Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Síða 12
12
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988.
Vejslueldhúsið
Álfheimum 74
MÖTUNEYTI OG FYRIRTÆKI
Sendum heitan mat út í hádeginu til
fyrirtækja og stofnana.
Sími 686220 og 685660
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
. . Pantanasími 13010
Litakynning.
^ Permanettkynning.
Strípukynning.
Rakarastofan Klapparstíg
Pantanasími 12725
Harris/3M
telefaxtæki
Alltaf í fararbroddi
Mikil verðlækkun
2127
Harris/3M býður upp á hágæða telefaxtæki sem hafa sendingar-
hraða allt að 10sekúndum. Þessi tæki í 2000-línunni eru algjörlega
sjálfvirk og bjóða upp á allt sem þú þarft til að koma skjölum og
öðrum gögnum til viðtakenda á öruggan og skjótan hátt.
Kynntu þér 2110, 2123 og 2127 tækin.
Hin nýja lína af telefaxtækjum frá Harris/3M er bæði vönduð og
hagkvæm. Þessi tæki senda bréfið þitt frá einni heimsálfu til ann-
arrar á 15 sekúndum. Slíkur hraði sparar ekki aðeins tíma heldur
einnig peninga. Harris/3M 111-línan er sú hraðvrrkasta í sínum
flokki. 111 -línan getur haft samskipti við allar gerðir telefaxtækja
og prentgæðin eru ótrúleg.
Kynntu þér 111 og 111AD telefaxtækin frá Harris/3M og þú sann-
færist um gæði þeirra og þú munt komast að raun um eins og
fleiri að þau eru sennilega bestu tæki sinnar tegundar í heiminum.
Telefax fyrir:
Banka • Innflytjendur • Útflytjendur • Lögreglu • Trygginga-
félög • Dagblöð • Verkfræðistofur • Auglýsingastofur •
Prentsmiðjur • Opinberar stofnanir
o.fl. o.fl.
Verðskrá 1.3. 1988
111.........kr. 95.800,- 2110 G........157.000,-
111 AD......kr. 99.500,- 2127.......kr. 271.100,-
ARVÍKS*
NAFNNUMEÞ 0599-8 <90
kennitaua 47 11 83-0<69 ARMUL11 - POSTHOLF 0000- 128 REYKJAVIK • SlMI 607222 • TELEX 3012 • TELEFAX 687295
Utlönd
Shultz fer í
nýja friðarför
Reagan Bandaríkjaforseti ákvað í
gær að senda Shultz utanríkisráð-
herra aftur til Miðausturlanda
síðdegis í dag að loknum leiðtoga-
fundi NATO. Lýsti forsetinn því yfir
að öll Miðausturlönd vildu að Banda-
ríkin héldu áfram að fylgja eftir
nýjum friðartillögum sínum.
Allra fyrst mun Shultz fljúga til
London þar sem hann mun eiga við-
ræður við Hussein Jórdaníukonung.
Því næst heldur Shultz til ísraels.
í tillögum Bandaríkjamanna felst
takmörkuð sjálfsstjórn fyrir Palest-
ínumenn á herteknu svæðunum þar
sem að minnsta kosti sjötíu og níu
manns hafa fallið fyrir hendi ísra-
elskra hermanna frá því í desember-
byrjun. Einnig er gert ráð fyrir í
tillögunum að haldin verði alþjóðleg
ráðstefna sem myndi hrinda af stað
beinum friðarviðræðum milli ísra-
elsmanna og araba. í tiilögunum er
ekki gert ráð fyrir að á alþjóðafund-
inum verði komist að víðtæku
samkomulagi.
Á þriðjudaginn lauk sex daga frið-
arför Shultz um Miðausturlönd og
sagði utanríkisráðherrann eftir þá
ferð að hann hefði orðið Var við meiri Samkvæmt skipun Reagans Bandaríkjaforseta mun Shultz, utanríkisráð-
sveigjanleika hjá ráðamönnum þar herra Bandaríkjanna, halda af stað í dag í nýja friðarför til Miðausturlanda.
en áður. Simamynd Reuter
Verðfall á Norðursjávarolíu
Páll Vflhjálmsson, DV, Osló:
Norðursjávarolía lækkaði í verði í
gær og hefur ekki verið ódýrari síðan
1986. Astæöa lækkunarinnar er talin
vera sú að kaupendur gera ráð fyrir
offramboði á olíu á næstunni.
Einu olíuframleiðendurnir í Norð-
ursjó eru Norðmenn og Bretar og
kemur olíulækkunin sér illa fyrir
efnahag þessara þjóða. Það er mun
kostnaðarsamara að vinna olíu úr
Norðursjó en til dæmis í Miðaustur-
löndum þar sem borpallar eru á
þurru landi. Eftir verðfallið í gær
stendur í járnum hvort það borgi sig
fyrir Norðmenn og Breta að vinna
olíu á landgrunni sínu.
Þegar tæknin bregst
Það hefur löngum farið vel á með'
þeim Ronald Reagan Bandaríkja-
forseta og Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands, og
hafa þau haft ýmislegt að skrafa
þegar þau hafa hist. Þegar fólk nær
„vissum aldri“ geta tjáskipti þó
orðið háð aðstoð ýmissa tækni-
undra nútímans og þegar þau
bregðast verður oft minna úr
tengslunum en til stóð. Þegar þau
Thatcher og Reagan hittust á leið-
togafundi Atlantshafsbandalagsins
í Brussel í gær urðu þau einmitt
að sætta sig við sambandsleysi
vegna þess að tæknin brást. í þetta
sinn var það heyrnartæki forsetans
sem bilaði og hvernig sem hann
reyndi að stilla það neitaði tólið
algerlega að hlýða. Á neðri mynd-
inni hefur forsetinn geOst upp og
tekið tólið úr eyranu. Lesa má von-
brigðin úr andliti hans enda vafa-
lítið sárt að missa af vísdómsorðum
þessarar vinkonu sinnar og skoð-
anasystur. Ekki fylgir sögunni á
hvern Thatcher er að kalla á mynd-
inni, nema hún sé að heimta breskt
heyrnartæki handa forsetanum.