Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt: Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritetjorni FOSTUDAGUR 15. JANUAR 1988. Gunnar Helgi Hálfdánarson: Banda- mönnum f Steingríms líður illa „Þaö er langt frá því að fjármagns- markaðurinn sé ófreskja. Þetta er hins vegar ungur markaður sem er að þroskast. En völd stjómmála- manna með auknu frelsi á markaðn- um hafa minnkað og það gremst Steingrími Hermannssyni greini- lega. Árangurinn af auknu frelsi er sá að sparnaöur landsmanna hefur stóraukist en því miður hefur eftir- spurnin í lán ekki minnkað. Það er "^andamálið. Það er þensla í þjóð- félaginu," segir Gunnar Helgi Hálf- dánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins, um orð Stein- gríms Hermannssonar í gærkvöldi. „Ég held að ástæða orða Steingríms um fjármagnsmarkaðinn sé sú að bandamönnum hans í fyrirtækja- rekstri hlýtur að líða illa. En almenningur á spariféð og á kröfu á. að stjórnmálamenn gæti hagsmuna þeirra og muni að það er almenning- ur sem kýs þá á þing,“ segir Gunnar 4*Selgi. -JGH Matarskatturinn: Kappræða í Miklagarði? Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, hefur skorað á ráðherrana Þorstein Páls- son og Jón Baldvin Hannibalsson að koma á fund í Miklagarði klukkan ppJ 6 í dag til að ræða matarskattinn og svara fyrirspurnum frá fólki. Ekki lá fyrir í morgun hvort ráð- herrarnir myndu mæta til fundarins. Mikligarður greiðir fyrir fundinum með því aö koma upp hátalarakerfi og ræðupalli. -S.dór LíftiTggingar ili LOKI Hefur heilagur Denni lagt til atlögu við drekann eöa vindmyllurnar? Bandarísk Herculesvél frá flug- félaginu Southem Air Transport lenti á Keflavíkurílugvelli í gær. Vélin var á leið frá Irlandi til El Salvador. Um borð í vélinni vora ýmis stríðstól. Þar á meðal vora skriðdrekar. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá flugstjórn í Keflavík var vélinni á vegum Leyniþjónustu Bandaríkjaima. Vökvastýri vélarinnar haföi bilað og á meðan viðgerð fór fram var vélin aöermd. Skriðdrekarnir og vopnin vöktu mikla athygli þeirra islepdinga sem til sáu. „Ég kannast ekki við þetta mál. Eflaust hefur vélin fengið leyfi til að lenda hér. Ég veit ekki hvort almennur flutningur með vopn er bannaður hér á landi. Þaö er bann- aö að flytja kjarnavopn til landsins. Bretar hafa varla leyft vélinni að fara með kjarnavopn til E1 Salvad- or. Annars hljóta að vera til skjöl yflr þann varning sem var í vél- inni," sagði Steingrímur Her- mannsson utanríkisráöherra. íslendingur saem náði tali af ein- um áhfnarmeðlima vélarinnar, segir eftir flugliðanum aö vélin hafi veriö á leið til E1 Salvador og þar eigi vopnin að fara á hergagna- sýningu. Skriðdrekinn mun vera austurrískur. Ljósmyndara DV var meinaö af herlögreglu að taka mynd af vél- inni og vopnunum. Var sagt við hann að ef hann tæki mynd, þá gæti hann átt á hættu að verða fyr- ir skoti. Sjö herlögreglumenn umkringdu ljósmyndarann. -sme AI.ÞJÓÐA LÍ FTR Y GGINGARFELAGIÐ HF. LÁCMÚI.15 -RHYKJAVlK Simi 6N1M4 Þessir vígreifu og sigurvissu krakkar eru ekki úr ungliðasveit Borgaraflokksins. Krakkarnir eru úr Hólabrekku- skóla og voru að vinna að gerð videoauglýsingamyndar vegna kappræðufundar sem haldinn verður i skólanum í næstu viku. Báðu krakkarnir ýmsa þingmenn um að prýða auglýsingamyndina og meðal þeirra sem tóku vel í hugmyndina var Albert Guðmundsson. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Sunnanátt ogyfir frostmarki Á morgun verður suðlæg átt og rigning eða slydda um mestallt land, þó síst norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 2 til 6 stig. Jóhannes Nordal: Markaðurinn er engin ófreskja „Ég tel að fjármagnsmarkaðurinn sé engin ófreskja. Þessi markaður hefur þróast mikið og í rétta átt að mínu mati. Meginatriðið er að það var ákveðið í tíð síðustu ríkisstjórnar að vextir mynduðust á ftjálsum markaði. Árangurinn er sá að spam- aður hefur stóraukist,“ segir Jó- hannes Nordal seðlabankastjóri um orð Steingríms Hermannssonar. „Ég tel vissa gloppu á markaðnum sem snýr að ávöxtunarfyrirtækjun- um. Ég tel æskilegt að setja um löggjöf um ávöxtunar- og fjármagns- fyrirtæki ýmiss konar og slík löggjöf er í undirbúningi.“ Um gífurlegar fjárfestingar sem Steingrímur gagnrýndi, segir Jó- hannes að skýringin á þeim sé góðærið á síðasta ári, aukin bjartsýni og áhrifin af nýja húsnæðiskerfinu sé geysileg.“ -JGH Verðlagsstoihun: Biður SIBS um útskýringar Verðlagsstofnun hefur farið fram á við Happdrætti SÍBS að happdrættið útskýri fullyrðingar sínar í auglýs- ingum um að þriði hver miði hljóti vinning. Sigríður Haraldsdóttir, deildar- stjóri hjá Verðlagsstofnun, sagði í samtah við DV að stofnunin bæði happdrættin oft um útskýringar af þessu tagi og hefur hún nýlega beint tilmælum til Happdrættis Háskólans og Landssambands hjálparsveita skáta að setja fyllri upplýsingar um vinningshlutfall á miða og í auglýs- ingar svo upplýsingarnar virki ekki villandi fyrir kaupandann. Bæði happdrættin urðu við þeirri beiðni. Olafur Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Happdrættis SÍBS, sagði allar fullyrðingar réttar í aug- lýsingunum en honum hafði ekki borist fyrirspum Verðlagsstofnunar er DV ræddi við hann. Sagði hann upplag miðanna á ári vera 75 þúsund en 25 þúsund vinningar væra dregn- ir út ár hvert. -JBj Boigarsjóður 1988: Útsvörin gefa um 3.4 mil|jarða Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar fyrir árið 1988 var tekin til fyrri umræðu í borgarstjóm í gær. Kom þar fram að heildartekjur og heildarútgjöld borgarsjóðs era áætl- uð 7,67 milljarðar króna og nemur hækkunin þá 34,8% síðan í fyrra. Helsti tekjustofn borgarinnar er út- svörin og eru þau áætluð nema 3,4 milljörðum en fasteignaskattar eru áætlaðir rúmur milljarður. Rekstrarútgjöld borgarsjóðs era áætluö nema 5,76 milljöröum en þau hækka samkvæmt fjárhagsáætlun um 30,9 % síöan í fyrra. Áætlað er að stærsti liðurinn í rekstrarútgjöld- um verði launakostnaður borgar- sjóðs og muni hann nema 2,3 milljörðum. Til gatnagerðar og um- ferðarmála er áætlað aö fari rúmur milljarður og er það umtalsverð hækkun frá fyrra ári. -JBj i : !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.