Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Side 16
16
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988.
Spumingin
Lesendur
Fylgist þú með Reykjavík-
ur skákmótinu?
Magnús Ingvarsson: Nei, það get ég
ekki sagt, mjög lítið a.m.k.
Anna Árnadóttir: Nei, ég hef ekki
tíma tíl þess.
Rósa Guðbjartsdóttir: Já, dálítið.
Ragnheiður Kristinsdóttir: Nei, en ég
fylgdist með einvígi Jóhanns úti.
Hekla Hannibalsdóttir: Nei, ég hef
engan áhuga á skák.
Andrés Pétur Rúnarsson: Já, ég fylg-
ist vel með því.
Fýrirtiuguð ráðhúsbygging:
Furðuleg hugmynd
Bréfritari leggur til að akbraut verði lögð þvert yfir Tjörnína og endi i göngum niður í fyrirhugaðar bilageymslur
ráðhússins.
9071-6085 skrifar:
Fyrir nokkrum vikum barst inn
um bréfalúguna til mín blað fulltrúa-
ráðs Sjálfstæðisfélaganna. Af for-
vitni leit ég yfir greinar blaðsins sem
flestar eru beint lofsyrði á fyrir-
hugaða ráöhúsbyggingu. Er ég las
yfir grein Árna Sigfússonar kemur
manni í hug „rödd húsbóndans"
(„his masters voice“), svo rækilega
er blær greinarinnar í anda borgar-
stjóra.
Við lestur greinar Katrínar
Fjeldsted (en sú grein er kveikjan að
skrifum mínum) kemur fram svipað-
ur tónn og hjá Árna en þó í aðeins
öðrum anda og er þar imprað á ýmsu
furðulegu varðandi ráðhúsið til stað-
festingar á jáyrði hennar því til
handa. - Hún heldur því fram að ef
gömul hús væru þar sem Oddfellow-
húsið og Tjamargötulengjan eru
hefði hún verið á móti ráðhúsi við
Tjörnina. Varðandi þessa rökfærslu
vil ég varpa þessari spumingu til
Katrínár Fjeldsted: Er ekki mögu-
leiki að umbreyta áðurnefndum
byggingum, t.d. með því að timbur-
klæða Tjarnargötulengjuna eða rífa
niður einhver húsanna þar?
Hitt sjónarmið greinar hennar ér
stjórnun umferðar um svæðið. Þar
dregur hún upp svo furðulega hug-
mynd að ég sem lesandi varð orðlaus.
Hún talar um að gera Tjamargötuna
að vistgötu með ljóskerum og bekkj-
um til að vernda götuna frá þeirri
örtröð bíla sem fylla hana daglangt
og kanna hvort gera mæiti götuna
að einstefnuakstursgötu.
Einnig kemur fram hjá henni að
ekki komi til greina að breikka Von-
arstræti eða Fríkirkjuveg. Fyrr í
grein sinni segir hún orðrétt: „Að-
gerða vegna umferðaröngþveitis er
þörf nu þegar í miðbænum, án
tengsla við fyrirhugaöa ráðhúsbygg-
ingu. f ljósi þess lagði ég til í borgar-
ráði nýlega, að könnuð yrði
hagkvæmni þess aö nota litla stræt-
isvagna í .gamla bænum.“
Við samantekt eru tvö atriði sem
framkvæma á við verndun Tjarnar-
innar „nú“ og „síðar" varðandi
hugmyndir hennar, þ.e. að gera
Tjamargötu að einstefnuakstursgötu
og innleiða litla strætisvagna um
svæðið.
Ég spyr sem almennur borgari:
Hvaða hugrenningar eru það sem
stjómendur borgarmála em að
bræöa með sér? - Var ekki byijað á
öfugum enda, fyrst að byggja ráðhús
og síðan að hugsa um umferðarmál-
in? Helst kemur mér í hug sagan um
nýju fötin keisarans, þ.e. ráðhúsið
strípað í umferðaröngþveiti.
Borgarstjóri og borgarfulltrúar í
meirihluta. Fyrst þetta skipulag er
komið í gegn og þið búnir að tapa
áttum, því þá ekki að gera það sem
þarf að gera, svo að keisarinn fái nú
fot! Ganga hreint til verks og leggja
akbraut þvert yfir Tjömina, frá ljós-
unum á gatnamótum Skothúsvegar
og Fríkirkjuvegar, akbraut sem end-
aði í göngum niöur í fyrirhugaðar
bílageymslur ráðhússins?
Mig undrar ekki þótt þið fáið gæsa-
húð viö lestur þessarar tillögu. Þetta
er það eina sem þið getið gert til að
bjarga því að vitleysan verði ekki
vitlausari.
Með öiyggi allra í huga:
Aðvöran
Hringið í síma
27022
milli kl. 13 og 15
eða hringið
Þingmanninum
til hugarhægðar
Þórhallur G. Ólafsson skrifar:
Ég leyfði mér að slappa aðeins af í
miðbænum í Reykjavík í sl. viku og
settist inn á kaffistofu viö Austur-
völl. Á meðan ég drakk og borðaöi
horfði ég yfir Austurvöll og á Al-
þingishúsið gamla. Þá var það að
flugvél ein stór flaug beint yfir Al-
þingishúsið. Flugvélin var, að því er
mér virtist, aðeins fáeina metra yfir
húsinu.
Þeirri hugsun skaut strax upp hjá
mér að þetta yrði að banna tafar-
laust í eitt skipti fyrir öll áöur en
alvarlegt slys hlytist af. Hvað um
alla okkar ágætu alþingismenn sem
gætu farist þarna á augabragði ef
flugvélin dytti niður í miðbæinn og
hvað um allt þetta fallega og góða
fólk sem vinnur í miðbænum, skyld-
fólk þess og vini, auk tjölda fólks sem
alltaf er í miðbænum á daginn?
Þarna eru allir í stöðugri hættu.
Ég er þarna aldrei lengur en ég
nauðsynlega þarf vegna þessara flug-
véla sem þarna fljúga yfir. Hver vill
bera ábyrgð á því ef flugvél „dytti"
niður í miðbæinn og allt færi þar í
bál? Það þarf ekki annaö en „dautt
loft“, þ.e. breytingu á undirstöðu eða
að eitthvað verði annað að til þess
að svona geti komið fyrir.
Það var einmitt svona breytileg
undirstaða sem varð til þess í De-
troit í Bandaríkjunum að flug 252
„datt“ niður og allir fórust, að und-
anskildu einu litlu barni. Og sex
manns fórust á jöröu niðri.
Ég er nýkominn heim til íslands
eftir að haja verið búsettur í 36 ár í
Bandaríkjunum. Þar er ákaflega
margt öðruvísi en hér á landi og sem
of langt yrði upp að telja, en eitt vil
ég benda á sem mikið er gert að þar
í landi varðandi ýmislegt er fólki
þykir vera varasamt. Þá eru með
áberandi hætti auglýst með skýrum
stöfum á spjöldum þessi orð: „SAFE-
TY FIRST“ eða Öryggi framar öllu.
Á undanfórnum 10 árum, og þá
einkum í Bandaríkjunum, hefur ver-
ið mikið gert að því að fjarlægja hús
frá aðflugslínu flugbrauta og girða
síðan háar girðingar beggja vegna
flugvallanna, þannig að hvorki fólk
né búfénaður komist inn á þetta
svæði.
Eitt af því sem byggt hefur verið á
íslandi meðan ég var að heiman er
nýja flugstöðin í Keflavík sem er inn-
an við klukkutíma akstur frá Reykja-
vík. Það þykir ekki mikið í
Bandaríkjunum. Hvers vegna er ekki
löngu búið að beina öllu flugi frá
Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur?
Með öryggi flugmanna, farþega og
allra framangreindra í huga er ég
hvattur af æðri máttarvöldum til
þess að koma þessari aðvörun á
framfæri strax. - Öry ggi framar öllu!
Gunnar Kristinsson hitaveitustj.
skrifar:
í grein er Sighvatur Björgvinsson
alþingismaður ritar í DV 23. febrúar
um fyrirhugaöa byggingu Hitaveitu
Reykjavíkur á Öskjuhlíð, vitnar
hann í frétt í sama blaði, 16.2. um
sama efni. Frétt þessa ritaði blaða-
maður DV/SME nokkru effir að hann
hafði hafl viðtal við mig í síma og ég
hafði satt að segja lagt mig nokkuð
fram um það að lýsa fyrirhuguðum
framkvæmdum fyrir honum.
Blaðamanninum hafa þó fundist
aörar hliðar málsins áhugaverðari
en sú er að framkvæmdunum sjálf-
um sneri en í fréttinni leyndist þó
4ra lína tilvitnun í samtal okkar,
ekki orðrétt að vísu, en meiningin
ekki íjarri réttu lagi. Ég hafði svarað
blaðamanninum því að engum hefði
dottið í hug að arður af rekstri veit-
ingahúss á 5. hæð gæti greitt kostnað
við alla bygginguna.
Síðasta setning fréttarinnar „það
er því gert ráð fyrir að kostnaður
vegna byggingarinnar greiðist með
heitavatnsnotkun viðskiptavina
Hitaveitu Reykjavíkur," er ályktun
blaðamannsins, en ekki tilvitnun í
viðtal, en að sjálfsögðu er hún rétt.
Það má þó vera þingmanninum til
hugarhægðar að ekki er fyrirhugað
að hækka gjaldskrá Hitaveitunnar
vegna byggjngarinnar og getur hann
því haldið áfram að boða áhugamál
sitt um flutning á peningum frá íbú-
um höfuðbórgarsvæðisins út á
landsbyggðina, forsendur eru
óbreyttar.
Þingmaðurinn getur því haldið
áfram að boða áhugamál sitt um
flutning á peningum frá höfuðborg-
arsvæðinu, segir m.a. i bréfinu.
„Hvers vegna er ekki löngu búið að beina öllu flugi frá Reykjavíkurflugvelli
til Keflavikurflugvallar?" spyr bréfritari.