Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988.
Spumingin
Vilt þú að Áburðarverk-
smiðjan verði flutt frá
höfuðborgarsvæðinu?
Guðný Einarsdóttir: Mér finnst bara
aö þaö ætti að fara með svona starf-
semi langt út fyrir borgina.
Ágúst Júlíusson: Já, ég myndi telja
æskilegt að svo yrði gert þar sem
mikil hætta er fyrir hendi.
Hörður Sigurjónsson: Endilega Tel
of mikla hættu af þessari starfsemi
þarna. Það hefur stundum hvarflað
að mér hvort gufustrókur, sem sést
oft yfir Hvassaleiti, geti hugsanlega
verið tengdur þessari starfsemi.
Lárus M. Björnsson: Nei, ég sé nú
ekki ástæðu til þess. Það hljóta allir
að sjá aö áhætta er alltaf samfara
slíkum rekstri, ekki síst iðnaði og
framleiðslu.
Helga Guðmundsdóttir: Það finnst
mér sjálfsagt. Þetta getur verjö stór-
hættulegt, eftir því sem fréttir segja.
Baldvin Alfreðsson: Já, ég get alveg
verið fylgjandi því.
Lesendur
Mengun í vatnsbólum Suðumesja:
Nú er lag!
Sigurjón Kr. hringdi:
Eins og komið hefur fram í frétt-
um hefur meint olíumengun frá
vamarliðinu á KeflavíkurflugveUi
valdið sumum miklum áhyggjum.
AUt hefur þetta mál þó verið huUð
nokkurri þoku frá byijun. Finnst
mér sem áhorfanda og lesanda
máhð hafa haft einhvem þann blæ
yfir sér sem gæti bent til þess, að
meira en lítið gmggugt væri þama
á ferðinni. - Og á ég þá ekki viö
gniggugt neysluvatn.
í fyrstu tók það óratíma að finna
meintan oUuleka og fannst hann
raunar ekki fyrr en grafinn hafði
verið skurður á skurð ofan. Raunar
var lekinn aUs ekki þar sem helst
hafði verið búist viö honum heldur
á leiðslu sem var horfin mönnum
úr minni, ef svo má segja. Ein-
hverjir höfðu á orði að „lekinn“
hefði jafnvel verið „búinn tfi“ svo
að hægt væri aö krefja varnarliðið,
með aðstoð ríkisins, um skaðabæt-
ur eða helst af öUu að það hreinlega
léti sjá um gerð nýrra vatnsbóla.
Og hvað er komið á daginn? „Suð-
umesjamenn leita stuðnings hjá
utanríkisráðherra" sagði í frétt
einni í dagblaði nýlega. Og enn
fremur: „VamarUðið sjái um gerð
nýrra vatnsbóla“! - Datt mér ekki
í hug! „Þetta var góður fundur með
ráðherra," sögðu tveir bæjarstjór-
ar af Suðumesjum er þeir komu
út frá utanríkisráðherra og þing-
manni þeirra Suðumesjamanna.
„Við foram fram á að ný vatnsból
verði gerð og við gemm kröfu tU
þess, að varnarUðið sjái um það,“
var haft eftir bæjarstjórunum.
Og nú er þegar búið að senda
kröfugerðina til Washington og er
búist við svörum fljótlega eins og
ávaUt þegar íslendingar eiga í hlut.
Þeir viUa fá skjót svör þegar pen-
ingar em annars vegar. En þeir
bæjarstjórar vUja fá meira. Þeir
vilja einnig skaðabætur og áskilja
Erfitt reyndist að tinna olíulekann. Unnið að uppgreftri í nóv. sl.
sér aUan rétt í málinu, eins og það
er orðað.
Er það ekki með ólíkindum hvað
við íslendingar ætlum að endast til
að gera kröfur til þessa blessaða
vamarUðs á KeflavíkurflugvelU.
Okkur er ekki nóg að það haldi
uppi, okkur að kostnaöarlausu,
heUum milUlandaflugvelU og sjái
um aUan daglegan rekstur og við-
hald sem nemur miUjónum króna
hvem dag ársins, heldur vUjum viö
Uka og reynum eftir megni að koma
hverri fjárkröfunni á fætur annarri
á framfæri við þessa gistivini okkar
á Miðnesheiði til innheimtu í
Washington.
Og þegar á aUt er Utið: góða að-
stöðu þeirra Suðumesjamanna
vegna nálægðar við vamarUðið,
þingmann í stöðu flokksformanns
og utanríkisráðherra, þá er ekki
nema von að forsvarsmenn bæjar-
félaga á Suðumesjum hugsi: Nú er
lag!
Erlendir sjómenn á kaupskipum
Stefán Gíslason skrifar:
Fyrir u.þ.b. tveimur árum hóf er-
lent skipafélag flutninga fyrir
VamarUðið á Miðnesheiði. Þá
stukku forstjórar íslensku skipafé-.
laganna upp tU handa og fóta og
fengu ríkisstjómina í Uð með sér og
sögðu að íslendingar ættu að hafa
forgang um þessa flutninga.
Það hafðist í gegn og íslensku
skipafélögin fengu ákveðið hlutfaU í
þessum flutningum. En hvaö skeður
svo? Þá eru fengin leiguskip, að
mestu leyti með erlendum áhöfnum,
tíl þessara verkefna. - Það nýjasta
er svo það að skipafélag eitt, sem er
talsvert í saltfiskflutningum ásamt
öðmm verkefnum, fékk leyfi til að
ráða tvo erlenda vélstjóra á eitt skipa
sinna sem sigUr undir íslenskum
fána. Síðan réð það erlendan dag-
mann í vél án þess að fá leyfi.
Sjómannafélagið gerði ekkert í mál-
inu. TU hvers greiðum við í Sjó-
mannafélagið?
Annað skip, skráð í Panama en í
eigu sömu útgerðar, ræður svo
pólska vélstjóra og síðar dagmann í
vél. Það skal tekið fram aö við höfum
ekkert út á þessa menn að setja. Nú
er verið að segja upp íslenskum há-
setum og ráða pólska í þeirra stað.
Að vísu er boðið upp á skiprúm á
öðrum skipum félagsins en þau skip
sigla meira í beinum siglingum, svo-
kölluöum, sem þýðir minni yfirferð
(lægri laun). Forstjóri þessa skipafé-
lags nefur margoft lýst því yfir í
fjölmiðlum að hann væri mótfaUinn
þess háttar aðgerðum. - Og skipafé-
lögin halda flutningunum en íslensk-
ur mannskapur má taka pokann
sinn.
Hugkvæmist einhveijum að
minnast á stéttarfélag, aö ekki sé nú
minnst á kjarasamninga, er sagt aö
hann sé nöldrari og bolað burt. Hann
hefur engan rétt. Þetta hafa skipafé-
lögin komist upp með gegnum tíðina.
Verði ekki gerðar róttækar ráðstaf-
anir bráðlega, heyra íslenskir
farmenn sögunni til og í þeirra stað
kemur erlent vinnuafl, sem er ekkert
annað en nútímaþrælahald, að því
er varðar kaup og kjör.
Þá leyfir rekstrarsjóri Nesskips hf.
sér að niðurlægja þá íslensku sjó-
menn sem em í störfum hjá félaginu
(sjá grein í Þjóðviljanum þann 17.
des. sl.). Mér finnst að hann ætti sem
minnst að ræða slæleg störf annarra
fyrr en hann hefur kynnt sér málin.
Eða að halda því fram að hann hafi
aldrei rætt þau og segir að greinin
verði leiðrétt.
Á meöan svo er ekki gert hefur
maður þá trú að hann sé aö vonast
eftir aö við segjum upp sjálfir til þess
aö hægt sé að ráða eingöngu erlenda
starfskrafta og bera því svo við að
ekki fáist íslendingar í þessi störf.
Melónur og vinber fín!“ - Ivar er furðu lostinn yfir verði ávaxta hér á landi. Það eru fleiri.
Stigataflan frá sfðustu „Eurovisi-
on“-keppni.
Songlagakeppni
Evropustoova:
n n •• dÞ ■
Hófundar
undir
dulnefhi
Dreifbýlisbúi skrifar:
Ekki er mikil umfiöllun um
„Eurovision“-keppnina að þessu
sinni og erum við íslendingar
kannski farnir að læra eitthvaö
af þátttöku okkar þessi tvö und-
anfarin ár. Við fóram geyst af
stað og ætluðum okkur að vinna
með glæsibrag. En falliö varð
hátt eins og allir vita.
I fyrra vorum við feimin og fór-
um okkur „hægt og hljótt" og
kunni ég vel við það. Styðjum
lagahöfunda okkar á heiðarlegan
hátt. Ekki þannig að maður þurfi
að þekkja mann og annan tíl að
komast áfram, eins og fai'ið er að
kvisast út nú.
Mig langar til að koma með
uppástungu um hvort ekki sé
ráðlegt að höfundar komi fram
undir dulnefni. Þannig mættí
koma í veg fyrir aö lög séu valin
eflir nafni höfunda því að þar á
klíkuskapuiinn greiðan aðgang.
Gefum nýjum óþekktum höf-
tmdum líka tækifæri. - Sem sé:
ný og þekkt andlit í bland.
Hátt verð á ávöxtum
ívar Jónsson hringdi:
Ég hef búiö hér á landi um nokk-
urra ára skeið og kaupi ávallt mikið
af ávöxtum. Ég skil mætavel að
ávextir séu dýrari hér en t.d. þar sem
þeir era ræktaöir en hins vegar skil
ég með engu móti hvers vegna þeir
þurfa að vera svo feiknalega dýrir
sem raun ber vitni.
Hinn 5. janúar sl. keypti ég gular
melónur. Þá kostuðu þær 115 kr. kg.
- En sama dag eða rétt fyrir kl. 18.30
voru þær komnar upp í 386 kr. kg!
Og sagan er ekki enn búin. Næsta
dag þar á eftír hækkuðu þær upp í
461 kr. kg!! - Og daginn eftír, er ég
spurði um verðið, var það aftur
breytt og var nú 361 kr. kg! - Þetta
var alltaf í sömu versluninni.
Samkvæmt fréttatilkynningum átti
verðið að hækka um 16-18% en
hækkaði um 300%! Þetta er mér al-
veg óskiljanlegt og ég spyr sjálfan
mig hvar öll þessi prósentuhækkun
skih sér. - Þar sem ég þekki til er-
lendis kostar kílóið af melónum
svona um 12 krónur kg. - Ávaxtaverð
hér á landi hlýtur að vera það hæsta
sem gerist í heiminum.