Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988. 7 p v________________________Viðskipti England og Þýskaland: Fiskverð að lækka - afHnn glæðist í Norðursjó England Að undanförnu hefur veiði glæðst í Norðursjó og má búast við að fisk- verð sé að lækka. í næstu viku er búist við að 6 íslensk skip landi í Grimsby og Hull, auk fisks úr gám- um. Mb. Þorri seldi afla sinn 1 Grimsby 25. febrúar, alls 78,6 lestir, fyrir 4,5 mijlj. kr. Meðalverð á þorski var kr. 58,96 og meðalverð á ýsu kr. 78,37. Uppistaða aflans var þorskur, alls 59,8 lestir, ýsuaflinn var 10,3 lest- ir og blandaður afli 8,7 lestir, meðal- verð kr. 29,55. Hull Bv. Björgvin seldi afla sinn í Hull 29. febrúar, alls 152,7 lestir, fyrir 8,494 millj. kr. Meðalverð kr. 55,61. Meðal- verð á þorski kr. 54,60. Meöalverð á ýsu kr. 82,81. Dágóður afli íslenskra skipa verður boðinn upp í Englandi í næstu viku. Þá munu sex skip selja í Grimsby og Hull, auk þess sem íslenskur fiskur í gámum verður á markaðnum. Sundurl. e. teg. Seltmagn kg V. í erl. mynt Söluv. ísl. kr. kr. pr. kg Þorskur 146.830,00 122.147,60 8.018.012,76 54,61 Ýsa 4.375,00 5.519,20 362.291,33 82,81 Ufsi 130,00 93,00 6.104,71 46,96 Karfi 570,00 436,60 28.659,30 50,28 Koli 15,00 23,00 1.509,77 100,65 Grálúða 5,00 8,00 525,14 105,03 Blandaö 820,00 1.176,80 77.247,51 94,20 Samtals: 152.745,00 129.404,20 8.494.350,50 55,61 England - gámafiskur - . Dagana 22. til 26. febrúar var seldur fiskur úr gámum sem hér segir: Sundurl. e. teg. Seltmagnkg V. í erl. mynt Söluv. ísl. kr. kr.pr.kg Þorskur 648.236,25 568.399,80 37.247.208,13 57,46 Ýsa 310.825,00 324.749,50 21.281.871,33 68,47 Ufsi 20.730,00 7.733,50 506.873,12 24,45 Karfi 24.770,00 10.801,30 707.732,10 28,57 Koli 176.367,50 187.672,00 12.297.520,68 69,73 Grálúða 0,00 0,00 0,00 0,00 Blandað 112.217,50 89.758,80 5.882.057,67 52,42 Samtals: 1.293.146,25 1.189.115,30 77.923.289,24 60,26 Fiskur seldur úr gámum 29. febrúar Sundurl. e. teg. Selt magnkg V. í erl. mynt Söluv. ísl. kr. kr. pr. kg Þorskur 244.370,00 209.894,60 14.656.310,23 59,98 Ýsa 99.310,00 105.548,25 7.370.117,65 74,21 Ufsi 5.473,75 2.442,60 170.559,43 31,16 Karfi 8.120,00 4.508,20 314.794,08 38,77 Koli 58.520,00 62.145,40 4.339.426,85 74,15 Grálúöa 306,25 435,00 30.374,74 99,18 Blandað 30.612,50 27.927,40 1.950.086,56 63,70 Samtals: 446.712,50 ' 412.901,25 28.831.655,58 64,54 Karfinn á 58 kr. í Þýskalandi Bv. Viðey seldi afla sinn í Bremer- haven 29. febrúar, alls 205,797 lestir, fyrir 11,981 millj. kr. 199,4 tonn voru karfi en meðalverð á honum var kr. 58,25. Blandaður fiskur var rúm 6 tonn og meðalverð á honum var kr. 57,50. Meðalverð aflans var kr. 58,22. Ekki er búist við að verð á fiski hækki í Þýskalandi vegna þess að nú hefur borist meira af fiski úr Norðursjó á þýska markaðinn. Allar geymslur fullar af saltfiski Þúsundir tonna af þurrkuöum salt- fiski eru í geymslum í Norður-Nor- egi. í Norður-Noregi er fréttaritari „Fiskaren“, Torill Munter. Eftirfar- andi er haft eftir honum í viðtali við Karl Sörensen í Sörensen og Sönner á Stött í Malöy í viðtali við Fiskaren: Við keyptum mikið af þorski fyrir jólin og trúðum því að útlit væri gott á sölu þurrfisks eins og veriö haföi en verðið lækkaði, segir Karl Sören- sen. Erfiðleikar eru einnig miklir hjá Safish á Sör-Arnöy í Gildeskál. Einn- ig þar eru allar geymslur fullar af saltfiski. Talsmenn fyrirtækisins John And- ersen segja að allar geymslur hjá þeim séu fullar og þeir greiði 25.000 n.kr. á mánuði í vexti. Sörensen á Stött greiðir 1000 n.kr. á mánuði í vexti. Ufsinn fellur I verði Á ufsa hefur orðið afdrifaríkt verð- fall úr 11-12 n. krónum í 7-8 n. kr., ségir Karl Sörensen. Framleiðendur eru alvarlega varaðir við framleiðslu á ufsa og keilu til söltunar. Það eru alvarleg tíðindi að ekki sé hægt að framleiða saltaðan þorsk með hagn- aði. Framleiöendur vonuðu að ufsinn kæmi aftur inn með þokkalegu verði en það hefur brugðist enn sem komið er. Markaðurinn í Brasilíu var með mjög gott verð fyrir hrunið og hann er afgerandi fyrir sölu á söltuðum ufsa sem allur er seldur þurrkaður. Portúgal greiðir miklu lægra verð. Eftir því sem ég hef heyrt, segir Sör- ensen, hafa íslendingar selt mikið af saltfiski á síðasta ári, allt að 10 til 12000 tonn á lægra verði en við getum selt á. Vextirnir erfiðir saltfiskverkendum Einsog fyrr segir greiðir fyrirtækið mikla vexti af þeim 150 tonnum af saltfiski sem það liggur meö. Það al- varlegasta er að í ár getum við ekki vænst styrkja við framleiðsluna. Fiskmarkaðimir Ingólfur Stefánsson Við viljum hjálpa Við höfum tekið á móti fiski þar til nú eða fram í miðjan febrúar. Veiði hefur verið góð frá því í haust fram yfir nýár en um nýárið kom hrunið. Við getum ekki selt fiskinn. Þetta segir Johann Andersen, framleiðslu- stjóri hjá Safish í Gildeskál. Hann segir fyrirtækið liggja með 1,5 millj. króna í saltfiski og vextir af þessari upphæð eru eins og hann gat um í upphafi þessa viðtals. Við veröum að fá 23 n.kr. fyrir hvert kíló svo framleiðslan borgi sig. Fiskurinn er verkaður á allra besta hátt, eftir kúnstarinnar reglum. Við vorum ekki undir þennan skell búnir nema hvað varðar ufsa og keilu en við átt- um ekki von á að verða í vandræðum með þorsksölu. ísaður fiskur stendur sig vel. Sama er að segja hjá Sören- sen og Sönner, þeir segja verðiö hafa lækkað um 4-5 n.kr. og nú getum við ekki meira. Veröið, sem rætt er hér, er verð til sjómanna. Getur ekki verið ömurlegra Áður hefur „Rofisklaget" getað skotið uppbótum til framleiðenda þegar illa hefur staðið á en nú verður ekki séð að það gerist. Þetta getur ekki verið ömurlegra, fiskimennirnir koma úr suðri og norðri og við getum ekkert gert en munum hefjast handa þegar tekist hefur aö selja það sem er liggjandi í geymslum okkar. Við vonumst til að fiskimennirnir skilji aðstöðuna. Vextirnir hrannast upp og við ráðum ekkert við þaö og getum ekkert gert í stöðunni, segir Karl Sörensen. Búnaðarþing: Bannið erlendar kartöflur og niðurgreiðið innlendar Fyrir Búnaðarþingi liggur ályktun jarðræktarnefndar þess efnis að skorað verði á landbúnaðarráðherra að taka upp sölukerfi á kartöflum er byggist á framleiðslustjórnun. Þá skorar nefndin á ráðherra að beita sér fyrir þvi að kartöflur verði niður- greiddar, að minnsta kosti sem nemur þeim söluskatti sem á þær er lagður. Að lokum vill nefndin að þingið samþykki áskorun um bann við innflutningi á kartöflum og hvers kyns vörum unnum úr þeim meðan eitthvað er til í landinu af innlendum kartöflum. -gse Áður Nú Khaki-buxur 1.490 500 Galla-buxur 1.490 500 , Joggingpeysur 1.425 600 Joggingbuxur 1.190 400 Peysur 2.490 1.900 Skyrtur 1.790 400 Gallajakkar 2.900 1.400 Dömujakkar 2.790 1.395^ Barnabuxur 1.100 600 Áprentaðirbolir 600 300 „Allar aðrar vörur með 20% afslætti" ri Jeep ri AMC EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR Eigum fyrirliggjandi mikið úrval original varahluta í AMC og Jeep bifreiðar. Einnig aukahlutir fyrir Wagoneer og Cherokee árg. '84-'88, m.a. upphækkunarsett, toppgrind- ur, mottusett, vindskeiðar, sílsalistar, stokk- ar, útispeglar, varadekkspokar, safarígrindur að framan, stuðarahlífar, dráttarbeisli, aur- hlífar o.fl. o.fl. Ath. sérpantanir á ca 2-3 vikum án auka- kostnaðar. Hraðpantanir á ca 3 dögum. EGILL VILHJÁLMSSON HF„ Smiöjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 VERÐDÆMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.