Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988.
9
IJtlönd
Gagniýnir gagniýnenduma
Nei við kjarn-
orkulausri Evrópu
Leiötogar NATO-ríkjanna sendu í
gær frá sér,yfirlýsingu þar sem sagði
að herferðin fyrir fækkun kjarn-
orkuvopna myndi ekki einskorðast
við hugmyndimar um kjarnorku-
vopnalausa Evrópu heldur þurfi
einnig að koma tÚ fækkunar hefð-
bundinna vopna.
Fóru leiðtogarnir fram á að Var-
sjárbandalagið fækkaði verulega
hefðbundnum vopnum. Þeir lögðu
hins vegar áherslu á að þó svo að
jafnvægi kæmist á hvaö varðaði
hefðbundin vopn myndu vestræn
ríki samt sem áður þurfa á kjam-
orkuvopnum að halda. Virðist því
sem NATO hafni hugmyndum Gor-
batsjovs Sovétleiðtoga um kjam-'
orkuvopnalausan heim árið 2000.
Leiðtogarnir þurfa í dag að samein-
ast um erfiða ákvarðanatöku. Um er
að ræða hvenær og hvernig þurfi að
endurnýja þær bandarísku skamm-
drægu kjamorkuflaugar sem stað-
settar em í Evrópu. Bretar og
Bandaríkin leggja áherslu á end-
Fundur leiötoga aðildarrikja NATO hófst i Brussel í gær og lýkur í dag.
Símamynd Reuter
urnýjun en Frakkar og Vestur-Þjóð- skammdrægum kjarnaflaugum eins
verjar vilja hins vegar fækka og Sovétmenn leggja til að verði gert.
Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, sakaöi í gær þá sem
gagnrýna ísrael um að vera haldn-
ir blindu gagnvart þeim ásetningi
araba aö hertaka allt ísrael.
Shamir fagnaði við sama tæki-
færi því aö George Shultz, utanrik-
isráðherra Bandarikjanna, hyggst
nú snúa aftur til Miðausturlanda
til frekari viðræðna um framtíð
herteknu svæðanna á vesturbakk-
anum og Gazasvæöinu, þar sem
uppreisn Palestínumanna hefur nú
staðið í tóíf vikur.
Shamir sagði í gær aö ef ísraelsmenn drægu herhð sitt til baka frá
herteknu svæðunum, eins og arabar krefjast, myndi það hafa geigvænleg-
ar afleiöingar í för með sér.
Vonir glæðast
Vonir manna hafa nú glæðst
nokkuð um að annar vestur-þýsku
gislanna, sem nú eru í haldi öfga-
manna i Líbanon, muni innan
skamms öðlast frelsi sitt að nýju.
í tilkynningu, sem í gær barst frá
hreyfingu þeirri sem hefur Þjóð-
verjann í haldi, segir að persónuleg
afskipti Hafez Al-Assad, forseta
Sýrlands, hafi nú leitt til þess að
hugsanlega verði Ralph Schray lát-
inn laus.
Hreyfingin, sem hcfur bæöi
Schray og landa hans, Rudolf Gor-
des, í haldi hefur krafist þess aö
Mohamed Ali Hamadi og bróöir
hans, Abbas, sem báðir eru í v-
þýskum fangelsum, verði látnir
Íausir.
Þótt Hamadi brseöumir séu enn í haldi í Þýskalandi segja libönsku
skæruliðamir að þeir vilji skapa velvilja meðal v-þýskra stjórnvalda með
því aö láta Schray lausan.
Tilefni yfírlýsinga
tímaritum viðtöl við Mitterrand þar
sem hann ræddi afvopnunarmál og
sagði meðal annars að núna væri
ekki tími til að ræða endurnýjun
skammdrægra kjarnorkuflauga
Bandaríkjamanna í Evrópu en reikn-
að er með að í kringum 1994 verði
þær orðnar úreltar og sumir innan
NATO, eins og til dæmis Margaret
Thatcher, hafa viljað ræða strax
þessa endurnýjun. Forsetinn sagði
að þvert á móti þyrfti að taka upp
viðræður við Sovétmenn um minnk-
un hefðbundins herafla.
Chirac var ekki lengi að svara.
Hann hélt blaðamannafund á þriðju-
daginn um utanríkismál og án þess
að nefna beint forsetann svaraði
hann yfirlýsingu Mitterrands..
Chirac gagnrýndi forsetann óbeint
fyrir undanlátssemi við Gorbatsjov
og sakaði hann um að grafa undan
samstöðu innan NATO. Mitterrand
kom svo fram í sjónvarpsviðtali í
gærkvöldi og endurtók þaö sem hann
hafði áður sagt og svaraði forsæfis-
ráðherranum en gaf náttúrlega lítið
út á gagnrýni Chiracs.
Á hak viö orðaskipti, sem bera
keim af kosningabaráttu og áróðri,
býr flóknari veruleiki. Kjarnorku-
herafli Frakka, þótt lítill sé, gerir
stöðu þeirra í afvopnunarviðræðum
viðkvæma. Ef samið verður í fram-
tíðinni um fækkun skammdrægra
flauga, eins og Vestur-Þjóðverjar til
dæmis vilja, má telja víst að reynt
verði að fá Frakka með í þær viöræð-
ur en Frakkar mega ekki heyra á það
minnst að hróflað sé við kjarnork-
unni þeirra og eru reyndar með á
prjónunum aukningu kjarnorkuher-
aflans sem gæti virst mótsagna-
kennt. Það eru samskiptin við
Vestur-Þýskaland sem skipta Frakka
miklu máli, bæði hvað snertir öryggi
Evrópu og eins framtíð Evrópu-
bandalagsins og þetta vita bæði
Mitterrand og Chirac. Það sem fram
hefur komið í máli æðstu ráðamanna
undanfarna daga hefur ekki alltaf
verið í fyllsta samræmi við stefnu
þeirra og fyrri yfirlýsingar. En í
Vestur-Þýskalandi og annars staðar
vita menn að kosningar eru væntan-
legar í Frakklandi.
Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux;
Natófundurinn í Brussel hefur orð-
ið frönskum stjórnmálamönnum
tilefni yfirlýsinga. Mitterrand forseti
áleit að í kjölfar afvopnunarsamn-
ingsins, sem undirritaður var i
desember síðastliðnum, væri nauð-
synlegt að sækja fundinn til að skýra
frá viðhorfum Frakka. Franskir
ráðamenn hafa ekki setið fundi af
þessu tagi frá því að Frakkar drógu
sig út úr hemaðarsamvinnu NATO.
Samkvæmt franskri sfjómarskrá
er forseti landsins ábyrgur fyrir ör-
yggis- og vamarmálum en forsætis-
ráðherrann hefur meiri völd í
innanríkismálum. Mitterrand hefur
með fundinum í Bmssel og yfirlýs-
ingum í blaðaviðtölum viljað sýna
að í sambúðinni við Jacques Chirac
er það forsetinn sem hefur töglin og
hagldirnar þegar Evrópa og varnar-
mál eru annars vegar. Þátttaka hans
á fundinum er mikilvæg út á við en
ekki síður innan Frakklands þar sem
jafnalvarlegt mál og öryggi Evrópu
hlýtur að vera baráttumál fyrir kom-
andi forsetakosningar.
Á mánudaginn birtust í tveimur
Mitterrand Frakklandsforseti ásamt Carrington lávarði í höfuðstöðvum
NATO í Brussel. Simamynd Reuter
Sprengingar í Dacca
Tugir heimatilbúinna sprengja vom sprengdar í Dacca, höfuðborg
Bangladesh, í morgun, í þann mund er kjörstaðir voru opnaðir þar, en í
dag fara fram kosningar til þings landsins.
Engar fregnir hafa enn borist af manntjóni eða eignaskemmdum af
völdum sprenginganna.
Þegar kjörstaðir í Bangladesh vom opnaðir í morgun höfðu stjómvöld
komið fyrir um rúu þúsund hermönnum við þá og er hlutverk þeirra að
sjá til þess að kosningar fari friðsamlega fram og að stjórnarandstaða
meini fólki ekki að kjósa.
Talið er að kjörsókn verði með minna móti enda hafa flestir eða allir
stjórnarandstöðuflokkar landsins hvatt fólk til að hundsa kosningamar.
Héldu forsetafrúna komna
Síðastliðinn laugardag varð uppi
fótur og fit meðal starfsmanna flug-
vallarins í Manila, höfuðborg
Filippseyja, þegar einhver rak aug-
un í að þangaö var komin Imelda
nokkur Marcos. Aö sjálfsögðu
héldu starfsmennirnir að þar væri
á ferð eiginkona Ferdinands Marc-
os, fyrrum forseta landsins, sem
settur var af fyrir tveim árum og
nú er í útlegð í Bandaríkjunum.
Þegar að var gáð reyndist ferða-
langm-inn hins vegar vera starfs-
maöur hollenska sendiráðsins í
Ástraliu sem er alnafni forsetafrú-
arimiar og róuðust taugar við-
staddra nokkuð viö þær upplýsing-
ar.
Hægri öfgamenn unnu
íhaldsflokkurinn í Suður-Afríku,
sem er lengst til hægri af stjóm-
málaflokkum landsins, vann
afgerandi sigur í aukakosningum
um sæti á þingi landsins í gær. Er
sigur þessi enn eitt merki þess að
hægrimönnum aukist nú mjög
fylgi meðal hvitra í Suður-Afriku.
Kosið var um tvö þingsæti og er
taliö að íhaldsflokkurinn muni
vinna bæöi sætin en flokkurinn
heldur mjög fram yfirburðum
hvíta kynstofnsins fram yfir þá
sem litaðir em.