Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 15. JANUAR 1988. Neytendur_________________________________ Matarskatturínn: Hik á fólki, hættir jafhvel við að kaupa DV kannar hljóðið í neytendum Á ég að hætta við, bíða eða bara skella mér á þetta? í vikunni gerðum við okkur ferð í Hagkaup í þeim tilgangi að heyra álit fólks á hækkunum matvara. Sjá mátti að viðskiptavinir komu og skoðuðu ögn meira en gengur og ger- ist. Vörur voru teknar upp, verð skoðað og þær jafnvel lagöar aftur á sinn stað. Fáir höfðu gert sér ná- kvæma grein fyrir því hvaða vörur höfðu hækkað qg hve mikið. Auðséð var þó aö hjá flestum gætti einhvers óróleika, a.m.k. á meðal þeirra sem við var rætt. Afgreiðslumaður við kjötborðið sagðist mikið hafa orðið var við að fólk spyrði sig um verð og þakkaði síðan pent fyrir sig og gengi á brott. Viðskiptavinir hættu einfaldlega við að kaupa kjötvörur, a.m.k. á meðan þeim hefur ekki runnið reiðin vegna aðgerða ríkisvaldsins. Orð eins og „allt of dýrt“ og „allt hækkað“ haíði afgreiðslumaðurinn oft heyrt á síð- ustu dögum. Jenný Bjamadóttir var ein síns liðs með vagn að versla er blaðamaður mætti henni. Um helgar sagðist hún til þessa hafa keypt inn nokkurn veg- inn sömu hlutina og greitt fyrir við kassann á bilinu 6-7.000 kr. í þessu verði væru tvær nautakjötsmáltíðir. í dag greiðir hún aftur á móti um 8.000 kr. fyrir sömu vörur. Á mánuði er hækkunin því um 4-6.000 kr. fyrir hennar heimih og þá aðeins um helg- ar. Jenný hélt ekki að þessar hækkanir kæmu svo mikið við sig. Aftur á móti fann hún til með barna- fólki. Næst rákumst við á hjón sem virt- ust ánægð með lífið. í ljós kom þó að þau voru mjög óhress með hækk- anir á matvörum. „Ekki hækka þeir kaupið þó þeir hækki matvöruna,“ sagði konan, Guðrún Ellertsdóttir. Eiginmaðurinn, Ásgeir Ásgeirsson, tók undir orö hennar og bætti við: „Já, svo er sagt að aðrar vörur eigi að lækka til þess að vega upp á móti söluskattshækkununum.“ „Það er ekki rétt, ég ætlaði að fara að kaupa dekk undir bílinn, sá svo að verðið haíði akkúrat ekkert lækkað og hætti því við. Við náum þessum peningum aldrei inn aftur og þurfum ekkert á þessum lúxusvörum að halda sem eru að lækka.“ Þau hjónin sögðust ekki geta ímyndað sér annað en að þessar hækkanir kæmu illa við yngra fólkið. Sigríði Einarsdóttur mætti blaða- maður er hún gekk í átt að kassan- um. Hún er í hópi yngra fólksins sem þau eldri kenndu svo í bijósti um. Sigríður sagðist sérstaklega hafa tek- ið eftir verðbreytingu á rjóma en átti eftir að skoða verðbreytingar betur. Engu að síður sagðist hún hissa á stjórnvöldum að láta sér detta í hug að hækka vörur sem eru dýrar miðað við önnur lönd, þ.e.a.s. matvörur. „Ferðamenn eiga ekki til orð þegar þeir koma hingað - matvörur eru allt of dýrar.“ Aðspurð um breyting- ar á hátollavörum sagðist Sigríður vera fullviss um að þar hefði upp- stokkun tollflokka fylhlega átt rétt á sér. „Hlutum eins og borðbúnaði og öðru þess háttar var hvort sem er bara smyglað inn til landsins en nú Jenný Bjarnadóttir taldi verðhækk- anir koma verst niður á yngra fólk- inu. fer maður og leyfir sér að kaupa þessa hluti á skikkanlegu verði.“ Fleiri voru þama á ferð sem til- heyra hópi unga fólksins. Friðrik Raifnsson og Kristjana Kristjánsdótt- ir keyrðu son sinn, Rafn Vídalín, um í imikaupavagni. Það stóð ekki á undirtektum hjá þeim er þau voru spurð hvort þau hefðu tekið eftir ein- hverjum breytingum á verðlagi síðustu daga. „Jú, það er hagstæðara að kaupa 300 grömm af nautahakki en fiski núorðið - meiri matur út úr sömu þyngd. Lambakjötið er líka orðið það dýrt að við erum hætt að kaupa það - kaupum frekar nauta- kjöt. Svo er það áleggið, það hefur hækkað óþægilega mikið.“ Hvort þeim fyndist eitthvað sem sneri beint að syni þeirra hefði hækkað? „Jú, jú, eggin. Strákurinn er svo hrifinn af eggjum. Eggjaverð var nefnilega mjög sanngjarnt en nú er búið að eyðileggja það,“ sagöi Kristjana. En hefur barnið séð hvemig eggin verða til? Foreldramir urðu nú dálítið hissa, brostu þó og sögðu það góða hugmynd að sýna baminu eitthvað úr sveitinni. Það skaðaði varla að upplýsa bamið lítillega um matvörur þær sem foreldramir kaupa dýrum dómum. Það var greinilegt þetta síðdegi að allir voru ósáttir við aðgerðir ríkis- stjórnarinnar. Áberandi lítið var í innkaupakörfum viðskiptavina. Fólk spáði meira og skoðaði heldur en að kaupa. Allir vildu halda verði mat- vara niðri og láta munaöarvörur halda sínu háa verði. Enginn taldi sig koma til með að njóta góðs af tollaniðurfellingum munaðarvara til jafns við hækkanir matvara. -ÓTT. Þessum hjónum fannst óréttlátt að hækka matvörur á meðan kaupið stæði í stað. Friðrik Rafnsson og Kristjana Kristjánsdóttir með son sinn, Rafn Vídalín, sem finnst egg óhemju góð. Niðurgreiðslupen- ingar étast upp Er ákveðið var að setja söluskatt á matvömr vora auknar niður- greiðslur á landbúnaðarvörar sem að áliti ríkisstjómarinnar era nauðsynlegustu fæðutegundirnar. Tekna til aukinna niðurgreiðslna var m.a. aflað með því að leggja 25% söluskatt á matvæli en fyrir- hugað hafði verið aö hann yrði 22%. Til að greiða niður söluskatt á kindakjöti, smjöri og mjólk voru niðurgreiðslur auknar um 1,3 milljarða og nema þær því 2,9 millj- örðum til landbúnaðar. Þetta eru nær 30% af heildarveltu allrar smásöluverslunar í landinu en hún er um 20 milljarðar. Nú hefur komið á daginn að þess- ir peningar era ekki verðtryggðir og munu niðurgreiðslur því skerð- ast í prósentum eftir því sem verðbólga eykst því að krónutala er óbreytt. Neytendur geta því búist við því að „nauðsynlegustu matvæli“ hækki þegar fram líða stundir, samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað sér. -PLP Tímarit fvrir alla HENTAR ÖLLUM ALLS STAÐAR - Á FERÐALAGINU JAFNT SEM HEIMA MEÐAL EFNIS: Skop 2 • Karlar í kvennastörfum 3 • Saga víkinganna lesin úr sorpi 7 • Við kennum börnunum okkar að nota fíkniefni 11 • Lífsins tré 18 • Maggie Thatcher: kona með bein í nefinu 23 • Úti að aka 31 • •Aktu meðvitað og lifðu lengur 34 • John Huston: risinn í Hollywood 40 • Björgun í lausu lofti 47 • Skoðanakannanir eru ekki vísindi 55 • Hugsun í orðum 60 • Pilla handa karlmönnum 62 • Þegar Heydrich var myrtur 70 • Sagan af Finna Karlssyni og meykónginum 88 • Völundarhús 96 •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.