Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Síða 15
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988. 15 Alls ekkert gott -síðari grein Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég grein í DV með heitinu: „Alls ekkert gott“ og er þessi grein fram- hald af henni. .. .og Peter Freuchen dó... Peter Freuchen var Dani, heims- kunnur heimskautafræðingur. Hann skrifaði sérstaklega um esk- imóa og Grænland. Bækur hans voru þýddar á mörg tungumál. Síð- ast k^ypti ég bók eftir hann á ensku í Nýja-Sjálandi áriö 1963 (Vagrant Viking). Þegar Þjóðverjar komu til Dan- merkur á stríðsárunum varð hann að flýja lan'd og vinir mínir hjálp- uðu honum að komast til Svíþjóð- ar. Á þann hátt hitti ég hann og þegar við vorum bæði hjá Samein- uðu þjóðunum töluðum við um vini okkar þegar við hittumst. Freuch- en var þá kvæntur amerískri konu, aðstoðarritstjóra tískublaðsins Vogue. Þau bjuggu utan við New York, við lítinn flugvöll. 2. sept- ember 1957 fór Peter á flugvöllinn til að taka á móti konu sinni. Þar sem hann var alltaf kurteis lyfti hann þungri ferðatösku hennar en hné niður látinn. Læknar skýrðu frá því að eldra fólk mætti ekki lyfta þungum ferðatöskum eða þess háttar. í grein minni benti ég á að ferða- menn til íslands (tekjur af þeim eru háar) hafa síðan um miðjan júlí eða 1. ágúst 1987 orðið að bera sjálfir þungar ferðatöskur sínar upp tröppur á Hótel Loftleiðum. Færi- bandið er horfið. Verðum við að bíða eftir dauðaslysi áður en færi- bandiö er sett upp aftur og/eða einkafyrirtækið, sem sér um mót- töku ferðamanna í Reykjavík lagt niður? Væri e.t.v. einfaldast aö til- kynna erlendum ferðaskrifstofum Kjallaiiim Eiríka A. Friðriksdóttir hagfræðingur en ekki svo mikið að ég gæti ekki gengið. Ég fór, sem fulltrúi íslands, á fund Norðurlandanefndar um neytendamál í Svíþjóð. Ég beið í banka einum til að skipta pening- um og gat allt í einu ekki staðið. Ég kom heim í hjólastól. Leigubíl- stjóri hjálpaði mér upp í lyftu og á stigagangi stóð ég við vegginn og gat ekki gengið nema að styðja mig við. Það var daginn fyrir hvíta- sunnu og ég hafði engan mat heima. Ég mundi eftir að hafa séð spjöld nokkru áður í öllum mat- vöruverslunum: Heimsending keyptra vara, 100 kr. Vörur teknar úr hillum eða afgreiddar af starfs- fólki og heimsending, 150 kr. (gamlar kr.) Hringdi ég þá í verslun hinum megin við götuna, þar sem ég keypti mat minn, og skýrði frá neyðarástandi hjá mér. Kaup- Lögreglusamþykktin er i grundvallaratriðum frá 1930 og síðustu við- bætur frá 1969, segir i greininni. „Tillaga mín er sú aö Kaupmannasam- tökin geri samning við skátafélag um þjónustu fyrir aldraða og hreyfihaml- aða og að skátarnir fái laun fyrir.“ að vara eldri farþega við aö koma til íslands? Innlyksa og matarlaus Nei, nei, ég er ekki að skrifa um fjarlægtland né um fanga í fangels- unum. Ég er að skrifa um fólk á efri árum eða fatlað í Reykjavík. Reynsla mín sýnir hvernig það var árið 1976 og ennþá, nema í sértil- fellum. Árið 1976 datt ég heima, fann til maðurinn byijaði að hlæja dátt: „Mér kemur ekki við þótt þú sért matarlaus.“ Sem betur fór komu vinkonur með mat handa mér. Að vísu keyptu hvorki ég né þær í þessari verslun, allt þar til nýr eig- andi kom. Hvað væri einfaldast að gera nú, þar sem ástandið er slæmt. Tillaga mín er að Kaupmannasamtökin geri samning við skátafélag um þjónustu fyrir aldraða og hreyfi- hamlaða og að skátamir fái laun fyrir. Hver er ábyrgur? Á þessum tíma árs er oftast mik- il hálka á gangstéttum. Á hinum Norðurlöndunum og í öðrum Evr- ópulöndum er þaö húseigandi og/eða lóðareigandi sem verður að hreinsa gangstétt eða gera hana hættulausa fyrir framan hús sitt og um alla lóðina. Eftirlit með þess- um lögum er í höndum lögreglu eða sérstakrar nefndar. Á Islandi er enginn ábyrgðaraðili. Ég talaði við lögreglu en lögreglusamþykktin er í grundvallaratriðum frá 1930 og síðustu viðbætur frá 1969. Ég talaði einnig við gatnamálastjóra og end- urtók hann að í Reykjavík er enginn aðili sem ber skylda til að vernda gangandi fólk gegn fall- hættu vegna ísingar. Nauðsynlegt er að hafa í huga að fall á jafnsléttu getur verð sam- verkandi orsök fyrir dauða eldri manna. Fólkið, sem dettur, lær- leggsbrotnar oft, er rúmhggjandi og deyr af lungnabólgu. Akbrautir verða hreinsaðar af gatnahreinsunardeild borgarinnar og snjónum ýtt að gangstéttum, einnig við gangbrautir, svo að gangandi maður getur oft ekki komist upp á gangstéttina. Væri ekki eðlilegt að athuga þessi mál, einnig frá sjónarmiði gangandi manna, ekki aðeins ökumanna? Er ekki tímabært að athuga mál- in og ákveða nauðsynlegar breyt- ingar í borgarráði? Eiríka A. Friðriksdóttir Alvarlegt ástand: 50% samdráttur hjá DV? Ég hef tekið eftir því undanfarna daga að síðufjöldinn í DV hefur minnkað um helming frá því í des- ember. Þetta bendir til gífurlegs samdráttar hjá blaðinu. Hvemig ætla forráðamenn blaðsins að bregðast við þessu? Hefur DV bol- magn til að standast þetta áfall? Blaðamönnum hefur líka verið að fækka á DV. Við sjáum að Kristj- án Már Unnarsson, einn helsti fréttahaukur DV, er kominn yfir á Stöð 2. Heimildir mínar segja mér að eitthvað verði dregið úr manna- haldi hjá DV vegna þessa ástands. Hvers vegna er ég að vekja at- hygli á þessu ástandi hjá DV? Vegna þess að þetta er ekkert ástand. Áuðvitað er eölilegt að aug- lýsingum fækki í janúar frá því sem var í desember og síðum fækki. Og auðvitaö er eðlilegt að starfsfólk færist til. Þannig er þetta. Ástand til að tala um hjá öðrum? Hins vegar er ekkert eðlilegt að DV skuli slá sams konar ástandi hjá Stjömunni upp í fimm dálka frétt eins og allt sé að fara til and- skotans hjá stöðinni. Frá því ég hóf starf sem útvarps- stjóri hjá Stjömunni í ágúst síðast- liðnum hefur dagskránni þrisvar verið breytt lítillega, dagskrárgerð- armenn færðir til o.s.frv. Ellefu manns hafa hætt eða verið sagt upp störfum á þessum tíma og átta nýir hafa byijaö. Hér er aðaflega um að ræða lausráðið dagskrárgeröar- fólk. Þetta er minni velta á fólki en gengur og gerist hjá bönkunum, þeim virðulegu og ráðsettu stofn- unum. KjaUarixm „Ellefu manns hafa hætt eða verið sagt upp störfum á þessum tíma og átta nýir hafa byrjað. Hér er aðallega um að ræða lausráðið dagskrárgerðar- fólk.“ Olafur Hauksson útvarpsstjóri Stjörnunnar Nýjasta lagfæringin á dagskrá Stjömunnar átti sér stað nú í byij- un janúar. Fjórir dagskrárgerðar- menn, sem samtals höfðu 7% af dagskránni á sínum herðum, voru settir á varamannabekkinn. Aðrir dagskrárgerðarmenn taka þeirra tíma og bæta þar við sig vinnu. Og um áramótin fækkaði um einn á auglýsingadeild Stjömunnar. Þetta er nú allt og sumt sem er að breytast á Stjömunni um þessar mundir. En DV kýs að kalla þetta í risafyrirsögn „Samdrátt á Stjörn- unni“ og „Dagskrárgerðarmenn á varamannabekkinn" yfir þvera síöuna. Stjarnan gengur vel Vissulega er áhugi fyrir hinum nýju ljósvakamiðlum um þessar mundir. Uppgangur þeirra hefur verið með ólíkindum á rétt rúmu ári. Kjaftasögur ganga um þá alla og nær allar á þá lund að þeir séu að fara á hausinn. Meira að segja leyfði Markús örn Antonsson ríkis- útvarpsstjóri sér að fullyrða í blaðaviðtali að einkareknu stöðv- arnar væru allar reknar með tapi. Rekstrarhagræðing hjá Stjörn- unni réttlætir engan veginn stríðs- fyrirsögn sem gefur til kynna að þar sé meiri háttar samdráttur, sultur og seyra. Stjarnan gengur vel. Auglýsinga- salan í desember var framar björt- ustu vonum. Samkvæmt síðustu hlustendakönnun hefur Stjarnan sömu hlustun og Bylgjan á svæði fjögurra stöðva. Það er meira en þokkalegur árangur á örfáum mánuðum. Vandamál Sljömunnar er Kjafta- gangur og fréttaflutningur á borð við það sem DV birti miðvikudag- inn 6. janúar. Það er hreint furðu- legt hvemig menn geta lagt sig í líma við að finna fjaörir og gera þær að hænum. Fréttin skaðar Stjörnuna Fjöldinn allur af viðskiptavinum Stjörnunnar hefur tjáð mér að fréttin í DV, og þá aöallega stærð hennar, staðsetning og framsetn- ing, hafi virkað á þá eins og stööin ætti í alvarlegum erfiðleikum. Fjöldi manna les aðeins fyrirsagnir og myndatexta í dagblöðum þannig aö Ijóst er að DV hefur skaðað Stjömuna vemlega. Fréttin veldur minnkandi áhuga á viðskiptum við Stjömuna og minnkandi trausti. Að hluta var fréttin byggð á upp- lýsingum frá mér og eru þær innan gæsalappa. Þar skýrði ég frá sömu hlutum og ég hef sagt frá hér á undan. En að auki pijónar blaða- maður DV við upplýsingum sem hann telur sig hafa um aðrar að- gerðir á Stjörnunni. Framsetningin er hins vegar á þá lund að svo lítur út sem ég hafi veitt þessar upplýs- ingar sem ég gerði ekki. Þar að auki sagði í fréttinni að hætt væri að útvarpa fréttum á kvöldin og um helgar á Stjömunni. Það er ekki rétt. Kvöldfréttir eru kl. 18 og það era fréttir á laugardög- um en ekki sunnudögum. DV skaðar sig sjálft Ótrúlega oft virðast blaöamenn ekki átta sig á þeim skaða sem þeir geta valdið með skrifum sínum. Þeir hanga fast á því að þeir séu að segja sannleikann. Réttmætar athugasemdir eru síðan faldar í eindálki á dagbókarsíðu. Þegar „sannleiksfrétt" um smá- vægilegar dagskrárbreytingar og spamað verður að stórfrétt um al- varlegt og slæmt ástand þá er einfaldlega verið að teygja mörk sannleikans til hins ýtrasta. Fóm- arlambið, í þessu tilfelli Stjaman, bíður skaða af. Á endanum era það samt DV og blaðamennska þess sem mestan skaða bíöa. Með því að hrópa úlfur, úlfur í sífellu grefur DV undan trausti sínu meðal les- enda. Samdrátturinn hjá Stjömunni er nú í janúar 1 auglýsingum líkt og hjá DV. En á meðan DV fækkar síöum um helming fækkar útsend- ingartímum Stjömunnar ekkert. Stjaman heldur uppi fullri þjón- ustu allan sólarhringinn. Ólafur Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.