Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Page 27
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988.
39
Menning
Grímsi og Lukkan
Hér segir áfram frá sömu persón-
um og í Algjörum bytjendum. Vin-
irnir Grímsi og Palli spá í spilin
varöandi framtíö og fortíð. Palli,
spekingurinn sem liggur í grúski, er
sífellt meö fræðin á hraðbergi og
kemur þeim til skila á mergjuðu
máli. Grímsi, venjulegur hugsandi
strákur, er miðpunktur sögunnar.
Fjölskyldulíf hans er skrautlegt en á
sér sjálfsagt margar hhðstæður.
Pabbinn alki, óvirkur í bili en ákaf-
lega stressaður og upptekinn af því
að verða ríkur með lítilli fyrirhöfn.
Mamma Grímsa er í uppreisn gegn
kvennakúgun og karlrembu heims-
ins og fær umræöa um jafnréttismál
undirtektir hjá fleiri kvenpersónum
bókarinnar. Ættingjar Grímsa eru
margir htríkir, t.d. ömmur hans báð-
ar sem líta hlutina ólíkum augum.
Brósi móðurbróöir er svarti sauður-
inn í fjölskyldunni, ágætur sjómaður
en mikh fyhibytta. Séra Hrafnkell
reynir að halda uppi heiðrinum meö
misjöfnum árangri og þegar þetta
fólk kemur saman „þýðir ekkert mas
um umburðarlyndi eða náungakær-
leik“ og skemmtanir fullorðna fólks-
ins eru ekki th fyrirmyndar. Flestar
persónur sögunnar hafa sterk sér-
kenni, bæði unghngar og fuhorðnir,
og er hér lítiö um „stereotýpur".
Grettir sterki er dularfuhur náungi
sem veit lengra en nef hans nær.
Hann kennir Grímsa að ekki er allt
sem sýnist og það sem ghdir er að
vera sjálfum sér trúr. Kjarnorkukon-
an Sigríður svera kemur með ágætt
innlegg í söguna en Kanaskrattinn
er glæpon og mikill örlagavaldur í
lífi ýmissa persóna. Vinkona Grímsa
er Lukka. Aðstæður hennar eru erf-
iðar og dapurleg hennar saga þó ekki
sé útséð um örlögin. Það fylgir ekki
hehl Lukku-nafninu þó að hún kveiki
hamingjutilfinningar í brjósti
Grímsa og laði fram bestu hhðar
hans,' m.a. skáldskapargáfuna, sbr.
hiö ljúfa ljóö sem hann yrkir á þjóö-
hátíðinni í Vestmannaeyjum.
Mér fúslega þú fylgir
til frelsis einhvem daginn
á bak við engið bjarta
þar sem tíbráin rís.
I andaglasi
Það væri hægt að skrifa langt mál
um þessa bók því hún er margslung-
in og kemur inn á óvænta hluti.
Leitað er á vit fortíðar í andaglasi
og er það alþekkta fyrirbæri
skemmthega stíhserað með því að
setja það inn á tölvu. í andaglasinu
taka málin óvænta stefnu og það
vekur verulegan hroh að hitta fyrir
Hildur Hermóðsdóttir
getur ýmislegt óvænt komið upp á
yfirborðið. Th að öðlast þekkingu og
skhning þarf að ná beinum tengslum
við frumheimhdirnar. Grúskarinn
Palh er ekki leiðinlegur heldur hehl-
ar stelpurnar upp úr skónum, öfugt
við gamla minnið um hallærislega
kúristann. En mannlegi þátturinn er
ekki síður mikhvægur en sagan í
þessari bók og forlagatrúin læðist um
síður hennar, „enginn fær þar flúiö
sína forlagadís“. Þó má jafnframt sjá
að hver verður að bjarga sér eftir
bestu getu í þessu lífi og kannski eru
það bókmenntimar einar sem geyma
„hinn algilda sannleik“.
Dúndurblanda
Upphaf og endir bókarinnar gerist
á sama kvöldinu sem myndar nk.
umgjörð um söguna sem rifjuð er
upp. Sú saga er viðburðarík og
myndar hápunkt í mikilh spennu þar
sem örlög margra persóna ráðast á
óvæntan hátt. Er þar um nk. glæpa-
þrhler aö ræða. En kvöldið góða er
haustkvöld í Reykjavík.
Unghngaskari flykkist í gamla
miðbæinn. Löggur um aht eins
og mý á mykjuskán. Eldfim
blanda. Finnst Grímsa. Þaö finnst
Paha vini hans líka. Spennandi
samt að vera á kreiki. Vera með
og tilheyra þessari dúndur-
blöndu. (bls. 5)
Kvöldið endar Grímsi í gamla
kirkjugarðinum, undir leiði eins og
Þórbergur og kannski er stelpan líka
utan af Seltjamamesi. Þannig end-
urtekur sagan sig, aðeins í breyttum
myndum. Nú er alnæmi komiö th
sögu og er það í fyrsta skipti sem þaö
er orðað í unglingabók. „Landlæknir
segir að maður sofi hjá öhum sem
sú hefur sofið hjá sem maður sjálfur
sefur hjá. Ég ætla sko ekki að verða
mér úti um banvænan sjúkdóm.“
(166). Ákveður Grimsi. Hugsanir
hans eru skynsamlegar eins og í
flestum öðmm tilfellum þó sjálfsagt
sé að prófa ýmsa óskynsamlega hluti.
Ég fæ ekki betur séð en þetta sé
„dúndurblanda" hjá Rúnari Ár-
manni. Hann ber þá virðingu fyrir
skynsemi unghnga aö bjóða þeim
ekki upp á útvatnaða þymíku heldur
margslunginn texta, dáhtið „eldfima
blöndu" þar sem ekki er töluð tæpi-
tunga heldur mergjað mál sem hittir
í mark a.m.k. hjá þeim unglingum
sem ég vitnaöi áður th. Unghngamir
í bókinni eru ekki útkhpptar glans-
myndir heldur fólk af holdi og blóði.
Er andi i glasinu?
Höfundur: Rúnar Ármann Arthúrsson.
Útgefandi: Svárt á hvitu 1987.
Unglingabókahöfundar hafa fengið
dálítiö á baukinn í seinni tíð og er
gefið að sök að sýna lítil skáldleg til-
þrif og skrifa aftur og aftur um sömu
stereotýpumar. Rúnar Ármann Art-
húrsson fer nýjar leiðir og hafa
unglingar (í þættinum Ekkert mál
þar sem unghngabækur vom athug-
aðar) gefið bók hans þá umsögn að
hún sé besta unglingabókin í ár.
á tölvuskjánum löngu dauð stór-
menni íslandssögunnar. Hér teflir
höfundur saman nútímanum og for-
tíðinni. Úr textanum má lesa þann
dulda boðskap að fortíðin sé ekki
dauð og ómerk heldur hluti menn-
ingarinnar.
Fortíðin og sagan eiga erindi við
unghngana og með því að grúska
Bókmenntir
Þeir em sterkir íslenskir persónu-
leikar sem falla inn í gamalgróið
mermingarmynstur þjóðarinnar sem
hefur í hávegum bókmenntir sínar
og sögu og trúir á drauma og dulræn
fyrirþæri. Um leið em þeir dæmi-
gerðir nútímaunglingar en engin
fyrirmyndarböm. Saga þeirra er í
senn ljúfsár róman og grimmheg ör-
lagasaga og hefur það fram yfir
flestar aðrar unglingabækur nú að
vera fuh af skáldskap. HH
Rúnar Armann Arthúrsson.
Margt í mörgu
UTSALA A TEPPUM
MIKID ÚRVAL - VERÐ FRÁ KR. 290 PR. M2.
TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN H/F,
Síðumúla23, Selmúlamegin. Símar 686260 og 686266.