Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Síða 29
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988. 41 Fólk í fréttum Jón Þorgilsson Jón Þorgilsson, sveitarstjóri á Hellu, var nýlega skipaöur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bankaráð Landsbankans. Jón er fæddur 31. mars 1931 á Ægissíðu í Djúpár- hreppi og lauk landsprófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1949. Hann var verslunar- og skrif- stofumaður hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu 1949-1963 og framkvæmda- stjóri trésmiðjunnar Rangár hf. 1963-1970. Jón var fulltrúi skatt- stjóra Suðurlandsumdæmis 1963-1978 og hefur verið sveitar- stjóri Rangárvallahrepps frá 1978. Hdnn sat í hreppsnefnd Rangár- vallahrepps 1961-1974 og var oddviti 1966-1974. Jón var formað- ur Samtaka sveitarfélaga í Suður- landskjördæmi 1980-1984 og hefur setiö í stjórn Jarðefnaiðnaðar hf. frá 1980. Hann var formaður kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi 1966-1968 og 1977-1978. Jón sat í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins 1977-1978 og er nú formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðis- flokksins í Rangárvallasýslu. Kona Jóns er Gerður Þorkatla Jónas- dóttir, f. 2. apríl 1929. Foreldrar hennar eru Jónas Kristjánsson, b. í Vetleifsholti í Holtum, og kona hans, Ágústa Þorkelsdóttir. Börn Jóns og Gerðar eru Sævar, f. 22. apríl 1952, byggingameistari í Rvík, sambýliskona hans er Friðjóna Hilmarsdóttir, Þorgils Torfi, f. 10. júh 1956, sláturhússtjóri á Hellu, kvæntur Soffiu Pálsdóttur. Systk- ini Jóns eru Gunnar, f. 19. apríl 1932, b. á Ægissíðu, kvæntur Guð- rúnu Halldórsdóttur, Ásdís, f. 28. janúar 1934, bankastarfsmaður í Rvík, gift Steini Val Magnússyni, aðstoðarbankastjóra Verslunar- bankans, Sigurður, f. 19. febrúar 1936, d. 29. apríl 1982, verkamaður á Hellu, kvæntur íshildi Einars- dóttur, Ingibjörg, f. 28. apríl 1937, gift Jóhanni Kjartanssyni, raf- virkjameistara á Hvolsvelli, og Þórhallur Ægir, f. 13. september 1939, rafvirkjameistari og kaup- maður á Ægissíðu, kvæntur Þorbjörgu Hansdóttur. Foreldrar Jóns voru Þorgils Jónsson, b. á Ægissíðu, og kona hans, Kristín Filippusdóttir. Faöir Þorgils var Jón, b. og fræöimaður á Ægissíðu, bróðir Jóns í Hhð, afa Jóns Helgasonar, prófessors og skálds. Jón var einnig bróðir Skúla, afa Jóns Skúla Sigurðssonar, for- stöðumanns Loftferðaeftirhtsins. Jón var bróðir Júlíu, ömmu Guð- rúnar Helgadóttur, fyrrv. skóla- stjóra Kvennaskólans. Önnur systir Jóns var Ingiríður, lang- amma Sigurðar, afa Þórðar Frið- jónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofn- unar. Jón var sonur Guðmundar, b. á Keldum, bróður Stefáns, lang- afa Magneu, langömmu Qlafs ísleifssonar, efnahagsráðgjafa rík- isstjómarinnar. Guðmundur var sonur Brynjólfs, b. í Vestri- Kirkjubæ á Rangárvöllum, Stef- ánssonar, b. í Árbæ á Rangárvöll- um, Bjamasonar, b. og hreppstjóra á Víkingslæk, HaUdórssonar, for- föður Víkingslækjarættarinnar. Móðir Þorgils var Guðrún, systir Sigríðar, langömmu Jóhanns Sig- urjónssonar sjávarhífræðings. Guðrún var dóttir Páls, b. á Þing- skálum á Rangárvöllum, Guð- mundssonar, hálfbróður, samfeðra, Jóns á Ægissíðu. Móðursystir Jóns var Jónína, móðir Páls G. Jónssonar, forstjóra Pólaris. Kristín var dóttir Filippus- ar, verkamanns á Blönduósi, Vigfússonar, b. og járnsmiðs í Vatnsdalshólum, bróður Þorbjarg- ar, móður Jóns prentara og Krist- ínar Ámadóttur, ömmu Júlíusar Sólness alþingismanns. Vigfús var sonur Filippusar, b. á Þómnúpi í Hvolhreppi, Jónssonar og konu hans, Kristínar Vigfúsdóttur, b. á Jón Þorgilsson. Miðfelli í Hrunamannahreppi, Þórðarsonar. Móðir Kristínar var Þuríður Ámundadóttir, b. og smiðs í Syðra-Langholti, Jónssonar, lang- afa Margrétar, langömmu Björg- vins, fóður Ellerts * Schram rit- stjóra. Móðir Kristínar var Sveinsína Sveinsdóttir, b. á Syðri- Ey á Skagaströnd, Pálssonar og konu hans, Elínar Jónsdóttur. Afmæli Eðvald Halldórsson Eðvald Halldórsson smiður, Framnesi, Hvammstanga, er átta- tíu og fimm ára í dag. Eðvald fæddist á Hrísum í Víðidal í Vest- ur-Húnavatnssýslu og ólst þar upp hjá móður sinni til tíu ára aldurs en flutti þá til Hvammstanga þar sem hann ólst upp hjá fóður sínum. Eðvald var í sveit á sumrin en á unglingsárunum fór hann í vinnu- mennsku til Páls Leví, söðlasmiðs að Heggsstaðanesi, þar sem Eðvald lærði söðlasmíði, en að Heggs- staöanesi var hann í þrjú ár. Eðvald fór síðan á sjóinn, en hann hefur löngum stundað sjó- mennsku. Eðvald varð ungur formaður á bátum sém reru frá Hvammstanga og hann hefur lengi stundað trilluútgerð og útgerð á dekkbátum. Eðvald var útvegs- bóndi að Stöpum í Vatnsnesi í tuttugu og sjö ár en eftir að þau hjónin brugðu búi fluttu þau á Hvammstanga. Kona Eðvalds er Sesseha, f. 1905, dóttir Guðmundar b. á Gnýsstöö- um á Vatnsnesi, Jónssonar, og konu hans, Marsibilar Árnadóttur. Eðvald og Sesselía eignuðust sex börn, en tvö þeirra dóu í barnæsku. Börn þeirra sem upp komust eru: Guðmundur, f. 1927, b. að Stöpum á Vatnsnesi; María Erla, f. 1928, húsmóðir, gift Ólafi Guðmundssyni smið og eiga þau tvær dætur en hún átti fjögur böm í fyrra hjóna- bandi; Marsibil Sigríður, f. 1930, gift Daníel Péturssyni sjómanni, en þau eiga fjóra syni; og Sólborg Dóra, f. 1939, gift Helga Ólafssyni rafvirkjameistara en þau eiga fjög- ur börn. Eðvald átti fjögur hálfsystkini sammæðra, sem fóru með móður hans vestur um haf til Ameríku, en tveir hálfhræður hans á lífl, samfeðra, eru: Gústaf Adolf bóndi og síðar verslunarmaöur á Hvammstanga; og Guðmar, verka- maður á Hvammstanga. Foreldrar Eðvalds voru Halldór Ólafsson, verkamaður frá Akra- nesi, og Sigríður Jóhannsdóttir úr Víðidal. Kristinn Siguwinsson Kristinn Sigurvinsson verka- maður, Silfurgötu 9B, Stykkis- hólmi, er áttræður í dag. Kristinn fæddist í Ólafsdal í Dölum og ólst upp í Innri-Fagradal th átján ára aldurs en þá flutti hann með fóstur- bróður sínum að Hríshóh í eitt ár og síðan til Hólmavíkur þar sem Kristinn stundaði öh almenn sveitastörf. Kristinn og kona hans fluttu svo til Reykjavíkur 1942 en stunduðu búskap í Ólafsdal frá 1944-53. Þá fluttu þau að Svarfhóli í Miklaholtshreppi og stunduðu þar búskap til 1972 er þau brugðu búi og fluttu í Stykkishólm. Kristinn starfaði í frystihúsinu eftir að þangað var komið. Kona Kristins er Guðbjörg, f. 11.12.1909, dóttir Magnúsar smiðs Magnússsonar og Önnu Eymunds- dóttur. Kristinn og Guðbjörg eignuöust þrjú börn og eru tvö þeirra á lífi: Magnús, mjólkurbílstjóri og b. að Bjarmalandi í Höröudal, giftur Hólmfríði Einarsdóttur, og Elín- borg húsmóðir, gift Guðna Sigur- jónssyni. Systkini Kristins: Sigurbjörg, sem átti Salómon Hafliðason á ísafirði og í Reykjavík; Baldvin, b. í Belgsdal í Saurbæ, sem átti Ólaflu Páhnu Magnúsdóttur í Belgsdal; Olgeir, b. á Melum á Skarðsströnd, átti Jóhönnu Árnadóttur úr Grindavík; Stefanía sem lést um tvítugt; Anna María sem átti Björn Benediktsson b. á Neðri-Torfustöð- um í Miðfirði; Pétur á Saurhóh; Guðný sem lést um tvítugt; og Evert Jón í Fagradalstungu. Hálf- systkini Kristins, samfeðra: Líndal Albert í Hjarðarholti í Stafholtst- ungum og Laufey, húsfreyja á Bjargi á Skarðsströnd. Foreldrar Kristins voru Sigurvin Baldursson, vinnumaður í Ólafsdal, f. 5.9.1867, d. 26.6. 1939, og kona hans Katrín Böðvarsdóttir, f. 1879, d. 20.2. 1959. Föðurforeldrar Kristins voru Bald- vin Guðmundsson á Stóra-Múla í Saurbæ og kona hans, Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Móðurforeldrar Kristins voru Böövar, b. á Skarði í Haukadal, og kona hans, Ehnborg Tómasdóttir frá Litlu-Þverá í Mið- firöi, Guðmundssonar. Foreldrar Böðvars voru Guðmundur Hálf- dánarson, síöar í Sælingsdalst- ungu, og Kristín Jónsdóttir á Bálkastöðum í Hrútafiröi. _________________________Tugafmæli Til hamingju með daginn! 85 ára______________________^ Bergþóra Hafliðadóttir, Sæunnar- götu 6, Borgamesi, er áttatíu og fimm ára í dag.______________ 80 ára_______________________ Margrét Árnadóttir, Háaleitisbraut 35, Reykjavík, er áttræð í dag. Sigurður Guðmundsson, Arnar- stapa, Álftaneshreppi, er áttræður í dag. 75 ára_______________________ Guðfinna B. ólafs, Látraströnd 19, Seltjamarnesi, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára_________________________ Gísli Sch. Kristmundsson, Efri- Brunnastöðum, Vatnsleysustrand- arhreppi, er sjötugur í dag. Dalrós Sigurgeirsdóttir, starfs- mannahúsi, Skjaldarvík, Glæsi- bæjarhreppi, er sjötug í dag. Sveinn Þórðarson, Kvíabólsstíg 1, Neskaupstað, er sjötugur í dag. 60 ára Helga Jónsdóttir, Unufelh 30, Reykjavík, er sextug í dag. Sólveig I. Kristjánsdóttir, Hraun- bæ 102A, Reykjavík, er sextug í dag. Svanlaug Jónsdóttir, Langholts- vegi 61, Reykjavík, er sextug í dag. 50 ára Guðjón Guðlaugsson, Vesturbergi 34, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Gunnar Sigurðsson, Núpabakka 17, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Gígja Árnadóttir, Langholtsvegi 118, Reykjavík, er fimmtug í dag. Hildimundur Björnsson, Tanga- götu 9, Stykkishólmi, er fimmtugur i dag. Svavar Níelsson, Skólavegi 25, Búðahreppi, er fimmtugur í dag. Gísli Guðbrandsson Gísh Guðbrandsson lögregluþjónn, Laugarnesvegi 102, Reykjavík, er sextugur í dag. Gísh fæddist í Áh- gerðarholti í Borgarhreppi í Mýrasýslu en ólst upp hjá fóstur- foreldrum í Borgarnesi, þeim Stefáni Ingimundarsyni, sem er látinn, og Maríu Tómasdóttur, sem einnig er látin, en hún var fóður- systir Gísla. Hann fór ijórtán ára aö vinna fyrir sér sem vinnumaður að Kletti í Reykholtsdal og síðan að Nesi í sömu sveit þar sem hann var til heimilis í tólf ár. Gísh flutt- ist svo vestur til ísafjarðar 1959 og var lögregluþjónn þar hjá Halldóri Jónmundssyni til 1963 en þá flutti hann til Reykjavíkur og hefur starfað þar sem lögregluþjónn síð- an. Kona Gísla er Guöbjörg, f. 1927, dóttir Ólafs skósmiðs á ísafirði, Jakobssonar, en hann er látinn, og Önnu' Bjarnadóttur sem býr í Hhð á ísafirði. Guðbjörg á þrjú börn frá fyrra hjónabandi sem eru stjúpböm Gísla: Stefán Bjami, f. 1959, versl- unarmaður hjá Kornmarkaðnum, er kvæntur My Österman og eiga þau tvö börn; María Sigríður, f. 1960, húsmóðir í Neskaupstað, gift Erni Sæmundssyni, loftskeyta- manni og starfsmanni loftskeyta- stöðvarinnar í Neskaupstað, en þau eiga tvö börn; Guðbjörg Ólafia, húsmóðir í Kópavogi, f. 1963, er gift Gylfa Skarphéðinssyni, tölvu- tæknifræðingi og starfsmanni hjá Verslunarbanka íslands, en þau eiga tvö börn. Gisli Guðbrandsson. Gísh átti fimm systkini, en elsti bróðir hans er látinn, Ragnar Hjörtur, bílstjóri í Borgarnesi. Hin eru: Sigurður, deildarstjóri Kaup- félagsins í Borgarnesi; Sigríður, húsmóðir í Reykjavík; Sigursteinn, strætisvagnabílstjóri í Reykjavík; Birgir, kaupmaður í Reykjavík, sem lengi rak verslunina Birgisbúð á homi Ránargötu og Ægisgötu. Foreldrar Gísla voru Guðbrand- ur Tómasson, verkamaöur í Borgarnesi, f. 1882, og kona hans, Sigþrúður Siguröardóttir, f. 1885. Föðurforeldrar Gísla voru Tómas Jónsson, b. á Hóh við Hvanneyri, og kona hans, Sigríður Guðbrands- dóttir. Móðurforeldrar Gísla voru Siguröur Eiríksson, b. á Álftá á Mýrum, og kona hans, Sigríður Gísladóttir. Tómas var sonur Jóns Jónssonar og Birgittu, dóttur Jóns, b. í Múlakoti, Sigurðssonar, og Guðríðar Jónsdóttur, en Jón Jóns- son var hálfbróðir Jóns Borgfirö- ings. Leiðréttingar Móðir Óskars Vigfússonar, for- manns Sjómannasambands ís- lands, heitir Ephemía. Systir Guðmundar í Helhsholti var Margrét, móðir Magnúsar Andréssonar alþingismanns. Anna Ragnheiður Fritzdóttir, móðir hennar heitir Regína Hans- en. Sigríður Svavarsdóttir, móðir hennar heitir Sigurbjörg, Sverrir Sigurðsson er kvæntur Sigrúnu Halldórsdóttur, Svavar Guð- mundsson, lést 6. júní 1980. Guðmunda M. Gunnarsdóttir, Fannarfehi 12, Reykjavík, varð fer- tug 12. desember. Höskuldur Eyjólfsson, Hofstöð- um, Hálsasveit, varð níutíu og fimm ára 3. janúar. Hafdís Sigurmannsdóttir Williams lést 11. janúar í Bandaríkjunum. Helgi Finnlaugsson, Lambhaga 10, Selfossi, andaðist á Landspítalan- um 12. janúar. Elís Hannesson, bóndi, Hhðarási, Kjós, lést á gjörgæsludeild Borg- arspítalans 11. janúar. Ólavia H. Sigurþórsdóttir frá Efri Rauðalæk lést á sjúkrahúsi Suður- lands þriðjudaginn 12. janúar. Andlát Sigríður Stefánsdóttir, ÁsvaUagötu 31, Reykjavik, lést í Borgarspítal- anum 13. janúar. Hrafn Jónsson forstjóri, Vaðlaseli 2, Reykjavík, lést í Borgarspítalan- um 14. janúar. Jenný Sigurðardóttir, Grundar- götu 8, Siglufirði, lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar þriðjudaginn 12. jan- úar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.