Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988. 41 Fólk í fréttum Geir Magnússon Geir Magnússon viðskiptafræö- ingur hefur verið í fréttum DV vegna brottvikningar hans úr starfi aðstoðarforstjóra Iceland Seafood í Bandaríkjunum. Geir er fæddur 31. maí 1933 í Rvík og varð viðskipta- fræðingur frá HÍ 1959. Hann var viðskiptafræðingur hjá Coldwater Seafood Corporation í New York 1960-1974 og Icelandic Imports, Inc., hjá Álafossi í New York 1974-1975. Geir hefur starfað hjá Iceland Seafood Corporation í Camp Hill í Pennsylvaníu frá 1. mars 1975. Gðir kvæntist 21. september 1957 Ragnheiði Hermannsdóttur, f. 17. júní 1938, skrifstofumanni í Rvík. Foreldrar hennar voru Hermann Hermannsson, forstjóri Sundhallar Rvíkur, og Torfhildur Baldvins- dóttir, hárgreiðslumeistari Þjóð- leikhússins. Geir og Ragnheiður skildu 1965. Börn Geirs og Ragn- heiðar eru Guðrún, f. 27. nóvember 1957, MA í kennslufræði frá Banda- ríkjunum og kennari við Grundar- skólann á Akranesi, og Ragnar Torfi, f. 14. júní 1960, tölvufræðing- ur í Bandaríkjunum, sambýliskona hans er Halla Jóhannsdóttir, við- skiptafræðinemi í Bandaríkjunum. Geir kvæntist aftur 10. júlí 1966 Kathleen Russo, f. 7. desember 1942. Börn Geirs og Kathleen eru Geir, f. 5. september 1968, Ari, f. 27. júlí 1970, og Júlía, f. 13. janúar 1972. Systur Geirs eru Helga, f. 29. mars 1927, gift Robert McCarthy, flugumferðarstjóra i San Frans- isco, sem er látinn; Sigrún, f. 7. nóvember 1929, gift Vito Luche, fyrrv. veitingamanni í San Fran- cisco; Ástríður, f. 16. júlí. 1931, gift Martin, sölumanni í San Francisco; og Þóra, f. 22. maí 1937, gift Ingva Guðjónssyni, deildarstjóra hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn. Foreldrar Geirs voru Magnús Jochumsson, póstmeistari í Rvík, og kona hans, Guðrún Geirsdóttir. Föðursystir Geirs, sammæðra, er Margrét, amma Jóns L. Árnasonar stórmeistara. Magnús var sonur Jochums, verslunarstjóra á ísafirði, Magnússonar, kaupmanns á ísafirði, bróður Matthíasar skálds. Magnús var sonur Joch- ums, b. í Skógum í Þorskafiröi, Magnússonar. Móðir Jochums var Sigríður, systir Þorbjargar, langömmu Finnbogu, ömmu Ein- ars Benediktssonar sendiherra. Sigríður var dóttir Ara, b. á Reyk- hólum, Jónssonar og konu hans, Helgu Árnadóttur, prests í Gufu- dal, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, langafa Jóns forseta og Jens, langafa Jóhannesar Nordals. Móðir Magnúsar kaupmanns- var Þóra Einarsdóttir, systir Guö- mundar, fóður Theodóru Thor- oddsen skáldkonu og Ásthildar Thorsteinsson, móður Muggs. Móðir Magnúsar póstmeistara var Aðalbjörg Jónsdóttir, b. í Mið- húsum í Skagafirði, Björnssonar, b. í Glæsibæ í Skagafiröi, Hafliða- sonar. Móðir Björns var Herdís Gísladóttir, b. i Ásgeirsbrekku í Skagafiröi, Þorlákssonar, b. í Ás- geirsbrekku, Jónssonar, ættfóður Ásgeirsbrekkuættarinnar, fóður Halldóru, langömmu Hallgríms, langafa Guðjóns B. Ólafssonar, for- stjóra SÍS. Móöir Gísla var Ingi- björg Guðmundsdóttir, b. á Auðólfsstöðum, Steingrímssonar, b. á Hofi í Vesturdal, Guömunds- sonar, ættíoður Steingrímsættar- innar yngri. Móðir Aðalbjargar var Þuríöur Pétursdóttir. Móðir Þurið- ar var Ingibjörg Guðmundsdóttir, b. á Kálfastöðum i Hjaltadal, Hall- dórssonar, bróður Stefáns, langafa Kristjáns Eldjárns, afa Kristjáns Eldjárns forseta. Guðrún var dóttir Geirs Zoega, útgerðarmanns og kaupmanns í Rvík, bróður Tómasar, langafa Geirs Hallgrímssonar seölabanka- stjóra. Geir var sonur Jóhannesar Zoega, glerskera í Rvík, Jóhannes- arsonar Zoega, fangavarðar í Rvík. Móðir Geirs var Ingigerður Ingi- mundardóttir, b. á Völlum á Kjalarnesi, Bjarnasonar, fóður Helgu, langafa Haralds, föður Matthíasar Johannessens skálds. Móðir Guðrúnar var Helga Jóns- dóttir, b. á Stóra-Ármóti, Eiríks- sonar, b. og dbrm. í Kampholti í Flóa, bróður Þorsteins, langafa Guðnýjar, móður Vals Arnþórs- sonar. Eiríkur var sonur Helga, b. á Sólheimum, Eiríkssonar, b. í Bol- holti, Jónssonar, ættföður Bol- holtsættarinnar. Móðir Helgu var Hólmfríður, systir Höllu, ömmu Gunnlaugs Schevings listmálara. Geir Magnusson. Hólmfríður var einnig systir Magn- úsar, langafa Sveinbjarnar Dag- fmnssonar ráðuneytisstjóra. Hólmfríður var dóttir Árna, b. á Stóra-Ármóti, Magnússonar, b. í Þorlákshöfn, Beinteinssonar, lög- réttumanns á Breiðabólstað í Ölfusi, Ingimundarsonar, b. í Hól- um í Stokkseyrarhreppi, Bergsson- ar, b. í Brattholti, Sturlaugssonar, ættíoður Bergsættarinnar. Afmæli NHs Isaksson Nils ísaksson, fyrrv. verslunar- maður, Boðahlein 8, Garðabæ, er níutíu og fimm ára í dag. Nils fædd- ist á Eyrarbakka og ólst þar upp en faðir hans var þar verslunar- maður hjá hinni gömlu dönsku verslun Lefoliis á Eyrarbakka. Nils hóf þar störf innanbúðar fljótlega eftir fermingu en fór svo síðar til Ólafsvíkur þar sem hann var versl- unarstjóri við verslun Garðars ; Gíslasonar. Nils flutti svo til Siglu- ijarðar þar sem hann stundaði verslunarstörf og var síðan skrif- stofustjóri hjá Síldarútvegsnefnd ríkisins, en á Siglufirði bjó hann í íjörutíu ár. Hann kom svo til Reykjavíkur en býr'nú í Garðabæ. Kona Nils er Steinunn Stefáns- dóttir, b. í Fljótum, Benediktsson- ar. i Nils og Steinunn eiga fjögur börn. Þau eru: Gústaf, framleiðslustjóri Kísihðjunnar við Mývatn, en hann er kvæntur Þóru Ölafsdóttur og eiga þau þrjú börn; Ólafur, endur- skoðandi og fyrrv. skattrannsókn- arstjóri, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur, en þau búa í Garðabæ og eiga þrjár dætur; Bogi rann- sóknarlögreglustjóri, kvæntur Elsu Ingeborg, dóttur Bernhards Petersen stórkaupmanns,, en þau búa í Reykjavík og eiga þrjú börn; Anna húsmóðir, gift Friðriki Hjart- ar, sóknarpresti í Ólafsvík, en þau eru búsett þar og eiga þrjú börn. Nils átti fimm alsystkini og fimm hálfsystur en á nú einn bróður á lífi. Sá er Óli Magnús, fyrrv. for- stjóri og starfsmaður Heklu í Reykjavík, en hann varð níræður 26.1. sl. Önnur alsystkini Nils voru Ólöf, móöir Ólafs G. Einarssonar, formanns þingflokks Sjálfstæðis- flokksins; Ingibjörg, kona Jóhanns Kr. Briem, prests á Melstaö, og móðir Sigurðar Briem deildar- stjóra í menntamálaráðuneytinu; Júlía, sem dó ung; og Bogi sem lést 1951. Hálfsystur Nils frá fyrra hjónabandi föður hans eru allar látnar. Foreldrar Nils voru ísak Jakob, verslunarmaður á Eyrarbakka, Jónsson, og Ólöf Ólafsdóttir. Föð- urbróðir Nils var Vilhelm Frí- mann, faðir Karenar, móöur Sigga flug. Annar íöðurbróðir Nils var Kristófer, b. í Vindási og Galtalæk, faðir Finnbjargar, konu Árna Páls- sonar prófessors. Föðurforeldrar Nils voru Jón, b. á Vindási í Land- sveit, Þorsteinsson, og Karen, dóttir ísaks sýslumannsBonnesen á Velli í Hvolhreppi og konu hans, Önnu Kristínar Ohlmann, langömmu Ellerts Kristófers, afa Ellerts B. Schram ritstjóra. Meöal móðursystra Nils var Sesselja, Nils Isaksson. móðir Ólafar, móður Hallgríms tónskálds Helgasonar, Sigurðar, stjórnarformanns Flugleiða, og Ástríðar, konu Hans G. Andersen. Meðal móðurbræðra Nils var Berg- steinn, faöir Gizurar, fyrrv. hæsta- réttardómara, fóður Sigurðar bæjarfógeta, Lúðvíks hrl. og Berg- steins brunamálastjóra. Móðurfor- eldrar Nils voru- Ólafur, b. á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Arn- björnsson, af Kvoslækjarættinni í Fljótshlíð, og Þuríður Bergsteins- dóttir, systir Jóhannesar, afa Gunnars Bergsteinssonar forstjóra Landhelgisgæslunnar. Sigríður Kristín Jónsdóttir Sigríður Kristín Jónsdóttir hús- móðir, Birkilundi, Stokkseyri, er fertug í dag. Hún fæddist á Stokks- eyri og ofst þar upp. Á unglingsár- unum hóf hún afgreiðslustörf og stundaði þau um skeiö. Sigríður Kristín giftist 31.12.1968 Ólafi, f. 11.6. 1947, vörubílstjóra á Stokkseyri. Foreldrar Ólafs eru Auðunn, b. á Bakka í Ölfusi og í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð qg síö- ar starfsmaður Kaupfélags Árnes- inga, Pálsson, f. 8.8. 1908, d. 1966, og Soffia Gísladóttir, f. 25.9. 1907. Sigríður Kristín og Ólafur eiga fjögur börn. Þau eru: Sesselja Jóna, f. 1968, starfsmaður í frystihúsinu á Stokkseyri; Auður Hlín, f. 1976; Ólafur Már, f. 1980; og Auöunn, f. 1982. Sigríöur Kristin á þrjú systkini. Þau eru: Jón Áskell, b. á Skarði í Gnúpverjahreppi, kvæntur Guð- björgu Kristinsdóttur, en þau eiga þrjú börn; Gunnar Valur, varð- stjóri á Litla-Hrauni, en hann á tvö .börn; og Ragnhildur, húsmóðir á Stokkseyri, gift Jóni Hallgrímssyni stýrimanni, en þau eiga sex börn. Foreldrar Sigríðar Kristínar: Jón í Söndu á Stokkseyri, Jónsson, verkstæðisformaður þar á bifvéla- Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstand- endur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Sigriður Kristin Jónsdóttir. verkstæði, f. 10.8. 1908, og kona hans, Sesselja Hróbjartsdóttir, f. 15.3. 1918. Föðurforeldrar Sigríðar Kristínar: Jón, b. á Loftsstöðum, Jónsson og kona hans, Ragnhildur Gísladóttir. Móðurforeldrar Sigríð- ar Kristínar: Hróbjartur, b. í Mjósundi í Villingaholtshreppi, Hannesson og kona hans, Guðtmna Steinsdóttir. Omar, Hermann, Lúðvík og Smári Lúðvíkssynir Ómar Vignir Lúðvíksson, tré- smíöameistari og oddviti á Hellis- sandi, til heimilis að Keflavíkur- götu 7, Hellissandi, er fertugur í dag. Svo skemmtilega vill til að bræ.ður hans þrír eiga allir stóraf- mæli nú á næstunni: Hermann verður þrjátíu og fimm ára 3.4. nk„ Lúðvík verður fjörutíu og fimm ára á sunnudaginn og Smári verður fimmtugur 14.3. nk. Kona Ómars er Kay Wiggs frá Norður-Karólínu í Bandaríkjun- um, dóttir Vernons Wiggs verslun- areiganda og Mamie Wiggs kennara. Ómar og Kay eiga tvö börn. Þau eru Lísa Anne, f. 1983, og Ari Bent, f. 1985. Hermann er rafvirki í Reykjavík og stafar hjá Samvirkja hf. Kona Hermanns er Steinunn Erla, dóttir Árna K. Jónssonar, bifreiðarstjóra í Reykjavík, sem er látinn, og Jó- hönnu M. Kjartansdóttur. Börn Hermanns og Steinunnar Erlu eru Eva Hlín, f. 1979, Elfa Björk, f. 1983, og óskírður drengur, f. 1987. Lúövík er trésmíðameistari en starfar nú hjá slökkviliðinu í Reykjavík’. Kona Lúðvíks er Stein- unn, frá Hellu á Hellissandi, dóttir Kristófers Snæbjörnssonar og Svanhildar Snæbjörnsdóttur. Börn Lúðvíks og Steinunnar eru Valgarður, rafvirki í Reykjavík, f. 1964, Guðmunda Arna verslunar- skólanemi, f. 1969, Lúðvík nemi, f. 1972, og Guðbrandur Elí.'f. 1979. Smári er trésmíðameistari en starfar nú sem húsvörður við Grunnskólann á Hellissandi. Kona Smára er Auður Alexandersdóttir frá Stakkhamri í Miklaholtshreppi, dóttir Alexanders Guðbjartssönar, og Kristjönu Bjarnadóttur. Börn Smára og Auðar eru Alex- ander Kristinn, læknir á Akureyri, f. 1960, Lúðvík Ver, kennari við Grunnskólann á Hellissandi, f. 1961, Örn, nemandi við Fjölbrauta- skólann á Akranesi, f. 1967, og Hildigunnur, nemi í MA, f. 1969. Þeir bræöurnir eiga þrjár systur. Þær eru Þórdís, húsmóðir í Kópa- vogi, f. 25.9. 1940, gift Björgvini Ólafssyni verkstjóra, og eiga þau þrjú börn; Sigríöur, húsmóðir í Reykjavík, f. 11.101944, gift Runólfi Grétari Þórðarsyni trésmíðameist- ara, og eiga þau þrjú börn; og Helga Ágústína, f. 4.5. 1960, starfsmaður hjá Pósti og síma í Reykjavík. Foreldrar þeirra systkina eru Lúðvík Albertsson frá Súðavík sem lengst af stundaði verslunarstörf, f. 13.7.1912, d. 1987, og kona hans, Veroníka Hermannsdóttir frá Hell- issandi, f. 23.6.1918. Föðurforeldrar systkinanna voru Albert sjómaður Einarsson í Súðavík og Þórdís Magnúsdóttir. Foreldrar Veroníku voru Hermann sjómaður Her- mannsson og Ágústína frá Mið- húsum, Kristjánsdóttir. 90 ára Guðrún Jónsdóttir, Skólavegi 36A, Búðahreppi, er sextug í dag. Lussía Guðmundsdóttir, Viðborðsseli I, Mýrahreppi, er níræð í dag. 50 ára 75 ára Sveinn G. Kristjánsson, Fomastekk 12, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Gróa Svava Helgadóttir, Stigahlíð 18, Reykjavík, er sjötiu og fimm ára í dag. 70 ára 28, Rósa Ólafsdóttir, Eikjuvogi Reykjavík, er sjötug í dag. Valborg Guðrún Eiríksdóttir, Þóm- felli 14, Reykjavík, er sjötug í dag. Guðlaug Pálsdóttir, Langholtsvegi 144, Reykjavík, er sjötug í dag. Björg Þorkelsdóttir, Nesvegi 57, Reykjavík, er sjötug í dag. Unnur Halldórsdóttir, Hrafnhólum 8, Reykjavík, er fimmtug í dag. Jón Wium Hansson, Bólstaðarhlíð 31, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Grétar H. Óskarsson, Seiðakvísl 38, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Jóhannes Magnús Þórðarson, Kross- nesi, Álftaneshreppi, er fimmtugur í dag. í tilefni þess tekur hann á móti gestum á heimili sínu á laugardaginn. Anna R. Hallgrímsdóttir, Sunnubraut 6, Laxárdalshreppi, er fimmtug í dag. Anna Lilja Stefánsdóttir, Aðalgötu 13, Árskógshreppi, er fimmtug í dag. 40 ára 60 ára Ragna Karlsdóttir, Ólafsvegi 47, Ólafs- firði, er sextug í dag. Eiríka Inga Þórðardóttir, Vesturbergi 74, Reykjavík, er fertug í dag. Haraldur Kr. Olgeirsson, Einilundi 9, Garðabæ, er fertugur í dag. Sigurður S. Ketilsson, Breiðvangi 31, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Ásta B. Marteinsdóttir, Heiðargerði 30, Vatnsleysustrandarhreppi, er fer- tug í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.