Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Side 17
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988.
17
Lesendur
Munnsöfnuður í lögreglustöðinni:
Eiga Austfirð-
ingar ekki upp
á pallborðið?
Héraðsbúi skrifar:
Mig langar til að bæta viö nokkr-
um oröum'við þá umræöu, sem átt
hefur sér staö um, þann atburö, er
tveir lögregluþjónur uröu til þess
að tvíbrjóta upphandlegg ungs
manns fyrir það eitt að aíþakka að
yfirhöfn hans eða jakki yrði tekinn
af honum. Það hefur kannski verið
hitamolla í fatahenginu en fyrr má
nú vera kurteisin í lögreglumönn-
unum!
Annars var tilefiii bréfs þessa
ekki síður munnsöfnuður sá er lög-
reglukona í lögreglustöðinni í
Reykjavík lét falla i garð Austfirð-
inga. Stendur ekki einhvers staöar
að ekki megi vera ókurteis við op-
inbera starfsmenn og það geti
varðað sektum og fangelsi aö brjóta
þaö ákvæði?
En hver er réttur þegnanna og
hvar stendur konan í þessu máli?
Á aö sekta hana eða fangelsa, vísa
henni úr starfi eða bara að þagga
máhð niður?
Hárrækt með „leysi“
- eða hárkollur
Kristján Guðmundsson skrjfar:
í fréttatíma Stjörnunnar hinn 24.
febr. sl. fullyrti Torfi Geirmundsson,
að sköllótt fólk gæti ekki fengið allt
hárið aftur með „leysigeislameðferð"
eins og þeirri sem framkvæmd er hjá
Heilsulínunni á Laugavegi. Oft fengi
fólk bara fingerð hár sem yrðu aðeins
nokkurra cm löng og þeim héldu
sumir aðeins með áframhaldandi
meðferð. Þetta væri því dýr lausn.
Nú óska ég að koma með eftirfar-
andi athugasemdir við þessi ummæli
Torfa:
1. Það er aðeins fyrst eftir að hárið
kemur upp sem það er fingert. Það
þykknar fjótlega og verður jafngróft
og upprunalega háriö.
2. Hárið verður að öðru leyti einnig
eins og upprunalega háriö, m.a. hvaö
varðar vöxt. Reyndar yrði sköllótt
fólk himinlifandi þótt hárið yrði ekki
nema nokkurra cm langt.
John Lydon, söngvari P.I.L., þarf
ekki á hárrækt að halda meðan hann
skartar þessum fínu fléttum.
3. Enginn viðskiptamanna Heilsulín-
unnar hefur misst hárið eftir aö
meðferö lauk. Hins vegar er gott að
styrkja hárvöxtinn eftir að meðferð i
lýkur með því að koma í einn og einn
tíma á nokkurra mánaða fresti.
Hvað verðlagningu varðar skal
upplýst að tíminn hjá Heilsulínunni
(3 kortér til klukkustund) kostar 890
kr. Sex tímar, 5340 kr„ kosta því svip-
að og ódýrustu hárkollur. Sá fjöldi
viðskiptavina Heilsulínunnar, sem
hafa losnaö við hárkollurnar, líkir
því ekki saman hve geislameðferðin
er ódýrari og betri lausn á skalla-
vandamálinu en kollurnar, ekki síst
hvað varðar umhirðu.
Kannski er þar einmitt að finna
ástæðuna fyrir andúð Torfa á geisla-
meðferðinni. - Torfi er nefnilega
umsvifamikill hárkollusali. Kannski
liggur sama ástæöa að baki því að
Torfi minnist ekki orði á að geisla-
meðferð Heilsulínunnar gerir meira
en að hæra skalla; hún stöðvar einn-
ig hárlos, lífgar og gerir glansandi
líflaust hár, eyðir flösu og exemi,
endurvekur litafrumur hársins og
hraöar hárvexti um þriðjung.
Hitt hefði Torfi mátt minnast á; að
óvandaðir leikmenn úti í bæ selja
sársauklafulla geislameðferð með
smygluðum tækjum á kr. 1150 tím-
ann (og mætti kalla það okurgeisla).
Vegna þessa er nauðsyn á að taka
fram að meðferðin hjá Heilsulínunni
er algjörlega sársaukalaus. Og þar
sem margir, ekki síður konur og
börn en karlar, eiga um sárt að binda
vegna hárvandamála er vert að geta
þessa.
Hollusta og heilbrigði
fyrr og síðar
Gunnar Sverrisson skrifar:
Hér áður fyrr, er fólkið í landinu
vissi almennt minna en í dag um
hollustu og næringargildi þeirra
fæðutegunda, sem það neytti dag-
lega, og margir hverjir ekki heldur
um gildi heilsuræktar, er staðhæft
að sumum þeirra varð aldrei mis-
dægurt og náðu háum aldri. Tel ég
að eitthvað af gömlu húsráðunum
hafi komið þar við sögu og hjálpað
til. Jafnvel eins og af eðlisávísun.
Nú á seinni tímum er fólk betur
upplýst en áður um hollustuefni
réttrar fæðu og heilsurækt, svo og
hvað það eigi að varast og hvers
megi vænta í þessum efnum til bóta
ef það fer rétt að. Dæmin eru reynd-
ar mörg um það hversu vel hefur
tekist til og hvernig mönnum hefur
tekist að bæta sig og hressa.
Umræðan um þessi efni finnst mér
vera af hinu góða enda þótt menn séu
ekki á eitt sáttir um eðli og gildismat
einstaka þáttar. Samt finnst mér ein-
hvern veginn að téð umræða mætti
Er hægt að rekja hollustu og heilsurækt nútímans til hinna gömlu húsráða?
að einhverju leyti vera tengd upplýs-
ingum, aðferðum og áhrifum gömlu
húsráðanna og myndu þá sjálfsagt
fleiri en ella færa sér samtvinnuð
hollustu- og heilsuræktarráð í nyt á
kostnað þess gamla og einfalda, fyrir
minni peninga og með minni fyrir-
höfn.
Villandi upplýsingar um fæðu og
aðra hollustu láta margir sér í léttu
rúmi liggja, en ég tel að rangar upp-
lýsingar megi á stundum rekja til
þess að sá eða þeir sem bak við þær
upplýsingar standa viti ekki betur.
Og það er jú mannlegt að skjátlast í
dagsins önn og þrasi.
_j7_pexla—
íslensks
skemmtanalífs!
IMú—nrðefa allir Wlánaklúbbsfélagar og gestir
þeirra timanlega því heilmikið er um að vera um
helgina.
Hinn frábæri Tommy Hunt skemmtir á töstíi-
dags- og Iaugardagskvö1d7 _____—-—
Guðmunduf—Haukur. annast tónlistarflutning
föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld._
Í,,ALACARTE" salnum erköminnnýr og spenn-
andi matseðill. IVIunið að panta borð í tima.
Opnunartímar
Mánaklúbbsins:
Fimmtudaga 18.00-01.00
Föstudaga 18.00-03.00
Laugardaga 18.00-03.00
Sunnudaga 18.00-01.00
Brautarhölii 20, símar 23333, 23335 og 29098
A
Annaðkvöldfrum-
sýnir Leik-félag
Akureyrar verkið
Horftaf brúnni eftir
Arthur Miller. Leik-
ritið fjallar um líf
Eddie Carbone
hafnarverkamanns
í Brooklyn. I föstu-
dagsblaðinu verður
gerð grein fyrir leik-
ritinu og frumsýn-
ingu Leikfélags
Akureyrar.
Söngleikurinn Jesus
ChristSuperstarverð-
urfrumsýndur íveit-
ingahúsinu Evrópu um
helgina. Þettaer
glænýuppfærslasem
ersérstaklegagerð
með veitingahús í
huga.
^ ; i
' . ... -5"
Fjórir nýirfram-
haldsmyndaflokkar
hefja göngu sína á
skjánum í næstu
viku, þará meðal
nýir þættir um lög-
regluforingjann
Taggart. Sagt verð-
urfrá þeim í föstu-
dagsblaði DV á
morgun.