Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Síða 32
44 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Ava Gardner - sem nú er 65 ára gömul - liggur nú á spítala í Los Angeles vegna öndunarerfið- leika. [ nóvember árið 1986 fékk leikkonan lungnabólgu og hefur síðan átt við öndun- arerfiðleika að stríða. Þeir hafa ágerst svo að nauðsyn- legt þótti að leggja hana inn á spítala til öryggis. Ava Gardner er þrígift. Fyrsti eig- inmaðurinn var - Mickey Rooney, næstur í röðinni var hljómsveitarstjórinn Artie Shaw og sá þriðji Frank Sin- atra. Öll hjónaböndin enduðu með skilnaði. Don Johnson er ákaflega tekjuhár leikari. Þeir sem hafa gaman af því að leika sér með tölur hafa skemmt sér við að reikna út kaup leikarans. Þeir hafa komist að því að hann hefur að jafnaði 25 þúsund krónur í kaup á mínútuna. Til saman- burðar má geta þess að kaup Thatcher, forsætisráðherra Breta, er 12 krónur á mínút- una og er hún hæstánægð með það. Joan Collins stendur þessa dagana í mála- ferlum við nokkur ensk blöð sem hafa lýst því yfir að hún hafi pumpað nokkru magni af sílikoni í brjóst sín svo að minna beri á áhrifum frá Dyngdarlögmálinu. Blöðin hafa birt samanburðarmyndir til að sanna mál sitt frá því fyrir og eftir aðgerð. Joan Collins er ævareið og heimtar skaðabætur fyrir þessar ósvífnu lygar, allssex milljón- ir króna (þrjár fyrir hvort stykki?). DV Samkeppni um hörmun úra I :i' ■ ÍM.VNUS Honæn sarekegpni iiffi hðriTOfl «» Úrsmiðafélag íslands og Iðnaðarbankinn hafa tek- ið saman höndum sem fulitrúar íslenskra aðila til að sjá um norræna sam- keppni um hönnun úra hér á landi. Börnum á aldrinum 6 til 16 ára er ætlað að senda inn hug- myndir sínar að úrsmíð og er tilgangurinn sá að skapa norrænt úr, eins og börn á Norðurlöndunum óska sér. Samkeppnin er einnig í gangi á hinum Norður- löndunum og hafa úr- smiðasambönd um gjörvöll Norðurlöndin tekið sig saman um fram- kvæmd samkeppninnar. Þátttakendum er skipt í tvo hópa: 6 til 11 ára og 12 til 16 ára. Svissneskir úra- framleiðendur munu síðan velja bestu eða frumlegustu hugmyndirn- ar að úrum og smíða úr eftir þeim. Veitt verða verðlaun, meðal annars þrjár ferðir til Sviss. Hægt er að skila tillögum til úrsmiða eða Iðnaðarbankans. Hver þátttakandi má skila einni hugmynd. Framleiðendur í Sviss ætla svo að gera sitt besta til þess að úrið verði tilbúið haustið 1988 en skilafrestur er til 6. fe- brúar. Aóstandendur samkeppninnar hér á landi með auglýsingabæklinginn. Fremst eru Björn Ágústsson, varaformaður Úrsmiða- félagsins, og Axel Eiríksson, formaður Úrsmiðafélagsins. Fyrir aftan standa Viðar Hauksson gjaldkeri, Birna Einarsdóttir, markaðsfulltrúi Iðnaðarbankans, og Frank Micheisen úrsmiður. Glysmuiiir á uppboði Christie’s, uppboðsfyrirtækið þekkta, er um það bil að hefja uppboð á 15 þúsund munum sem voru í eigu glyskóngsins og píanóleikarans Li- berace. Liberace, sem lést fyrir skömmu 67 ára gamall úr sjúkdómnum eyðni að talið er, var tahnn samkynhneigð- ur. Hann hafði alveg ótrúlega söfnun- arástríðu og þá sérstaklega á yfir- skreyttum hlutum. Flestir minnast hans á sviði með hringa á öllum fingrum og í furðulegum glimmer- fatnaði. Vegna ríkidæmis síns tókst honum að viða að sér stóru safni alls kyns muna. Meðal annars er þar að flnna ein þrettán píanó, nokkurra metra langt rúmteppi úr minka- skinnum og stofuborð úr hreinum kristal. Allir þessir munir og fleiri fara á uppboðið hjá Christie’s og búast uppboðshaldarar við að selja hluti fyrir hundraö til hundrað og sextíu milljónir króna. Til dæmis búast þeir við að kristalsþorðið selj- ist á um það bil eina og hálfa milljón króna en það var áður í eigu ind- versks fursta. Að ósk listamannsins verður ágóð- anum af sölunni varið til styrktar ungum og efnilegum listamönnum um gjörvöll Bandaríkin. Glyskóngurinn sálugi, Liberace, stendur hér við skáp sem hefur að geyma iítinn hluta af safni hans sem nú stendur til að setja á uppboö. - '■fef ■•> ■.”. ...........1 ■■••■ I. ' ’í' i-f ' ■■. ■ .■ i ............... :■, ■■: Það er orðið vandlifað í henni veröld núorðið. Af hverju gátu þeir ekki bara skrifað KARLAR - KONUR eins og í gamla daga. Ég hef ekki hug- mynd um hvorum megin ég á að fara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.