Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988. Viðskipti Eriendir markaðir: Álið lýfur 1300 punda múrinn glæsilega og enn lækkar olían Stórglæsilegt álverö var skráö í fyrradag í London. Verðiö fór þá í 1313 sterlingspund í London. Álheimurinn er ánægður. Það er bjart framundan. Þau stórmerku tíðindi berast nú af erlendum mörkuðum aö verð á áli hafi ekki verið eins hátt í fimm ár. Það rauf 1300 sterlingspunda múrinn glæsilega í fyrradag og fór í 1313 sterlingspund í London. Glæsilegt met. Astæðan er framboðskreppa, segja álmenn. Það er minna framleitt en áður. Önnur stórmerk tíðindi að utan koma frá olíumarkaðinum í Rotterdam. Verð á hráolíu er komið niður í 14,70 dollara tunnan. Það er bingó fyrir olíunotendur. Greinilega mikið framboð á markaðinum og erfiðlega ætlar að ganga fyrir OPEC að skrúfa fyrir kranann. Þrátt fyrir að hráolíuverð hafi lækkað í verði hefur bensínið hækk- að í verði í Rotterdam að undan- fórnu. Það er augljóslega farið að vora í bensíninu. Slíkt gerist alltaf. Bensíniö hækkar á vorin og nær hámarki á sumrin þegar allir eru að ferðast. Bensínið fer því eftir lögmál- unum þetta vorið sem önnur, að minnsta kosti ennþá, því í viðskipt- um eiga menn aldrei að segja aldrei. Það getur allt gerst. Venjulegt bensín er núna í kring- um 150 dollara en ekki eru nema tvær vikur síðan það kostaöi um 138 dollara. Sama er að segja um súper- bensínið. Það fór á um 166 dollara fyrir um tveimur vikum en nú er það komið í 174 dollara. Frá sjónarhorni bíleigenda í Evrópu er þetta dökka hliðin á vorinu, því meira sem birtir, því meira hækkar verð á bensíni. Örlítið meira um álið. Það var árið 1983 sem verðið náði að fara yflr 1300 sterlingspunda múrinn. Síðan eru liðin fimm ár með miklum verð- sveiflum. Verð á áli í dollurum reiknað er núna um 2.324 dollarar. Svo hátt dollaraverð hefur álheimur- inn ekki séð áður. Nota bene, dollar- inn er ekki lengur dollar. Verðgildi hans hefur hrapað eins og öllum er kunnugt. Hvað um það, bjartsýni gætir í álheiminum þótt verðið komi líklegast til með að lækka eitthvað á næstunni. Vert er að benda fólki á að kaffið er að hækka í verði. Hægt og hljótt, en þó fyrst og fremst hægt og bít- andi, hækkar verðið vegna minna framboðs á markaðinum. Það er dauft kaffihljóðið í þeim í Brasilíu en þar er útlit fyrir uppskerubrest. Tíu droparnir bregðast þó aldrei. -JGH Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65 ára og eldri geta losað innstæður sínar með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert inn- legg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyris- sjóðum eða almannatryggingum. Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 25% og ársávöxtun 25%. Sérbók. Við innlegg eru nafnvextir 20% en 3% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 29%. Hvert innlegg er meðhöndlað. sérs- taklega. Áunnið vaxtastig helst óbreytt óháð úttektum en vaxtahækkun seinkar um þrjá mán- uði ef innleggið er snert. Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburöur við ávöxtun þriggja mánaða verðtryggðra reikninga, nú með 2% vöxtum, og sú tala sem hærri reynist færð á höfuðstól. Úttekt vaxta fyrir undangengin tvö vaxtatímabil hefur ekki áhrif á vaxtahækkanir. Búnaöarbankinn: Gullbók er óbundin með 29% nafnvöxtum og 31,1% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eöa ávöxtun verðtryggðs reiknings með 4,0% vöxtum reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,85% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. Vextir færast hálfsárslega. Metbók er með hvert innlegg bundið í 18 mán- uði á 30,5% nafnvöxtum og 32,8% ársávöxtun, eöa ávöxtun verótryggðs reiknings með 4,0% vöxtum reynist hún betri. Hvert innlegg er laust að 18 mánuðum liðnum. Vextir eru færðir hálfs- árslega. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningur er óverð- tryggður reikningur með 30% nafnvöxtum og 32,2% ársávöxtun. Verðtryggð bónuskjör eru 4%. Á sex mánaða fresti eru borin saman verð- tryggð og óverðtryggð kjör og gilda þau sem hærri eru. Heimilt er aö taka út tvisvar á hverju sex mánaða tímabili. Vextir færast misserislega á höfuðstól. 18 mánaða bundinn reikningur er með 32% nafnvöxtum og 32% ársávöxtun. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin meö 32% nafnvöxtum og 34,1% ársávöxtun. Af óhreyfð- um hluta innstæðu frá síðustu áramótum eða stofndegi reiknings síðar greiðast 33,4% nafn- vextir (ársávöxtun 36,2%) eftir 16 mánuði og 34% eftir 24 mánuði (ársávöxtun 36,9%). Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburður á ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikninga og gildir hærri ávöxtunin. Af hverri úttekt dragast 0,85% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Vextir fær- ast tvisvar á ári á höfuöstól. Vextina má taka út án vaxtaleiðréttingargjalds næstu tvö vaxta- tímabil á eftir. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrstu 3 mánuðina 22%, eftir 3 mánuði 26%, eftir 6 mánuði 33%, eftir 24 mánuði 35% eða ársávöxt- un 38,06%. Sé ávöxtun betri á 6 mánaöa verðtryggðum reikningum gildir hún um há- vaxtareikninginn. Vextir færast á höfuðstól 30.6. og 31.12. Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 34% nafn- vexti og 36,89% ársávöxtun á óhreyfðri inn- stæðu. Ef ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist betri gildir hún. Vextir færast hálfsárslega. Af útttekinni upphæð reiknast 0,75% úttektargjald, nema af uppfærðum vöxt- um síðustu 12 mánaða. Utvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 28,82% (ársávöxtun 30,16%), eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings, sem reiknuð er eftir sérstökum reglum, sé hún betri. Saman- burður er gerður mánaðarlega og vaxtaábótinni bætt við höfuðstól, en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 19%, þann mánuð. Heimilt er aö taka út vexti og vaxtaábót næsta árs á undan án þess að ábót úttektarmánaðar glatist. Ef ekki er tekið út af reikningnum í 18-36 mánuði tek- ur hann á sig kjör sérstaks lotusparnaðar með hærri ábót. Óverðtryggð ársávöxtun kemst þá í 30,75-32,55%, samkvæmt gildandi vöxtum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Megin- reglan er að innistæöa, sem er óhreyfð í heilan ársfjóröung, ber 25,0% nafnvexti, kaskóvexti, sem gefa 27,44% ársávöxtun, eða nýtur kjara 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 4% vöxtum, eftir því hvor gefur hærri ávöxtun fyrir þann ársfjórðung. Vextir og verðbætur færast á höfuðstól í lok hvers ársfjórðungs, hafi reikningur notið þess- ara „kaskókjara". Reikningur ber kaskókjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa verið á undangengnu og yfirstand- andi ári. Úttektir umfram það breyta kjörunum sem hér segir: Við eina úttekt í ársfjórðungi reiknast almennir sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskó- kjör af eftirstöðvum. Við fleíri úttektir fær öll innistæða reikningsins sparisjóðsbókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virkan dag ársfjórðungs, fær innistæðan kaskókjör ef hún stendur óhreyfð út fjórðunginn. Reikning- ur, sem stofnaður er síðar fær til bráðabirgða almenna sparisjóðsbókavexti en getur áunnið sér kaskókjör frá stofndegi að uppfylltum skil- yrðum. Sparisjóðir: Trompreikningur er verðtryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 4,0 nafnvöxtum. Sé reikningur oröinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svoköll- uðurri trompvöxtum, sem eru nú 26% og gefa 28,17% ársávöxtun.Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikning- ihn. Hreyfðar innstæöur innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna sparisjóðsvexti, 19% Vextir fæ/ast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vélstjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði,óverð- tryggða, en á 29,5% nafnvöxtum. Misserislega er ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú meó 5,0% vöxtum, borin saman við óverð- tryggða ávöxtun, og ræður sú sem meira gefur. Vextir eru færðir síðasta dag hvers árs. Topp-bók nokkurra sparisjóða er með innstæðu bundná í 18 mánuði óverðtryggða á 27,5% nafnvöxtum og 29,93% ársávöxtun eða á kjör- um 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 5,0% vöxtum. Vextir færast á höfuóstól misseris- lega og. eru lausir til útborgunar á næsta vaxtatímabili á eftir. Sparisjóðirnir í Keflavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Borgarnesi, á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Árskógsströnd, Nes- kaupstað, Patreksfirði og Sparisjóður Reykjavík- ur og nágrennis bjóða þessa reikninga. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verð- bréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteignanna. Bréf- in eru ýmist verðtrýggó eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Algengustu vextir á óverðtryggðum skuldabréfum vegna fasteignaviðskipta eru 20% eða meöalvextir bankaskuldabréfa. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verö- tryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá- húsnæðisstofnun ríkisins getur numió 2.898.000 krónum á 1. ársfjórð- ungi 1988, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á síðustu þrem árum, annars 2.028.000 krónum. Út á eldra húsnæði getur lán numið 1.929.000 krónum, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á sl. þrem árum, annars 1.420.000 krónum. Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna. Lánin eru til 40 ára og verðtryggð. Vextir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aðeins verðbætur og vextir, síðan hefjast afborganir af lánunum jafnframt. Gjalddagar eru fjórir á ári. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupphæöir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn láns- rétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru mjög mishá eftir sjóöum, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5-9% vöxtum, algengastir eru meðalvextir, nú 8,1%. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna Jánsrétti frá fyrri sjóöum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagð- ir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirn- ir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímabilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafn- vel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eftir 6 mán- uði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæö leggjast 5% vextir seinni 6 mánuð- ina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,8% á mánuði eóa 45,6% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala fyrir mars 1988 er 1968 stig en var 1958 stig í febrúar. Miðað er við grunn- inn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala fyrir mars 1988 er 343 stig á grunninum 100 frá 1983, en 107,3 á grunni 100 frá júlí 1987. Húsaleiguvísitala hækkaði um 9% 1. jan. Þessi vísitala mælir aöeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samningum leigusala og leigjenda. Hækkun vísitölunnar miðast við meðaltalshækkun launa næstu þrjá mánuði á undan. JTlröðum akstri fylgir: ^Oryggisleysi, orkusóun og streita. Ertu sammála? UMFERÐAR RAÐ INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 19-20 Ib.Ab Sparireikningar 3jamán. uppsögn 19-23 Ab.Sb 6mán. uppsögn 20-25 Ab 12 mán. uppsögn 21 -28 Ab 18mán. uppsögn 32 Ib Tékkareikningar, alm. 8-12 Sb Sértékkareikningar 9-23 Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb. Lb.Vb, Bb.Sp Innlánmeðsérkjörum 19-28 Lb.Sb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 5,75-7 Vb.Sb Sterlingspund 7,75-8,25 Úb Vestur-þýsk mörk 2-3 Ab Danskarkrónur 7,75-9 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 29,5-32 Sp Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almenn skuldabréf 31-35 Sp Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 32,5-36 Sp Útlán verðtryggð Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Úb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 30,5-34 Bb SDR 7,75-8,25 Lb.Bb, Sb Bandaríkjadalir 8,75-9,5 Lb.Bb, Sb.Sp Sterlingspund 11-11,5 Úb.Bb, Sb.Sp Vestur-þýskmörk 5-5,75 Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45,6 3,8 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr.feb. 88 35,6 Verötr. feb. 88 9,5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala mars 1968 stig Byggingavísitalamars 343stig Byggingavísitala mars 107,3stig H úsaloiguvísitala Hækkaði 9% . jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávöxtunarbréf 1,3927 Einingabréf 1 2,670 Einingabréf 2 1,555 Einingabréf 3 1,688 Fjölþjóðabréf 1,342 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,672 Lífeyrisbréf 1.342 Markbréf 1,387 Sjóðsbréf 1 1,253 Sjóðsbréf 2 1,365 Tekjubréf 1,365 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 130 kr. Eimskip 384 kr. Flugleiðir 255 kr. Hampiðjan 138 kr. Iðnaðarbankinn 155 kr. Skagstrendingurhf. 189 kr. Verslunarbankinn 135 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Verð á eriendum mörkuðum Bensírt og olía Rotterdam, fob Bensín, venjulegt,..149,5$ tonnið eða um......4,49 ísl. kr. lítrinn Verð í síðustu viku Um ................145$ tonnið Bensin, súper.....174$ tonnið eða um.........5,18 ísl. kr. lítrinn Verð í síðustu viku Um...............................170$ tonnið Gasolía..........................135$ tonnið eða um.;...4,53ísl. kr. lítrinn Verð í síðustu viku Um...............................135$ tonnið Svartolía.......................80,5$ tonnið eöa um......2,94 ísl. kr. lítrinn Verð í síðustu viku Um.,....„.........................88$ tonnið Hráolía Um................14,75$ tunnan eða um......580 ísl. kr. tunnan Verð i síðustu viku Um................15,90$ tunnan Gull London .Um.................432$ únsan eða um..........17.042 isl. kr. únsan Verð í síðustu viku Um...................438$ únsan Al London Um....1313 sterlingspund tonnið eða um......91.778 ísl. kr. tonnið Verð í siðustu viku Um....1294 sterlingspund tonnið Ull Sydney, Ástralíu Um..........11,30 dollarar kílóið eða um.........445 ísl. kr. kílóið Verð í síðustu viku Um..........11,75 dollarar kílóið Bómull New York Um.............60 cent pundið eða um.........52 ísl. kr. kílóið Verð i síðustu viku Um...............63 cent pundið Hrásykur London Um..........204 dollarar tonnið eða um......8.048 ísl. kr. tonnið Verð í síðustu viku Um..........229 dollarar tonnið Sojamjöl Chicago Um..........186 dollarar tonnið eða um......7.338 ísl. kr. tonnið Verð í síðustu viku Um..........187 dollarar tonnið Kaffibaunir London Um.............121,6 cent pundið eða um.......„.105 ísl. kr. kílóið Verð í síðustu viku Um....,.........119 cent pundið Verð á íslenskum vörum eriendis Refaskinn Khöfn, febr. Blárefur.............298 d. kr. Shadow...............299 d. kr. Silfurrefur..........692 d. kr. Bluefrost............312 d. kr. Minkaskinn Khöfh, febr. Svartminkur......220 d. kr. Brúnminkur.........„„227 d. kr, Grásleppuhrogn Um.....1100 þýsk mörk tunnan Loönumjöl Um........540 dollarar tonnið Loðnulýsi Um........360 dollarar tonnið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.