Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Síða 21
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988.
.21
LíEsstíH
Verslun við Suður-Afríku:
Viðskiptabann
ekki í gildi en
verslun illa séð
Eins og kunnugt er af fréttum hefur
feröaskrifstofan Útsýn hætt viö
fyrirhugaða ferð tii. Suöur-Afríku
vegna bréfs sem utanríkisráðherra
ritaöi félagi íslenskra ferðaskrif-
stofa. í bréflnu fór utanríkisráð-
herra þess á leit við ferðaskrifstof-
ur að ekki yrðu famar skipulagðar
ferðir til Suður-Afríku né neitt það
gert sem flokkast gæti undir skipu-
lagða atvinnustarfsemi þar.
Það vekur furðu að á sama tíma
er flutt inn talsvert magn ávaxta
frá Suður-Afríku og virðist enginn
hafa neitt við það að athuga.
Niðursoðnir ávextir frá Libby’s,
Del Monte og Gold Reef eru gjarnan
frá Suður-Afríku og ferskir ávextir
af tegundinni Cape eru einnig það-
an. Aðrar þjóðir hafa látið í ljós
vanþóknun á aðskilnaðarstefnunni
í Suður-Afríku með því að kaupa
ekki vörur þaðan, eða hvað?
DV keypti niðursuðuvörur frá
Suður-Afríku á dögunum og voru
dósirnar merktar á sænsku,
norsku og finnsku, auk þess sem
Tvær dósir með ávöxtum frá Suður-Afriku.
DV-mynd BG
!d 250g blandede frukter
ValmistuRaja/Distribuerati av
Ðistribuetes av
DEL MONTEINTERNATIONALINC.
P.O. BOX 3
STAINES, MIDDLESEX, ENGLAND
LICENSEE OF
DEL MONTE CORPORATION
Valmistaja/Tillverkare/Produseri i
SOUTH AFRICAN PRESERVING CO.
CAPE TOWN, SOUTH AFRICA
Dósirnar eru greinilega merktar upprunalandi á sænsku, norsku og
finnsku. Skyldu þær fást í þessum löndum?
Neytendur
þeim var pakkað í Bretlandi. Þetta
bendir eindregið til þess að við-
skiptabann á Suður-Afríku sé bara
í orði, ekki á borði. Þaö sem meira
er, svo virðist sem ferskir ávextir,
sem fáanlegir eru um þessar mund-
ir, séu flestir annaðhvort frá Suður-
Afríku eða ísrael.
íslensk stjórnvöld hafa ekki séð
ástæðu til þess að banna viðskipti
við Suöur-Afríku. Þau hafa þó ekki
setið aðgerðalaus. DV ræddi þessi
mál við Helga Ágústsson, skrif-
stofustjóra í utanríkisráðuneyti:
„Það hafa ekki verið sett nein lög
hér eins og á hinum Noröurlönd-
unum um viðskiptabann á Suöur-
Afríku. Ráðherra og forverar hans
hafa þó farið þess á leit við fyrir-
tæki að viðskiptum við Suður-
Afríku verði haldið í lágmarki og
þau verði nánast engin meðan
mannréttindi eru fótum troðin í
landinu. Einnig hefur þeim tilmæl-
um veriö beint til stórra fyrirtækja
og verkalýðsfélaga að þau kaupi
ekki vörur frá Suður-Afríku.“
Að sögn Helga þá hefur þetta gert
þaö að verkum að innflutningur á
vörum frá Suður-Afríku er að til-
tölu mjög lítill.
En meö þessu er ekki öll sagan
sögð. Þær vörur, sem DV náöi í,
eiga það sameiginlegt að þær eru
merktar breskum dreifmgaraðil-
um þó upprunaland sé merkt
Suður-Afríka. Þá er 'spurningin
bara, hvaða land kemur fram á
innflutningsskýrslum?
U pplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið? i
i
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- |
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar |
íjölskyldu af sömu stærð og yðar. . |
I
Nafn áskrifanda
Heimili_____________________________________________ j
Sími________________________________________________ j
i
Fjöldi heimilisfólks________
i
Kostnaður í febrúar 1988:
____________________________________________________ i
Matur og hreinlætisvörur kr. __________________'
Annað kr. ____________________ I
I
Alls kr. |
I
I
Anna Bjamason, fréttaritari DV í Denver
Það er engum erfiðleikum bund-
ið að skila vörum aftur hér í landi.
Svo lengi sem þú hefur geymt
strimihnn er hægt að fá vörunni
skilað og meira að segja endur-
greidda ef viðskiptavinurinn vill.
Hér hefur viðskiptavinurinn alltaf
á réttu að standa, alveg sama
hvernig í pottinn er búið.
í stórverslunum er sérstakt af-
greiðsluborð sem kallað er „Þjón-
usta við viðskiptavini”. Þangað er
fariö með varning sem viðkomandi
ætlar að skila. Spurt er af hverju
þú sért að skila vörunni og síðan
ekkert gengiö nánar eftir því.
Við lentum í því á dögunum að
ritvél, sem við keyptum nýlega,
skemmdist í ferðatösku er viö vor-
um á ferðalagi. Fyrst ætluðum við
að athuga hvort ferða/farangurs-
tryggingin okkar (Eurocard) bætti
svona skaða, en svo var ekki. Við
höfðum samband við International
Air Passengers Association, gull-
kort, sem lítið hefur veriö gumað
af heima og er í sambandi við
Eurocard. Kortiö okkar var ekki
einu sinn á skrá hérna i Ameríku,
svo ekkert var þar aö hafa.
Flugfélagið vildi ekkert fyrir okk-
ur gera vegna þess að ekki hafði
verið merkt á töskuna að í henni
væri ritvél.
Fengum nýja vél
Þá fórum við með ritvélina aftur
í búðina og ætluðum að athuga
hvort þeir vildu bæta hana. Af-
greiðslustúlkan í viðskiptamanna-
deildinni spurði hvað væri að, og
við sögðum að ekki væri hægt að
skrifa á vélina sem við höfðum
keypt fyrir tæpum mánuði. Ekkert
var spurt nán,ar út í þetta, aöeins
hvort við vildum fá nýja vél eða
peningana til baka. Við vildum fá
nýja vél. En þegar til átti að taka
var þessi tegund uppseld. Þá var
óöara hringt í aðra verslun, sömu
tegundar, í nágrenninu. Þar voru
til sams konar vélar og við fórum
þangað og gengum út með nýja vél.
Verður að viðurkennast að við
vorum með dálítið samviskubit, en
hugguöum okkur við að við tækj-
um sjálf þátt í kostnaðinum við
þetta. Svona nokkuð er örugglega
reiknað inn í verð vélarinnar í upp-
hafi. Það var svo sem ekki himin-
hátt, vélin, sem er Brother
rafmagnsritvél, mjög fullkomin,
kostaði 177 dollara eða sem svarar
rétt um 7000 ísl. krónum.
En við heyrðum af íslenskum
námsmanni, sem svo sannarlega
„notfærði" sér þessa þjónustu. Eða
réttara sagt, misnotaði hana eigin-
lega enn meira en við gerðum.
Hann keypti sér húsgögn á út-
sölu. Skömmu seinna lauk útsöl-
unni, þá skilaði maöurinn
húsgögnunum og fékk þau endur-
greidd á fullu verði. Eftir skamman
tíma var aftur útsala, á sams konar
húsgögnum og þá keypti vinurinn
þau aftur, á útsöluverði. Þegar
þessi ungi námsmaður fór svo heim
til íslands var óhentugt að taka
húgögnin með sér, svo hann hafði
engin umsvif og bara skilaði þeim
aftur í verslunina og fékk pening-
ana til baka enn á ný. Þetta kallar
maður að „notfæra” sér hlutina út
í ystu æsar.