Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988. Frjálst, óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjórj: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Ríkisútvarpið Við meðferð alþingis á frumvarpi til lánsflárlaga, sem endanlega var samþykkt í gær, komu fjármál Ríkisút- varpsins nokkuð við sögu. Stjómarandstæðingar gerðu tilraun til að rétta nokkuð hlut Ríkisútvarpsins með því að fá samþykkt að RÚV héldi að öllu eða einhverju leyti tekjum af aðflutningsgjöldum af hljóðvarps- og sjón- varpstækjum. Stjórnarliðið lagðist gegn þeim tillögu- flutningi og benti á að RÚV hefði fengið hækkun á afnotagjaldi langt umfram almennar verðlagsbreyting- ar. Þessar umræður um RÚV stafa meðal annars af því að fjárhagsstaða Ríkisútvarpins hefur stórlega versnað og fyrirsjáanlegur mikill halh á rekstri þess. Þar ræður auðvitað mestu samkeppnin um auglýsingarnar við aðrar stöðvar, bæði Stöð tvö og hljóðvarpsstöðvarnar, en í ofanálag hefur ríkissjóður tekið í sína hít þær tekj- ur sem RÚV hafði af aðflutningsgjöldunum. Minna má á að þegar einkaréttur RÚV var afnuminn var gert ráð fyrir því að RÚV héldi þessum tekjum, þannig að með réttu má halda því fram að hér sé verið að koma aftan að Ríkisútvarpinu. Hitt er annað mál að forráðamenn RÚV vissu að hveiju stefndi, enda hafa aðflutningsgjöldin áður verið skorin niður og vitað var um fyrirætlan ríkisstjórnar- innar um þá skerðingu sem nú er orðin að lögmn. Ekki fer á milli mála að slæm fjárhagsstaða Ríkisút- varpsins mun hafa þær afleiðingar að stofnunin verður að draga saman seglin. Kannske er réttara að orða það svo að RÚV þurfi nú loks að horfast í augu við breytta tíma og laga sig að þeirri nýju samkeppnisstöðu sem ekki verður umflúin. Dagskrárgerð og efnisval verður að draga dám af þvi. Fram að þessu hefur stefna RÚV verið sú að teygja út anga sína, lengja dagskrártíma og taka magn fram yfir gæði. Þessi stefna gengur ekki leng- ur og hennar er ekki þörf. Til hvers þarf opinber stofnun, sem skattborgaramir standa undir, að senda út allan sólarhringinn? Hvers vegna þarf RÚV að senda út á tveim rásum? Hér er hvort sem er um afþreyingarefni að ræða, sem aðrar stöðvar sinna með ágætum. Einnig má spyija hvemig standi á því að Stöð tvö geti á einu ári tútnað út og blómgast á sama tíma og ríkissjón- varpið virðist vera að sligast undan rekstri sínum. Er yfirbygging sjónvarpsins of mikil? Er hagræðingin ekki til staðar? Hafa kannske of miklir peningar farið í stór- hýsi og flottheit á kostnað dagskrárgerðarinnar sjálfrar? Er ríkisreksturinn sjónvarpinu íjötur um fót? Enda þótt aðflutningsgjaldatekjurnar hafi verið tekn- ar af RÚV og auglýsingatekjur dregist saman nýtur stofnunin enn þeirra forréttinda að innheimta nefskatt af öllum heimdlum landsins í formi afnotagjaldanna. Ríkisútvarpið býr og að áralangri reynslu og velvilja alls þorra þjóðarinnar. Það stendur á traustum gmnni og engin ástæða til barlóms eða uppgjafar. Það eina sem hefur gerst er að RÚV er nú ekki lengur eitt um hituna dg ríkið hefur ekki framar einkarétt á þessari fíölmiðl- un. Ríkisútvarpið er ekki guðsútvalin stofnun sem þjóðin stendur og fellur með. Eiður Guðnason alþingismaður, sem hefur verið einn af eindregnustu stuðningsmönnum Ríkisútvarpsins, hefur áttað sig á þessum breytingum. Hann hefur varp- að fram þeirri hugmynd hvort ekki væri rétt að breyta Ríkisútvarpinu í sjálfseignarstofnun með aukna flár- hagslega ábyrgð. Þessa hugmynd Eiðs á að taka til alvarlegrar athugunar. Efiert B. Schram Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráöherra. Að mati greinarhöfundar hafast þau ólikt aö. Helmilis- skattar Nú þegar jólaönnum Alþingis er aö ljúka eftir næturvökur og þras um hátíðamar spyr margur maö- urinn: Af hverju vinna alþingis- mennimir svona? Er þingtíminn ekld nógu langur eða hvað? Ég hef aðeins setið þetta eina þing og get ekki dæmt um önnur. Þingið kom saman í október og fór mjög hægt af stað. Stjómarandstaðan lagði fram mörg mál en stjómar- sinnar fóm sér hægt, mjög hægt. Ósamkomulag var og er áberandi í þeirra röðum á milli flokka og innbyrðis, einkum í Sjálfstæðis- flokknum. Við vissum að vísu að stjómarflokkamir voru að vinna í stórum málum en það var allt breytingum undirorpið. Fjárlög breyttust. Þegar Þjóðhagsstofnun reiknaði út reiknuðu sérfræðingar Jóns Baldvins suður. Útkoman varð fellibylur. Þar í leyndist sá ill- ræmdi matarskattur, versta heim- ilisböl sem íslensk stjómvöld hafa dregiö yfir heimilin í landinu. Pólitiskur banabiti? Það sem jámfrúin enska hefur aldrei leyft sér að leggja á þegna sína lætur foringi íslenskra jafnað- armanna hafa sig út í að berja í gegn á Alþingi. Vel gæti það orðið hans pólitíski banabití. Þetta stóra mál var, ásamt öllum hinum stór- málunum, fyrst lagt fram þegar líða tók á desember og var meining- in að knýja þau í gegn fyrir jól. Auðvitað brást stjómarandstaðan harkalega við. ÖU sem eitt börð- umst viö gegn matarskattinum og gegn kvótafrumvarpinu og það er sannfæring mín að við eigum ekki eftir að iðrast eftir það. AUt tal um málþóf frá okkar hendi er tflbún- ingur fréttamanna sem em kannski meiri flokksmenn en fréttamenn. Hitt er svo annað mál að ríkis- stjómin lagði málin þannig fram í þingdeUdum að það oUi miklum töfum. Fyrst vom öll þessi viða- miklu mál lögð fyrir efri deild á meðan sú neðri hafði Utið að gera. Þeim var svo að lokinni afgreiðslu í efri deild, eftir stanslausa fimdi, fleygt inn í neðri defld þar sem áttí að knýja þau fram fyrir jól. Á Kjallarinn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn meðan var sú efri verklaus að mestu. Vænlegttil árangurs? Ekki tókst að ljúka máium fyrir jól og aftur var þingað miUi jóla og nýárs með sama vinnulagi. Þaö getur svo hver spurt sjálfan sig hvort svona vinnulag sé vsenlegt til árangurs. Þótt deflt hafi verið um öU stjómarfrumvörpin vom deUumar um matarskattinn og kvótaframvarpið harðastar. Ég hygg þó að engum sé þaö alveg ljóst hverjar afleiðingar þess fyrrnefnda veröa. Það Ufa ekki aUir í aUsnægtum í veUerðarþjóðfélaginu. Á þeim bitna þessir neysluskattar verst. Bamabætumar hverfa í hækkuð- um dagvistargjöldum og hærra fæði á stofnunum og hvað um ör- yrkja og aldraða? -Það hefur verið sagt af talsmönnum ríkisstjómar- innar aö bætur tU þeirra hafi hækkaö. Ég spyr: Geta þeir sjálfir lifað á um 30 þús. kr. á mánuði? Ég get svaraö mér sjáif. Þeir hafa aldrei reynt það og kemur það ekki við. Ráðist að lífsafkomu í fmmvarpinu um kvótann var ráðist að byggðasjónarmiðum og Ufsafkomu fjölda fólks. Því vUdum viö ekki una, auk þess sem einum ráðherra er veitt allt of mikið vald. Það er sennUega vandfundinn sá maður sem treystir sér tíl að full- yrða að þessi stjóm sitji í þijú ár þó kannski hangi hún saman af hræðslu. Það getur verið að næsti sjávarútvegsmálaráðherra heiti ekki Halldór Ásgrímsson ef það er sáluhjálparatriði. Og kannski endum við svo þessa grein með fáum orðum um Leifs- stöð. Fyrst stækkaði hún um 1000 fermetra án þess að nokkur vissi. Svo kostaði hún yfir einn - senni- lega einn og hálfan mUljarð meira en ætlað var. Það er bara taUð eðU- legt. Svo fór hún að leka. Enginn ber ábyrgð á því. Svo féUu blöðin af fíkjutrénu græna og síðasta frétt er að starfsfólkið var aö krókna í fyrsta kulda vetrarins. Útihurðim- ar vom nefnUega rokprófaðar í Ameríku en ekki Vestmannaeyj- um. Það ber enginn ábyrgð á neinu - ekki fyrri ríkisstjórnir, ekki hönnuðir eða verktakar. Hvað um það? Núverandi stjóm erfir synd- imar og við borgum í einhvers konar sköttum. Gleðilegt ár. AðaUieiður Bjarnfreðsdóttir „Þótt deilt hafi verið um öll stjórnar- frumvörpin voru deilurnar um matar- skattinn og kvótafrumvarpið harðastar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.