-
arsjónarmiða. Brottvísanimar séu
einungis úr gildi á meðan málið er
athugað betur og alls ekki tryggt að
íranirnir séu komnir til baka fyrir
fullt og allt.
Líklegri ástæður fyrir þessari eftir-
gjöf stjómarinnar era aðrar. í fyrsta
lagi eru fyrmefndar yfirlýsingar
franskra dómsyfirvalda. í öðra lagi
var Mitterrand forseti farinn að gefa
í skyn að hann sætti sig ekki við
brottvísanimar og í þriðja lagi var
kominn upp vísir að ósætti innan
Stjórnarflokkanna. Chirac hefur því
tahð hyggilegast, með tilliti til kom-
andi forsetakosninga, að gefa eftir
og forðast með því árekstra við for-
setann og óánægju í eigin röðum sem
orðið gæti honum álitshnekkir. í
sjónvarpsviðtali í gærkvöldi harð-
neitaði Chirac því að þetta mál hefði
nokkuð með gíslana aö gera né held-
ur þýddi endurkoma írananna
uppgjöf af hans hálfu.
Gmnaðir um aðstoð við gerð kjarnorkusprengju
Ásgeir Eggertssan, DV, Mimchen:
Umhverfismálaráðherra Vestur-
Þýskalands bannaði í gær kjarn-
orkufyrirtækinu Nukem áframhaid-
andi starfsemi. Þetta er afleiðing þess
aö hjá fyrirtækinu fundust 50 tunnur
af geislavirku efni sem þaö haíði áð-
SKILÐ
LAUNAMÐUM
í tœka tíð
Launamiðum fyrir greidd laun á árinu 1987 þarf að skila
nú sem endranær.
Síðasti skiladagur er
______20. janúarnk.
KENNITALA í STAÐ NAFNNÚMERS
í stað nafnnúmers ber nú að tilgreina kennitölu
bæði launamannaog launagreiðenda.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
ur neitað að væra til.
í gær var einnig tilkynnt mn að
rannsókn á útflutningi fyrirtækisins
á geislavirkum efnum væri hafin.
Raddir era uppi um að efniö, sem
auðveldar gerð kjamorkusprengju,
hefði verið flutt til Líbýu öa Pakist-
an. Ef svo er er þetta brot á reglum
sem banna V-Þýskalandi að fram-
leiða eða hjálpa ööram að framleiða
kjarnorkuvopn. Fréttamenn v-þýska
sjónvarpsins sögðu í gær aö ef gran-
urinn um aðstoð við gerð kjarnorku-
sprengju ætti eftir að sannast myndi
þetta mál jafnvel bregöa skugga á
Iran-kontra hneykshö í Bandaríkj-
unum. Svo alvarlegar eru ásakanirn-
ar.
Postsamgóngur
í samt lag
Brynhildur Ólafedóttir, DV, Spáni:
Póstyfirvöld Spánar hafa nú gripið
til þess ráðs að endumýja samninga
þeirra lausráðinna starfsmanna
póstsins sem nmnu út þann 31. des-
ember síðasthðinn til að bjarga
póstþjónustunni frá hruni.
Frá 1. janúar hefur hrúgast upp
póstur sem ekki hefur verið hægt að
dreifa vegna manneklu og stefndi í
algjört óefni. Því hefur veriö ákveðið
að veita aukafjárveitingu til að unnt
veröi að lausráða hið fyrsta nýja
starfsmenn.
Tahð er að það taki um það bil viku
að koma póstþjónustunni í samt lag
aftur enda er mikið starf fyrir hönd-
um þar sem aht hefur verið á heljar-
þröm.
Danskir nasistar
í framboð
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmaimahofci:
Danski nasistaflokkurinn, sem
hefur bækistöðvar í Álaborg, hefur
ákveðið að bjóða fram í næstu bæjar-
og sveitarstjómarkosningum sem
haldnar verða 1989. Telur flokkurinn
sig standa svo vel að vígi aö hann
mun bjóða fram í Álaborg, Kaup-
mannahöfn og ýmsum sveitarfélög-
um í nágrenni höfuðborgarinnar.
Knudsen, foringi flokksins, hefur
lýst því yfir að flokkurinn muni fyrst
og fremst vinna að því að reka það
sem flokkurinn kallar „hið svokah-
aöa flóttafólk" úr landi. Auk þess
mun flokkurinn ætla að taka þátt í
umræðunni um umhverfisvemd.
Th þessa hefur flokknum tekist að
halda upplýsingum um meðhma-
fjölda og fjármál leyndum. ■ Lands-
fundimir era haldnir með mikihi
leynd og aht um starf flokksfélag-
anna vel huhð. Þó hefur fengist
staðfest að hver meðlimur borgi 25
danskar krónur í félagsgjald á mán-
uði og gefið er í skyn að einstaka
persónur styrki flokkinn með vera-
legum fjárútlátum.
Flokkurinn, sem var stofnaður
1970, hefur fastmótað stigskipt fé-
lagskerfi þar sem era bæði A- og
B-meðhmir. Geta alhr orðið B-með-
limir en forysta flokksins velur
A-meðhmi eftir að þeir hafa stundað
flokksstarf í mörg ár. „Th að verða
A-meðhmur verður maður að th-
einka flokknum tilvera sína. Maður
verður að láta nota sig eins og for-
ystu flokksins þóknast,“ segir flokks-
foringinn. Kunnugir telja að fjöldi
A-meðhma sé mhli 40 og 50. Flokks-
félög fmnast víða um aha Danmörku
en eru sterkust í Álaborg og Kaup-
mannahöfn.
Knudsen foringi er cand. mag. í
germönskum málvísindum. Fyrir
utan að vera foringi dönsku nasist-
anna er hann aðalritari alþjóðasam-
bands nasista.
Hugmynafræði flokksins grund-
vahast á riti Hitlers, Mein Kampf.
Nasistamir neita útrýmingu 6 mhlj-
óna gyðinga í seinni heimsstyrjöld-
inni og segir Knudsen að 6, 12 eða
18 milljónir drepinna gyðinga skipti
engu í kosningabaráttunni fyrir bæj-
ar- og sveitarstjómarkosningamar.
Auk þess séu flestir meðhmir flokks-
ins, eða 95 prósent þeirra, fæddir eftir
stríðslok.